Evrópa hlýnar hraðast

Þótt ríki Evrópu séu betur í stakk búin en flest önnur til að takast á við loftslagsbreytingar hafa áhrif þeirra á íbúa verið mikil og alvarleg, m.a. vegna þurrka, flóða, hitabylgja og bráðnunar jökla.

Hundruð skógarelda kviknuðu í Evrópu í sumar.
Hundruð skógarelda kviknuðu í Evrópu í sumar.
Auglýsing

Evr­ópa er að hlýna hraðar en önnur svæði í heim­in­um, sam­kvæmt nið­ur­stöðu nýrrar skýrslu frá Alþjóða veð­ur­fræði­stofn­un­inni. Skýrslan er gefin út í aðdrag­anda COP27, lofts­lags­ráð­stefnu Sam­ein­uðu þjóð­anna sem fram fer í Egypta­landi í þessum mán­uði. Það má búast við að stjórn­mála­leið­togar álf­unnar fari að minnsta kosti sumir hverjir nokkuð lúpu­legir til ráð­stefn­unnar þar sem losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda er ekki að drag­ast saman í Evr­ópu­ríkjum almennt eins og stefnt er að heldur að aukast. Þjóðir heims hafa hins vegar sam­mælst um og heitið því að draga úr losun til að halda áhrifum lofts­lags­breyt­inga í skefj­um.

Auglýsing

Bráða­birgða­upp­gjör aðild­ar­ríkja Evr­ópu­sam­bands­ins sýnir að losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda jókst um fimm af hundraði milli áranna 2020 og 2021. Er þetta einkum rakið til auk­inna umsvifa eftir að losna tók um höft vegna heims­far­ald­urs kór­ónu­veirunn­ar. Engu að síður var los­unin enn sex pró­sentum minni en hún var 2019, árið áður en far­ald­ur­inn reið yfir.

Í frétt CNN um skýrsl­una er bent á að jörðin hafi hlýnað að með­al­tali um 1,2 gráður frá iðn­bylt­ingu. Vís­inda­menn hafa kom­ist að því að halda þurfi hækk­un­inni innan 1,5 gráða til að forð­ast alvar­leg­ustu áhrif lofts­lags­ham­fara.

­Sam­kvæmt skýrsl­unni þá hefur hita­stig í Evr­ópu hækkað tvö­falt meira en að með­al­tali á heims­vísu síð­ustu þrjá ára­tugi eða um 0,5 gráður á hverjum þess­ara ára­tuga.

Ljóst þykir að þessar miklu lofts­lags­breyt­ingar eru þegar farnar að segja til sín. Í júlí síð­ast­liðnum var fjöldi skóg­ar­elda fjórum sinnum meiri en að með­al­tali síð­ustu fimmtán árin þar á und­an. Lífs­hættu­leg og langvar­andi hita­bylgja gekk yfir mörg Evr­ópu­ríki. Í Bret­landi, svo dæmi sé tek­ið, jókst álag á heil­brigð­is­kerfið af þessum sökum mikið og inn­viðir allir stóðu vart undir sér. M.a. þurfti að loka neð­an­jarð­ar­lest­ar­kerfum tíma­bundið vegna hit­anna.

Þá léku for­dæma­lausir þurrkar mörg svæði grátt síð­asta sum­ar. Ár þurrk­uð­ust upp og gjöful land­bún­að­ar­svæði sömu­leið­is. Aðeins nokkru áður höfðu hins vegar ham­fara­flóð geis­að.

Auglýsing

„Evr­ópa er lif­andi tákn­mynd hins hitn­andi heims og minnir okkur á að jafn­vel sam­fé­lög sem geta und­ir­búið sig vel eru ekki örugg þegar kemur að áhrifum öfga­fullra veð­ur­breyt­inga,“ segir Pett­eri Taalas, fram­kvæmda­stjóri Alþjóð­legu veð­ur­fræð­is­stofn­un­ar­inn­ar.

Gríðarlegir þurrkar hrjáðu gjöful landbúnaðarsvæði Evrópu í sumar. Mynd: EPA

Hlýn­unin hefur til að mynda haft þau áhrif að jöklar Alpa­fjall­anna hafa misst um 30 metra af þykkt sinni frá árinu 1997 og á Græn­landi rigndi í fyrsta sinn frá því að mæl­ingar hófust á toppi Græn­lands­jök­uls. Bráðnun jökla jarðar hækkar yfir­borð sjávar sem aftur veldur marg­vís­legum vanda.

Sam­fé­lög Evr­ópu eru við­kvæm fyrir breyt­ingum á lofts­lagi en Evr­ópa er einnig í broddi fylk­ingar þegar kemur að alþjóð­legum til­raunum til að draga úr lofts­lags­breyt­ingum og þróa lausnir til að aðlag­ast hinu nýja lofts­lagi sem Evr­ópu­búar munu þurfa að búa við. Taalas segir að vissu­lega sé við­leitni Evr­ópu­ríkja og vilji til að draga úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda góð en að spýta þurfi í lóf­ana eigi til­ætl­aður árangur að nást.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent