Forsvarsmenn ríkisstjórnar Íslands.
Ríkissjóður getur sótt næstum 15 milljarða með því að hækka fjármagnstekju- og bankaskatt
Með því að hækka fjármagnstekjuskatt um þrjú prósentustig væri hægt að auka tekjur vegna hans um rúma fimm milljarða króna. Ríkustu tíu prósent landsmanna myndu greiða 87 prósent þeirrar hækkunar.
Kjarninn 2. nóvember 2022
Kosið er til þings í Danmörku í dag. Hér er Lars Løkke Rasmussen formaður Moderaterne á kjörstað í morgun.
Kemur Lars Løkke heim?
Allar líkur eru á því að ríkisstjórnarmyndun í Danmörku eftir kosningar dagsins verði flókin. Margt virðist velta á því hvernig Lars Løkke Rasmussen kýs að spila úr væntum kosningasigri hans nýja afls, sem stendur utan blokkastjórnmálanna.
Kjarninn 1. nóvember 2022
Bankastjórar þriggja stærstu banka landsins.
Tíu staðreyndir um íslenska banka sem eru enn að græða fullt af peningum
Stóru bankarnir þrír áttu mjög gott ár í fyrra og juku hagnað sinn um 170 prósent milli ára. Í ár hefur ekki gengið alveg jafn vel, en samt prýðilega. Vaxtamunur eykst umtalsvert og tugir milljarða króna hafa verið greiddir út til hluthafa.
Kjarninn 1. nóvember 2022
Ilmar nokkuð betur en sólþurrkaður þvottur?
Góða útilyktin í handklæðunum
Þeim sem þurrka þvott sinn á snúrum finnst fátt jafnast á við lyktina af þvotti sem þornað hefur í sól og golu. Snúruaðdáendur gefa lítið fyrir þurrkaralykt, vísindamenn segjast hafa fundið skýringuna á góðu útisnúrulyktinni.
Kjarninn 1. nóvember 2022
Luis Inácio Lula da Silva.
Úr fangaklefa í forsetastól
Hann er tákn vinstrisins í rómönsku Ameríku holdi klætt. Sonur fátækra bænda, síðar verkalýðsforingi og loks forseti. Hnepptur í fangelsi af pólitískum andstæðingum en nú hefur Luis Inácio Lula da Silva verið kosinn forseti Brasilíu í þriðja sinn.
Kjarninn 31. október 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins. Ráðuneyti hans ber ábyrgð á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum.
Óvíst hvort skýrslan um bankasöluna verði birt fyrir landsfund Sjálfstæðisflokksins
Skýrsla sem átti að koma út í júní, svo júlí, svo ágúst, svo september, svo október kemur nú út í nóvember. Ekki liggur fyrir hvort hún verði birt opinberlega fyrir landsfund Sjálfstæðisflokksins, þar sem formannsslagur fer fram.
Kjarninn 31. október 2022
Ísland stendur sig ágætlega á sviði loftslagsmála ef eingöngu er horft á á raforkuframleiðsluna þar sem sú framleiðsla er að mestu kolefnislaus. Raforkan sé hins vegar lítill hluti af heildarmyndinni.
Prófessor á sviði loftslagsmála segir Íslendinga stunda sjálfsblekkingu
Íslendingar stunda sjálfsblekkingu í loftslagsmálum með því að einblína á græna orkuframleiðslu og notast við gallað kolefnisbókhald að mati Jukka Heinonen, prófessors við Umhverfis- og byggingarverkfræðideild Háskóla Íslands.
Kjarninn 30. október 2022
Danskt herskip við höfnina í Ronne í Borgundarhólmi, ekki langt frá því þar sem spreng­ingar urðu í Nord Str­eam-gasleiðsl­unni fyrir skömmu.
Hafa sofið á eftirlitsverðinum
Eftirlit með rafmagns- og tölvuköplum sem liggja á hafsbotni í Evrópu, ásamt gas- og olíuleiðslum, er allt of lítið. Skemmdirnar á Nord Stream-gasleiðslunum hafa vakið margar þjóðir Evrópu, þar á meðal Dani, af værum blundi.
Kjarninn 30. október 2022
Kúlupennar, skíði, timbur og dekk flutt inn frá Rússlandi eins og fátt hafi í skorist
Innrás Rússa í Úkraínu hefur um margt breytt viðskiptatengslum Íslands og Rússlands og innflutningur þaðan dregist mikið saman. Í margvíslegum vöruflokkum hefur þó lítil breyting orðið á verðmæti innflutnings frá landinu.
Kjarninn 28. október 2022
Guðlaugur Þór horfir til þess að fella Bjarna
Eitt verst geymda leyndarmál í íslenskum stjórnmálum er að Guðlaugur Þór Þórðarson hefur metnað til þess að verða formaður Sjálfstæðisflokksins.
Kjarninn 27. október 2022
Orri Hauksson er forstjóri Símans.
Mánaðarlegir vextir af reiðufénu sem Síminn fékk fyrir Mílu eru 160 milljónir
Ákveðið var á fundi hluthafa Símans, sem tók hálftíma, að greiða hluthöfum félagsins út 30,5 milljarða króna. Stærsti eigandinn er sennilega búinn að fá allt sem hann greiddi upphaflega fyrir hlutinn til baka þrátt fyrir að eiga hann allan ennþá.
Kjarninn 27. október 2022
Kínverska orkuverið á Taívansundi mun aðeins framleiða orku um helming ársins að meðaltali.
Kínverjar áforma langstærsta vindorkuver heims
Þúsundir vindtúrbína á 10 kílómetra löngu svæði í Taívanssundi. Vindorkuverið sem borgaryfirvöld í kínversku borginni Chaozhou áforma yrði það stærsta í heimi.
Kjarninn 26. október 2022
Hagnaður sjávarútvegs jókst um 36 milljarða milli ára en opinber gjöld jukust um 4,9 milljarða
Frá 2009 og út síðasta ár hefur hagnaður sjávarútvegarins fyrir greiðslu opinberra gjalda verið 752 milljarðar króna. Af þessum hagnaði hefur tæplega 71 prósent setið eftir hjá útgerðum landsins en rétt um 29 prósent farið í opinber gjöld.
Kjarninn 26. október 2022
Mannflóran á Íslandi hefur breyst hratt síðastliðinn áratug. Í lok september 2012 voru erlendir ríkisborgarar 6,5 prósent íbúa. Í dag eru þeir 16,3 prósent þeirra.
Níu af hverjum tíu nýjum íbúum Íslands í ár koma erlendis frá – 2022 verður algjört metár
Erlendum ríkisborgurum fjölgaði um rúmlega íbúafjölda Akraness á fyrstu níu mánuðum ársins. Á sama tíma fluttu fleiri íslenskir ríkisborgarar frá landinu en aftur til þess. Alls hefur erlendum ríkisborgurum hérlendis fjölgað um 42.170 á tíu árum.
Kjarninn 26. október 2022
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra og sá sem ber ábyrgð á úrlausn ÍL-sjóðs.
Skuldahlutfall ríkissjóðs hríðversnar ef vandi ÍL-sjóðs er tekinn með í reikninginn
SA gagnrýndu í umsögn sinni um fjárlagafrumvarpið að ekki væri tekið á vanda ÍL-sjóðs. Fyrrverandi forystumaður í lífeyrissjóðakerfinu hvetur sjóðina til að gefa ekki „þumlung eftir og því á ráðherrann að draga þessa fáránlegu hótun til baka.“
Kjarninn 25. október 2022
Íslensk sjávarútvegsfyrirtæki högnuðust samanlagt um 65 milljarða króna á síðasta ári, samkvæmt því sem fram kemur í nýjum Sjávarútvegsgagnagrunni Deloitte.
Arðgreiðslur úr sjávarútvegi 18,5 milljarðar í fyrra
Íslensk sjávarútvegsfyrirtæki högnuðust samanlagt um 65 milljarða króna í fyrra. Þar af voru 18,5 milljarðar króna greiddir út í arð til eigenda fyrirtækjanna. Bókfært eigin fé sjávarútvegsfélaga nam 353 milljörðum undir lok síðasta árs.
Kjarninn 25. október 2022
Starfslokasamningur fílanna
Danska ríkið greiddi nýlega jafnvirði 222 milljóna íslenskra króna vegna starfsloka fjögurra fíla sem ekki þurfa lengur að „vinna“. Dvalarheimili fílanna á Lálandi er 140 þúsund fermetrar að stærð.
Kjarninn 25. október 2022
Reynt að aftengja efnahagslega kjarnorkusprengju sem búin var til úr pólitískum mistökum
Hvað eiga kerfi til að fjármagna loforð um 90 prósent lán Íbúðalánasjóðs, Leiðréttingin og skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán sameiginlegt?
Kjarninn 24. október 2022
Elnaz Rekabi bar ekki slæðu við keppni á asíska meistaramótinu í klifri um síðustu helgi. Írönsk stjórnvöld þvinguðu hana til að biðjast afsökunar.
Íþróttakonur sem hafa ekki frelsi til að velja
Mótmælendur í Íran hafa í mánuð barist fyrir frelsi kvenna til að velja. Íranska klifurkonan Elnaz Rekabi hafði ekki frelsi til að velja þegar hún var þvinguð til að biðjast afsökunar á að bera ekki slæðu við keppni. Og hún er ekki ein.
Kjarninn 23. október 2022
Tíu hlutir sem Landsbankinn hefur spáð að gerist í hagkerfinu
Í liðinni viku kom út ný hagspá Hagfræðideildar Landsbankans. Þar er spáð mesta hagvexti sem hefur orðið á Íslandi frá bankagóðærisárinu 2007 í ár, áframhaldandi verðbólgu á næsta ári oað vaxtahækkunarferlinu sé lokið.
Kjarninn 23. október 2022
Fatasóun dregst saman en fatnaður orðinn stærsti flokkurinn í netverslun
Dregið hefur úr fatasóun hér á landi síðustu fimm ár eftir öran vöxt fimm árin þar á undan. Á sama tíma eru föt, skór og fylgihlutur vinsælasti vöruflokkur í netverslun Íslendinga.
Kjarninn 23. október 2022
Mesta niðurrif í sögu Danmerkur
Á næstu árum verða minkahús á meira en tólf hundruð dönskum minkabúum rifin. Kostnaðurinn við niðurrifið, sem tekur sex til sjö ár, nemur milljörðum danskra króna. Bætur til minkabænda nema margfaldri þeirri upphæð.
Kjarninn 23. október 2022
Samtök hinsegin fólks í Mexíkó mótmælti í sumar seinum viðbrögðum yfirvalda í landinu að senda út skýr skilaboð til áhættuhópa. Þau gagnrýndu einnig að bóluefni kom seint og um síðir til Mexíkó.
Hvað varð um apabóluna?
Google leitarvélin fann nánast engar fréttir í maí um apabólu og spurði hvort viðkomandi væri kannski að leita að aparólu? Það hefur sannarlega breyst, apabólan er um allt internetið en faraldur hennar í raunheimum er að dvína.
Kjarninn 22. október 2022
Forsætisráðuneytið lét vinna minnisblað um bankasöluna í kjölfar viðtals við Sigríði
Þremur dögum eftir að fjármála- og efnahagsráðherra hafði falið Ríkisendurskoðun að gera stjórnsýsluúttekt á söluferlinu á hlutum í Íslandsbanka fékk forsætisráðuneytið minnisblað um ýmis álitamál tengd sölunni.
Kjarninn 22. október 2022
Ellefu skilyrði Skipulagsstofnunar vegna Geitdalsárvirkjunar
Þar sem Geitdalsárvirkjun yrði umfangsmikil framkvæmd á ósnortnu svæði og að hluta innan miðhálendislínu þarf Arctic Hydro að gera sérstaka grein fyrir skerðingu víðerna í umhverfismati.
Kjarninn 22. október 2022
Vindtúrbína í landbúnaðarsvæði á vesturhluta Danmerkur.
Vindmylluframleiðandi ekki lengur á dagskrá vettvangsferðar Grænvangs
37 fulltrúar atvinnulífs, samtaka og sveitarfélaga ætla að taka þátt í vettvangsferð Grænvangs til Danmerkur í þeim tilgangi að fræðast um nýtingu vindorku. Hugmyndin að ferðinni kviknaði í kjölfar konunglegrar heimsóknar.
Kjarninn 21. október 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Vill hækka þakið á erlendum eignum lífeyrissjóða í 65 prósent í skrefum til 2036
Fjármála- og efnahagsráðherra hefur birt frumvarp á vef Alþingis þar sem lífeyrissjóðum verður heimilt að auka eignir sínar erlendis upp í 65 prósent af heildareignum fyrir árið 2036. Sambærilegt frumvarp var lagt fram í vor en ekki afgreitt.
Kjarninn 18. október 2022
Gunilla Bergström skrifaði hinar geysivinsælu bækur um Einar Áskel.
Þekkt en þó óþekkt
Flestir kannast við Einar Áskel, burstaklippta strákinn sem býr með pabba sínum. Færri þekkja hinsvegar nafn höfundarins sem skrifaði sögurnar og teiknaði myndirnar. Gunilla Bergström er látin.
Kjarninn 18. október 2022
Birkenstock-klossar af tegundinni Boston eru nær ófáanlegir sökum vinsælda á TikTok.
Hvernig 50 ára gamlir þýskir klossar urðu það allra eftirsóttasta
Klossar frá þýska skóframleiðandanum Birkenstock af tegundinni „Boston“ hafa verið á markaðnum frá því á 8. áratugnum en hafa aldrei notið jafn mikilla vinsælda og nú og eru nær ófáanlegir. Af hverju? Svarið er einfalt: TikTok.
Kjarninn 16. október 2022
Afglæpavæðing: Fyrir valdhafa eða fólkið?
Íslenskt samfélag á langt í land þegar kemur að notendasamráði að mati Kristjáns Ernis Björgvinssonar, sem situr í starfshópi um afglæpavæðingu neysluskammta. Óvíst er hvort hópnum takist ætlunarverk sitt, ekki síst vegna tregðu lögreglunnar.
Kjarninn 16. október 2022
Óveðursskýin hafa hrannast upp í kringum Søren Pape Poulsen.
Slær í bakseglin
Eftir tvær vikur ganga Danir til kosninga. Íhaldsflokknum hafði verið spáð góðu gengi en á allra síðustu dögum hefur slegið í bakseglin. Vinsældir formannsins Søren Pape Poulsen hafa dvínað mjög, af ýmsum ástæðum.
Kjarninn 16. október 2022
Það er sannarlega ekki ókeypis að fylla bílinn af bensíni um þessar mundir.
Bensínlítrinn farinn að hækka aftur og hlutur olíufélaganna heldur áfram að aukast
Þrátt fyrir að líklegt innkaupaverð olíufélaga á bensíni hafi lækkað um tæpan þriðjung síðan í júní hefur viðmiðunarverð á bensíni á Íslandi einungis lækkað um sex prósent. Það hefur hækkað um fimm krónur síðastliðinn mánuð.
Kjarninn 15. október 2022
Helgi Magnússon er aðaleigandi og stjórnarformaður Torgs, útgáfufélags Fréttablaðsins.
Tap af reglulegri starfsemi útgáfufélags Fréttablaðsins var 326 milljónir í fyrra
Alls hefur regluleg starfsemi Torgs, sem gefur út Fréttablaðið og heldur úti ýmsum öðrum miðlum, skilað um 1,3 milljarða króna tapi á þremur árum. Viðskiptavild samsteypunnar skrapp saman um rúmlega hálfan milljarð króna á árinu 2021.
Kjarninn 15. október 2022
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og innviðaráðherra.
Ræddi um að útsvar verði hækkað um 0,26 prósentustig en tekjuskattur verði lækkaður
Sveitarfélögin telja að það vanti tólf til þrettán milljarða króna á ári til að tekjur vegna málefna fatlaðs fólks standi undir kostnaði. Innviðaráðherra segir vandann það stóran að tilefni gæti verið til að mæta honum með ráðstöfunum til bráðabirgða.
Kjarninn 13. október 2022
Tómas Þór Þórðarsson íþróttafréttamaður hefur leitt umfjöllun Símans Sport um enska boltann undanfarin ár.
Risastór sekt vegna vöndlunar á enska boltanum orðin að engu
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur kveðið upp þann dóm að Samkeppniseftirlitið hafi ekki náð að rökstyðja háa sekt á hendur Símanum nægilega vel. Áhrifin á neytendur og markaði hafi verið lítið greind af hálfu eftirlitsins.
Kjarninn 12. október 2022
Sólveig Anna: „Þetta var ómögulegt verkefni“
Það fólk sem í morgun virtist líklegast til þess að standa í stafni Alþýðusambands Íslands næstu misserin tilkynnti flest í dag að þau væru hætt við framboð og véku af þingi sambandsins. Kjarninn ræddi við Sólveigu Önnu Jónsdóttur um ástæðurnar fyrir því.
Kjarninn 11. október 2022
„Komufarþegar munu átta sig á því hvar Davíð getur keypt ódýrara öl og versla áfengið á brottfararflugvelli“
Ferðaþjónustan og hagsmunaverðir hennar gagnrýna fyrirliggjandi fjárlagafrumvarp á ýmsan hátt og telja hækkun gjalda á áfengi, tóbak og eldsneyti muni draga úr getu Íslands til að keppa um ferðamenn.
Kjarninn 11. október 2022
Við handtökuna tilkynnti lögreglan Arne Herløv Petersen að hann væri grunaður um njósnir fyrir Sovétríkin.
Furðulegasta njósnamál Danmerkur
Í nóvember 1981 var danskur rithöfundur handtekinn, grunaður um njósnir. Eftir þrjá daga var honum sleppt en hefur aldrei verið hreinsaður af ásökunum. Málið er nú, 41 ári síðar, komið til kasta Landsréttar.
Kjarninn 11. október 2022
Sú mikla hækkun sem varð á bréfum í Síldarvinnslunni og Brimi í september í fyrra má rekja til stóraukins loðnukvóta. Fyrirséð er að sá kvóti mun dragast umtalsvert saman í ár, miðað við fyrirliggjandi veiðiráðgjöf.
Stórir lífeyrissjóðir keypt fyrir milljarða í skráðum útgerðum á tveimur mánuðum
Lífeyrissjóðir eru hægt og rólega að styrkja stöður sínar í eigendahópi þeirra tveggja útgerðarfélaga sem skráð eru á markað. Gildi hefur keypt hluti í Síldarvinnslunni fyrir yfir tvo milljarða á tveimur mánuðum.
Kjarninn 10. október 2022
Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins, og Jón Gunnar Jónsson, forstjóri stofnunarinnar.
Bankasýslan þáði hádegis- og kvöldverði, vínflöskur, konfekt, kokteilasett og einn flugeld
Minnisblaði um þær gjafir sem forstjóri og starfsmenn Bankasýslu ríkisins hafa þegið af fjármálafyrirtækjum hefur verið skilað til nefndar Alþingis, næstum sex mánuðum eftir að það var boðað.
Kjarninn 9. október 2022
Vinstri græn vilja ganga lengra: Opinberir aðilar virki vindinn á röskuðum svæðum
Ýmsar játningar voru gerðar af hálfu þingmanna Vinstri grænna á fundi um vindorkuver. Þeir greindu frá sýn sinni og flokksins á virkjun vindsins og svöruðu spurningum um hvenær íbúar sem berjast gegn vindmyllum geti andað léttar.
Kjarninn 9. október 2022
Útlit er fyrir að stormflóð verði tíðari og áhrif þeirra meiri í Danmörku á næstu áratugum.
Gjörbreytt Danmörk árið 2150
Dönsk rannsóknarstofnun telur að sjávarborð við strendur Danmerkur muni á næstu áratugum hækka mun hraðar og meira en áður hefur verið talið. Ef svo fer fram sem horfir verði margar eyjar óbyggilegar og bæir og strendur fari undir vatn.
Kjarninn 9. október 2022
Kunnugleg staða í íslenskum stjórnmálum einu ári eftir þingkosningar
Margt er sameiginlegt með þeirri þróun sem varð á fyrsta ári ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur eftir kosningarnar 2017 og þess sem hefur gerst á því ári sem liðið er frá síðustu kosningum.
Kjarninn 8. október 2022
Heiðrún Lind Marteinsdóttir er framkvæmdstjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi og skrifar undir athugasemd samtakanna sem send hefur verið til nefndar Alþingis.
SFS leggst gegn hækkunum á fiskeldisgjaldi og eru ósátt með að hafa ekki verið spurð um álit
Hagsmunasamtök sjávarútvegs eru ósátt með að matvælaráðherra hafi ekki haft samráð við sig áður en hún kynnti hækkun gjalda á sjókvíaeldi. Búist er við því að hækkunin skili um 800 milljónum meira á ári í ríkissjóð þegar aðlögun að gjaldtökunni er lokið.
Kjarninn 7. október 2022
Fóru inn í tölvupósta Sólveigar Önnu og Viðars
Þá starfandi formaður Eflingar hafði aðgang að tölvupósthólfum fyrirrennara síns, Sólveigar Önnu Jónsdóttur, og fyrrverandi framkvæmdastjóra Eflingar, Viðars Þorsteinssonar, frá því í janúar á þessu ári og fram í apríl.
Kjarninn 6. október 2022
Seðlabankinn hafnar því að aflétta leynd um ESÍ á grundvelli almannahagsmuna
Árið 2019 var ákvæði bætt við lög um Seðlabanka Íslands sem veitir bankanum heimild til að víkja frá þagnarskylduákvæði ef hagsmunir almennings af birtingu gagna vega þyngra en hagsmunir sem mæla með leynd.
Kjarninn 6. október 2022
Kjartan Magnússon borgarfulltrúi bar tillöguna fram í borgarstjórn.
Borgarhverfi framtíðarinnar eða loftslagsskógur á Geldinganesi?
Tillögu sjálfstæðismanna í borgarstjórn Reykjavíkur um að skipuleggja Geldinganes undir íbúabyggð var hafnað á fundi borgarstjórnar á þriðjudag. Afar mismunandi sjónarmið komu fram um það hvernig skyldi nýta nesið til framtíðar.
Kjarninn 5. október 2022
Samkeppniseftirlitinu falið að kortleggja stjórnunar- og eignatengsl í sjávarútvegi
Matvælaráðuneytið mun fá skýrslu um stjórnunar- og eignatengsl í sjávarútvegi afhenta fyrir lok næsta árs. Þar verða eignatengsl sjávarútvegsfyrirtækja sem hafa fengið ákveðið umfang aflaheimilda úthlutað, og áhrifavald eigenda þeirra, kortlögð.
Kjarninn 5. október 2022
Þrjú félög voru skráð á markað í sumar. Þeirra stærst er Alvotech, sem var skráð á First North markaðinn í júní. Hér sést Róbert Wessman, stofnandi og stjórnarformaður félagsins, hringja inn fyrstu viðskipti með bréfin.
Virði skráðra félaga í Kauphöllinni lækkað um 254 milljarða króna á tveimur mánuðum
Það sem af er ári hefur Úrvalsvísitala Kauphallarinnar lækkað um 28,3 prósent. Hún hækkaði um rúmlega 20 prósent árið 2020 og 33 prósent í fyrra. Leiðrétting er að eiga sér stað á virði skráðra félaga.
Kjarninn 4. október 2022
Svandís Svavarsdóttir er matvælaráðherra og fer með málefni sjávarútvegs.
Svandís boðar frumvarp um tengda aðila í sjávarútvegi á næsta ári
Samkvæmt lögum mega tengdir aðilar í sjávarútvegi ekki halda á meira en tólf prósent af úthlutuðum kvóta á hverjum tíma. Skiptar skoðanir eru um hvort mikil samþjöppun í sjávarútvegi sé í samræmi við þetta þak.
Kjarninn 4. október 2022