Mynd: Skjáskot kmaggg1231
Kjartan Magnússon borgarfulltrúi bar tillöguna fram í borgarstjórn.
Mynd: Skjáskot

Borgarhverfi framtíðarinnar eða loftslagsskógur á Geldinganesi?

Tillögu sjálfstæðismanna í borgarstjórn Reykjavíkur um að skipuleggja Geldinganes undir íbúabyggð var hafnað á fundi borgarstjórnar á þriðjudag. Afar mismunandi sjónarmið komu fram um það hvernig skyldi nýta nesið til framtíðar, en ljóst er að þetta stóra borgarland í útjaðri núverandi byggðar er síður en svo framarlega í röðinni yfir vaxtarsvæði borgarinnar hjá núverandi meirihluta.

Borg­ar­full­trúar Sjálf­stæð­is­flokks­ins lögðu til, á fundi borg­ar­stjórnar á þriðju­dag, að haf­ist yrði handa við skipu­lagn­ingu fram­tíðar íbúða­svæðis í Geld­inga­nesi, með hlið­sjón af skipu­lags­vinnu Sunda­brautar og að stefnt yrði að aðal­skipu­lags­breyt­ingum með þetta í huga. Til­lög­unni var hafn­að, í kjöl­far umræðna um hús­næð­is­málin í borg­inni sem meiri­hlut­inn ákvað að tvinna saman við umfjöllun um til­lögu sjálf­stæð­is­manna.

Dagur B. Egg­erts­son borg­ar­stjóri sagði í ræðu sinni að það væru fjöl­breytt og stór svæði að koma til upp­bygg­ingar á næstu árum og borgin hefði úr mjög miklu að spila hvað bygg­ing­ar­land varð­aði.

„Ég held að það sé alveg skýrt að þau svæði sem eru áherslu­svæði eru þró­unarásar með­fram Borg­ar­línu, við erum að bæta við Keldna­land­inu og erum auð­vitað að fá inn ný svæði í Voga­byggð, Ártúns­höfða og Skerja­firði, sem öll skipta veru­legu máli, bæði nálægt okkur í tíma og þegar lengur vindur fram,“ sagði borg­ar­stjóri, og fór svo yfir afstöðu meiri­hlut­ans til til­lögu sjálf­stæð­is­manna.

Google

„Í stuttu máli telur meiri­hlut­inn ekki skyn­sam­legt að bæta Geld­inga­nesi þar við, þannig að við leggjum til að sú til­laga verði felld, enda er mjög mikið úr að spila í bygg­ing­ar­landi og á hverjum tíma þarf borgin auð­vitað að huga að því að hafa nægi­legt fram­boð af lóðum og bygg­ing­ar­rétti, en líka ekki of mörg svæði í upp­bygg­ingu í einu því það þarf að tryggja inn­viði, skóla, leik­skóla, íþrótta­mann­virki, vegi, götur og annað slíkt svo hverfin bygg­ist sem fyrst upp í heild og verði líf­væn­leg til íbúð­ar,“ sagði Dag­ur.

Mögu­lega skyn­sam­legt að skipu­leggja Geld­inga­nes undir byggð síðar

Einar Þor­steins­son, odd­viti Fram­sókn­ar­flokks og for­maður borg­ar­ráðs, sagði í umræð­unum að for­gangs­raða þyrfti kröftum starfs­fólks borg­ar­innar í að skipu­leggja svæðin sem fyrir liggi að ráð­ast ætti í upp­bygg­ingu á næst og nefndi þar meðal ann­ars Keldna­landið og Keldna­holt­ið.

„Það er eng­inn að segja að það verði aldrei úthlutað lóðum í Geld­inga­nesi, það getur bara verið mjög skyn­sam­legt þegar Sunda­brautin er kom­in, en við þurfum að for­gangs­raða verk­efn­um,“ sagði Ein­ar.

Kjartan Magn­ús­son borg­ar­full­trúi Sjálf­stæð­is­flokks­ins flutti til­lög­una um Geld­inga­nesið og sagði hann „mjög slæmt ástand“ ríkj­andi í hús­næð­is­málum í Reykja­vík og að það væri varla á færi venju­legs fólks að kaupa sér íbúð.

„Þetta þyrfti ekki að vera svona, Reykja­vík er senni­lega eina höf­uð­borgin í Evr­ópu sem á nóg land, sem er hægt að breyta í lóðir með til­tölu­lega skömmum fyr­ir­vara. Þetta var gert hérna einu sinni, þegar borg­ar­yf­ir­völd litu á það sem hlut­verk sitt að skaffa fólk­inu til­tölu­lega ódýrar lóð­ir. [...] Borgin var stundum skömmuð fyrir það að selja lóðir á lágu verði, en þá benti hún bara á það á móti að tekjur borg­ar­innar koma að mestu leyti úr útsvar­inu, svo borgin græddi alltaf á því að fá fólk sem flutti inn í húsin og fór að borga útsvar, og það hefur nú heldur hressi­lega hækkað síð­an,“ sagði Kjart­an.

Í ræðu sinni sagði hann að póli­tísk for­ysta Reykja­vík­ur­borgar hefði ráð­ist í ýmsar aðgerðir á und­an­förnum árum, stórar og smá­ar, sem væru til þess fallnar að hækka íbúða­verð. „Auð­vitað kemur þetta niður á fólki,“ sagði Kjart­an, sem nefndi svo að hjá hans kyn­slóð hefði það verið „mjög algengt“ að fólk „fjár­festi bara í íbúð sum­arið eftir stúd­ent­inn“ eða „þegar fyrstu náms­lánin voru greidd út“. Þetta væri nán­ast óhugs­andi í dag.

Sagði Kjartan að eng­inn væri að tala um að úthluta skyldi lóðum á Geld­inga­nesi á þessu kjör­tíma­bili, en að horfa þyrfti til svæð­is­ins til fram­tíðar og sam­spili íbúða­upp­bygg­ingar við bygg­ingu Sunda­braut­ar, stærsta umferð­ar­mann­virki lands­ins.

Upp­bygg­ing­ar­þörfin væri svo mikil að „fyrr en varir verður þörf á Geld­inga­nes­i“.

Geld­inga­nes myndi fara í sam­keppni við Keldna­landið

Alex­andra Briem borg­ar­full­trúi Pírata vék að því í ræðu sinni að Reykja­vík­ur­borg hefði þá stefnu að þétta byggð, til að bæta inn­viða­nýt­ingu, styðja við virka ferða­máta og draga úr kolefn­is­spori. Margir upp­bygg­ing­ar­reit­ir, þar á meðal þeir sem borgin væri þegar byrjuð að huga að, eins og Voga­byggð, Ártúns­höfði, Kringlu­reit­ur, Veð­ur­stofu­reit­ur, Arn­ar­bakki og ýmsir aðrir reit­ir, væru betur til þess fallnir en Geld­inga­nes­ið. Auk þess væri búið að opna á meiri byggð á jað­ar­svæðum byggð­ar­inn­ar, til dæmis á Kjal­ar­nesi og í Úlf­arsár­dal.

„Við erum líka að und­ir­búa Keldna­land sem næsta stóra upp­bygg­ing­ar­svæð­ið, enda er það í sam­ræmi við sam­göngusátt­mál­ann. Þetta er ansi mik­ið, sér­stak­lega allt svona á sama tíma. Að bæta við Geld­inga­nesi, sem er mjög stórt svæði og mikil til ósnortið svæði, á þessum tíma­punkti væru mis­tök,“ sagði Alex­andra. Hún sagð­ist með­vituð um að til­lagan sner­ist ekki um að ráð­ast í upp­bygg­ingu Geld­inga­nes strax í dag, en að það yrðu þó alltaf mis­tök að fara að setja Geld­inga­nesið inn í vaxt­ar­á­ætl­anir borg­ar­innar til næstu ára, jafn­vel ára­tuga.

Alexandra Briem borgarfulltrúi Pírata.
Skjáskot

„Við viljum ekki vera að byggja upp Geld­inga­nes á til dæmis sama tíma og Keldna­land­ið, þá í beinni sam­keppni við Keldna­land­ið, enda er það eitt af mark­miðum sam­göngusátt­mál­ans að reyna að fá gott verð fyrir það Keldna­land, enda er því ætlað að fjár­magna stóran hluta sam­göngusátt­mál­ans af hálfu rík­is­ins. Því væri það í raun til höf­uðs því verk­efni að setja í gang annað nýtt stórt úthverfi sam­tím­is. Ég held að það væru mis­tök,“ sagði Alex­andra.

Kjartan Magn­ús­son sagði í and­svari við ræðu Alexöndru að hann teldi að afar athygl­is­verða rök­semd hjá henni, að ekki mætti spila út fleiri hverfum en Keldna­land­inu því að það þyrfti að „halda uppi verð­inu þar“. „Þetta er mjög athygl­is­verð yfir­lýs­ing gagn­vart ungu fólki í Reykja­vík sem hefur lítið á milli hand­anna en vill samt reisa sér þak yfir höf­uð­ið,“ sagði borg­ar­full­trú­inn.

Alex­andra sagði einnig í ræðu sinni á að vaxt­ar­mögu­leikar á Vatns­mýr­ar­svæð­inu til fram­tíðar væru miklir, þegar flug­vell­inum hefði verið fund­inn nýr stað­ur. Það yrði von­andi næsti þétt­ing­ar­staður á eftir Keldna­land­inu. Í fram­haldi væri svo hægt að sjá fyrir sér að Kjal­ar­nes og Esju­melar yrðu mik­il­væg svæði þegar Sunda­braut væri kom­in.

„Ég tel að þessi svæði séu öll nær­tæk­ari vaxt­ar­svæði en Geld­inga­nes. En vissu­lega er ekki hægt að úti­loka upp­bygg­ingu þar í fjar­lægri fram­tíð, eða mið­fram­tíð,“ sagði Alex­andra og nefndi að þarna væri hún ef til vill að hugsa um árin 2050 eða 2060. „Ég skal ekki segja,“ bætti hún við.

Borgin gæti haft „já­kvæð áhrif á hús­næð­is­verð til lækk­un­ar“

Marta Guð­jóns­dóttir borg­ar­full­trúi Sjálf­stæð­is­flokks­ins sagði að borgin hefði það í hendi sér hversu mörgum lóðum væri úthlutað til bygg­ing­ar. Hún hefur áður talað fyrir skipu­lagn­ingu Geld­inga­ness undir íbúa­byggð í borg­ar­stjórn og sagði að hægt væri að úthluta lóðum til upp­bygg­ingar þar á hag­kvæmu verði, kostn­að­ar­verði, og „gæti þannig haft jákvæð áhrif á hús­næð­is­verð til lækk­un­ar“.

„Þetta land í Geld­inga­nesi sem er í eigu borg­ar­innar eru 220 hekt­arar á stærð og sam­svarar öllum því svæði sem nær frá Ána­naustum að Rauð­ar­ár­stíg og frá Sæbraut að Hring­braut. Hvorki meira né minna. Auð­vitað á Reykja­vík, stærsta sveit­ar­fé­lag­ið, að huga að upp­bygg­ingu til fram­tíð­ar. Hér hafa borg­ar­full­trúar komið upp í hrönnum og sagt að það sé ekki tíma­bært að skipu­leggja Geld­inga­nes­ið. Við verðum að vinna heima­vinn­una þegar kemur að því að við þurfum að nýta Geld­inga­nes­ið. Þar væri hægt að byggja 10, 15, 20 þús­und íbúðir og þannig gætum við leyst hús­næð­is­vand­ann sem við höfum staðið frammi fyrir í allt, allt of langan tíma,“ sagði Marta.

Skóg­rækt­ar- og úti­vist­ar­svæði frekar en byggð?

Birkir Ingibjartsson er varaborgarfulltrúi Samfylkingar.

Ýmsar skoð­anir komu fram um Geld­inga­nesið í umræð­unum í borg­ar­stjórn, sem alls stóðu yfir í um þrjár klukku­stund­ir. Birkir Ingi­bjarts­son full­trúi Sam­fylk­ingar sagði að til­laga sjálf­stæð­is­manna um skipu­lag nýs hverfis þar væri til vitnis um „skort á fram­tíð­ar­sýn, að leggja til upp­bygg­ingu á hrjóstr­ugu nesi í útjaðri borg­ar­inn­ar, en standa á sama tíma gegn upp­bygg­ingu á besta upp­bygg­ing­ar­svæði lands­ins, í Vatns­mýr­inn­i“.

„Ef við raun­veru­lega ætlum að hugsa stórt og til fram­tíðar væri einmitt ráð að skil­greina Geld­inga­nes sem úti­vist­ar­svæði til fram­tíðar sem ekki yrði und­ir­lagt af byggð. Það væri að mínu mati mun fremur ráð að hefja þar skóg­rækt við einn af lofts­lags­skógum Reykja­vík­ur. Væri það tákn­ræn aðgerð um að segja að okkur sé alvara um að standa við lofts­lags­mark­mið okkar og að hvernig við högum upp­bygg­ingu borg­ar­innar sé lyk­il­at­riði í því sam­heng­i,“ sagði Birk­ir.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnArnar Þór Ingólfsson
Meira úr sama flokkiInnlent