Vögguvísa úr barnæsku sannfærði Lenyu um að vera um kyrrt í Kúrdistan

Baráttusöngur mótmælenda í Íran er kúrdísk vögguvísa sem móðir Lenyu söng fyrir hana sem barn. Það er meðal ástæðna þess að hún ákvað að vera um kyrrt í Kúrdistan og leggja byltingunni lið sem þar er hafin eftir dauða Jina Amini.

Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata, var stödd í Kúrdistan þegar Jina Amini, kúrdísk 22 ára kona, lést í haldi lögreglu. Hún ákvað að vera um kyrrt og leggja byltingunni sem þar er hafin lið.
Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata, var stödd í Kúrdistan þegar Jina Amini, kúrdísk 22 ára kona, lést í haldi lögreglu. Hún ákvað að vera um kyrrt og leggja byltingunni sem þar er hafin lið.
Auglýsing

And­rúms­loftið í Kúr­distan er spennu­þrung­ið. „Fólk sýnir mikla sam­stöðu, bæði í orði og verki, og það hefur verið mót­mælt í mörgum hér­uðum Kúr­dist­ans. Þetta snertir alla Kúr­da, Jina Amini var Kúrdi og mót­mælin hófust meðal Kúrda í Íran. Allir Kúrdar vilja því leggja bar­átt­unni lið, þrátt fyrir að við séum hinum megin við landa­mær­in,“ segir Lenya Rún Taha Karim, vara­þing­maður Pírata, í sam­tali við Kjarn­ann.

Lenya er stödd í Kúr­distan þar sem hún hefur verið í heim­sókn hjá fjöl­skyldu og vinum um tíma. Hún stefndi að því að koma til Íslands í síð­ustu viku en ákvað að dvelja lengur til að fylgja eftir við­brögð­unum vegna and­láts Amini, 22 ára konu sem lést í haldi írönsku sið­gæð­is­lög­regl­unnar fyrir tíu dög­um, þremur dögum eftir að hún var hand­tekin fyrir meint brot á reglum um að bera slæðu.

Auglýsing
„Jina Amini var Kúr­di,“ segir Lenya. Því það var hennar rétta nafn. Mahsa Amini var nafnið í vega­bréf­inu þar sem hennar rétta nafn, Jina, gaf til kynna kúrdískan upp­runa hennar sem brýtur gegn írönskum lög­um. „Að þurrka út kúrdísk ein­kenni af mann­eskju sem kom af stað þjóð­ar­bylt­ingu er viðrn­g­ar­laust og skað­leg­t,“ segir Lenya í færslu á Twitt­er.

Mót­­mælin hófust í Kúr­distan, heima­hér­­aði Amini, þar sem konur tóku sig saman og brenndu slæður sín­­ar. Mót­­mælin breidd­ust fljótt út og nú er mót­­mælt í að minnsta kosti 80 borgum í 31 hér­­aði í Íran. Sam­stöðu­mót­mæli hafa auk þess verið í fjölda borga, til að mynda Boston, París og Reykja­vík. Mót­­mæl­endur eru á öllum aldri, konur jafnt sem karl­­ar, en það sem er ef til vill nýtt við mót­­mælin nú er að þau eru leidd af konum af öllum kyn­slóðum og hafa stjórn­­­mála­­skýrendur full­yrt að um fem­iníska bylt­ingu sé að ræða, bylt­ingu þar sem krafan snýst um frelsi til að velja.

Jina Amini var 22 ára þegar hún lést í haldi írönsku siðgæðislögreglunnar fyrir tíu dögum. Mynd: EPA

Alþjóða­sam­fé­lagið oft ragt við að taka undir kven­rétt­inda­bar­áttu í Mið-Aust­ur­löndum

Lenya hefur vakið athygli á ýmsu sem teng­ist mót­mæl­unum og því sem er að eiga sér stað í Íran á Twitt­er, til að mynda að um fem­iníska bylt­ingu, eða öllu heldur stríð, sé að ræða. En Lenya spyr:. „Hvar eru allir femínist­arn­ir? Hvar er alþjóð­lega sam­fé­lag­ið? Hvar er stjórn­mála­fólk­ið?“

­Spurð nánar út í hvað hún eigi við með þessum spurn­ingum segir Lenya alþjóða­sam­fé­lagið vera oft ragt við að taka undir kven­rétt­inda­bar­áttu í Mið-Aust­ur­löndum af ótta við að vera stimplað for­dóma­fullt eða íslamó­fó­bískt.

„Það þarf auð­vitað að passa að þetta fari ekki út í hatur og alhæf­ingar en þessi bylt­ing snýst um rétt­inn og frelsið til að velja. Að konur fái sjálfar að ákveða hvort þær beri hijab eða ekki. Alþjóða­sam­fé­lagið og fem­inístar ættu óhrædd að geta tekið undir þá kröf­u,“ segir hún.

„Fal­lega sorg­legt“

Lenya var búsett í Kúr­distan frá 2013 til 2016 og var þar í heim­sókn þegar fregnir af dauðs­falli Jina bár­ust. Hún átti bókað flug til Íslands síð­asta mið­viku­dag en ákvað að vera um kyrrt. Hún þurfti að hugsa sig vel um en ákveðið atvik varð til þess að ákvörð­unin var í raun og veru ein­föld. „Það sem end­an­lega sann­færði mig um að fresta heim­ferð­inni var þegar ég sá mynd­band af Kúr­dum í Íran að mót­mæla með því að syngja vöggu­vísu sem mamma söng fyrir mig þegar ég var yngri. Vöggu­vísan var sungin og skrifuð eftir að efna­vopnsárásin á heima­bæ­inn hennar mömmu átti sér stað árið 1988 og drap 6000 manns,“ segir Lenya.

Hún segir það „fal­lega sorg­legt“ að bar­áttu­söng­ur­inn nú sé sá sami og var sung­inn fyrir nærri 25 árum í öðrum hluta í Kúr­dist­an. Sami bar­áttu­söngur og fjöl­skylda hennar söng eftir að hún lifði af.

For­ræð­is­hyggja yfir klæðn­aði og lík­ömum kvenna

Mót­mælin hafa farið stig­magn­andi. Íranskir Kúrdar áttu upp­tökin að mót­mæl­unum og í dag er tíundi dag­ur­inn í röð sem mót­mæl­endur þyrp­ast út á götur fjöl­margra borga í Íran. Konur hafa brennt slæður sínar og klippt hár sitt til að und­ir­strika mann­rétt­inda­brotin sem konur í Íran búa við. En rætur mót­mæl­anna eru dýpri.

„Ég met stöð­una þannig að íbúar í Íran séu hrein­lega komin með nóg af núver­andi rík­is­stjórn þeirra. For­ræð­is­hyggjan yfir klæðn­aði og lík­ömum kvenna er auð­vitað stærsti hlut­inn af þessu en sagan hefur sýnt að laga­setn­ing byggð á trú­ar­brögðum skili ekki árangri, þvert á móti, þá hefur það leitt til jað­ar­setn­ing­ar, átaka og bylt­ingar að lok­um. Þetta birt­ist okkur núna í öfga­fullum við­brögðum yfir­valda við því að það hafi sést í hár konu og hinnar skilj­an­legu reiði í fram­hald­in­u,“ segir Lenya.

Vonar að mót­mælin leiði til far­sælla breyt­inga fyrir íbúa Írans

Erfitt er að segja til um hvernig fram­haldið verður að sögn Lenyu en að óhjá­kvæmi­legt sé að bera mót­mælin nú saman við mót­mæli sem urðu árið 2019 þegar stjórn­völdum var mót­mælt, þá fyrir slæmt efna­hags­á­stand og hækk­andi olíu­verð.

„Þá var einnig gripið til þess að rjúfa net­sam­band íbúa Írans og loka fyrir aðgang að nokkrum sam­skipta­for­ritum en talið er að tæp­lega 1500 manns hafi dáið í þeim mót­mæl­um. Það væri ósk­andi að þessi mót­mæli þró­ist ekki með jafn hörmu­legum hætti en það er ekki að sjá á þess­ari stundu að þau séu renna út í sand­inn.“

Lenya von­ast til þess að fjöl­miðlar haldi áfram að sýna mót­mæl­unum áhuga og athygli. „Von­andi helst kast­ljós fjöl­miðl­anna á þessum atburð­um, alþjóða­sam­fé­lagið gleymi ekki fólk­inu sem berst nú fyrir rétt­indum sínum og að mót­mælin leiði til far­sælla breyt­inga fyrir íbúa Írans.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent