Kona, líf, frelsi

Mannréttindasamtök segja að minnsta kosti 83 látna í mótmælum í Íran. Yfirvöld segja töluna mun lægri, 41 í mesta lagi. Þingmaður Pírata hvetur fólk til að segja nafn konunnar sem kom mómæltunum af stað: Jina Amini.

Jina Amini, 22 ára Kúrdi, lést í haldi írönsku siðgæðislögreglunnar í síðasta mánuði. Mótmæli hafa staðið yfir í Íran, og víðar, frá því að hún lést.
Jina Amini, 22 ára Kúrdi, lést í haldi írönsku siðgæðislögreglunnar í síðasta mánuði. Mótmæli hafa staðið yfir í Íran, og víðar, frá því að hún lést.
Auglýsing

83. 52. 41.

Fimmt­ánda dag­inn í röð er mót­mæli í Íran. Tala lát­inna er á reiki. Mann­rétt­inda­sam­tök um stöð­una í Íran (IHR), sem hafa aðsetur í Nor­egi, segja 83 hafa látið lífið í mót­mælum í Íran síð­ustu tvær vik­ur. Alþjóð­legu mann­rétt­inda­sam­tökin Amnesty International eru með nöfn 52 karla, kvenna og barna sem örygg­is­sveitir íranska rík­is­ins hafa drep­ið. Yfir­völd segja 41 hafa látið lífið í átök­un­um, liðs­menn örygg­is­veita þar á með­al.

Rúmar tvær vikur eru síðan Mahsa Amini, 22 ára kona frá Kúr­distan, lést í haldi sið­­gæð­is­lög­regl­unnar í Íran. Amini var á ferða­lagi í Teher­an, höf­uð­­borg Íran, um miðjan sept­em­ber þegar íranska sið­­gæð­is­lög­reglan hand­tók hana fyrir meint brot á reglum um að bera slæðu. Mat sið­­gæð­is­lög­reglan það svo að slæðan huldi ekki næg­i­­lega mikið af höfði hennar þar sem hár hennar var sýn­i­­legt. Þá hafi klæðn­­aður hennar einnig verið „óvið­eig­and­i“.

Auglýsing
Skikka átti Amini á nám­­skeið um klæða­­burð en skömmu eftir hand­­töku hennar féll hún í dá. Hún lést á sjúkra­­húsi þremur dögum síð­­­ar. Fjöl­­skylda hennar og vitni segja að hún hafi verið barin til dauða. Yfir­­völd full­yrða hins vegar að hún hafi fengið hjarta­á­­fall.

Tugir drepnir af yfir­völum í nafni öryggis

Kona. Líf. Frelsi.

Á þessum orðum hóf Björn Leví Gunn­ars­son, þing­maður Pírata, ræðu sína undir liðnum störf þings­ins á Alþingi á fimmtu­dag.

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata. Mynd: Bára Huld Beck

„Þrjú orð þrungin djúpri og sárs­auka­fullri merk­ingu. Þessi þrjú orð kjarna mót­mælin í Íran á mjög ein­faldan hátt þar sem tugir hafa verið drepnir af yfir­völdum í nafni örygg­is. Í nafni öryggis þarf að drepa konur sem klæð­ast ekki réttu föt­un­um. Að vera kona sem getur ekki valið hvernig hún klæð­ist, að vera kona sem ræður ekki lífi sínu, að vera kona sem má ekki ræða opin­ber­lega um jafn­rétti, að vera kona sem má ekki ferð­ast erlendis án þess að fá leyfi frá eig­in­manni sín­um, að vera kona sem má ekki heita nafn­inu sínu er ógn við öryggi yfir­valda. Kona, líf, frelsi,“ sagði Björn Leví.

Masha Amini hét réttu nafni Jina Amini. Mahsa Amini var nafnið í vega­bréf­inu þar sem hennar rétta nafn, Jina, gaf til kynna kúrdískan upp­­runa hennar sem brýtur gegn írönskum lög­­­um.

„Nú berst fólk í Íran fyrir frelsi sínu, frelsi til að tala, klæða sig og lifa sjálf­stæðu lífi, frelsi sem yfir­völd í Íran svipta fólk með ofbeldi sem er rétt­lætt með trú­boði, að í krafti ein­hvers almætt­is­ins megi vald­hafar drepa kon­ur. Bar­áttan fyrir sjálf­stæðu lífi er aldrei langt í burt­u,“ sagði Björn Leví, sem hvatti þing­heim til að taka þátt með því að segja nafn henn­ar.

„Jina Amini. Við getum tekið þátt í því með því að segja orð­in: Kona, líf, frelsi,“ sagði þing­mað­ur­inn.

Sam­stöðu­mót­mæli víða um heim – líka á Íslandi

Mót­mælin hófust í Kúr­distan, heima­hér­aði Amini, en breidd­ust fljótt út. Dag­leg mót­mæli hafa staðið yfir í tugum borga í Íran í 15 daga og sam­stöðu­mót­mæli hafa verið í borgum víða um heim. Boðað hefur verið til sam­stöðu­mót­mæla á Aust­ur­velli í kvöld klukkan 19.

Mót­­­mæl­endur eru á öllum aldri, konur jafnt sem karl­­­ar, en það sem er ef til vill nýtt við mót­­­mælin nú er að þau eru leidd af konum af öllum kyn­slóðum og hafa stjórn­­­­­mála­­­skýrendur full­yrt að um fem­iníska bylt­ingu sé að ræða, bylt­ingu þar sem krafan snýst um frelsi til að velja.

Frá samstöðumótmælum í Berlín. Mynd: EPA

Ebra­him Raisi, for­seti Írans, segir að dauði Amini veki upp sorg hjá öllum en að rík­i­s­tjórn hans „geti ekki leyft fólki að trufla frið sam­fé­lags­ins með óeirð­u­m“.

Í ávarpi sem hann flutti á mið­viku­dags­kvöld sak­aði hann „óvin­i“, þar á meðal Banda­rík­in, um að „etja fólki gegn hvort öðru“.

Afrit af skjali, sem lekið var til Amnesty International, sýnir að yfir­stjórn örygg­is­sveita í Teher­an, höf­uð­borg Írands, sendu fyr­ir­mæli til örygg­is­sveita í öllum hér­uðum lands­ins 21. sept­em­ber, þess efnis að taka á mót­mæl­endum af hörku.

„Yf­ir­völd í Íran hafa tekið með­vit­aða ákvörðun um að særa eða drepa fólk sem tjáir reiði sína eftir ára­tuga kúgun og órétt­læt­i,“ segir Agnes Callamard, aðal­fram­kvæmda­stjóri Amnesty International.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent