Erlent

Konurnar sem saka Trump um áreitni eiga skilið að fá áheyrn
Sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum segir að allar konur sem telja á sér brotið eigi skilið að fá áheyrn, og það eigi líka við um þær sem hafa sakað Trump Bandaríkjaforseta um áreitni.
11. desember 2017
Nær Ive að blása lífi í nýsköpunina hjá Apple?
Bretinn Jonathan Ive hefur tekið við stjórnun hönnunar og notendaupplifunar hjá Apple á nýjan leik. Þetta verðmætasta fyrirtæki heimsins hefur fengið á sig mikla gagnrýni að undanförnu fyrir að koma ekki fram með nægilega miklar nýjungar.
10. desember 2017
Obama varar við því að styrjaldartíminn geti komið aftur
Forsetinn fyrrverandi segir að fólk megi ekki búast við því að hlutirnir verði alltaf eins og þeir hafa verið. Allt í einu geti glundroði myndast í heiminum.
9. desember 2017
Mynd tekin að morgni í nóvember 2017 í Nýju-Delhi á Indlandi.
Milljónir barna í hættu vegna lélegra loftgæða
Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna varar við aukinni mengun en gríðarlegur fjöldi barna verður fyrir skaða af völdum hennar út um allan heim á degi hverjum.
8. desember 2017
Brexit-samkomulag milli Evrópusambandsins og Breta í höfn
Samkomulag hefur náðst um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu, og getur þá næsti hluti samningaviðræðna hafist, segir Financial Times. Þar verður vikið að því hvernig sambandi Bretlands og Evrópusambandsins verður háttað.
8. desember 2017
Utanríkisráðherra Þýskalands: Hlutverk Bandaríkjanna hefur varanlega breyst
Utanríkisráðherra Þýskalands segir Trump Bandaríkjaforseta hafa varanlega breytt stöðu Bandaríkjanna. Hann hafi stórskaðað alþjóðasamvinnu, og gefi út skilaboð um að þjóðir heimsins þurfi að bjarga sér sjálfar.
7. desember 2017
Neyðarfundur í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna framundan
Ákvörðun Donalds Trumps um að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels og færa bandaríska sendiráðið þangað hefur vakið hörð viðbrögð.
7. desember 2017
Trump viðurkennir Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels
Þjóðarleiðtogar og forystumenn í ríkisstjórnum í mörgum ríkjum heimsins óttast að þetta geti hleypt illu blóði í friðarviðræður og jafnvel leitt til stríðsátaka.
6. desember 2017
Þær sem brutu þagnarmúrinn eru persóna ársins hjá TIME
Tímaritið TIME Magazine hefur valið persónu ársins frá árinu 1927 og þetta árið urðu konurnar sem greindu frá kynferðislegri áreitni og ofbeldi opinberlega fyrir valinu.
6. desember 2017
Margir kynnu að verða fyrir vonbrigðum með Evrópuþingið ef bannið tekur gildi.
Endalok kebabsins hugsanlega í nánd í Evrópu
Evrópuþingið hugleiðir nú að leggja bann við fosfati en það er eitt mikilvægasta efnið til að halda kebab-kjöti fersku og bragðmiklu.
5. desember 2017
Flynn játar að hafa logið að FBI
Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjanna, hefur játað brot á lögum og hyggst vinna með alríkislögreglunni FBI.
2. desember 2017
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kallað saman
Eldflaugaskot Norður-Kóreu kallaði fram fordæmingu alþjóðasamfélagsins. Forseti Bandaríkjanna sagði á blaðamannafundi að stjórnvöld í Bandaríkjunum „myndu sjá um þetta.“.
29. nóvember 2017
Neil Murray, stofnandi The Nordic Web.
Nýr fjárfestingarsjóður stofnaður til að styðja við norræn sprotafyrirtæki
The Nordic Web hefur nú sett á laggirnar sjóð til að fjárfesta í norrænum sprotafyrirtækjum. Yfir 50 fjárfestar koma að verkefninu og munu íslensk sprotafyrirtæki fá tækifæri til að taka þátt í verkefninu.
27. nóvember 2017
Olíuverð heldur áfram að hækka
Olíuverð á heimsmörkuðum hefur haldist nokkuð lágt undanfarin ár en það hefur verið að hækka hratt undanfarna tvo mánuði.
25. nóvember 2017
Merkel vill nýjar kosningar frekar en minnihlutastjórn
Stjórnarkreppa kom upp úr kössunum í kosningunum í Þýskalandi í september og sér ekki fyrir endann á henni.
21. nóvember 2017
Janet Yellen
Janet Yellen hættir með stolti
Yellen var fyrsta konan til að gegna stöðu seðlabankastjóra í Bandaríkjunum. Hún þykir hafa staðið sig afburðavel í starfi.
20. nóvember 2017
Pattstaða í Þýskalandi - Stjórnarmyndunarviðræðum slitið
Formaður Frjálslynda flokksins í Þýskalandi átti síðasta orðið um að ekki yrði lengra komist að sinni við að mynda ríkisstjórn.
20. nóvember 2017
Hlýnun jarðar er hnattrænt vandamál sem allar þjóðir heims verða að leysa í sameiningu.
Nýr leiðarvísir loftslagsmeðvitaða þingmannsins
Norðurlandaráð hefur gefið út leiðarvísi Steen Gade fyrir þingmenn sem vilja beita sér í loftslagsmálum með skilvirkari hætti.
19. nóvember 2017
Salvator Mundi seld á 50 milljarða króna
Málverk af kristi eftir Leonard Da Vinci var í gær selt á uppboði fyrir metupphæð.
16. nóvember 2017
Kókaínhagkerfið komið fram úr stöðunni árið 2007
Framleiðsla á kókaíni í Kólumbíu hefur vaxið hratt að undanförnu. Mikil eftirspurn er eftir þessu fíkniefni ríka fólksins, og ýtir hún undir vaxandi framleiðslu og útflutning.
15. nóvember 2017
Trump: Við Pútín áttum gott samtal
Donald J. Trump Bandaríkjaforseti segir að andstæðingar hans þoli ekki að hann vilji eiga góð samskipti við Rússa.
12. nóvember 2017
Kína fer fram úr Bandaríkjunum fyrr en áætlað var
Allt bendir til þess að hagkerfi Kína muni fara fram úr því bandaríska fyrr en áætlað var. Eftir rúmlega áratug verður kínverska hagkerfið orðið stærra, miðað við algengar spár.
11. nóvember 2017
Gordon Brown, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands.
Gordon Brown hvetur G20 til að útrýma skattaparadísum
Opið bréf gengur nú um netheima þar sem forseti Argentínu og leiðtogar G20 ríkjanna eru hvattir til að útrýma skattaparadísum og láta þá sem hafa nýtt sér þær taka afleiðingunum.
10. nóvember 2017
Kína opnar dyrnar upp á gátt
Heimildir til erlendrar fjárfestingar í Kína voru rýmkaðar mikið í gær. Donald Trump Bandaríkjaforseti er nú á ferð um Asíu.
10. nóvember 2017
29. mars 2019 klukkan 23:00 verður Bretlandi ekki hluti af ESB
Nákvæm tímasetning á útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu er gefin upp í Brexit-frumvarpi. Þetta er gert til að flýta útgönguferlinu sem allra mest, segir Theresa May.
10. nóvember 2017
Bandaríkin sér á báti utan Parísarsamkomulagsins
Óhætt er að segja að Donald Trump hafi einangrað Bandaríkin á alþjóðavettvangi, þegar kemur að aðgerðum í loftslagsmálum.
8. nóvember 2017
Innrás og landhernaður er „eina leiðin“
Eina leiðin til afvopna her Norður-Kóreu, og koma í veg fyrir möguleikann á notkun kjarnorkuvopna, er að beita landhernaði, segja yfirmenn í Bandaríkjaher.
6. nóvember 2017
Paradísarskjölin skekja heim hinna ríku
Nýr gagnaleki hefur nú átt sér stað en 13.4 milljónum skjala hefur verið lekið og 96 fréttamiðlar í 67 löndum fjalla nú um þau. Englandsdrottning er meðal þeirra sem eru í skjölunum.
5. nóvember 2017
Trump ætlar að setja „sinn mann“ í stól seðlabankastjóra
Bandaríkjaforseti er sagður ætla að skipa mann í stól seðlabankastjóra Bandaríkjanna sem hann kallar sinn mann.
1. nóvember 2017
Barnabrúðkaupum mótmælt á Indlandi.
Hæstiréttur Indlands úrskurðar kynlíf með eiginkonum undir lögaldri nauðgun
Hæstiréttur á Indlandi fellir niður lagaákvæði sem leyfir mönnum að stunda kynlíf með eiginkonum sínum undir lögaldri. Úrskurðinum hefur verið fagnað víðsvegar um heiminn af kvenréttindasamtökum.
1. nóvember 2017
Átta látnir eftir hryðjuverk í New York
Tugir eru særðir, sumir alvarlega, eftir hryðjuverkið á Manhattan. Borgarstjórinn segir að New York búar muni standa saman.
1. nóvember 2017
Breska þingið
Íhaldsamir þingmenn í Bretlandi neituðu að skrifa undir siðareglur
Fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, David Cameron, reyndi fyrir þremur árum að koma á siðareglum og breyta verkferlum til að vernda fórnarlömb kynferðislegs áreitis á þinginu. Þingmenn Íhaldsflokksins neituðu að skrifa undir reglurnar.
31. október 2017
Manafort í stofufangelsi og 10 milljónir dala í tryggingu
Alríkisdómstóll í Washington úrskurðaði um stofufangelsið eftir að Manafort gaf sig fram við FBI vegna ákæru á hendur honum.
31. október 2017
Ótrúlegar hækkanir stóru tæknifyrirtækjanna
Jeff Bezos, stofnandi og forstjóri Amazon, er orðinn ríkasti maður heims. Hann fór fram úr nágranna sínum við Lake Washington á Seattle svæðinu, Bill Gates, eftir miklar hækkanir á hlutabréfum.
27. október 2017
Vélmenni fær ríkisborgararétt í Sádi-Arabíu
Vélmennið Sophia hefur nú öðlast Sádi-Arabískan ríkisborgararétt. Hún þekkir andlit og getur haldið uppi samræðum við fólk. Margir hafa þó bent á hræsnina en konur í landinu búa enn við skert mannréttindi.
27. október 2017
Vill ekki vera „samsekur“ Trump
Öldungadeildarþingmaður Repúblikana sagðist ekki hafa það í sér að styðja Donald J. Trump Bandaríkjaforseta.
25. október 2017
Bermúda-skjölin næst upp á yfirborðið
Gögnum frá lögmannsstofu á Bermúda var stolið. Búist er við afhjúpandi umfjöllunum um auðmenn á næstunni.
25. október 2017
Opið fyrir samninga fram að fyrstu sprengju
Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir það vilja sinn að leysa úr spennunni á Kóreuskaga með friðsælum hætti.
16. október 2017
Spánn gefur Katalóníu fimm daga frest
Stjórnvöld á Spáni hafa stillt Katalóníu upp við vegg, og gefið stjórnvöldum fimm daga frest til að eyða öllum hugmyndum um sjálfstæði héraðsins.
12. október 2017
Messi verður með Íslandi á HM í Rússlandi
Argentíski snillingurinn Lionel Messi skaut Argentínu áfram á HM í Rússlandi með þrennu gegn Ekvador, í 1-3 sigri.
11. október 2017
Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, skoðar kort með hershöfðingjum sínum.
Norðurkóreskar skotflaugar draga til Bandaríkjanna eftir uppfærslur
Norður-Kórea þarf að uppfæra skotflaug sína til þess að geta hitt skotmark á landsvæði Bandaríkjanna. Ekki er ljóst hvenær uppfærslan verður tilbúin.
10. október 2017
Bankastjóri Alþjóðabankans varar við áhrifum aukinnar sjálfvirkni
Þjóðir heimsins þurfa að vera búin undir miklar breytingar vegna aukinnar sjálfvirkni, meðal annars með tilkomu gervigreindar.
10. október 2017
ICAN-samtökin fengu friðarverðlaun Nóbels árið 2017.
Samtök sem berjast gegn kjarnorkuvopnum fengu friðarverðlaun Nóbels
Tilkynnt var í Osló hver myndi hreppa friðarverðlaun Nóbels árið 2017 og kom valið töluvert á óvart. ICAN, samtök gegn kjarnorkuvopnum, urðu fyrir valinu en þau hafa barist ötullega fyrir kjarnorkulausum heimi.
6. október 2017
Vladimír Pútín, forseti Rússlands.
Pútín er enn óákveðinn um framboð
Forseti Rússlands segist enn ekki hafa ákveðið hvort hann vilji gefa áfram kost á sér sem forseti í kosningum næsta vor.
4. október 2017
Mikill kólerufaraldur herjar nú á Jemen.
Skorin upp herör gegn kóleru
Kólera er illvígur sjúkdómur sem herjar frekar á þá sem eru fátækir og sem minna mega sín. Alþjóðasamfélagið hefur nú safnað saman liði til að koma í veg fyrir kóleru en til stendur að fækka dauðsföllum af völdum sjúkdómsins um 90 prósent fyrir árið 2030.
4. október 2017
47 skotvopn hafa fundist hjá fjöldamorðingjanum
Stephen Paddock, sem skaut 59 til bana í Las Vegas og særði yfir 500, var með 47 skotvopn á þremur stöðum.
4. október 2017
Vopnabúr á heimili fjöldamorðingjans
Mikið vopnabúr fannst á heimili fjöldamorðingjans Stephen Paddock, sem drap 59 og særði 527 í Las Vegas. Tala látinna gæti hækkað þar sem margir eru alvarlega særðir.
3. október 2017
9 af hverjum 10 sögðu já við sjálfstæði Katalóníu
Í yfirlýsingu frá stjórnvöldum í Katalóníu kemur fram að yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem kusu hafi kosið með sjálfstæði.
2. október 2017
110 þúsund strandaglópar eftir fall Monarch Airlines
Fimmta stærsta flugfélag Bretland lenti í vanda og missti flugrekstrarleyfið. Fyrir vikið gátu flugvélar félagsins ekki flug farþega.
2. október 2017
Einar Gunnarsson
Spornað gegn viðskiptum með pyntingatól
Verslun með varning til pyntinga fer fram út um allan heim og hefur alþjóðabandalagi um pyntingalaus viðskipti verið hleypt af stokkunum vegna þess. Ísland hefur nú gerst aðili að bandalaginu.
28. september 2017