Söguleg hitabylgja í uppsiglingu

Ein mesta hitabylgja í vel yfir 250 ár er talin vera í uppsiglingu í Evrópu. Alvarleikinn felst ekki aðeins í sögulega háu hitastigi heldur því hversu lengi sá hiti mun vara.

Veðurfréttakona BBC var heldur áhyggjufull er hún flutti fréttir af hitabylgjunni.
Veðurfréttakona BBC var heldur áhyggjufull er hún flutti fréttir af hitabylgjunni.
Auglýsing

Hún gæti orðið lífs­hættu­leg, hita­bylgjan sem nú þegar geisar í vest­an­verðri Evr­ópu og á sam­kvæmt spám eftir að teygja sig víð­ar. Veð­ur­fræð­ingar ótt­ast að hit­inn mikli eigi eftir að ríkja næstu daga og jafn­vel vik­ur. Að hita­bylgjan verði jafn­vel sú mesta á þessum slóðum í tæpar þrjár ald­ir.

Frá því í byrjun júlí hefur hit­inn marg­sinnis náð 38 stigum í höf­uð­borgum Portú­gals og Spán­ar. Brenn­andi heitt hefur verið í Sevilla á Spáni á hverjum degi í meira en viku. Í síð­ustu viku náði hann 44 gráð­um.

Langvar­andi hita­bylgja

„Við höfum áhyggjur af því að þessi hiti gæti orðið að lang­vinnri hita­bylgju á mörgum stöðum í Evr­ópu,“ segir Tyler Roys, veð­ur­fræð­ingur hjá banda­rísku veð­ur­frétta­stof­unni AccuWe­ather. Með lang­vinnri hita­bylgju er átt við að óvenju mik­ill hiti mælist í tutt­ugu daga í röð eða leng­ur. Hann segir hita­bylgj­una ekki verða bundna við Portú­gal, Frakk­land og Spán heldur megi gera ráð fyrir að dalir Ung­verja­lands, aust­ur­hlutar Króa­tíu, Bosníu og Serbíu, syðstu hlutar Rúm­eníu og þeir nyrstu í Búlgaríu verði fyrir barð­inu á bylgj­unni

Ein mesta hita­bylgja sem orðið hefur í Evr­ópu gekk yfir árið 2003. Talið er að jafn­vel 30 þús­und manns hafi lát­ist vegna henn­ar. Sú sem nú er í upp­sigl­ingu gæti orðið meiri – jafn­vel sú mesta í álf­unni frá árinu 1757.

Auglýsing

En hvaðan kemur þessi gríð­ar­legi hiti?

Frá eyði­mörk­inni Sahara í Afr­íku. Þaðan streymir nú mjög heitt loft sem með degi hverjum fær­ist norðan og aust­ar. Þess er að vænta að það nái til Belg­íu, Hollands, Þýska­lands og Bret­lands yfir helgi. Hita­stigið þar hefur víða verið óvenju­hátt í sumar en talið er að mörg hita­met muni falla á allra næstu dög­um.

Þótt heitt verði í London er ekki talið að öfgarnar verði þar mestar þótt spáð sé 30-35 stiga hita þar – jafn­vel alla helg­ina og fram eftir næstu viku.

Gefnar hafa verið út við­var­an­ir, sumar app­el­sínugular og jafn­vel rauð­ar, vegna þess sem koma skal. Þar er það ekki vind­hrað­inn sem ræður litnum líkt og við Íslend­ingar eigum svo vel að þekkja heldur hita­stig­ið. Því hærra – þeim mun dekkri verður lit­ur­inn sem not­aður er til að vara við.

Brunnin tré og dáin dýr eftir skógarelda í Zamora-héraði á Spáni í lok júní. Mynd: EPA

Sky News segir að bresk stjórn­völd hafi rætt hvort að lýsa þurfi yfir neyð­ar­á­standi. Til að það sé gert þarf hita­bylgjan að ógna heilsu fólks, ekki aðeins þeirra sem við­kvæmir eru vegna veik­inda eða ald­urs heldur ungu og heil­brigðu fólki.

Í París má eiga von á um 38-40 stiga hita um helg­ina og fyrstu daga næstu viku. Þar er bar­átta við gróð­ur­elda hafin í suð­vest­ur­hluta lands­ins og þús­undum manna verið gert að yfir­gefa heim­ili sín vegna þeirra. Í dag er þjóð­há­tíð­ar­dagur þeirra og engar flug­elda­sýn­ingar voru á döf­inni enda gætu flug­eldar auð­veld­lega kveikt í þurrum gróðri víða.

En ástandið verður verst í Portú­gal og á Spáni, ef spár ganga eft­ir. Í löndum þar sem þegar er mjög heitt og gróð­ur­eldar farnir að geisa vegna þurrka.

Nær hit­inn á Spáni 50 stig­um?

Veð­ur­fræð­ingur AccuWe­ather telur að í aust­ur­hluta Portú­gal og í suð­ur- og vest­ur­hluta Spánar gæti hit­inn nálg­ast það sem þekk­ist helst í Dauða­dalnum í Banda­ríkj­unum – heitasta stað ver­ald­ar. Þegar í dag, fimmtu­dag, gæti hita­stigið nálg­ast 50 gráð­urnar á Spáni.

Þetta gæti haft áhrif á ferða­plön fólks. Þegar hafa verið teknar ákvarð­anir um að loka nokkrum ferða­manna­stöðum í Portú­gal og það sama gæti orðið uppi á ten­ingnum á Spáni og í Frakk­landi.

Vissu­lega munu loft­kældar bygg­ingar hjálpa en þess má geta að til dæmis á Ítalíu er ekki hægt að kæla niður fyrir 27 gráð­urn­ar. Það er gert í sparn­að­ar­skyni vegna orku­skorts sem vofir yfir Evr­ópu vegna stríðs­ins í Úkra­ínu, segir í grein Polit­ico.

Reikna má með að hiti verði yfir með­al­tali miðað við árs­tíma víða á meg­in­landi Evr­ópu á næstu dögum og jafn­vel vik­um.

Veð­ur­stofan hvatti Íslend­inga á far­alds­fæti að kynna sér vel veð­ur­spár á áfanga­stöðum sín­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent