SFS leggst gegn hækkunum á fiskeldisgjaldi og eru ósátt með að hafa ekki verið spurð um álit

Hagsmunasamtök sjávarútvegs eru ósátt með að matvælaráðherra hafi ekki haft samráð við sig áður en hún kynnti hækkun gjalda á sjókvíaeldi. Búist er við því að hækkunin skili um 800 milljónum meira á ári í ríkissjóð þegar aðlögun að gjaldtökunni er lokið.

Heiðrún Lind Marteinsdóttir er framkvæmdstjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi og skrifar undir athugasemd samtakanna sem send hefur verið til nefndar Alþingis.
Heiðrún Lind Marteinsdóttir er framkvæmdstjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi og skrifar undir athugasemd samtakanna sem send hefur verið til nefndar Alþingis.
Auglýsing

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi (SFS) mót­mæla fyr­ir­hug­aðri gjald­hækkun rík­is­sjóðs á þau fyr­ir­tæki sem stunda sjó­kvía­eldi á þeim grunni að hún sé bæði ótíma­bær og óhóf­leg. Sam­tökin vísa til þess í nýrri athuga­semd sinni um fyr­ir­liggj­andi fjár­laga­frum­varp að yfir standi ýmis konar vinna og stefnu­mótum um fisk­eldi og að afurð þeirra vinnu sé óljós á þessu stigi. „Ljóst er þó að ekki er loku fyrir það skotið að ráð­ist verði í viða­miklar breyt­ingar á lagaum­hverfi fisk­eldis með ófyr­ir­sjá­an­legum afleið­ingum fyrir rekstr­ar­um­hverfi fisk­eld­is­fyr­ir­tækja. Að mati sam­tak­anna er veru­lega óábyrgt og ótíma­bært að boða áform um veru­lega gjald­hækkun á sama tíma og atvinnu­greinin stendur frammi fyrir heild­stæðri úttekt og stefnu­mót­un­ar­vinn­u.“ 

Þau gera athuga­semd við að ekk­ert sam­ráð hafi verið haft við SFS við und­ir­bún­ing skatta­hækk­un­ar­inn­ar. „Til þess að sátt geti ríkt um gjald­töku af fisk­eldi er mik­il­vægt að sam­ráð sé haft við hag­að­ila í við­kom­andi atvinnu­grein áður en áform af þessu tagi eru kynnt opin­ber­lega.“

Í athuga­semd þeirra segir enn fremur að auknar álögur á fisk­eldi muni mögu­lega auka tekjur rík­is­sjóðs til skamms tíma, en til lengri tíma muni að mati sam­tak­anna  hægja á vexti fyr­ir­tækj­anna og draga úr þeim tekjum sem sam­fé­lagið fær frá starf­sem­inni. „Stjórn­völd verða að horfa til sam­keppn­is­stöðu íslenskra fisk­eld­is­fyr­ir­tækja og hafa að leið­ar­ljósi að ekki sé verið að leggja þyngri byrðar á þau en sam­keppn­is­fyr­ir­tæki í öðrum lönd­um.“

Við­mið­un­ar­tíma­bil­inu var breytt án skýr­ingar

Kjarn­inn greindi frá því í síð­asta mán­uði að þegar frum­varp til laga um töku gjalds vegna fisk­eldis í sjó og fisk­eld­is­­sjóðs var lagt fram í mars 2019 af Krist­jáni Þór Júl­í­us­­syni, þáver­andi sjá­v­­­ar­út­­­vegs­ráð­herra, var skrifað að fjár­­hæð gjalds­ins ætti að vera 3,5 pró­­sent af  nýjasta 12 mán­aða með­­al­tali alþjóð­­legs mark­aðs­verðs á Atl­ants­haf­s­­laxi fyrir ákvörð­un­­ar­dag.

Auglýsing
Þegar meiri­hluti atvinn­u­­vega­­nefndar skil­aði nefnd­­ar­á­liti sínu um frum­varpið lagði hann til breyt­ing­­ar­til­lögu sem í fólst að við­mið­un­­ar­­tími gjalds­ins ætti ekki lengur að vera nýj­­ustu 12 mán­aða með­­al­­tal alþjóð­­legs mark­aðs­verð, heldur að hann ætti að vera „frá ágúst til októ­ber“. 

Kristján Þór Júlíusson var sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra þegar gjaldið var upphaflega lagt á fiskeldi. Mynd: Bára Huld Beck

Í nefnd­­ar­á­lit­inu er þessi breyt­ing ekk­ert útskýrð, en heims­­mark­aðs­verð á eld­is­­fiski er að jafn­­aði lágt á því tíma­bili sem not­­ast var við til að ákvarða gjaldið sem greiða átti í rík­­is­­sjóð. Breyt­ingin sem atvinn­u­­vega­­nefnd lagði til lækk­­aði því greiðslur þeirra fyr­ir­tækja sem stunda sjó­kví­a­eldi í rík­­is­­sjóð. 

Meiri­hlut­ann í nefnd­inni mynd­uðu þing­­menn stjórn­­­ar­­flokk­anna þriggja ásamt þing­­mönnum Mið­­flokks­ins.

Frum­varpið var sam­­þykkt með þessum breyt­ingum og álagn­ingin lagð­ist á frá 1. jan­úar 2020. Sam­­kvæmt fjár­­laga­frum­varpi þess árs var reiknað með að gjaldið myndi skila 134 millj­­ónum króna í rík­­is­­sjóð á árinu 2020. Þar kom einnig fram að til stæði að leggja 175 millj­­ónir króna í að bæta stjórn­­­­­sýslu, eft­ir­lit og heil­brigð­is­­­kröfur í fisk­eldi á því ári, eða 41 millj­­ónum króna minna en lög­­­fest gjald­­taka vegna fisk­eldis átti að skila í rík­­is­­kass­ann.

Skilar 800 millj­ónum í við­bót á ári árið 2026

Breyt­ing­arnar á lögum um fisk­eld­is­­gjald sem SFS eru að mót­mæla voru lagðar til í tekju­­band­ormi sem fylgir fjár­­laga­frum­varpi næsta árs. 

Ann­­ars vegar er gjald­hlut­­fallið hækkað úr 3,5 í fimm pró­­sent og hins vegar er við­mið­un­­ar­­tíma­bil gjalds­ins fært nær í tíma. Nánar til­­­tekið er því breytt þannig að nú er miðað við alm­an­aks­árið, en ekki ágúst, sept­­em­ber og októ­ber. Báðar breyt­ing­­arnar munu gera það að verkum að inn­­heimt gjald mun hækk­­a. 

Svandís Svavarsdóttir og Guðlaugur Þór Mynd: Eyþór Árnason

Gjaldið leggst á þá rekstr­­ar­að­ila sem stunda sjó­kví­a­eldi. Aðrir sem stunda fisk­eldi, t.d. á landi, eru und­an­þegnir gjald­inu. Þegar lögin um gjald­tök­una voru sett var sam­­þykkt að veita þessum aðilum aðlögun að því að greiða fullt gjald. Á næsta ári munu sjó­eld­is­­fyr­ir­tækin greiða 4/7 af því hlut­­falli reikn­i­­stofns­ins sem þeim mun frá árinu 2026 vera gert að greiða að fullu. 

Nú er búist við að gjaldið skili 1,5 millj­­arði króna á næsta ári. Það er um 450 millj­­ónum krónum meira en sjó­eld­is­­fyr­ir­tækin hefðu ann­­ars greitt í rík­­is­­sjóð á næsta ári. Tekju­­auki rík­­is­­sjóðs verður 650 millj­­ónir króna á árinu 2024 og 760 millj­­ónir króna árið 2025. Þegar aðlögun fyr­ir­tækj­anna að gjald­tök­unni verður lokið árið 2026 mun fisk­eld­is­gjaldið verða um 800 millj­­ónum krónum hærra en ef gjald­hlut­­fallið hefði ekki verið hækkað og við­mið­un­­ar­­tíma­bil­inu ekki verið breytt. 

Norð­menn að leggja á auð­linda­skatt

Í athuga­semd SFS segir að hækkun gjald­hlut­falls­ins úr 3,5 í fimm pró­sent jafn­gildi 43 pró­sent hækkun á skatti sem sé nú þegar með þeim hæstu á fisk­eldi í heimi. „Sam­kvæmt sam­an­tekt KPMG á skatt­heimtu fisk­eldis í 16 stærstu fisk­eld­is­löndum heims er Ísland eitt af aðeins þremur ríkjum sem leggja sér­stakan auð­linda­skatt á fisk­eldi, ásamt Nor­egi og Fær­eyj­um. Þess má geta að Norð­menn voru búnir að stunda arð­bært fisk­eldi í um 40 ár áður en umræða um auð­linda­skatt hófst þar í landi. Að sama skapi hófst lax­eldi í Fær­eyjum laust fyrir árið 1980 en skatt­heimtu í núver­andi mynd var ekki komið á fyrr en fyrir 9 árum. Fær­eyskum og norskum eld­is­fyr­ir­tækjum var því veitt ára­tuga­langt svig­rúm til fjár­fest­inga, upp­bygg­ingar og mark­aðs­setn­ingar áður en ráð­ist var í sér­tæka skatt­heimtu. Hefur sú ákvörðun verið þjóð­unum til heilla og skilað sér í yfir­burða­stöðu þeirra í lax­eldi á heims­vísu og stór­auknum gjaldeyris­tekj­u­m.“

Rík­is­stjórn Nor­egs til­kynnti 28. sept­em­ber síð­ast­lið­inn að hún ætli að leggja auð­linda­skatt á eld­is­fisk. Sam­kvæmt til­lögum á hann að vera 40 pró­sent af tekjum að frá­dregnum útgjöldum við að afla tekn­anna, sem er til að mynda fjár­fest­inga­kostn­að­ur. Búist er við að skatt­tekjur vegna þessa verði um 50 millj­arðar íslenskra króna á næsta ári en um er að ræða við­bót­ar­tekjur fyrir norska rík­is­sjóð­inn, þar sem um nýjan skatt­stofn er að ræða.

Á Íslandi er eng­inn auð­linda­skattur lagður á eldi. Hér á landi kosta fram­leiðslu­leyfi og lax­eld­isk­vóti sem fram­leið­endur fá frá íslenska rík­inu ekk­ert. Í nýlegri umfjöllun Stund­ar­innar er rifjað upp að árið norsk lax­eld­is­fyr­ir­tæki, sem hafa fram­leiðslu­leyfi fyrir 65 þús­und tonnum hér á landi, hefðu þurft að greiða 169 millj­arða króna fyrir þau leyfi í Nor­egi.

Í annarri frétt Stund­ar­innar sem birt var í þess­ari viku er haft eftir Kjartan Ólafs­soni, stjórn­ar­for­manni Arn­ar­lax, að afleið­ingar skatt­heimtu á eld­is­laxi í Nor­egi minntu á upp­haf Íslands­byggð­ar. Þar átti hann við að norsk lax­eld­is­­fyr­ir­tæki séu að flýja skatt­heimt­una þar í landi og komi til Ís­lands í leit að hag­­stæð­­ara skattaum­hverfi fyri iðn­­að­inn.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingrid Kuhlman
Að rækta með sér von er lykillinn að farsælu lífi
Kjarninn 28. nóvember 2022
Isabel dos Santos er elsta dóttir fyrrverandi forseta Angóla.
Forríka forsetadóttirin: „Ég er ekki í felum“
Dóttir fyrrverandi forseta Angóla, milljarðamæringurinn Isabel dos Santos, segist ekki á flótta undan réttvísinni. Stjórnvöld í heimalandi hennar hafa beðið alþjóða lögregluna, Interpol, um aðstoð við að hafa uppi á henni.
Kjarninn 28. nóvember 2022
Heiðrún Lind Marteinsdóttir er framkvæmdstjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Hún skrifar undir umsögnina.
SFS styðja frumvarp Svandísar um að hækka veiðigjöld á næsta ári en lækka þau árin á eftir
Ríkisstjórnin setti inn heimild fyrir útgerðir til að fresta skattgreiðslum á meðan að á kórónuveirufaraldrinum stóð. Sjávarútvegur skilaði methagnaði á meðan. Allt stefndi í að veiðigjöld yrðu fyrir vikið mun lægri en fjárlagafrumvarpið gerir ráð fyrir.
Kjarninn 28. nóvember 2022
Litla-Sandfell í Þrengslum myndaðist í gosi undir jökli fyrir þúsundum ára.
„Til að búa til sement og steypu þarf að fórna“ Litla-Sandfelli
Eden Mining, sem ætlar að mylja Litla-Sandfell niður til útflutnings, er virkilega annt um loftslag jarðar ef marka má svör fyrirtækisins við gagnrýni stofnana á framkvæmdina. „Það er óraunhæft að öll íslensk náttúra verði ósnortin um aldur og ævi.“
Kjarninn 28. nóvember 2022
Ferðamenn við íshellana í Kötlujökli.
Vísa ásökunum um hótanir á bug
EP Power Minerals, fyrirtækið sem hyggur á námuvinnslu á Mýrdalssandi segir engan fulltrúa sinn hafa hótað ferðaþjónustufyrirtækjum svæðinu líkt og þau haldi fram. Skuldinni er skellt á leigjendur meðeigenda að jörðinni Hjörleifshöfða.
Kjarninn 28. nóvember 2022
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði sem situr í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands.
Ætti ríkið að greiða hverri nýrri kynslóð „heimanmund“ til þess að byrja ævina á?
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, veltir fyrir sér þriðju leiðinni sem sameini hagkvæmni húsnæðismarkaðar og réttlætiskennd okkar gagnvart því að allir eigi rétt á þaki yfir höfuðið.
Kjarninn 27. nóvember 2022
Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, var í viðtali í Silfrinu á RÚV. Mynd / Aðsend.
Hugmyndir um útbreidd vindorkuver „alls ekki raunhæfar”
Bjarni Bjarnason forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur varar við því að reist verði mörg vindorkuver á skömmum tíma. Hann segir fyrirtæki sem sækist eftir því að reisa vindorkuver ekki gera það til að bjarga loftslaginu heldur hugsi um ágóða.
Kjarninn 27. nóvember 2022
Búa til vistvæn leikföng og vörur fyrir börn
Tveir Íslendingar í Noregi safna fyrir næstu framleiðslu á nýrri leikfangalínu á Karolina Fund.
Kjarninn 27. nóvember 2022
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar