Tekjur vegna fiskeldisgjalda aukast um mörg hundruð milljónir vegna breytinga á lögum

Þegar frumvarp var lagt fram um að leggja gjald á þá sem stunda sjókvíaeldi á Íslandi átti gjaldtakan að taka mið af almanaksárinu. Því var breytt í meðförum nefndar með þeim afleiðingum að gjaldið lækkaði. Nú á að snúa þeirri ákvörðun.

Svandís Svavarsdóttir er matvælaráðherra og fer með málefni sjávarútvegs.
Svandís Svavarsdóttir er matvælaráðherra og fer með málefni sjávarútvegs.
Auglýsing

Breyt­ingar á lögum um fisk­eld­is­gjald sem lagðar eru til í tekju­band­ormi sem fylgir fjár­laga­frum­varpi næsta árs munu gera það að verkum að það mun skila rík­is­sjóði mörg hund­ruð millj­ónum króna í auknar tekjur á næstu árum. Breyt­ing­arnar eru tvenns konar og gera báðar það að verkum að gjaldið hækkar upp í alls 1,5 millj­arð króna á næsta ári. Ef þær verða ekki inn­leiddar myndi gjaldið vera rétt rúmur millj­arður króna.

Önnur breyt­ing­in, sú sem snýr að við­mið­un­ar­tíma sem á að liggja til grund­vallar gjald­tök­unn­ar, er ekki alveg ný. Raunar var hún til staðar í upp­runa­legu frum­varpi sem sam­þykkt var sum­arið 2019 og varð til þess að rík­is­sjóður fór að inn­heimta gjald vegna sjó­kvía­eld­is. Við­mið­un­ar­tím­anum var hins vegar breytt af meiri­hluta atvinnu­vega­nefndar við með­ferð máls­ins, með þeim afleið­ingum að gjaldið lækk­aði. Nú á að snúa þeirri ákvörðun við.

Við­mið­un­ar­tíma­bilið sem hvarf

Þegar frum­varp til laga um töku gjalds vegna fisk­eldis í sjó og fisk­eld­is­sjóðs var lagt fram í mars 2019 af Krist­jáni Þór Júl­í­us­syni, þáver­andi sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra, var skrifað að fjár­hæð gjalds­ins ætti að vera 3,5 pró­sent af  nýjasta 12 mán­aða með­al­tali alþjóð­legs mark­aðs­verðs á Atl­ants­haf­s­laxi fyrir ákvörð­un­ar­dag.

Auglýsing
Þegar meiri­hluti atvinnu­vega­nefndar skil­aði nefnd­ar­á­liti sínu um frum­varpið lagði hann til breyt­ing­ar­til­lögu sem í fólst að við­mið­un­ar­tími gjalds­ins ætti ekki lengur að vera nýj­ustu 12 mán­aða með­al­tal alþjóð­legs mark­aðs­verð, heldur að hann ætti að vera „frá ágúst til októ­ber“. 

Í nefnd­ar­á­lit­inu er þessi breyt­ing ekk­ert útskýrð, en heims­mark­aðs­verð á eld­is­fiski er að jafn­aði lágt á því tíma­bili sem not­ast var við til að ákvarða gjaldið sem greiða átti í rík­is­sjóð. Breyt­ingin sem atvinnu­vega­nefnd lagði til lækk­aði því greiðslur þeirra fyr­ir­tækja sem stunda sjó­kvía­eldi í rík­is­sjóð. 

Meiri­hlut­ann í nefnd­inni mynd­uðu þing­menn stjórn­ar­flokk­anna þriggja ásamt þing­mönnum Mið­flokks­ins.

Gjald­takan dug­aði ekki fyrir kostn­aði

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi (SFS) lögð­ust hart gegn sam­þykkt frum­varps­ins. Í umsögn þeirra sagði meðal ann­ars að hug­myndir um skatt­lagn­ingu væru ótíma­bærar og að ætla mætti „að mark­mið stjórn­valda um auknar tekjur af lax­eldi náist fyrst og fremst með því að gæta að svig­rúmi grein­ar­innar til fjár­fest­ingar svo hún geti haldið áfram að vaxa og verði arð­bær. Það er eina rétt­láta og skyn­sam­lega leiðin að settu marki. Van­hugsuð laga­setn­ing sem hér er boðuð getur haft mjög nei­kvæðar afleið­ingar í för með sér - sér í lagi þegar um er að ræða atvinnu­grein á við­kvæmu stigi upp­bygg­ing­ar.“

Frum­varpið var samt sem áður sam­þykkt og álagn­ingin lagð­ist á frá 1. jan­úar 2020. Sam­kvæmt fjár­laga­frum­varpi þess árs var reiknað með að gjaldið myndi skila 134 millj­ónum króna í rík­is­sjóð á árinu 2020. Þar kom einnig fram að til stæði að leggja 175 millj­ónir króna í að bæta stjórn­­­sýslu, eft­ir­lit og heil­brigð­is­­kröfur í fisk­eldi á því ári, eða 41 millj­ónum króna minna en lög­fest gjald­taka vegna fisk­eldis átti að skila í rík­is­kass­ann.

Mun skila mörg hund­ruð millj­ónum í við­bót­ar­tekjur

Gjaldið leggst á þá rekstr­ar­að­ila sem stunda sjó­kvía­eldi. Aðrir sem stunda fisk­eldi, t.d. á landi, eru und­an­þegnir gjald­inu. Þegar lögin um gjald­tök­una voru sett var sam­þykkt að veita þessum aðilum aðlögun að því að greiða fullt gjald. Á næsta ári munu sjó­eld­is­fyr­ir­tækin greiða 4/7 af því hlut­falli reikni­stofns­ins sem þeim mun frá árinu 2026 vera gert að greiða að fullu. 

Í fjár­laga­frum­varpi árs­ins 2023, sem lagt var fram fyrr í þessum mán­uði, eru til­teknar breyt­ingar á verð­mæta­gjaldi vegna sjó­kvía­eld­is. Ann­ars vegar er gjald­hlut­fallið hækkað úr 3,5 í fimm pró­sent og hins vegar er við­mið­un­ar­tíma­bil gjalds­ins fært nær í tíma. Nánar til­tekið er því breytt þannig að nú er miðað við alm­an­aks­árið, en ekki ágúst, sept­em­ber og októ­ber. Báðar breyt­ing­arnar munu gera það að verkum að inn­heimt gjald mun hækk­a. 

Nú er búist við að gjaldið skili 1,5 millj­arði króna á næsta ári. Það er um 450 millj­ónum krónum meira en sjó­eld­is­fyr­ir­tækin hefðu ann­ars greitt í rík­is­sjóð á næsta ári. Tekju­auki rík­is­sjóðs verður 650 millj­ónir króna á árinu 2024 og 760 millj­ónir króna árið 2025. Þegar aðlögun fyr­ir­tækj­anna að gjald­tök­unni verður lokið árið 2026 mun fisk­eld­is­gjaldið verða um 800 millj­ónum krónum hærra en ef gjald­hlut­fallið hefði ekki verið hækkað og við­mið­un­ar­tíma­bil­inu ekki verið breytt. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent