Mánaðarlegir vextir af reiðufénu sem Síminn fékk fyrir Mílu eru 160 milljónir

Ákveðið var á fundi hluthafa Símans, sem tók hálftíma, að greiða hluthöfum félagsins út 30,5 milljarða króna. Stærsti eigandinn er sennilega búinn að fá allt sem hann greiddi upphaflega fyrir hlutinn til baka þrátt fyrir að eiga hann allan ennþá.

Orri Hauksson er forstjóri Símans.
Orri Hauksson er forstjóri Símans.
Auglýsing

Þann 30. sept­em­ber síð­ast­lið­inn fékk Sím­inn 32,7 millj­arða króna greidda í reiðu­fé. Um var að ræða hluta af kaup­verði franska sjóð­stýr­ing­ar­fyr­ir­tæk­is­ins Ardian á Mílu, en heild­ar­verðið í við­skipt­unum var 69,5 millj­arðar króna. Auk reiðu­fjár fékk Sím­inn fram­selj­an­legt skulda­bréf upp á 17,5 millj­arða króna vegna selj­enda­láns sem hann veitti Ardian til þriggja ára. Það sem upp á vantar í heild­ar­verðið eru yfir­tökur á skuldum Míl­um.

Í fjár­festa­kynn­ingu sem Sím­inn birti sam­hliða upp­gjöri þriðja árs­fjórð­ungs yfir­stand­andi árs kemur fram að reiðu­féð sem Sím­inn fékk í lok síð­asta mán­aðar sé varð­veitt á banka­reikn­ingum og að mán­að­ar­legar vaxta­tekjur félags­ins vegna þessa séu um 160 millj­ónir króna. 

Senni­leg­ast er að þær vaxta­tekjur verði þó ein­ungis inn­heimtar í einn mán­uð. Hlut­hafar Sím­ans sam­þykktu í gær að greiða sér 30,5 millj­arða króna út úr félag­in­u. 

Tók hálf­tíma að ákveða útgreiðslu á 30,5 millj­örð­um 

Salan á Mílu gerði það að verkum að hagn­aður Sím­ans á síð­asta árs­fjórð­ungi, sem stóð frá júlí­byrjun til sept­em­ber­loka, var  36,3 millj­arðar króna. Þar af var hagn­aður af áfram­hald­andi starf­semi 718 millj­ónir króna. Því er sölu­hagn­að­ur­inn vegna Mílu nán­ast allur hagn­að­ur­inn. 

Til sam­an­burðar má nefna að mark­aðsvirði Sím­ans er nú um 79,3 millj­arðar króna. Hagn­að­ur­inn á einum árs­fjórð­ungi er því tæpur helm­ingur af mark­aðsvirði félags­ins. 

Auglýsing
Greiðslan frá Ardian gjör­breytir fjár­hag Sím­ans. Óráð­stafað eigið fé hans var 56,8 millj­arðar króna um síð­ustu mán­aða­mót og eigið fé í heild 65,5 millj­arðar króna. Eig­in­fjár­hlut­fallið var 80,4 pró­sent. 

Það er langt umfram mark­mið Sím­ans og í fjár­festa­kynn­ing­unni kom fram að á hlut­hafa­fundi yrði kosið um til­lögu stjórnar þess efnis að 30,5 millj­arðar króna verði greiddir út til hlut­hafa félags­ins með því að lækka hluta­fé. Sá hlut­hafa­fundur fór fram í gær og stóð í hálf­tíma. Þar var til­lagan sam­þykkt. Upp­hæðin verður greidd út við fyrsta tæki­færi.

Afar arð­bær fjár­fest­ing Stoða

Stærsti hlut­hafi Sím­ans, fjár­fest­inga­fé­lagið Stoðir sem á 15,92 pró­sent hlut, fær rúm­lega fimm millj­arða króna í sinn hlut vegna þessa. Stoðir hófu að fjár­festa í Sím­anum í apríl 2019 og keyptu sig hratt upp í að verða orð­inn stærsti ein­staki hlut­haf­inn. Í kjöl­far þess fóru Stoðir fram á hlut­hafa­fund og stjórn­ar­kjör, þar sem Jón Sig­urðs­son, for­stjóri Stoða og einn helsti eig­andi félags­ins, varð stjórn­ar­for­maður Sím­ans. Ætla má að fjár­fest­inga­fé­lagið hafi greitt um og yfir sex millj­arða króna fyrir þann hlut sem félagið safn­aði sér á árinu 2019. Hlut­falls­leg eign Stoða í Sím­anum hefur svo auk­ist sam­hliða því að félagið hefur keypt eigin bréf af hlut­höfum sín­um, og fært niður hluta­fé. 

Jón Sigurðsson, stjórnarformaður Símans og forstjóri Stoða.

Í apríl í fyrra greiddi Sím­inn til að mynda hlut­höfum sínum átta millj­arða króna vegna end­ur­kaupa á bréfum og arð­greiðslu upp á 500 millj­ónir króna. Af þeirri upp­hæð fengu Stoðir um 1,3 millj­arð króna. Í ár höfðu end­ur­kaup numið um 2,8 millj­örðum króna áður en ákveðið var að ráð­ast í stóru útgreiðsl­una í gær og arð­greiðslan var um 500 millj­óniir króna. Af þeirri upp­hæð má ætla að Stoðir hafi fengið rúman hálfan millj­arð króna. 

Því má ljóst vera, að með­tal­inni þeirri upp­hæð sem Stoðir eiga von á að fá greidda vegna útgreiðsl­unnar sem sam­þykkt var í gær, að Stoðir hafa end­ur­heimt að uppi­stöðu það fjár­magn sem félagið lagði út til að verða stærsti eig­andi Sím­ans vegna útgreiðslna úr félag­inu á rúmum þremur árum. Samt eru Stoðir áfram sem áður stærsti eig­andi Sím­ans og hlutur félags­ins í honum er í dag met­inn á 12,6 millj­arða króna. 

Nær allir aðrir stærstu hlut­hafar Sím­ans eru líf­eyr­is­­sjóð­ir, en Líf­eyr­is­­sjóður Verzl­un­ar­manna fer með 11,76 pró­­senta hlut, Líf­eyr­is­­sjóður starfs­­manna rík­­is­ins með 10,77 pró­­sent og Gildi Líf­eyr­is­­sjóður á 7,48 pró­­sent í fyr­ir­tæk­inu.

Miklar útgreiðslur úr Arion banka líka

Stoðir eru líka stærsti inn­­­lendi einka­fjár­­­fest­ir­inn í Arion banka með 5,2 pró­sent eign­ar­hlut. Ein­ungis þrír stærstu líf­eyr­is­sjóðir lands­ins eiga stærri hlut í bank­an­um. 

Hjá Arion banka hefur líka verið rekin sú stefna að reyna að greiða sem mest eigið fé út úr bank­­anum und­an­farin ár. Alls greiddi bank­inn út arð eða keypti eigin bréf af hlut­höfum fyrir 31,5 millj­­arða króna ​á síð­­asta ári. Á fyrstu níu mán­uðum árs­ins 2022 hefur Arion banki skilað 28,9 millj­örðum króna til hlut­hafa sinna í gegnum arð­greiðslur og end­ur­kaup á bréf­um. Því hefur Arion banki greitt yfir 60 millj­arða króna út til hlut­hafa sinna á tveimur árum. 

Auglýsing
Bank­inn hefur þegar boðað áform um að greiða enn meira út til þeirra í fyr­ir­sjá­an­legri fram­tíð þannig að útgreiðsl­urnar nálgist 90 millj­arða króna. 

Auk þess­ara eigna eiga Stoðir meðal ann­ars 6,1 pró­sent í Kviku banka og eru þriðji stærsti eig­andi hans en þessar þrjár eignir í skráðum íslenskum félögum mynd­uðu um 80 pró­sent af virði fjár­fest­inga félags­ins um mitt þetta ár. Eigið fé Stoða í lok júní síð­ast­lið­ins var rúm­lega 45 millj­arðar króna.

Búist við að millj­arð­arnir rati inn á hluta­bréfa­mark­að­inn

Kaup­höllin var græn í gær og ekk­ert félag lækk­aði í við­skiptum dags­ins. Nokkur hækk­uðu umtals­vert, eða um 5-6,5 pró­sent. 

Ástæðan er aðal­lega rakin til boð­aðrar útgreiðslu til hlut­hafa Sím­ans, en í ljósi þess að félagið er í 98 pró­sent eigu inn­lendra aðila, og að uppi­stöðu líf­eyr­is­sjóða sem eiga 60 pró­sent og eru margir hverjir með tak­markað svig­rúm til að fjár­festa erlendis vegna lög­bund­ins þak á erlendar eignir þeirra, þá er búist við að millj­arð­arnir 30,5 rati að uppi­stöðu inn á íslenska hluta­bréfa­mark­að.

Fyrir þetta fé gæti hlut­hafa­hópur Sím­ans enda keypt nán­ast allt hlutafé í sam­keppn­is­að­il­unum Sýn og Nova ef þeir bættu 1,1 millj­arði króna við, en sam­eig­in­legt mark­aðsvirði þeirra í dags­lok í gær var 31,6 millj­arðar króna.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar