„Top-topskat“, stytting háskólanáms og venjulegur vinnudagur á kóngsbænadegi

Ný dönsk ríkisstjórn ætlar að fjölga tekjuskattsþrepunum úr tveimur í fjögur, stytta þann tíma sem stúdentar geta notið námsstyrkja og hækka laun ótilgreindra starfsstétta hjá hinu opinbera. 15 karlar og 8 konur eru í nýrri ríkisstjórn Mette Frederiksen.

Leiðtogar stjórnarflokkanna þriggja ganga til fundar við fjölmiðla í Kaupmannahöfn í gær.
Leiðtogar stjórnarflokkanna þriggja ganga til fundar við fjölmiðla í Kaupmannahöfn í gær.
Auglýsing

Eftir langar og strangar stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræð­ur, á danskan mæli­kvarða, hefur ný rík­is­stjórn Sós­í­alde­mókra­ta­flokks­ins, Ven­stre og Modera­terna verið kynnt til leiks. Um er að ræða meiri­hluta­stjórn, og er þetta í fyrsta sinn sem dönsk rík­is­stjórn hefur meiri­hluta þing­liðs­ins á bak við sig frá því að slík stjórn tók við völdum árið 1993.

Ráð­herra­list­inn var kynntur í morgun og kom hann ef til vill sumum á óvart. Mette Frederik­sen leið­togi jafn­að­ar­manna verður for­sæt­is­ráð­herra eins og vitað var, Lars Løkke Rasmus­sen for­maður Modera­terne verður utan­rík­is­ráð­herra en Jakob Ellem­ann-J­en­sen for­maður Ven­stre verður varn­ar­mála­ráð­herra auk þess að vera „vara-­for­sæt­is­ráð­herra“.

Hið síð­ast­nefnda þótti óvænt, en fyr­ir­fram höfðu margir búist við því að Ellem­ann-J­en­sen fengi fjár­mála­ráðu­neytið í sinn hlut. Svo verður hins vegar ekki, og seg­ist Ellem­ann-J­en­sen ánægður með að taka að sér varn­ar­mála­ráðu­neyt­ið. „Það er stríð í álf­unni, og her­inn í Dan­mörku er mik­il­væg­ari en hann hefur verið í mörg ár,“ sagði Ellem­ann-J­en­sen við DR, en miklar fjár­fest­ingar eru fyr­ir­hug­aðar í danska her­afl­an­um.

Sós­í­alde­mókratar fá hins vegar fjár­mála­ráðu­neyt­ið, og verður Nico­lai Wammen því áfram fjár­mála­ráð­herra Dan­merkur en hann hefur verið í því emb­ætti frá 2019. Alls eru ráð­herrar rík­is­stjórn­ar­innar 23 tals­ins og eru karlar 15 tals­ins en kon­urnar átta.

Sós­í­alde­mókratar eru í 11 emb­ætt­um, ráð­herrar Ven­stre eru 7 og Modera­terne eru með 5 ráð­herra í sínum röð­um, þar af tvo sem eru utan­þings­ráð­herr­ar, þau Christ­ina Egelund sem verður mennta- og rann­sókna­ráð­herra og Lars Aagaard, fyrr­ver­andi for­stjóri Dansk Energi, sem verður ráð­herra lofts­lags-, orku- og veitu­mála­ráð­herra.

Helgi­dagur hverfur og styttri náms­styrkir

Þrátt fyrir að ráð­herrakap­all­inn hafi ekki orðið ljós fyrr en í morgun var stjórn­ar­sátt­mál­inn kynntur í gær. Þar kennir ýmissa grasa, meðal ann­ars á að afnema einn almennan frí­dag, kóngs­bæna­dag, sem er fjórða föstu­dag­inn eftir páska. Hann verður almennur frí­dagur 5. maí á næsta ári, en síðan aldrei aft­ur. Þess má til gam­ans geta að Alþingi afnam þennan dag sem helgi­dag á Íslandi árið 1893.

Auglýsing

Nýja rík­is­stjórnin ætlar líka í nokkrar breyt­ingar á mennta­kerf­inu. Í háskólum lands­ins á að stytta helm­ings alls meist­ara­náms niður í eitt ár í stað þess að slíkt nám taki tvö ár. Sam­hliða verður skorið niður í náms­styrkja­kerf­inu, SU, og verður ein­ungis mögu­legt fyrir stúd­enta að hljóta SU í fimm ár, í stað þeirra sex ára sem nú eru í boði.

Á móti á að leggja meira fé í iðn­menntun en nú er gert og auka vægi hennar innan danska mennta­kerf­is­ins.

Danska stjórnin ætlar að upp­færa lofts­lags­mark­mið sín, og stefnir nú á að Dan­mörk verði kolefn­is­hlut­laus árið 2045, en ekki 2050 eins og áður var stefnt að.

Nýtt milli­tekju­þrep og topp-toppskattur

Einnig verður farið í all­nokkrar breyt­ingar á skatt­kerf­inu, sem lykta mjög af mála­miðl­unum yfir miðj­una.

Skattar eru lækk­aðir á lág­tekju­fólk og upp launa­stig­ann, með almennri hækkun per­sónu­af­slátt­ar, en að sama skapi verða mörk núver­andi hátekju­skatts (d. topskat) hækkuð og nýju milli­skatt­þrepi, sem kalla mætti lág-há­tekju­þrep, skotið inn. Það skilar sér í nokkrum skatta­lækk­unum fyrir fólk sem er í efri þrepum launa­stig­ans.

Auglýsing

Nú munu ein­ungis þeir sem eru með yfir 750.000 danskar í árs­laun, jafn­virði 15,2 millj­óna króna íslenskra, þurfa að greiða eitt­hvað í „toppskatt­inn“, en í dag nær þetta skatt­þrep til þeirra sem eru með yfir 618 þús­und danskar krónur í árs­laun.

Á móti kemur hins vegar nýr há-há­tekju­skattur (d. top-topskat) sem ein­ungis leggst á þá sem hafa yfir 2,5 millj­ónir danskra króna, jafn­virði um 50 millj­óna íslenskra króna, í árs­laun.

Mette Frederiksen horfir á Lars Løkke Rasmussen á blaðamannafundi leiðtoga stjórnarinnar í gær. Mynd: EPA

Þessar breyt­ing­ar, allt í allt, hljóða upp á alls um 5 millj­arða danskra króna árlegar skatta­lækk­anir á danska borg­ara, jafn­virði um 100 millj­arða króna íslenskra.

Hærri laun fyrir ein­hverja opin­bera starfs­menn

Í stjórn­ar­sátt­mál­anum kemur fram að til standi að verja fé til þess að bæta kjör opin­berra starfs­stétta. Ekki kemur hins vegar fram hvaða stéttir eiga að fá sér­stakar launa­hækk­an­ir, en danskir fjöl­miðlar hafa flestir skreytt tíð­indi af þessum breyt­ingum með myndum af starfs­fólki í heil­brigð­is­þjón­ustu.

Að hækka laun opin­berra starfs­stétta var eitt af kjarna­málum Sós­í­alde­mókra­ta­flokks­ins í kosn­inga­bar­átt­unni, en fjár­magna á þessar breyt­ingar með því að draga saman seglin í stjórn­sýslu sveit­ar­fé­laga og hér­aða um land­ið.

Heil­brigð­is­kerfið í nefnd

Tölu­verð áhersla var á umræður um heil­brigð­is­kerfið í kosn­inga­bar­átt­unni í Dan­mörku. Lítil nið­ur­staða virð­ist þó hafa feng­ist í mála­flokk­inn í við­ræðum flokk­anna.

Ákveðið hefur verið að skipa heil­brigð­is­kerfi­ráð, sér­fræð­inga­nefnd sem á að skoða heil­brigð­is­kerfi Dan­merkur frá toppi til táar og skila inn til­lögum að breyt­ingum að betra og skil­virkara kerfi.

Áfram stefnt að því að útvista hæl­is­leit­endum

Minni­hluta­stjórn Sós­í­alde­mókra­ta­flokks­ins var á síð­asta kjör­tíma­bili með fyr­ir­ætl­anir um að koma á fót „mót­töku­mið­stöð“ fyrir umsækj­endur um alþjóð­lega vernd í Afr­íku­rík­inu Rúanda, við litla kátínu sumra þeirra flokka á vinstri vængnum sem studdu minni­hluta­stjórn­ina falli.

Í nýja rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu er ekki hvikað frá áformum í þessa átt, en rík­is­stjórnin seg­ist nú vilja beita sér fyrir því að mið­stöð af þessu tagi, utan Evr­ópu, verði sett á fót í sam­starfi við önnur lönd eða af sjálfu Evr­ópu­sam­band­inu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent