Slagurinn gegn ógreindri lesblindu leiðir fyrrverandi ráðherra inn í frumskóg

Fyrrverandi heilbrigðisráðherra Íhaldsflokksins í Bretlandi hefur verið rekinn úr þingflokknum fyrir að taka að sér þátttöku í raunveruleikaþætti í óbyggðum Ástralíu. Sjálfur segist hann ætla að reyna að tala til fjöldans um lesblindu í þáttunum.

Matt Hancock var heilbrigðisráðherra Bretlands frá 2018-2021. Nú ætlar hann út í óbyggðir Ástralíu.
Matt Hancock var heilbrigðisráðherra Bretlands frá 2018-2021. Nú ætlar hann út í óbyggðir Ástralíu.
Auglýsing

Matt Hancock, sem var heil­brigð­is­ráð­herra í bresku rík­is­stjórn­inni þegar kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn skall á og þar til hann neydd­ist til að segja af sér emb­ætti fyrir að hafa brotið sótt­varna­reglur er hann stóð í fram­hjá­haldi með konu sem hann hefði ekki átt að koma nær en einn met­er, er á ný í póli­tískum bobba.

Á þriðju­dag var opin­berað að hann yrði þátt­tak­andi í einum vin­sælasta raun­veru­leika­þætti Bret­lands, I'm A Celebrity... Get Me Out Of Here! sem sýndur er á sjón­varps­stöð­inni ITV. Í grófum dráttum gengur raun­veru­leika­þátt­ur­inn út á það að frægu fólki er dembt inn í aðstæður fjarri manna­byggðum sem þau eru alls óvön og þar látin leysa ýmsar þrautir og áskor­an­ir. Áhorf­endur heima í stofu kjósa þáttak­endur svo í burtu, einn af öðr­um.

Kom­andi þátta­röð mun eiga sér stað í frum­skógi í Ástr­alíu og þar verður Hancock staddur næstu vik­urnar við upp­tök­ur, en á sama tíma mun hann þiggja full laun sem þing­mað­ur. Talið er að Hancock fái þátt­tök­una í raun­veru­leika­þætt­inum afar vel laun­aða og hafa bresk götu­blöð nefnt upp­hæð­ina 350 þús­und pund, jafn­virði yfir 58 millj­óna króna, sem eru um það bil fer­föld árs­laun hans sem þing­manns, í því sam­hengi.

Auglýsing

Þrátt fyrir að Hancock hafi ekki enn birst á skjánum hefur þáttakan í þætt­inum þegar haft tölu­verða eft­ir­mála fyrir þing­mann­inn, en nán­ast um leið og það spurð­ist út að hann væri mættur til Bris­bane í Ástr­alíu að hefja upp­tök­urnar var Hancock vikið úr þing­flokki Íhalds­flokks­ins og situr nú þar sem óháður þing­mað­ur. „Al­var­legt brot“ gegn starfs­skyldum þing­manns.

Ákvörðun hans um að fara til Ástr­alíu til þátt­töku í raun­veru­leika­þætt­inum hefur þannig vakið bæði undrun og reiði. Reiðin er ekki síst hjá umbjóð­endum hans í kjör­dæm­inu Vest­ur­-Suffolk í aust­ur­hluta Eng­lands, hverra hags­muna hann á að vera að gæta á þing­inu, sem nú glímir við stór úrlausn­ar­efni á borð við verð­bólgu og svim­andi orku­kostnað breskra heim­ila.

Andy Strumm­ond, vara­for­maður kjör­dæm­is­ráðs Íhalds­flokks­ins á heima­slóðum þing­manns­ins gagn­rýndi Hancock harð­lega fyrir að fara í þátt­inn og sagði orð­rétt í við­tali við frétta­veit­una Press Associ­ation á þriðju­dag að hann „hlakk­aði til að sjá hann borða kengúru­typpi“ í sjón­varp­inu. „Hafðu þetta eftir mér,“ sagði Strumm­ond við blaða­mann­inn, sem gerði það, og þessi ummæli hafa farið víða.

The Sun ljóstraði upp um framhjáhald Hancock á síðasta ári. Hancock neyddist til að segja af sér, ekki vegna framhjáhaldsins sem slíks, heldur þess að atlot sem náðust á myndband brutu gegn hans eigin sóttvarnareglum.

Það eru ekki bara Íhalds­menn í heima­kjör­dæmi þing­manns­ins sem eru skúffaðir yfir þát­töku Hancock í þætt­in­um. Sam­tök syrgj­andi fjöl­skyldna sem urðu fyrir barð­inu á kór­ónu­veiru­far­aldr­in­um, og telja að Hancock sem heil­brigð­is­ráð­herra hafi ekki staðið sig í stykk­inu við að hemja útbreiðslu veirunn­ar, segja að þát­taka hans í raun­veru­leika­þætti á grund­velli „frægð­ar“ sé móðgun við þau sem lét­ust úr COVID.

„Hancock er ekk­ert frægð­ar­menni, hann er fyrr­ver­andi heil­brigð­is­ráð­herra og á hans vakt var dán­ar­tíðni vegna COVID í Bret­landi ein sú hæsta á sama tíma og hann braut sínar eigin sótt­varna­regl­ur,“ sagði í yfir­lýs­ingu hóps­ins, sem kallar eftir því að hann segi af sér þing­mennsku.

Seg­ist ætla að vekja athygli á les­blindu

Það ætlar Hancock þó svo sann­ar­lega ekki að gera. Þvert á móti hefur hann skýrt þátt­töku sína í raun­veru­leika­þætt­inum með því að hann vilji ná til fjöld­ans í gegnum sjón­varp­ið. Í orð­send­ingu sem Hancock fékk birta í The Sun sagði hann að ástæðan fyrir því að hann ætl­aði að taka þátt væri sú að hann vildi nota raun­veru­leika­sjón­varpið sem vett­vang til þess að vekja athygli á les­blindu, en sjálfur greind­ist Hancock les­blindur er hann var að hefja háskóla­nám 18 ára gam­all. Segir hann svip­aða sögu eiga við um allt of marga Breta, og vill að ski­mað verði fyrir les­blindu í auknum mæli í breskum grunn­skól­um.

„Sumir halda eflaust að ég sé að missa vit­ið, eða hafi fengið mér einum of marga drykki, fyrir að vilja fara úr þægi­legum aðstæðum í West­min­ster og Vest­ur­-Suffolk yfir í öfga­kenndar aðstæður ástr­al­skra óbyggða,“ sagði Hancock meðal ann­ars í grein sinni í The Sun, en rakti svo að hann teldi þetta „frá­bært tæki­færi til að tala beint við fólk sem er ekki alltaf áhuga­samt um stjórn­mál, þrátt fyrir að þau láti sig það varða hvernig land­inu er stjórn­að“.

Matt Hancock er að fara að gefa út bókina Pandemic Diaries, þar sem hann lýsir því hvernig var að standa í stafni breska heilbrigðisráðuneytisins er faraldur COVID-19 hóf að geisa.

„Það er starf okkar sem stjórn­mála­menn að fara þangað sem fólkið er – ekki bara að sitja í fíla­beinsturnum í West­min­ster,“ skrif­aði Hancock, sem telur nauð­syn­legt að stjórn­mála­menn eins og hann nái til fólks­ins.

„Við verðum að vakna og taka þátt í popp­menn­ing­unni. Fremur en að líta niður á raun­veru­leika­sjón­varp, ættum við að átta okkur á því að það er öfl­ugt tól til að koma skila­boðum okkar á fram­færi við yngri kyn­slóð­ir,“ segir Hancock einnig.

Bók á leið­inni

Ekki eru þó allir sann­færðir um að fýsni í að koma skila­boðum um les­blindu á fram­færi við breska sjón­varps­á­horf­endur sé það eina sem ráðið hafi för við ákvarð­ana­töku Hancock. Ráð­herr­ann fyrr­ver­andi er nefni­lega líka að fara að gefa út bók, Pandemic Diaries, sem byggð er á minnis­p­unktum hans sem skrif­aðir voru er far­ald­ur­inn fór af stað.

Áætl­aður útgáfu­dagur bók­ar­innar er eftir rúman mánuð – og ljóst að það skaðar varla sölu­töl­urnar að birt­ast í einum vin­sælasta raun­veru­leika­þætti lands­ins í aðdrag­anda þess.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent