Virði skráðra félaga í Kauphöllinni lækkað um 254 milljarða króna á tveimur mánuðum

Það sem af er ári hefur Úrvalsvísitala Kauphallarinnar lækkað um 28,3 prósent. Hún hækkaði um rúmlega 20 prósent árið 2020 og 33 prósent í fyrra. Leiðrétting er að eiga sér stað á virði skráðra félaga.

Þrjú félög voru skráð á markað í sumar. Þeirra stærst er Alvotech, sem var skráð á First North markaðinn í júní. Hér sést Róbert Wessman, stofnandi og stjórnarformaður félagsins, hringja inn fyrstu viðskipti með bréfin.
Þrjú félög voru skráð á markað í sumar. Þeirra stærst er Alvotech, sem var skráð á First North markaðinn í júní. Hér sést Róbert Wessman, stofnandi og stjórnarformaður félagsins, hringja inn fyrstu viðskipti með bréfin.
Auglýsing

Þrátt fyrir að Ísland hafi verið fært upp í flokk nýmark­aðs­ríkja hjá vísi­tölu­fyr­ir­tæk­inu FTSE Russel í síð­asta mán­uði, sem von­ast var til að greiða myndi fyrir inn­flæði erlends fjár­magns inn í íslenskt efna­hags­líf og styðja við fjár­mögn­un­ar­mögu­leika skráðra fyr­ir­tækja, lækk­aði úrvals­vísi­tala Kaup­hallar Íslands um 8,9 pró­sent í sept­em­ber. Öll félög á Aðal­mark­aði nema tvö lækk­uðu í verð­i. 

Þetta var annar mán­uð­ur­inn í röð sem vísi­talan lækkað umtals­vert, eftir skamm­vinnar hækk­anir í sum­ar. Alls hefur þeirra þeirra 29 félaga sem skráð eru á Aðal­markað og First Nort­h-­mark­að­inn lækkað um 254 millj­arða króna á tveimur mán­uð­u­m. 

Miklar sveiflur það sem af er ári

Heild­­ar­­mark­aðsvirði hluta­bréfa skráðra félaga í Kaup­höll Íslands lækk­­aði umtals­vert á fyrstu fimm mán­uðum árs­ins. Frá ára­­mótum og út maí­­mánuð lækk­­aði virði þeirra um 358 millj­­arða króna, niður í 2.198 millj­­arða króna. Í maí­mán­uði einum saman lækk­­aði það um 243 millj­­arða króna, eða um tíu pró­­sent. Sú lækkun sem varð á úrvals­­vísi­­töl­unni, sem mælir gengi þeirra tíu skráðu félaga sem eru með mesta selj­an­­leika hverju sinni, í þeim mán­uði, var mesta lækkun sem orðið hefur innan mán­aðar á vísi­­töl­unni síðan í maí 2010, eða í tólf ár.

Í júní voru þrjú félög skráð í Kaup­höll­ina. Ölgerðin og Nova voru skráð á Aðal­­­markað og Alvot­ech á First North mark­að­inn sam­hliða skrán­ingu í Banda­­ríkj­un­­um. 

Auglýsing
Í kjöl­farið hækk­aði úrvals­vísi­talan tvo mán­uði í röð og í lok júlí var sam­an­lagt virði þeirra 29 félaga, að við­bættu virði þeirra þriggja sem bætt­ust við í sum­ar, alls 2.620 millj­arðar króna. 

Síð­ustu tvo mán­uði hefur vísi­talan hins vegar lækkað skarpt á ný, um 5,5 pró­sent í ágúst og um 8,9 pró­sent í síð­asta mán­uði. Heild­ar­virði skráðra félaga var 2.366 millj­arðar króna í lok síð­ustu viku og hafði þá, líkt og áður sagði, lækkað um 254 millj­arða króna á tveimur mán­uð­u­m. 

Ef sam­an­lagt mark­aðsvirði Ölgerð­ar­inn­ar, Nova og sér­stak­lega Alvot­ech, sem alls er 301,8 millj­arðar króna, er dregið frá er sam­an­lagt virði þeirra 26 félaga sem voru skráð um síð­ustu ára­mót lækkað um 491,8 millj­arða króna. Þar munar lang­mest um fallandi gengi Mar­el, stærsta félags­ins í íslensku Kaup­höll­inni, en gengi þess hefur lækkað um 49,5 pró­sent það sem af er ári eða um 343,6 millj­arða króna. 

Leið­rétt­ing að eiga sér stað

Á árinu 2020 hækk­­­aði úrvals­­­vísi­talan um 20,5 pró­­­sent og heild­­­ar­­­vísi­tala hluta­bréfa um 24,3 pró­­­sent. Mark­aðsvirði þeirra 23 félaga sem skráð voru á mark­að­ina tvo á því ári hækk­­­aði um 312 millj­­­arða króna á því ári, eða um 24 pró­­­sent. Í fyrra gekk enn bet­­­ur. Bréf í öllum félögum á aðal­­­­­mark­aði, og öllu nema einu á First North, hækk­­­uðu. Alls hækk­­­aði úrvals­­­vísi­talan um 33 pró­­­sent og heild­­­ar­­­vísi­tala hluta­bréfa um 40,2 pró­­­sent. Þau tvö félög sem hækk­­­uðu mest í virði, Arion banki og Eim­­­skip, tvö­­­­­föld­uðu mark­aðsvirði sitt. 

Þetta leiddi meðal ann­ars til þess að fjár­magnstekjur stórjuk­ust. Alls höfðu ein­stak­l­ingar 181 millj­­­­­­­arð króna í fjár­­­­­­­­­­­­­magnstekjur í fyrra. Þar af var efsta tíund­in, sem telur nokkur þús­und fjöl­­­­­­­skyld­­­­­­­ur, með tæp­­­­­­­lega 147 millj­­­­­­­arða króna í fjár­­­­­­­­­­­­­magnstekjur á síð­­­­­­­asta ári. Heild­­­­­­­ar­fjár­­­­­­­­­­­­­magnstekjur ein­stak­l­inga hækk­­­­­­­uðu um 57 pró­­­­­­­sent milli ára, eða alls um 65 millj­­­­­­­arða króna. Mest hækk­­­­­­­­aði sölu­hagn­aður hluta­bréfa sem var 69,5 millj­­­­­­­­arðar króna á árinu 2021. 

Auglýsing
Þær hækk­anir áttu rætur sínar að rekja í aðgerðum stjórn­valda og Seðla­banka Íslands, sem liðk­uðu mjög fyrir flæði fjár­magns inn á eign­ar­mark­aði á meðan að á kór­ónu­veiru­far­aldr­inum stóð. Seðla­bank­inn lækk­aði til að mynda stýri­vexti niður í 0,75 pró­sent og afnam um tíma hinn svo­kall­aða sveiflu­jöfn­un­ar­auka, sem jók útlána­getu banka um mörg hund­ruð millj­arða króna. Það svig­rúm nýttu þeir að mestu til að lána í hús­næð­is­kaup, og sam­hliða blása upp hús­næð­is­bólu, en líka til að lána fyrir hluta­bréfa­kaup­um. 

Í ár hefur úrvals­vísi­talan hins vegar lækkað um 28,3 pró­sent það sem af er ári. 

Það er því eiga sér stað leið­rétt­ing á þeim miklu hækk­unum sem urðu á hluta­bréf­um, jafnt hér inn­an­lands sem erlend­is, á árunum 2020 og 2021. 

Fjár­festar leysa út pen­inga úr sjóðum

Þessi þróun hefur haft áhrif víða. Breyttar aðstæður í efna­hags­líf­inu hafa meðal ann­ars leitt til þess að ýmsir fjár­festar hafa dregið fé sitt úr úr inn­lendum verð­bréfa­sjóð­um, bæði þeim sem fjár­festa í skulda­bréfum og hluta­bréf­um. Alls hafa fjár­festar keypt hlut­deild­ar­skír­teini í slíkum sjóðum fyrir 321 millj­arða króna á fyrstu átta mán­uðum árs­ins en leyst út 412 millj­arða króna. Inn­lausnir eru því 91 millj­arði króna meiri en sala á hlut­deild­ar­skír­tein­um. 

Þegar horft er ein­vörð­ungu á hluta­bréfa­sjóði þá hafa þeir flestir skilað afar nei­kvæðri afkomu það sem af er ári. Þeir sem eiga í sjóð­unum þurfa samt sem áður að greiða þókn­anir til þeirra, sem í flestum til­fellum eru hlut­falls­lega hærri en gengur og ger­ist alþjóð­lega.  Ýmsir við­mæl­endur Kjarn­ans á fjár­mála­mark­aði segja að þessi staða sé að valda kergju víða sem gæti valdið því að fleiri losi sig út úr sjóð­unum í nán­ustu fram­tíð.

Þegar eig­endur hlut­deild­ar­skír­teina í öllum sjóð­um, jafnt skulda­bréfa- og hluta­bréfa­sjóð­um, eru skoð­aðir þá kemur í ljós að það eru tveir hópar eig­enda sem hafa bætt við sig hlut­deild­ar­skír­teinum og hluta­bréfum í verð­bréfa­sjóðum umfram aðra hópa. Þar ber fyrst að nefna fjár­mála­fyr­ir­tæki sem áttu 539,6 millj­arða króna í íslenskum verð­bréfa­sjóðum í lok ágúst. Það er 24,6 millj­örðum krónum meira en þeir áttu í lok jan­ú­ar, en bankar eru eig­endur stærstu sjóð­stýr­inga­fyr­ir­tækja lands­ins. Líf­eyr­is­sjóðir hafa hlut­falls­lega bætt mestu við sig og áttu hlut­deild­ars­kirteini í íslenskum sjóðum fyrir 293,6 millj­arða króna í lok ágúst. Það er 26,8 millj­örðum krónum meira en þeir áttu í jan­ú­ar. 

Á sama tíma hafa atvinnu­fyr­ir­tæki og heim­ili lands­ins minnkað eignir sínar í sjóð­un­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sonur mannsins með leppinn: „Svona flúði ég vígasamtök föður míns“
Dakota Adams, sonur leiðtoga vígasamtakanna the Oath Keepers, ólst upp við að heimsendir væri í nánd og að öruggast væri að klæðast herklæðum og eiga sem flestar byssur. Dakota tókst að frelsa móður sína og yngri systkini frá heimilisföðurnum.
Kjarninn 5. desember 2022
Pétur Krogh Ólafsson hefur verið ráðinn í nýtt starf hjá Veitum.
Aðstoðarmaður borgarstjóra ráðinn, án auglýsingar, í nýja yfirmannsstöðu hjá Veitum
Pétur Krogh Ólafsson hefur verið ráðinn í nýtt starf þróunar- og viðskiptastjóra hjá Veitum, dótturfélagi Orkuveitu Reykjavíkur. Starfið var ekki auglýst, samkvæmt svari sem Kjarninn fékk frá Orkuveitunni.
Kjarninn 5. desember 2022
María Heimisdóttir.
María hættir – Vill ekki taka ábyrgð á vanfjármagnaðri stofnun
María Heimisdóttir hefur sagt upp störfum sem forstjóri Sjúkratrygginga Íslands. Hún segist ekki vilja taka ábyrgð á vanfjármagnaðri stofnun.
Kjarninn 5. desember 2022
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – Migration and Integration in the Era of Climate Change
Kjarninn 5. desember 2022
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Fólksflutningar og samþætting á tímum loftslagsbreytinga
Kjarninn 5. desember 2022
Helga Árnadóttir hannar og myndskreytir Lestar Flóðhesta
Lestrar Flóðhestar eru fjölskylduverkefni
Lestrar Flóðhestar eru ný spil fyrir börn sem eru að taka sín fyrstu skref í lestri. „Okkur fannst vanta eitthvað fjörugt og skemmtilegt í lestrarúrvalið fyrir byrjendur,“ segir Helga Árnadóttir sem hannar og myndskreytir spilin.
Kjarninn 5. desember 2022
Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
„Þetta er bara eins og að fara með rangt barn heim af róló“
Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi skaut föstum skotum að forsvarsmönnum Bankasýslunnar á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og sakaði Lárus Blöndal um að hafa talað gegn betri vitund er hann sjálfur kom fyrir nefndina.
Kjarninn 5. desember 2022
Þórður Snær Júlíusson
Er Tene nýju flatskjáirnir eða eru kerfin og þeir sem stjórna þeim kannski vandamálið?
Kjarninn 5. desember 2022
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar