Erlent

Telur þennan „tímapunkt“ fyrir Norður-Kóreu fund óheppilegan
Forseti Bandaríkjanna segir í bréfi til Kim Jong Un, leiðtoga Norður-Kóreu, að hætta þurfi við fyrirhugaðan fund þeirra.
25. maí 2018
Donald Trump
Trump hættir við fundinn með Kim Jong-un
Bandaríkjaforseti hefur látið leiðtoga Norður-Kóreu vita að ekkert verði af fyrirhuguðum fundi ríkjanna tveggja.
24. maí 2018
Vilja binda enda á áreitni á vinnustað
Kvenkyns málflutningsmenn í Bretlandi hafa nú hrundið af stað átaki til að binda enda á áreitni og valdaójafnvægi í stéttinni.
24. maí 2018
Borguðu lögmanni Trumps fyrir aðgengi að forsetanum
Fulltrúar Petro Poroshenko, forseta Úkraínu, komu 400 þúsund Bandaríkjadala greiðslu til Michael Cohen, til að fá fund með Donald Trump.
23. maí 2018
Emmanuel Macron, Angela Merkel og Jean-Claude Juncker, framkvæmdastjóri Evrópusambandsins.
Atvinnuleysi innan Evrópusambandsins heldur áfram að minnka
Hagvöxtur innan Evrópusambandsins heldur áfram að vera sterkur. Í fyrra var hann sá mesti í áratug. Atvinnuleysi heldur áfram að minnka og hefur ekki verið minna frá því fyrir hrun. Verðbólga er 1,4 prósent.
22. maí 2018
Obama hjónin semja við Netflix
Framleiðsla á kvikmyndum, þáttum og heimildarmyndum verður næsta verkefni Michelle og Barack Obama.
21. maí 2018
Maduro vann kosningar í Venesúela þrátt fyrir efnahagshrun
Helsti andstæðingur hans í kosningunum vill endurkjör.
21. maí 2018
Ríkisháskólinn í Michigan borgar 50 milljarða til fórnarlamba Nassars
Larry Nassar braut kynferðislega gegn 332 stúlkum, meðan hann starfaði við Michigan State University. Samkomulag hefur náðst um himinháa greiðslu.
16. maí 2018
Stjórnvöld í Norður-Kóreu hóta að hætta við fundinn með Trump
Heræfingar Bandaríkjamanna og Suður-Kóreu eru álitnar ögrun við Norður-Kóreu.
16. maí 2018
52 hafa farist á Gaza svæðinu og 2.400 slasast
Mesta mannfall á Gaza-svæðinu síðan árið 2014 hefur átt sér stað í dag með árásum Ísraelshers á Palestínumenn vegna mótmæla færslu á sendiráði Bandaríkjanna til Jerúsalem.
14. maí 2018
Eigandi Grímsstaða ríkasti maður Bretlands
Jim Ratcliffe á nú eignir sem metnar eru á tæplega þrjú þúsund milljarða króna. Hann hefur verið umsvifamikill í því að kaupa upp landeignir á Íslandi á undanförnum árum.
14. maí 2018
Bandaríkin opna á einkafjárfestingar í Norður-Kóreu
Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að Norður-Kórea þurfi á hjálp að halda við að byggja upp innviði í orkumálum.
13. maí 2018
Stjórnvöld í Íran segjast ekki ætla að láta Trump kúga sig
Viðbrögð við ákvörðun Trumps um að draga Bandaríkin út úr kjarnorkuvopnasamkomulaginu við Íran hafa ekki látið á sér standa.
8. maí 2018
Trump dregur Bandaríkin út úr Íran-samkomulaginu
Donald Trump sagði fyrir stundu að fjölþjóðlegt kjarnorkusamkomulag við Íran, frá 2015, hafi verið stór mistök. Hann kallaði Íran ógnarstjórn.
8. maí 2018
Stormy Daniels með lögmanni sínum Michael Avenatti.
Lögmaður Daniels fullviss um að Trump muni segja af sér
Lögmaður Stormy Daniels, klámstjörnunnar bandarísku sem segist hafa haldið við Donald Trump Bandaríkjaforseta, segist fullviss um að Trump verði gert að segja af sér. Frekari upplýsingar muni koma fram sem fylli Bandaríkjamenn viðbjóði.
7. maí 2018
Erna Solberg er forsætisráðherra Noregs.
Telja Norðmenn brjóta á feðrum í fæðingarorlofi
ESA hefur höfðað mál gegn Noregi fyrir EFTA dómstólnum vegna meintra brota landsins á jafnræðisreglunni þegar kemur að töku karla á fæðingarorlofi.
7. maí 2018
Nóbelsverðlaunin eru afhent í Stokkhólmi.
Nóbelsverðlaunum í bókmenntum aflýst í ár
Engin nóbelsverðlaun í flokki bókmennta verða veitt í ár, í fyrsta skipti frá seinni heimsstyrjöld.
4. maí 2018
Tíu blaðamenn létust í Afganistan
Tvær árásir voru gerðar að blaðamönnum í Afganistan á mánudag. Í árás í Kabúl létust níu en einnig var blaðamaður BBC í Afganistan skotinn til bana sama dag.
1. maí 2018
Málmtollar Trumps frestast um mánuð
Samningaviðræður eru í gangi við innflytjendur áls og stáls til Bandaríkjanna.
1. maí 2018
Gagnaleki felldi innanríkisráðherra Bretlands
Gögn sýndu að innanríkisráðherra Bretlands hafði ekki greint þinginu rétt frá.
30. apríl 2018
Eignir Jeff Bezos hækkuðu um 1.200 milljarða í gær
Rekstur Amazon gekk betur á fyrstu þremur mánuðum ársins en greinendur gerðu ráð fyrir. Verðmiðinn hækkaði hratt.
27. apríl 2018
Sögulegur fundur á Kóreuskaga
Það fór vel á með leiðtogum Norður- og Suður-Kóreu þegar þeir hittust á landamærum ríkjanna tveggja.
27. apríl 2018
Macron: Það er engin pláneta B
Frakklandsforseti ávarpaði Bandaríkjaþing og talaði fyrir nauðsyn þess að andmæla uppgangi þjóðernishyggju og mynda samstöðu í baráttunni gegn hlýnun jarðar.
25. apríl 2018
Trump gæti þurft að falla frá innflytjendastefnunni
Dómari í Washington D.C. gefur ríkisstjórn Trumps 90 daga til að rökstyðja ákvörðun sína um að afnema D.A.C.A. lögin.
25. apríl 2018
Bloomberg hleypur í skarðið sem Trump skildi eftir
Milljarðamæringurinn Michael Bloomberg hefur ákveðið að greiða það sem Bandaríkin áttu að greiða, til að uppfylla Parísarsamkomulagið.
23. apríl 2018
Faraldur skotárása í Bandaríkjunum síðastliðin 19 ár
Samkvæmt rannsókn The Washington Post hafa skotárásir í skólum í Bandaríkjunum haft áhrif á 208 þúsund einstaklinga. Tólf skotárásir hafa orðið þar í landi frá áramótum.
21. apríl 2018
Starbucks lokar dyrum sínum til að fræða starfsfólk sitt um kynþáttafordóma
Starbucks lokar kaffihúsum sínum heilan dag í maí til að fræða starfsfólk sitt um kynþáttafordóma og mismunun í garð minnihlutahópa.
20. apríl 2018
Áskrifendur Amazon komnir yfir 100 milljónir
Ríkasti maður heims, Jeff Bezos forstjóri Amazon, segir í árlegu bréfi til hluthafa að áskrifendum af þjónustu Amazon hafi fjölgað gríðarlega hratt að undanförnum.
19. apríl 2018
Ríkisstjóri Kaliforníu neitar að hlýða Trump
Bandaríkjaforseti vill að þjóðvarðarliðið sinni gæslu við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó.
17. apríl 2018
May: Tókum ekki þátt í aðgerðunum af því að Trump sagði okkur að gera það
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, kom fyrir breska þingið í dag. Hún segir að það sé í hag Breta að efnavopnum sé ekki beitt og að notkun þeirra verði ekki normalíseruð.
16. apríl 2018
Comey segir Trump siðferðilega óhæfan til að vera forseti
Í sjónvarpsviðtali kallaði James Comey Donald Trumpm lygara og siðleysingja. Hann segir að hann umgangist konur eins og þær séu kjöt.
16. apríl 2018
Trump tístir í gríð og erg vegna tilvonandi bókar Comey
Donald Trump forseti Bandaríkjanna hefur tíst fimm sinnum í dag um James Comey, fyrrverandi forstjóra FBI sem hann rak úr embætti fyrir tæpu ári síðan. FBI var þá að rannsaka meint samráð forsetans og kosningateymi hans við Rússa.
15. apríl 2018
Trump fyrirskipar árás á Sýrlandsher
Bretar og Frakkar taka þátt í aðgerðum.
14. apríl 2018
Trump sagður vilja ráðast á skotmörk í Sýrlandi
Ráðgjafar forsetans - með varnarmálaráðherrann Jim Mattis í broddi fylkingar - vilja stíga varlega til jarðar. Það er forsetinn ósáttur með.
13. apríl 2018
Líkir Trump við mafíuforingja
James Comey, fyrrverandi forstjóri FBI, líkir Donald J. Trump, Bandaríkjaforseta, við mafíuforingja í nýrri bók sinni, A Higher Loyalty.
13. apríl 2018
Viðreisn fer ein fram í Hafnarfirði
Viðreisn er hætt við að bjóða fram lista í sveitarstjórnarkosningunum með Bjartri framtíð.
12. apríl 2018
Slúðurblað greiddi fyrrverandi dyraverði í byggingu Trumps 30,000 dollara
Trump er aftur kominn í vandræði vegna greiðslu til að þagga niður mál tengt honum. Slúðurblað komst á snoður um að Trump hafi eignast barn með einum af starfsmönnum Trump-turnsins.
12. apríl 2018
Zuckerberg: Ábyrgðin er okkar
Mark Zuckerberg stofnandi Facebook kom fyrir öldungadeild Bandaríkjaþings í gær. Hann segir að Facebook beri ábyrgð á að Cambridge Analytica hafi notað gögn um 87 milljóna notenda Facebook.
11. apríl 2018
Rússar beita neitunarvaldi og segja Bandaríkjamönnum að slaka á
Rússar beittu neitunarvaldi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna til að verja Sýrlandsher.
11. apríl 2018
Trump á ríkisstjórnarfundi í morgun.
Ákveður innan tveggja daga hvort Bandaríkin muni svara efnavopnaárásinni í Sýrlandi
Donald Trump segir að hann muni taka ákvörðun innan tveggja daga hvort Bandaríkin munu senda herlið inn í Sýrland til að svara fyrir efnavopnaárásina í Douma á sunnudag.
9. apríl 2018
Orban með öruggan sigur
Orban hefur talað alfarið gegn meiri Evrópusamvinnu, innflytjendum og flóttafólki, sem hann vill ekki sjá í Ungverjalandi.
9. apríl 2018
Facebook sendir notendum skilaboð um gagnanotkun
Öll spjót beinast nú að Facebook.
9. apríl 2018
Facebook bannar AIQ sem var í lykilhlutverki í Brexit-baráttunni
Kanadískt fyrirtæki sem aflaði gagna á samfélagsmiðlum, og notaði til að reyna að fá fólk til að kjósa með útgöngu úr Evrópusambandinu í Bretlandi hefur verið bannað af Facebook.
8. apríl 2018
Bandaríkin þrengja að valdaklíku Pútíns
Fjármálaráðuneyti Bandaríkjanna ákvað að beita valdaklíku Pútíns viðskiptaþvingunum.
6. apríl 2018
Facebook skandallinn stærri en áður var talið
Cambridge Analytica komst yfir meira af notendaupplýsingum frá Facebook, með óeðlilegum hætti, en áður var talið.
4. apríl 2018
Samskiptin í frosti
Rússar neita nokkurri aðkomu að eiturefnaárásinni á Skripal feðginin í Bretlandi. Saka Breta um að standa sjálfir að baki árásinni og krefjast afsökunarbeiðni frá Theresu May.
4. apríl 2018
Tollastríðið harðnar
Donald Trump Bandaríkjaforseti er nú búinn að koma af stað tollastríði við Kína. Þessi tvö stærstu þjóðarhagkerfi heimsins eiga í margþættu viðskiptasambandi. Fjárfestar óttast hið versta.
4. apríl 2018
Spotify metið á 3 þúsund milljarða
Virði sænska tónlistarhugbúnaðarfyrirtækisins Spotify var um 30 milljarðar Bandaríkjadala við upphaf viðskipta með bréf félagsins
3. apríl 2018
Xi JInping, forseti Kína, hefur svarað Donald Trump í sömu mynt.
Kína leggur allt að 25 prósent verndartolla á bandarískar vörur
Kínversk stjórnvöld hafa svarað ákvörðun Donald Trump um að setja háa tolla á innfluttar vörur frá Kína með því að gera slíkt hið sama. Alls leggjast nýju tollarnir, sem taka gildi í dag, á 128 bandarískar vörur. Tollastríð er skollið á.
2. apríl 2018
Rússar senda bandaríska og evrópska fulltrúa heim
Rússar hafa harðlega mótmælt samstilltum aðgerðum þjóða vegna efnavopnaárásar í Bretlandi.
30. mars 2018