Vilja byrja á Sundabraut á næsta ári og klára hana fyrir árslok 2027

Þegar innviðaráðherra og borgarstjóri undirrituðu yfirlýsingu um að stefna að lagningu Sundabrautar var markmiðið að hefja framkvæmdir 2026 og ljúka þeim 2031. Þingflokkur Flokks fólksins vill flýta þessu ferli umtalsvert.

Eyjólfur Ármannsson, þingmaður Flokks fólksins, er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.
Eyjólfur Ármannsson, þingmaður Flokks fólksins, er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.
Auglýsing

Þing­menn Flokks Fólks­ins hafa lagt fram þings­á­lykt­un­ar­til­lögu sem felur í sér vilja til að Alþingi álykti að fela Sig­urði Inga Jóhanns­syni inn­við­a­ráð­herra að beita sér fyrir því að fram­kvæmdir við Sunda­braut verði hafnar á næsta ári og lokið fyrir árs­lok 2027 eða fyrr. Þing­flokk­ur­inn vill að brautin verði lögð með brú milli Klepps­víkur og Gufu­ness.

Í grein­ar­gerð sem fylgir til­lög­unni segir að gerð Sunda­brautar hafi taf­ist of lengi. Hún hafi fyrst verið sett fram sem hug­mynd árið 1975 og komið fyrst inn á aðal­skipu­lag Reykja­víkur árið 1984, en flokkspóli­tískar deilur í Reykja­vík hafi orsakað að verk­efn­inu var sífellt frestað. „Nú þurfa stjórn­völd og stjórn­mála­menn að taka ákvörðun um fram­haldið og bera ábyrgð á henni. Búið er að rann­saka alla val­kosti og nið­ur­stöð­urnar eru skýr­ar. Sunda­brú er hag­kvæm­asti kost­ur­inn. Því er ekk­ert til fyr­ir­stöðu að ákveða end­an­lega leið­ar­val og hefja strax und­ir­bún­ing.“

Mik­ill sam­fé­lags­legur ábati

 Í jan­úar 2022 voru kynntar nið­ur­stöður félags­hag­fræði­legrar grein­ingar um lagn­ingu Sunda­braut­ar. Nið­ur­stöð­urnar sýndu fram á mik­inn sam­fé­lags­legan ábata af verk­efn­inu, á milli 185-236 millj­arða króna. 

Auglýsing
Í grein­ar­gerð þing­flokks Flokks fólks­ins segir að af val­kost­unum sem skoð­aðir voru hafi innri vextir hæstir þeirri leið sem þau vilja að verði far­in, þ.e. með lagn­ingu Sund­ar­brú­ar. Alls voru innri vextir þeirrar fram­kvæmdar metnir 11,5 til 12,2 pró­sent.

Í yfir­lýs­ingu Sig­urðar Inga og Dags B. Egg­erts­son­ar, borg­ar­stjóra í Reykja­vík, und­ir­rit­aðri 6. júlí 2021, kemur fram að stefnt sé að því að fram­kvæmdir við Sunda­braut geti haf­ist eigi síðar en 2026 og brautin verði tekin í notkun 2031, með eðli­legum fyr­ir­vörum um nið­ur­stöðu sam­ráðs og umhverf­is­mats. 

Flokkur fólks­ins telur að und­ir­bún­ingur stofn­fram­kvæmda þurfi ekki að taka svo langan tíma sé vilji fyrir hendi. „Það ætti að vera hægt að hraða mati á umhverf­is­á­hrifum um helm­ing og hægt er að ljúka við hönn­un, rann­sóknir og und­ir­bún­ing fyrir árs­byrjun 2023 án þess að það komi niður á gæðum þess­ara verk­þátta og útboðs­ferlið getur þá farið fram á árinu 2023 og yrði lokið innan árs.“

Leiðir til þess að fleiri velji bíl­inn

Í áður­nefndri félags­­hag­fræð­i­­legri grein­ingu frá verk­fræð­i­­stof­unum Mann­viti og COWI, kom fram að mestur ábati við lagn­ingu Sunda­brautar felist í færri eknum kíló­­metrum, minni útblæstri og mengun og styttri ferða­­tíma veg­far­enda vegna styttri leiða til og frá höf­uð­­borg­­ar­­svæð­inu.

Þar var þess þó einnig get­ið, í umfjöllun um áhrif á umferð einka­bíls­ins, að minni umferð­­ar­tafir og styttri ferða­­tími þýði að „fleiri muni velja bíl­inn sem sinn sam­göngu­máta, og fleiri bílar muni koma á göt­­urn­­ar“ sem dragi að ein­hverju leyti úr stytt­ingu ferða­­tíma og fækkun ekinna kíló­­metra, sem þó er umtals­verð eða á bil­inu 128-140 þús­und kíló­­metrar dag­­lega.

Þannig var gengið út frá því í skýrsl­unni að Sunda­braut muni fjölga bíl­­ferð­um, miðað við að engin Sunda­braut verði byggð, á kostnað bæði ferða með almenn­ings­­sam­­göngum og ferðum á hjóli. Talið að að dag­­legum bíl­­ferðum muni fjölga um 2.550-5.000 með til­­komu Sunda­brautar – mest ef jarð­­göng verði fyrir val­inu.

Nið­­ur­­staða grein­ing­­ar­innar frá Mann­viti og COWI var þó sú að Sunda­braut, hvort heldur sem er í jarð­­göngum eða um brú, hafi mik­inn sam­­fé­lags­­legan ávinn­ing og sé metin sam­­fé­lags­­lega hag­­kvæm fram­­kvæmd sem slík.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flensusprautan gagnast vel gegn alvarlegum veikindum af inflúensu.
Mikill veikindavetur framundan
COVID-19, inflúensa og RS-veiran. Margir smitsjúkdómar á kreiki á sama tíma kalla á aukna varúð. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin hvetur yfirvöld til að vera vel á verði og almenning til að gæta að persónulegum sóttvörnum sínum.
Kjarninn 6. desember 2022
Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar á blaðamannafundinum í dag.
Vilja færa 13 milljarða í kjarabætur til almennings með sértækum skattahækkunum
Samfylkingin kynnti í dag breytingatillögur við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Flokkurinn leggur til að um 17 milljarðar króna verði sóttir með sértækum skattahækkunum til þess að fjármagna almennar kjarabótaaðgerðir fyrir launafólk.
Kjarninn 6. desember 2022
Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
Ponzi-leikur eða fjárfesting til framtíðar?
Kjarninn 6. desember 2022
Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata.
„Þau hefðu bara átt góðan séns á því að fá hæli á Íslandi“
Hælisleitendur, sem vísað var úr landi í lok október, eru í hópi þeirra sem eiga rétt á að mál þeirra verði tekin til efnislegrar meðferðar samkvæmt nýjum úrskurði kærunefndar útlendingamála.
Kjarninn 6. desember 2022
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Borgarstjóri lagði til að nær allar breytingatillögur minnihlutans yrðu felldar
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri lagði til að nær allar breytingatillögur minnihluta borgarstjórnar við fjárhagsáætlun borgarinnar yrðu felldar. Búast má við því að umræðan um hagræðingu í Reykjavíkurborg standi fram á kvöld.
Kjarninn 6. desember 2022
Sérstaklega á að styrkja landsbyggðarmiðla sem framleiða sjónvarpsefni.
100 milljóna framlag vegna reksturs fjölmiðla á landsbyggðinni sem framleiða fyrir sjónvarp
Ein breyting var gerð á framlögum til fjölmiðla milli fyrstu og annarrar umræðu fjárlaga. Meirihluti stjórnarflokkanna ætlar að setja 100 milljónir króna í styrki vegna „reksturs fjölmiðla á landsbyggðinni sem framleiða eigið efni fyrir sjónvarpsstöð.“
Kjarninn 6. desember 2022
„Atvinnulífið hefur ekki sýnt vott af samfélagsábyrgð á miklum óvissutímum“
Formaður VR segir atvinnulífið hafa nýtt sér viðkvæma stöðu í samfélaginu, Þar sem verðbólga er há og vextir í hæstu hæðum, til að skapa sér „fordæmalaust góðæri á kostnað almennings.“
Kjarninn 6. desember 2022
Gæti verið að ein hæð úr SAS-hótelinu í Kaupmannahöfn leynist á hafsbotni?
Hótelið á hafsbotni
Í áratugi hafa gengið sögur um að á hafsbotni norðan við Helsingjaborg í Svíþjóð liggi stærðar steypuhlunkur sem átti að vera hluti eins þekktasta hótels á Norðurlöndum. En skyldi þetta nú vera rétt?
Kjarninn 6. desember 2022
Meira úr sama flokkiInnlent