Núgildandi lög Evrópusambandsins í málaflokknum eru frá árinu 2000.
Það sem er ólöglegt í raunheimum verði það líka á netinu
Evrópskir löggjafar hafa samþykkt ný lög um tæknifyrirtæki sem þykja marka vatnaskil í því hvernig tekið er á stórum tæknifyrirtækjum sem þykja taka hagnað fram yfir siðferðislegar skyldur sínar. Fyrri löggjöf ESB í málaflokknum var frá árinu 2000.
Kjarninn 25. apríl 2022
Hér sést Heard ræða við lögmenn sína í dómsal og Depp í bakgrunn.
Ofbeldi, meiðyrði og afleiðingar í Hollywood
Amber Heard og Johnny Depp ber ekki saman um það hvort þeirra var ofbeldismaðurinn í sambandi þeirra. Nú takast þau á um það í annað sinn fyrir dómstólum þar sem þau saka hvort annað um alvarlegt ofbeldi.
Kjarninn 24. apríl 2022
Fólk á flótta er „ekki vara sem hægt er að útvista“
Áætlanir stjórnvalda í Bretlandi um að senda fólk sem þangað leitar að vernd til Afríkuríkisins Rúanda er brot á alþjóðalögum, segir Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna. Ekki allt flóttafólk mun fá þessa meðferð og eru stjórnvöld sökuð um rasisma.
Kjarninn 24. apríl 2022
Þótt flestir vilji gjarna græna orku, eins og mylluorkan er kölluð, eiga myllurnar ekki „að vera hjá mér“.
Kirkjur og vindmyllur
Gamalt ákvæði í dönskum skipulagslögum veldur nú fjaðrafoki í tengslum við áform stjórnvalda varðandi raforkuframleiðslu með vindmyllum. Margir telja lagaákvæðið barn síns tíma en kirkjunnar menn eru ekki sama sinnis.
Kjarninn 24. apríl 2022
BTS hefur hlotið heimsfrægð og hefur komið suður-kóreskri menningu rækilega á kortið.
Greinir á um hvort tónlistargoð skuli undanþegin herskyldu
Kóreska poppsveitin BTS skilar milljörðum inn í kóreskt efnahagslíf og hefur vakið heimsathygli á menningu landsins, en nú gætu sjömenningarnir sem skipa hljómsveitina farið að þurfa að skipta úr sviðsgallanum og í herbúning.
Kjarninn 23. apríl 2022
Rasmus Paludan lætur ekki mikið yfir sér en hefur þó stofnað til mestu óeirða Svíþjóðar.
Maðurinn sem atti til mestu óeirða í sögu Svíþjóðar
Miklar óeirðir í Svíðþjóð hafa ratað í heimspressuna undanfarna daga. Ríkislögreglustjóri Svíþjóðar segir þær fordæmislausar á sænskan mælikvarða og að lífi fjölda lögregluþjóna sé stefnt í hættu. Rót óeirðanna má hins vegar rekja til eins manns.
Kjarninn 23. apríl 2022
Drottningar Atlantshafsins falla
Lóan er komin! Tjaldurinn er mættur! Fyrstu kríurnar eru komnar! Tíðindi af komu farfugla eru vorboðinn ljúfi í huga okkar flestra. En þetta vorið kann flensa sem búast má við að þeir séu margir hverjir sýktir af að varpa skugga á gleðina.
Kjarninn 23. apríl 2022
Marine Le Pen fæddist í Frakklandi árið 1968 og þegar hún var fjögurra ára gömul stofnaði faðir hennar, Jean-Marie Le Pen, öfgahægri stjórnmálaflokkinn National Front.
Marine Le Pen: Viðkunnanlegi kattaeigandinn sem gæti sett Evrópusamstarfið á hliðina
Í kjölfar ímyndarbreytingar hefur stuðningur við Marine Le Pen forsetaframbjóðanda í Frakklandi aukist. Þó helstu stefnumál hennar síðustu ár séu ekki í forgrunni má ætla að þau séu enn til staðar og gætu þau sett samstarf vestrænna þjóða í uppnám.
Kjarninn 23. apríl 2022
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.
Reykjavík reiknaði með 3,3 milljarða tapi en hagnaðist þess í stað um 23,4 milljarða
Rekstur þess hluta Reykjavíkurborgar sem er fjármagnaður með skatttekjum gekk mun betur í fyrra en áætlanir gerðu ráð fyrir. Miklar hækkanir á húsnæðisverði leiddu svo til þess að bókfært virði félagslegra íbúða jókst um 20,5 milljarða króna á einu ári.
Kjarninn 22. apríl 2022
Harry Bretaprins vill vernda ömmu sína – En fyrir hverju?
Harry Bretaprins vill vernda Elísabetu Englandsdrottningu. Fyrir hverju nákvæmlega er óljóst. Harry og Meghan hittu drottninguna nýlega og er þetta í fyrsta sinn sem Meghan kemur til Bretlands eftir að hjónin afsöluðu sér konunglegum titlum.
Kjarninn 21. apríl 2022
Gísli Marteinn Baldursson var fundarstjóri á framboðsfundi Samtaka um bíllausan lífsstíl, sem fram fór á dögunum.
Einungis eitt framboð vill halda flugvellinum í Vatnsmýri
Á flugvöllurinn að víkja fyrir byggð? Styður þitt framboð Borgarlínu? Á Reykjavíkurborg að beita sér fyrir því að bílaumferð minnki innan borgarmarkanna? Svörin við þessum spurningum og fleirum voru kreist fram úr frambjóðendum í borginni á dögunum.
Kjarninn 21. apríl 2022
Flestir hafa heyrt milljarðamæringsins Elon Musk getið, en hann hefur farið mikinn í tækniheiminum undanfarin ár.
Togast á um framtíð Twitter
Elon Musk, forstjóri Tesla og SpaceX, hefur gert tilboð í samfélagsmiðilinn Twitter sem hljóðar upp á 43 milljarða bandaríkjadala. Enn er óljóst hvort kaupin gangi í gegn, en Musk ætlar sér stóra hluti með miðilinn nái hann yfirráðum.
Kjarninn 20. apríl 2022
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.
Armslengd í endalok Bankasýslu sem Bjarni vildi aldrei sjá
Bankasýsla ríkisins var stofnuð með lögum árið 2009 meðal annars til þess að tryggja að pólitíkusar væru ekki að skipta sér beint af eignarhaldi ríkisins á bönkum. Nú syngur þessi stofnun brátt hið síðasta, eftir að ríkisstjórnin rataði í vandræði.
Kjarninn 20. apríl 2022
Grefur Bitcoin undan loftslagsávinningi?
Virði Bitcoin hefur rokið upp og hafa margir trú á tækninni á bak við dreifðstýrðan rafrænan gjaldmiðil. Gagnrýnendur hafa lengi bent á gríðarlega orkunotkun rafmyntarinnar og efast um að hún geti orðið „græn“.
Kjarninn 18. apríl 2022
Fyrri einkavæðing bankanna: Þegar franskur stórbanki reyndist óþekktur þýskur banki
Síðari einkavæðing ríkisbanka hófst í fyrra, þegar byrjað var að selja hluti í Íslandsbanka. Því ferli var svo haldið áfram í mars þegar umdeilt lokað útboð fór fram. Síðasta einkavæðing fjármálafyrirtækja í ríkiseigu hófst skömmu fyrir aldarmót.
Kjarninn 17. apríl 2022
Ecco rekur 250 skóverslanir í Rússlandi en fyrirtækið hyggst ekki loka verslunum sínum þar í landi nema ef sala dregst saman um tugi prósenta.
ECCO í mótvindi
Danski skóframleiðandinn ECCO sætir nú mikilli gagnrýni en fyrirtækið hyggst ekki loka verslunum sínum í Rússlandi. Fjölmargir skósalar víða um heim hafa stöðvað viðskipti sín við ECCO.
Kjarninn 17. apríl 2022
Fyrri einkavæðing bankanna: Sendu bréf og fengu að kaupa Landsbanka Íslands
Síðari einkavæðing ríkisbanka hófst í fyrra, þegar byrjað var að selja hluti í Íslandsbanka. Því ferli var svo haldið áfram í mars þegar umdeilt lokað útboð fór fram. Síðasta einkavæðing fjármálafyrirtækja í ríkiseigu hófst skömmu fyrir aldarmót.
Kjarninn 16. apríl 2022
Ár af gámatruflunum
Truflanir í gámaflutningum á milli landa hafa valdið miklum usla um allan heim á síðustu tólf mánuðum, allt frá því að risaskipið Ever Given festist í Súesskurðinum. Nú eru blikur á lofti um frekari truflanir vegna smitbylgju og sóttvarna í Kína.
Kjarninn 15. apríl 2022
Fyrri einkavæðing bankanna: Kapphlaupið um kennitölurnar
Síðari einkavæðing ríkisbanka hófst í fyrra, þegar byrjað var að selja hluti í Íslandsbanka. Því ferli var svo haldið áfram í mars þegar umdeilt lokað útboð fór fram. Síðasta einkavæðing fjármálafyrirtækja í ríkiseigu hófst skömmu fyrir aldarmót.
Kjarninn 15. apríl 2022
Íhugaði að skila inn kjörbréfinu vegna persónuárása
Lenya Rún Taha Karim tók sæti sem varaþingmaður í lok síðasta árs en íhugaði alvarlega að skila inn kjörbréfinu vegna persónuárása, rasisma og hatursorðræðu. Hún ákvað að halda áfram og vill vera fyrirmynd fyrir komandi kynslóðir.
Kjarninn 15. apríl 2022
Skýrsla um „ruslakistu Seðlabankans“ sem átti að koma út 2018 hefur enn ekki verið skrifuð
Eftir bankahrunið var eignum sem féllu Seðlabankanum í skaut, og voru mörg hundruð milljarða króna virði, safnað saman í sérstakt félag, Eignasafn Seðlabanka Íslands. Þaðan voru þær svo seldar með ógagnsæjum hætti.
Kjarninn 14. apríl 2022
Framsókn á flugi í borginni en meirihlutinn heldur
Flokkarnir sem mynda meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur gætu að óbreyttu endurnýjað samstarf sitt. Góðar líkur eru þó á ýmiskonar fjögurra flokka mynstrum ef vilji er til að breyta.
Kjarninn 14. apríl 2022
Stór hluti þeirra sem fengu að kaupa í Íslandsbanka eru ekki lengur á meðal hluthafa
Samanburður á hluthafalista Íslandsbanka fyrir lokaða útboðið í mars og listanum eins og hann leit út í gær sýnir að 132 þeirra sem fengu að taka þátt í útboðinu hafa selt sig niður að einhverju eða öllu leyti.
Kjarninn 12. apríl 2022
Vanmáttug og reið – Kærði vændiskaup en upplifði sig sem fjórða flokks manneskju
Kona sem reyndi að kæra vændiskaup í lok mars 2020 er ósátt við vinnubrögð lögreglunnar og segist ekki mæla með því að fólk kæri kynferðisbrot til lögreglu. Hún segist þó vona að lögreglan taki á þessum málum og komi betur fram við kærendur.
Kjarninn 12. apríl 2022
Fyrstu 20 sektirnar vegna „Partygate“ aðeins toppurinn á ísjakanum
Breska ríkisstjórnin hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir skort á gagnsæi í tengslum við sektir vegna „Partygate“. Boris Johnson forsætisráðherra er ekki meðal þeirra 20 sem fengu sekt en lofar að upplýsa um það, verði hann sektaður síðar meir.
Kjarninn 10. apríl 2022
Nilofar Ayoubi og Katarzyna Scopiek.
„Allir eiga skilið að vera með hreinan kodda undir höfðinu“
Viðbragð Póllands við einni stærstu flóttamannabylgju frá seinna stríði hefur verið borið uppi af almenningi og hjálparsamtökum. Katarzyna Skopiec leiðir ein slík samtök. Kjarninn ræddi við hana og Nilofar Ayoubi frá Afganistan í Varsjá á dögunum.
Kjarninn 10. apríl 2022
Ríkisskjalasafnið í Danmörku.
Gjöreyðingaráætlunin
Í skjalasafni pólska hersins er að finna hernaðaráætlun frá 1989 þar sem gert var ráð fyrir að hundruðum kjarnorkusprengja yrði varpað á Danmörku, öllu lífi eytt og landið yrði rústir einar. Skjöl um áætlunina eru nýkomin fram í dagsljósið.
Kjarninn 10. apríl 2022
Blaðamaðurinn Jamal Khashoggi sást aldrei aftur eftir að hann gekk inn í sendiráð Sádi-Arabíu 2. Október 2018.
Réttarhöld vegna morðsins á Khashoggi flutt til heimalandsins þar sem stjórnvöld fyrirskipuðu aftökuna
Réttarhöldin vegna morðsins á sádi-arabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi verða flutt frá Tyrklandi og til Sádi-Arabíu. Óttast er að málinu sé þar með lokið án þess að þeir sem fyrirskipuðu morðið verði látnir sæta nokkurri ábyrgð.
Kjarninn 9. apríl 2022
Kaupendalistinn sem gerði allt vitlaust í íslensku samfélagi
Á miðvikudag var, eftir dúk og disk, birtur listi yfir þá 207 aðila sem fengu að kaupa í Íslandsbanka í lokuðu útboði þar sem afsláttur var veittur á almenningseign.
Kjarninn 9. apríl 2022
Ríkisendurskoðun hefur áður gefið út falskt heilbrigðisvottorð á einkavæðingu banka
Fjármála- og efnahagsráðherra hefur beðið Ríkisendurskoðun um að skoða sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka til hóps fjárfesta í lokuðu útboði fyrir rúmum tveimur vikum. Stofnunin hefur tvívegis áður skoðað bankasölu og sagt hana í lagi.
Kjarninn 8. apríl 2022
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.
Útboðið í ósamræmi við tilmæli OECD um einkavæðingu
Þátttaka söluráðgjafa í lokuðu útboði Íslandsbanka er ekki í samræmi við tilmæli OECD um hvernig eigi að standa að einkavæðingu á fyrirtækjum í ríkiseigu. Stofnunin segir mikilvægt að rétt sé farið að slíkri sölu til að koma megi í veg fyrir spillingu.
Kjarninn 8. apríl 2022
Á þriðja tug flóttafólks frá Úkraínu þegar komið í umsjá sveitarfélaga
Öll móttaka flóttafólks frá Úkraínu hérlendis miðar að því að það sé komið til þess að vera hér í lengri tíma. Aðgerðarstjóri móttökunnar segir ómögulegt að segja til um hve mörgum verði tekið á móti og hversu lengi þau verði hér.
Kjarninn 8. apríl 2022
Meirihlutinn í Reykjavíkurborg heldur og bætir við sig fylgi milli kosninga
Sjálfstæðisflokkurinn hefur tapað mestu fylgi allra í Reykjavík frá síðustu kosningum en er samt stærsti flokkurinn í höfuðborginni. Miðflokkurinn mælist vart lengur og Framsókn bætir langmest allra við sig.
Kjarninn 7. apríl 2022
Sigurður Ingi á flótta undan rasískum ummælum sex árum eftir að hann varð forsætisráðherra
Sigurður Ingi Jóhannsson er í vandræðum. Hann lét rasísk ummæli falla í síðustu viku, hefur beðist afsökunar á þeim en vill ekki ræða þau við fjölmiðla né þingheim. Kallað er eftir afsögn hans og stjórnarandstaðan segir hann hafa brotið siðareglur.
Kjarninn 6. apríl 2022
Börn í kennlustund í Bumeru-skóla sem var byggður í samvinnu við íslensk stjórnvöld.
Undan mangótrjánum og inn í „íslenska“ skóla
„253“ stendur skrifað á töfluna. Það eru 253 börn í bekknum – samankomin í lítilli skólastofu. Bukewa er dæmigerður grunnskóli í Namayingo-héraði í Úganda. En nú hefur hann, ásamt fimm öðrum, verið endurbyggður fyrir íslenskt skattfé.
Kjarninn 3. apríl 2022
Miklir leirflutningar af sjávarbotni þurfa að eiga sér stað áður en hægt verður að byrja að mynda landfyllinguna miklu við Kaupmannahöfn sem kallast á Lynetteholmen. Svíar hafa áhyggjur af því sem Danir ætla sér að gera við allan þennan leir.
Leirflutningurinn mikli
4. júní 2021 samþykkti danska þingið lög um það sem kallað hefur verið metnaðarfyllsta framkvæmdaáætlun í sögu Danmerkur. Þá vissu þingmenn ekki af mikilvægu bréfi sem samgönguráðherranum hafði borist en láðst að kynna þingheimi.
Kjarninn 3. apríl 2022
Íslenskir gervilistamenn meðal þeirra sem taka yfir lagalista Spotify
Lög þeirra eru spiluð í milljónatali á Spotify. En listamennirnir eru í raun og veru ekki til. Íslenskir gervilistamenn eru í hópi 830 „listamanna“ sænsks útgáfufyrirtækis sem hefur tífaldað hagnað sinn á þremur árum.
Kjarninn 2. apríl 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Þrýst á að listi yfir litlu fjárfestana sem fengu að kaupa í Íslandsbanka á afslætti verði birtur
Hluthafar Íslandsbanka munu þurfa að bera saman lista með á sextánda þúsund nöfnum til að finna út hvaða litlu fjárfestar fengu að kaupa í bankanum. Sögur ganga um að miðlarar hafi hringt í valda viðskiptavini og hleypt þeim að kaupum með afslætti.
Kjarninn 1. apríl 2022
Vinna að því alla daga að koma Úkraínumönnum frá Póllandi
Pólskur sjálfboðaliði sem vinnur með sænskum samtökum að því að skipuleggja ferðir flóttafólks frá Póllandi til Svíþjóðar segir Pólland ekki geta hýst fleiri. Koma þurfi fólki í burtu svo Pólland hafi pláss fyrir aðra stóra bylgju flóttafólks frá Úkraínu.
Kjarninn 1. apríl 2022
Fyrrverandi starfsmaður GAMMA fór í mál til að fá bónusinn sinn ... og vann
Fjármálafyrirtækið GAMMA fór með himinskautunum um tíma, en féll með látum á árinu 2019 og er ekki til í sömu mynd lengur. Starfsmenn þess áttu þá inni kaupauka sem stjórn félagsins ákvað að borga ekki, enda fjarað undan tekjum GAMMA.
Kjarninn 31. mars 2022
Laugardalshöllin var vígð í desember1965 og átti upphaflega að duga í 20 ár. Nú eru liðin rúm 66 ár frá vígslu hennar.
Ríkið hefur mánuð til að leggja fram fé í þjóðarhöll, annars byggir borgin íþróttahús á bílastæði
Árum saman hefur aðstöðuleysi barna og ungmenna sem æfa hjá Þrótti eða Ármann verið tengt við uppbyggingu nýjum þjóðarleikvöngum fyrir knattspyrnu og inniíþróttir. Sameiginlegur kostnaður hefur verið áætlaður allt að 24 milljarðar króna.
Kjarninn 31. mars 2022
Pólland breiðir út faðminn fyrir þau sem Rússar hrekja á brott
Stöðugur straumur úkraínsks flóttafólks er enn yfir landamærin til Póllands. Sum segjast þó vita að Pólland geti ekki hýst mikið fleiri og ætla sér að halda lengra til vesturs. Blaðamaður Kjarnans heimsótti landamærabæinn Medyka á dögunum.
Kjarninn 31. mars 2022
Landsnet vill Blöndulínu 3 í lofti „alla leiðina“
102,6 kílómetrar af háspennulínum. 342 stálmöstur, hvert og eitt 17-32 metrar á hæð. 85,5 kílómetrar af nýjum vegslóðum. Blöndulína 3 mun stórbæta flutningskerfi raforku en er umdeild í þeim fimm sveitarfélögum sem hún færi um.
Kjarninn 30. mars 2022
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra. Hann kynnti drög að frumvarpi sem á að hækka þak á erlendra fjárfestingar lífeyrissjóða í hægum skrefum í samráðsgátt stjórnvalda fyrr í þessum mánuði.
Lífeyrissjóðirnir vilja fara miklu hraðar út – Óttast annars bólumyndun innanlands
Frumvarpsdrög fjármála- og efnahagsráðherra um að hækka þak á erlendar fjárfestingar lífeyrissjóða hafa valdið djúpstæðri óánægju á meðal stærri sjóða. Þeir telja að hækkunin verði að ganga mun hraðar fyrir sig.
Kjarninn 29. mars 2022
Á leið aftur til Úkraínu: „Fjölskyldur eiga að vera saman“
Þrátt fyrir að enn komi þúsundir flóttamanna frá Úkraínu til Póllands og annarra nágrannalanda á hverjum degi eru sumir að snúa aftur heim. „Fjölskyldur eiga að vera saman,“ sögðu mæðgur frá Dnipro við Kjarnann skömmu áður en þær héldu heim á leið.
Kjarninn 28. mars 2022
Hér má sjá þegar tjald var sett upp til að sýna beint frá Litlu hafmeyjunni á meðan hún var á Heimssýningunni í Shanghai árið 2010.
Þess vegna birta danskir fjölmiðlar ekki myndir af Litlu hafmeyjunni
Stytta danska listamannsins Edvards Eriksen, Litla hafmeyjan í Kaupmannahöfn, verður reglulega fyrir barðinu á skemmdarvörgum. Skemmdarverkin, sem gjarnan eru af pólitískum toga, rata oft í fréttirnar. Það gera ljósmyndir af fórnarlambinu hins vegar ekki.
Kjarninn 27. mars 2022
Tilnefning Ketanji Brown Jackson í stöðu hæstaréttar Bandaríkjanna verður að öllum líkindum staðfest í næsta mánuði. Jackson verður fyrsta svarta konan sem tekur sæti í réttinum í 233 ára sögu hans.
Sökuð um að fara mjúkum höndum um barnaníðinga og beðin að skilgreina orðið „kona“
Repúblikanar í dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings þjörmuðu að Ketanji Brown Jackson í vikunni. Jackson stóðst prófið að mati demókrata og fátt ætti að koma í veg fyrir að hún taki sæti í Hæstarétt Bandaríkjanna í apríl, fyrst svartra kvenna.
Kjarninn 27. mars 2022
Stríðið í Eþíópíu hefur staðið í sextán mánuði. Í nóvember, þegar það hafði staðið í ár, komu margir saman í höfuðborginni Addis Ababa til að mótmæla því.
„Þeir drápu, hópnauðguðu og rændu“
Í eitt og hálft ár hefur stríð þar sem hópnauðgunum, aftökum og fjöldahandtökum hefur verið beitt staðið yfir í Eþíópíu. Þúsundir hafa látist vegna átakanna og hungursneyð vofir yfir milljónum enda hefur neyðaraðstoð ekki borist mánuðum saman.
Kjarninn 27. mars 2022
Mette Frederiksen skoðar birgðir danska hersins í Eistlandi árið 2020.
Ekki nóg að eiga byssur ef engin eru skotfærin
Um áratugaskeið mátti danski herinn sæta niðurskurði á fjárlögum, þingmenn töldu ástandið í heiminum ekki kalla á öflugan og vel búinn danskan her. Nú er öryggi heimsins ógnað en danski herinn vanbúinn.
Kjarninn 27. mars 2022
Joe Biden Bandaríkjaforseti flytur ræðu sína í Varsjá síðdegis í dag.
Biden sagði Rússum að kenna ekki neinum öðrum en Pútín um lakari lífskjör
Joe Biden forseti Bandaríkjanna hélt kraftmikla ræðu til þess að marka lok heimsóknar sinnar til Póllands síðdegis í dag og sagði Vladimír Pútín hreinlega „ekki geta verið lengur við völd“. Blaðamaður Kjarnans endaði óvænt í áhorfendaskaranum í Varsjá.
Kjarninn 26. mars 2022