Prófessor á sviði loftslagsmála segir Íslendinga stunda sjálfsblekkingu

Íslendingar stunda sjálfsblekkingu í loftslagsmálum með því að einblína á græna orkuframleiðslu og notast við gallað kolefnisbókhald að mati Jukka Heinonen, prófessors við Umhverfis- og byggingarverkfræðideild Háskóla Íslands.

Ísland stendur sig ágætlega á sviði loftslagsmála ef eingöngu er horft á á raforkuframleiðsluna þar sem sú framleiðsla er að mestu kolefnislaus. Raforkan sé hins vegar lítill hluti af heildarmyndinni.
Ísland stendur sig ágætlega á sviði loftslagsmála ef eingöngu er horft á á raforkuframleiðsluna þar sem sú framleiðsla er að mestu kolefnislaus. Raforkan sé hins vegar lítill hluti af heildarmyndinni.
Auglýsing

Jukka Heinonen, pró­fessor við Umhverf­is- og bygg­ing­ar­verk­fræði­deild Háskóla Íslands og einn af 1.000 áhrifa­mestu vís­inda­manna heims á sviði lofts­lags­mála, seg­ist ekki hafa trú á því að næsta lofts­lags­ráð­stefna skili miklum árangri.

COP27, tuttug­asta og sjö­unda lofts­lags­ráð­stefna Sam­ein­uðu þjóð­anna, verður haldin í Egypta­landi í nóv­em­ber næst­kom­andi. Síðan fyrsta ráð­stefnan var haldin í Berlin árið 1995 hefur losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda auk­ist um 50 pró­sent á heims­vísu.

Styrkur Co2 (ppm) í andrúmsloftinu síðan 1960. Heimild: Nationalobserver.com

Í kjöl­far COVID-19 far­ald­urs­ins dró aðeins úr los­un­inni en hún er nú aftur á upp­leið. Jukka segir þrennt skýra þessa lélegu frammi­stöðu:

Skamm­tíma­hugs­un, afvega­leið­ing og hag­vaxt­ar­hyggjan helstu söku­dólgar

„Í fyrsta lagi hefur samn­ings­að­ilum reynst mjög erfitt að taka á vanda sem virð­ist fjar­lægður í tíma,“ segir Jukka. Hér er pró­fess­or­inn að vísa til þess sem er stundum kallað Titan­ic-á­hrifin: á meðan ísjak­inn er ekki sýni­legur er lít­ill hvati til að grípa til aðgerða, þrátt fyrir end­ur­teknar við­var­an­ir, en þegar ísjak­inn sést loks­ins berum augum er orðið of seint til að bregð­ast við.

Jukka Heinonen, prófessor við Umhverfis- og byggingarverkfræðideild Háskóla Íslands. Mynd: HÍ

„Stjórn­mála­menn leit­ast eftir aðgerðum sem skila árangri strax, þar sem kosn­ingar snú­ast fyrst og fremst um að leysa skamm­tíma­vanda­mál með skamm­tíma­lausn­um. Það er aðal­lega hugsað um næsta kjör­tíma­bil, en lofts­lags­breyt­ingar eru í eðli sínu lang­tíma­vanda­mál. Þær krefj­ast rót­tækra aðgerða sem eru ekki lík­legar til vin­sælda til skamms tíma og munu ekki hafa áhrif fyrr en eftir langan tíma.“

„Í öðru lagi er ákveðin til­hneig­ing hjá samn­ings­að­ilum til að skella skuld­inni á hvorn ann­an. Vest­rænar þjóðir benda á sífellt hækk­andi los­un­ar­tölur hjá þró­un­ar­ríkjum eins og Kína, en þró­un­ar­ríkin benda aftur á móti á hærri upp­safn­aða losun vest­rænna iðn­ríkja.“

Auglýsing
„Í þriðja lagi er draumur manna um enda­lausan hag­vöxt að þvæl­ast fyr­ir. Stjórn­völd í flestum ríkjum heims leggja fyrst og fremst áherslu á áfram­hald­andi hag­vöxt, sem þýðir aukna fram­leiðslu og aukna neyslu. Þar sem aukin fram­leiðsla kallar á aukna losun er í raun um tvö and­stæð mark­mið að ræða, en mark­miðið um hag­vöxt trompar yfir­leitt mark­miðið um sam­drátt í los­un. Sumir von­ast til að geta kallað fram „grænan hag­vöxt“, það er að segja hag­vöxt sem verður til sam­hliða sam­drætti í los­un, en slíkan hag­vöxt sjáum við ekki raun­ger­ast.“

Þegar talið berst að grænum hag­vexti leyn­ist hæðnin ekki hjá vís­inda­mann­in­um. Hjá fræði­mönnum er grænn hag­vöxtur svo­lítið eins og Lag­ar­fljótsorm­ur­inn: allir tala um hann en eng­inn hefur séð hann.

„En stjórn­mála­menn þora ekki að véfengja draum­inn um enda­lausan hag­vöxt, af ótta við að missa fylg­i.“

Græn orku­fram­leiðsla ekki trygg­ing fyrir lágu kolefn­is­spori

Á Íslandi er staðan lítt skárri en ann­ars stað­ar. Losun Íslands er í dag 20 pró­sent hærri en hún var þegar fyrsta lofts­lags­ráð­stefnan var hald­in, og fátt bendir til þess að hún sé á nið­ur­leið, ef COVID-­tíma­bilið er und­an­skil­ið. Jukka segir Íslend­inga stunda sjálfs­blekk­ingu með því að ein­blína á græna orku­fram­leiðslu og not­ast við gallað kolefn­is­bók­hald.

„Ef við horfum ein­göngu á raf­orku­fram­leiðsl­una, þá lítur út sem Ísland sé að standa sig ágæt­lega, því sú fram­leiðsla er að mestu leyti kolefn­is­laus. En raf­orkan er aðeins lít­ill hluti af heild­ar­mynd­inn­i…”

Það eru tvær aðferðir við að reikna út los­un: fyrsta aðferðin felst í því að mæla aðeins þá losun sem á sér stað innan landamæra hvers lands fyrir sig. Það er sú mæl­ing sem er notuð sem und­ir­stöðu í alþjóða­samn­ing­um. Hin aðferðin felst í því að mæla þá losun sem verður til við að fram­leiða og flytja allar þær vörur og þjón­ustu sem íbuar við­kom­andi lands kaupa sér eða hafa aðgang að, óháð því hvar í heim­inum sú losun á sér stað. Sú mæl­ing kall­ast kolefn­is­sporið, og tekur mið af þeirri losun sem teng­ist inn­fluttum vörum, alþjóða­flugi og alþjóða­flutn­ing­um, á meðan mæl­ingar á stað­bund­inni losun gera það ekki. „Ef aðeins stað­bundin losun er skoðuð þá gefur hún í raun mjög bjag­aða mynd af stöð­unn­i,“ segir Jukka.

Auglýsing
Hann vísar í breska rann­sókn sem hafi jafn­vel leitt í ljós að stað­bundnar mæl­ingar geti sýnt fram á sam­drátt í losun á sama tíma og kolefn­is­sporið hefur hækkað vegna auk­ins inn­flutn­ings og auk­inna flug­sam­gangna. „Þró­unin sem við höfum séð síð­ustu ár og ára­tugi er að rík­ari þjóðir eru að útvista losun til fátæk­ari landa með því að færa fram­leiðsl­una þang­að. Þannig lækkar stað­bundin losun þeirra sam­kvæmt bók­hald­inu, á sama tíma og hnatt­ræn losun eykst þrátt fyrir allt.“

Kolefn­is­sporið þarf að mæla og vakta betur

Þessa bók­halds­brellu kallar Jukka „lág­kolefn­is­sjón­hverf­ing­u“. Til að koma í veg fyrir slíka skekkju þurfi að mæla kolefn­is­sporið sam­hliða stað­bund­inni losun en á Íslandi hefur kolefn­is­sporið aðeins verið mælt einu sinni. Það er Jukka sjálf­ur, ásamt sam­starfs­mönnum sínum Jack Clarke og Juu­dit Ottel­in, sem fram­kvæmdu þessa mæl­ingu, en nið­ur­stöð­urnar eru að finna í rann­sókn sem birt­ist árið 2017. Sú rann­sókn leiddi í ljós að kolefn­is­spor Íslend­inga er eitt það hæsta í heimi þegar allar inn­fluttar vörur eru teknar með í reikn­ing­inn, þrátt fyrir hlut­falls­lega lága kolefn­islosun inn­an­lands.

kolefnisspor Íslendinga er eitt það hæsta í heimi þegar allar innfluttar vörur eru teknar með í reikninginn. Heimild: Heinonen/Ottelin

Á meðan ekki er fylgst með kolefn­is­spor­inu (eða „neyslu­drif­inni los­un“ eins og vís­inda­menn kalla hana) eru stjórn­völd í raun að renna blint í sjó­inn með aðgerðum sín­um, og við­halda þannig sjálfs­blekk­ing­unni. Sví­þjóð varð nýlega fyrsta ríki heims til að inn­leiða mark­mið um lækkun kolefn­is­spors sam­hliða sam­drætti í inn­lendri los­un, einmitt til að koma í veg fyrir útvistun á los­un. „Þetta er mjög jákvætt skref, sem fleiri ættu að taka til fyr­ir­mynd­ar,“ segir Jukka Heinonen.

Sam­kvæmt rann­sókn Jukka er kolefn­is­spor Íslend­inga tvö­falt hærra en kolefn­is­spor Svía, eða um 22 tonn Co2-í­gilda á mann á móti 11 tonnum hjá Svíum, en til að ná að tak­marka hlýnun við 2°c þarf að ná þess­ari losun niður í 2 tonn á mann fyrir 2050, sem sam­svarar ríf­lega 90% sam­drætti í losun á innan við 30 árum.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar