Óvissa um framtíð írönsku siðgæðislögreglunnar

Óvissa ríkir um siðgæðislögregluna í Íran eftir að dómsmálaráðherra landsins lagði til að leggja hana niður. En hefur siðgæðislögreglan virkilega lagt niður störf eða eru þetta orðin tóm til að friðþægja mótmælendur?

Mótmæli hafa staðið yfir í Íran í tæpa þrjá mánuði.
Mótmæli hafa staðið yfir í Íran í tæpa þrjá mánuði.
Auglýsing

Mohammad Jafar Mont­az­eri, dóms­mála­ráð­herra Írans greindi frá því á laug­ar­dag að sið­gæð­is­lög­reglan í land­inu yrði lögð nið­ur. Ráð­herr­ann til­kynnti einnig að til stæði að meta hvort til­efni sé til að breyta ströngum lögum um klæða­burð kvenna og notkun höf­uð­slæðu (hi­ja­b).

Raddir þess efnis hvort stjórn­völdum sé raun og veru alvara með þessum aðgerðum fóru fljótt að heyrast, fyrst frá Írönum sem búsettir eru í kúr­dista­héröðum nágranna­rík­is­ins Íraks.

Mont­az­eri seg­ist aðspurður að sið­gæð­is­lög­reglan „hafi verið lögð niður í þeirri mynd sem hún var stofn­uð“. Írönsk stjórn­völd hafa samt sem áður ekki stað­fest að sið­gæð­is­lög­reglan hafi verið eða verði lögð niður og íranskir rík­is­fjöl­miðlar segja að orð dóms­mála­ráð­herra hafi verið mistúlk­uð.

Auglýsing

Kveikjan að umfangs­mestu mót­mælum í áraraðir

Sið­gæð­is­lög­reglan spilar stórt hlut­verk í mót­mæl­unum sem staðið hafa yfir í Íran í að verða þrjá mán­uði. Upp­haf mót­mæl­anna má rekja til dauða Mahsa Amini, 22 ára konu frá Kúr­distan, sem lést í haldi sið­gæð­is­lög­regl­unnar í Íran.

Mahsa Amini, sem heitir réttu nafni Jina en nafnið Masha er í vega­bréfi hennar þar sem hennar rétta nafn gefur til kynna kúrdískan upp­runa hennar sem brýtur gegn írönskum lög­um, var á ferða­lagi í Teher­an um miðjan sept­em­ber þegar íranska sið­­gæð­is­lög­reglan hand­tók hana fyrir meint brot á reglum um að bera slæðu.

­Mat sið­­gæð­is­lög­reglan það svo að slæðan huldi ekki næg­i­­lega mikið af höfði hennar þar sem hár hennar var sýn­i­­legt. Þá hafi klæðn­­aður hennar einnig verið „óvið­eig­and­i“. Skikka átti Amini á nám­­skeið um klæða­­burð en skömmu eftir hand­­töku hennar féll hún í dá. Hún lést á sjúkra­­húsi þremur dögum síð­­­ar. Fjöl­­skylda hennar og vitni segja að hún hafi verið barin til dauða. Yfir­­völd full­yrða hins vegar að hún hafi fengið hjarta­á­­fall.

Snýst um meira en að bera slæðu

Sið­­gæð­is­lög­reglan hefur það hlut­verk að tryggja að íslömsk gildi séu í hávegum höfð og sjá um að refsa þeim sem virða það ekki, til að mynda þeim klæð­­ast óvið­eig­andi. Meðal ákvæða sem finna má í írönskum lög­­um, sem byggja á túlkun stjórn­­­valda á sjar­ía, laga­­kerfi íslam, eru að konum ber að bera slæðu og klæð­­ast skó­­síð­­um, víðum fötum til að fela lík­­ams­vöxt sinn.

Mót­­mælin hófust í Kúr­distan, heima­hér­­aði Amini, þar sem konur tóku sig saman og brenndu slæður sín­­ar. Mót­­mælin breidd­ust fljótt út um allt land auk sam­stöðu­mót­mæla í mörgum öðrum ríkj­um. Mót­­mæl­endur eru á öllum aldri, konur jafnt sem karl­­ar, en það sem er ef til vill nýtt við mót­­mælin nú er að þau eru leidd af konum af öllum kyn­slóðum og hafa stjórn­­­mála­­skýrendur full­yrt að um fem­iníska bylt­ingu sé að ræða, bylt­ingu þar sem krafan snýst um frelsi til að velja.

„Konur, líf, frelsi“ eru einkunnarorð mótmælenda í Íran. Mynd: EPA

Ströng lög um klæðnað hafa verið í gildi frá bylt­ing­unni árið 1979 en áhersl­­urnar hafa verið mis­­mun­andi eftir hvaða for­­seti er við völd hverju sinni. Sitj­andi for­­seti, Ebr­a­him Raisi, er mjög íhalds­­­sam­­ur.

Kjarn­inn ræddi við íranskan flótta­mann sem búsettur er hér á landi um mót­mælin í lok sept­em­ber. Hann segir mót­­mælin snú­­ast um meira en að bera slæðu. „Þetta eru ekki fyrstu mót­­mælin en með hverjum mót­­mæl­unum eykst stuðn­­ing­­ur­inn við þau. En fólk verður ekki sátt fyrr en breyt­ingum verður náð. Fólk þráir frelsi til að velja,“

Segja orð dóms­mála­ráð­herra mistúlkuð

Sið­gæð­is­lög­reglan er hluti af rík­is­lög­regl­unni í Íran og heyrir undir inn­an­rík­is­ráðu­neyt­ið. Sið­gæð­is­lög­reglan hefur verið til í ýmsum myndum eftir klerka­bylt­ing­una 1979. Sú sem er nú að störfum nefn­ist Gasht-e Ers­had og hefur frá 2006 fyrst og fremst sinnt eft­ir­liti sem snýr að því að tryggja að konur klæð­ist skó­síðum klæðn­aði og beri slæð­ur.

„Í Íran miðar öllu vel áfram hvað varðar lýðræði og frelsi,“ sagði utanríkisráðherra Írans. Mynd: EPA

„Sið­gæð­is­lög­reglan hefur ekk­ert með dóms­valdið að gera og hefur verið lögð niður í þeirri mynd sem hún var sett á lagg­irn­ar,“ sagði Mont­azer í sam­tali við fjöl­miðla á trú­ar­ráð­stefnu sem hann sótti um helg­ina.

Eftir að breska rík­is­út­varpið og aðrir erlendir miðlar höfðu eftir dóms­mála­ráð­herr­anum að búið væri að leggja sið­gæð­is­lög­regl­una niður drógu íranskir rík­is­miðlar úr orðum ráð­herr­ans og sögðu orð hans í raun hafa verið mistúlk­uð.

Hossein Amir-A­bdollahi­an, utan­rík­is­ráð­herra Írans, er staddur í Serbíu og var spurður út í ummæli Mont­az­eri. Hann hvorki stað­festi né véfengdi orð dóms­mála­ráð­herra. „Í Íran miðar öllu vel áfram hvað varðar lýð­ræði og frelsi,“ sagði utan­rík­is­ráð­herr­ann.

Mót­mæl­unum hvergi nærri lokið

Ef full­yrð­ingin reyn­ist rétt og sið­gæð­is­lög­reglan verður í raun og veru lögð niður er það við­ur­kenn­ing á ákveðnum kröfum mót­mæl­enda.

Ant­ony Blin­ken, utan­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna, segir afnám sið­gæð­is­lög­regl­unnar geta verið jákvætt skref. Hann lof­samar „gríð­ar­legt hug­rekki ungs fólks í Íran, sér­stak­lega kvenna, sem hafa leitt mót­mæl­in“. „Ef stjórn­völd eru að bregð­ast við af ein­hverju tagi, þá gæti það verið mjög jákvætt,“ segir Blin­ken.

En mót­mæl­unum er hvergi nærri lok­ið.

„Þó svo að stjórn­völd við­ur­kenni að slæðan er per­sónu­legt val hvers og eins er það ekki nóg. Fólk veit að Íran á enga fram­tíð með þessa rík­is­stjórn. Við munum sjá fleira fólk frá mis­mun­andi hópum íransks sam­fé­lags sam­ein­ast með konum um að fá rétt­indi þeirra til bak­a,“ segir mót­mæl­andi í sam­tali við BBC.

„Okk­ur, mót­mæl­end­un­um, er sama um slæð­una. Við höfum farið út án hennar síð­ustu 70 daga,“ segir annar mót­mæl­andi. „Bylt­ing er okkar vopn. Slæðan var upp­haf hennar og við viljum ekk­ert nema dauða ein­ræð­is­herr­ans og nýja stjórn.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent