Gjörbreytt Danmörk árið 2150

Dönsk rannsóknarstofnun telur að sjávarborð við strendur Danmerkur muni á næstu áratugum hækka mun hraðar og meira en áður hefur verið talið. Ef svo fer fram sem horfir verði margar eyjar óbyggilegar og bæir og strendur fari undir vatn.

Útlit er fyrir að stormflóð verði tíðari og áhrif þeirra meiri í Danmörku á næstu áratugum.
Útlit er fyrir að stormflóð verði tíðari og áhrif þeirra meiri í Danmörku á næstu áratugum.
Auglýsing

Danir þekkja vel það tjón sem storm­flóð og úrkoma geta vald­ið. Til eru aldagamlar frá­sagnir af storm­flóðum en á síð­ustu ára­tugum hafa slíkir atburðir orðið æ algeng­ari. Dan­mörk er eitt þeirra landa sem liggja mjög lágt (flad som en pandeka­ge) og þar hafa storm­flóð valdið miklu tjóni. Mestu flóðin verða þegar saman fara stór­streymi, lágur loft­þrýst­ingur og rok. Í byrjun des­em­ber árið 1999 gerði mik­inn storm sunn­ar­lega við vest­ur­strönd Jót­lands. Þá hækkað sjáv­ar­borð á þessu svæði um rúma fimm metra og olli miklu tjóni. Þegar þetta gerð­ist var lág­sjávað en í stór­streymi er talið að sjáv­ar­borðið hefði hækkað um að minnsta kosti sex metra.

Í byrjun nóv­em­ber 2006 olli slíkt flóð miklu tjóni, um það bil fjögur þús­und hús skemmd­ust mik­ið, og mörg hund­ruð til við­bótar skemmd­ust minna. Þegar þetta gerð­ist hafði verið hvöss vest­an­átt dögum sam­an, hún þrýsti sjónum suður Kaattegat og alla leið í Eystra­salt. Þegar storm­inn loks lægði gekk sjór­inn til baka og olli flóði á svæðum fyrr sunnan Litla- og Stóra­belti (badekarseffekt).

Auglýsing

Stíf norð­an­átt hefur sömu­leiðis iðu­lega orðið til að þrýsta sjó inn í Hró­arskeldu­fjörð­inn á Sjá­landi. Fjörð­ur­inn er tæp­lega 42 kíló­metra langur og fyrir botni hans er danska vík­inga­skipa­safnið sem nær í sjó fram. Þar hefur margoft orðið tjón af völdum sjávar og eftir miklar skemmdir á safn­inu árið 2014 (storm­ur­inn Bodil) voru uppi hug­myndir um að flytja vík­inga­skipin af safn­inu og koma þeim fyrir á örugg­ari stað.

Flóða­varnir kosta mikið fé

Mikið flóð á Kaup­manna­hafn­ar­svæð­inu og við Kög­eflóa í byrjun árs 2017 olli tjóni sem metið var á jafn­gildi 2,8 millj­arða íslenskra króna. Verk­fræði­fyr­ir­tækið Cowi var fengið til að meta þörf og kostnað við flóða­varnir í dönsku höf­uð­borg­inni og nágranna­sveit­ar­fé­lög­um. Slíkt mat hafði ekki áður verið gert í Dan­mörku. Sér­fræð­ingar Cowi skil­uðu skýrslu sinni, sem var mjög ítar­leg, í júlí 2019. Í skýrsl­unni var gert ráð fyrir að varn­ar­garðar sem þegar voru til stað­ar, á Ama­ger og sunnan við Kaup­manna­höfn, yrðu styrktir jafn­framt því sem nýir yrðu gerð­ir. Jeppe Sikker Jen­sen einn sér­fræð­inga Cowi sagði, þegar skýrslan var kynnt, að ef miðað væri við hund­rað ára reikni­líkanið (stór­flóð einu sinni á öld) mætti gera ráð fyrir að kostn­aður við gerð varn­ar­garða yrði, var­lega áætl­að, um 22 millj­arðar danskra króna, um það bil 416 millj­arðar íslensk­ir. Jeppe Sikker Jen­sen nefndi líka hvað myndi ger­ast ef miðað væri við stærsta flóð á þús­und árum. Þá færi suð­ur­hluti Kaup­manna­hafnar á kaf, flug­völl­ur­inn á Kastrup myndi lok­ast og sömu­leiðis Eyr­ar­sunds­brú­in. Lesta­kerf­ið, þar með talið metro­kerf­ið, myndi lam­ast. „Ef þetta ger­ist nemur erum við að tala um tjón sem nemur stjarn­fræði­legum upp­hæð­um“ sagði Jeppe Sikker Jen­sen. Við­staddir litu með undr­un­ar­svip hver á ann­an. „Er þetta ekki algjör svart­sýn­is­spá?“ spurði loks einn. „Ég er smeykur um ekki“ var svar­ið.

Sjáv­ar­borð gæti hækkað um 170-180 senti­metra

Síð­ast­lið­inn mið­viku­dag, 5. októ­ber, boð­aði Mette Frederik­sen for­sæt­is­ráð­herra Dan­merkur til þing­kosn­inga sem fram fara 1. nóv­em­ber. Danskir fjöl­miðlar fjöll­uðu það sem eftir lifði dags nán­ast ekki um neitt nema kosn­ing­arn­ar.

Frá sjávarflóði við strendur Jótlands árið 2005. Mynd: EPA

Þennan sama dag birti danska rann­sókn­ar­stofn­unin GEUS (Nationale Geolog­iske Und­er­søgelser for Dan­mark og Grøn­land) skýrslu sem hvarf að mestu leyti í skugg­ann af kosn­inga­um­fjöll­un­inni. Það sem fram kemur í skýrsl­unni á þó lík­lega eftir að hafa mun meiri og víð­tæk­ari áhrif en hver verður næsti for­sæt­is­ráð­herra Dan­merk­ur. Hafi ýmsum þótt skýrslan frá árinu 2019 draga upp dökka mynd af fram­tíð Dan­merkur er sú skýrsla þó rós­rauð miðað við GEUS skýrsl­una sem kynnt var í síð­ustu viku. GEUS byggi nið­ur­stöður sínar að hluta á skýrslu (AR6) lofts­lags­nefndar Sam­ein­uðu þjóð­anna, IPPC, sem birt var á síð­asta ári. „Því meira sem sér­fræð­ing­arnir vita, því dekkri verður myndin varð­andi hækkun sjáv­ar­borðs“ sagði William Colgan sér­fræð­ingur hjá GEUS. Sam­kvæmt skýrsl­unni getur sjáv­ar­borð við strendur Dan­merkur stigið um 170-180 senti­metra miðað við árið 1990. Spáin mið­ast við að ekki tak­ist að draga verulega úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda. Þetta er mikil breyt­ing frá fyrri spám sem gerður ráð fyrir 106 senti­metrum sem hámarks­hækk­un. Áður­nefndur William Colgan sagði, þegar skýrslan var kynnt, að þótt mörgum þætti svart­sýni gæta í spánni væru sér­fræð­ingar sam­mála ef svo færi fram sem horfir gæti sjáv­ar­borðs­hækk­unin orðið enn meiri.

Gjör­breytt Dan­mörk árið 2150

Gangi spáin sem sett var fram í skýrslu GEUS eftir hefur hún miklar afleið­ingar í Dan­mörku. Fjöl­margir smá­bæir við strönd­ina munu hverfa og margar eyjar úti fyrir ströndum lands­ins verða óbyggi­legar eða hrein­lega hverfa.

Íbúar í þorpi í grennd við Óðinsvé fylla hér sandpoka til þess að verja heimili sín gegn ágangi sjávar snemma á síðasta ári. Mynd: EPA

Danska strand­lengjan er um það bil 7 þús­und kíló­metra löng. Áður­nefndur William Colgan sagði í við­tali við dag­blaðið Politi­ken að úti­lokað væri að tryggja alla strand­lengju lands­ins með varn­ar­görð­um. „Slíkt kostar svo mikið að þessi val­kostur er algjör­lega óraun­hæf­ur. Danir hafa til þessa að mestu sneitt hjá því að ræða hvaða svæði lands­ins eigi að verja og hver ekki, nú verður ekki hjá því kom­ist að taka ákvarð­an­ir. Danir hafa hummað þetta fram af sér allt of lengi“ sagði William Colg­an.

Margir stjórn­mála­menn eru á sama máli og sumir úr þeirra hópi saka stjórn Mette Frederik­sen um að hafa ekki aðhafst neitt sem heitið geti þrátt fyrir fögur fyr­ir­heit í aðdrag­anda kosn­ing­anna 2019.

Ef marka má yfir­lýs­ingar þing­manna úr öllum flokkum á danska þing­inu, Fol­ket­in­get, eru þeir sam­mála um að nú verði að láta verkin tala. Vilja­yf­ir­lýs­ing­ar, og að vona hið besta, dugi ekki.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar