Samkeppniseftirlitinu falið að kortleggja stjórnunar- og eignatengsl í sjávarútvegi

Matvælaráðuneytið mun fá skýrslu um stjórnunar- og eignatengsl í sjávarútvegi afhenta fyrir lok næsta árs. Þar verða eignatengsl sjávarútvegsfyrirtækja sem hafa fengið ákveðið umfang aflaheimilda úthlutað, og áhrifavald eigenda þeirra, kortlögð.

Svandís Svavarsdóttir og Þórdís Kolbrún
Auglýsing

Mat­væla­ráðu­neytið hefur gert samn­ing við Sam­keppn­is­eft­ir­litið um að tryggja því fjár­hags­legt svig­rúm til að stofn­unin geti ráð­ist í athugun á stjórn­un­ar- og eigna­tengslum í sjáv­ar­út­vegi. Sam­hliða er stefnt að auknu sam­starfi stofn­ana á þessu sviði. Auk eft­ir­lits­ins er þar um að ræða Fiski­stofu, Skatt­inn og Seðla­banka Íslands. 

Sam­keppn­is­eft­ir­litið sendi frá sér til­kynn­ingu í dag vegna athug­un­ar­innar þar sem segir að að yfir­sýni og þekk­ing á stjórn­un­ar- og eigna­tengslum í íslensku atvinnu­lífi hafi mikla þýð­ingu jafnt fyrir eft­ir­lið og áður­nefndar stofn­an­ir. „Sam­hliða athug­un­inni er því stefnt að auknu sam­starfi þess­ara stofn­ana, en í því felst að umgjörð um eft­ir­lit með stjórn­un­ar- og eigna­tengslum í íslensku atvinnu­lífi verði styrkt, rutt verði úr vegi mögu­legum hindr­unum í sam­starfi hlut­að­eig­andi stofn­ana og skil­virkni í stjórn­sýslu á þessu sviði auk­in.“

Í til­kynn­ingu á vef Stjórn­ar­ráðs­ins vegna máls­ins segir að mark­mið kort­lagn­ing­ar­innar sé að stuðla að gagn­sæi í eign­ar­haldi sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja ásamt upp­lýstri stefnu­mótun stjórn­valda um reglu­um­gjörð sjáv­ar­út­vegs og breyt­ingar á henni. Einnig á vinnan að stuðla að því að farið sé að lögum og reglum á þessu sviði og eft­ir­lits­stofn­anir geti sinnt hlut­verki sínu.

Kort­lagn­ingin verður sett fram í sér­stakri skýrslu sem á að afhenda Svandísi Svav­ars­dóttur mat­væla­ráð­herra í síð­asta lagi á 31. des­em­ber 2023, eða eftir tæpa 14 mán­uði. Skýrslan á því að nýt­ast ráðu­neyt­inu í umfangs­mik­illi stefnu­mót­un­ar­vinnu um sjáv­ar­út­veg sem nú stendur yfir. 

Í athug­un­inni felst upp­lýs­inga­söfnun og kort­lagn­ing eigna­tengsla sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja sem hafa fengið úthlutað ákveðnu umfangi afla­heim­ilda og áhrifa­valdi eig­enda sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja í gegnum beit­ingu atkvæð­is­réttar og stjórn­ar­setu í fyr­ir­tækj­um.

Djúp­stæð til­finn­ing um órétt­læti

Svan­dís skip­aði í maí á þessu ári ein­a fjöl­­­menn­­­ustu nefnd Íslands­­­­­sög­unnar til að „greina áskor­­­anir og tæki­­­færi í sjá­v­­­­ar­út­­­­­veg­i“. Í starfs­hóp­um, verk­efna­­­stjórn og sam­ráðs­­­nefnd sitja á fimmta tug ein­stak­linga. Nefndin á að starfa út næsta ár. Vinnan við kort­lagn­ingu á stjórn­un­ar- og eigna­tengslum í sjáv­ar­út­vegi er hluti af þeirri vinnu.

Auglýsing
Fyr­ir­hug­aðar loka­af­­urðir þessa starfs eru meðal ann­­ars ný heild­­ar­lög um stjórn fisk­veiða eða ný lög um auð­lindir hafs­ins og aðrar laga­breyt­ing­­ar, verk­efni á sviði orku­­skipta, nýsköp­un­­ar, haf­rann­­sókna og gagn­­sæi og kort­lagn­ing eigna­­tengsla í sjá­v­­­ar­út­­­veg­i. 

Þegar til­kynnt var um skipun hóps­ins var haft eftir Svandísi að í sjá­v­­­ar­út­­­vegi ríki djúp­­stæð til­­f­inn­ing meðal almenn­ings um órétt­­læti. „Sú til­­f­inn­ing tel ég að stafi aðal­­­lega af tvennu; sam­­þjöppun veið­i­­heim­ilda og þeirri til­­f­inn­ingu að ágóð­­anum af sam­eig­in­­legri auð­lind lands­­manna sé ekki skipt á rétt­látan hátt. Mark­miðið með þess­­ari vinnu er því hag­­kvæm og sjálf­­bær nýt­ing sjá­v­­­ar­auð­linda í sátt við umhverfi og sam­­fé­lag.“

Telur vís­bend­ingar til staðar

Sam­keppn­is­eft­ir­litið hefur áður kannað mögu­leg sam­eig­in­leg yfir­ráð aðila sem hafa ekki verið skil­greindir sem tengdir í sjáv­ar­út­veg­i. 

Í lok febr­­úar 2021 birti ­eft­ir­litið ákvörðun vegna sam­runa dótt­­ur­­fé­lags Síld­­ar­vinnsl­unnar og útgerð­­ar­­fé­lags­ins Bergs. Þótt eft­ir­litið hafi ekki gert athuga­­semd við þann sam­runa eftir skoðun sína á honum var þar birt það frum­mat Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins „að til staðar séu vís­bend­ingar um yfir­­ráð Sam­herja eða sam­eig­in­­leg yfir­­ráð Sam­herja og tengdra félaga yfir Síld­­ar­vinnsl­unni og að þær vís­bend­ingar hafi styrkst frá því að Sam­keppn­is­eft­ir­litið fjall­aði um slík mög­u­­leg yfir­­ráð í ákvörðun nr. 10/2013.“

Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins. Mynd: Hringbraut/Skjáskot

Í kjöl­farið var kallað eftir frek­­ari upp­­lýs­ingum og sjón­­­ar­miðum frá aðilum og fylgst með eign­­ar­halds­­breyt­ingum sem urðu í tengslum við skrán­ingu Síld­­ar­vinnsl­unnar á mark­að í fyrra. Enn sem komið er hefur hins vegar hefur ekki verið tekin ákvörðun um frek­­ari for­m­­lega rann­­sókn.

Sam­herja­blokkin með næstum fjórð­ung afla­heim­ilda

Stærstu eig­endur Síld­­­­ar­vinnsl­unnar eru Sam­herji og félagið Kjálka­­­­nes, sem er í eigu sömu ein­stak­l­inga og eiga útgerð­ina Gjögur frá Gren­i­vík. Þar er meðal ann­­­­ars um að ræða Björgólf Jóhanns­­­­son, sem var um tíma annar for­­­­stjóri Sam­herja, og fólks sem teng­ist honum fjöl­­­skyld­u­­­bönd­um, meðal ann­­ars syst­k­ini hans. Auk þess á Kald­bak­­­­­­ur, félag í eigu Sam­herja, 15 pró­­­­­­sent hlut í öðru félagi, Eign­­­­ar­halds­­­­­­­fé­lag­inu Snæfugli, sem á hlut í Síld­­­­­­ar­vinnsl­unni. Á meðal ann­­­­arra hlut­hafa í Snæfugli er Björgólf­­­­ur.

Að mati eft­ir­lits­ins voru veru­­­­leg tengsl milli stórra hlut­hafa í Síld­­­­ar­vinnsl­unni og þrír af fimm stjórn­­­­­­­ar­­­­mönnum í Síld­­­­ar­vinnsl­unni á þeim tíma voru skip­aðir af eða tengdir Sam­herja og Kjálka­­­­nesi. Einn þeirra er Þor­­­­steinn Már Bald­vins­­­­son, for­­­­stjóri Sam­herja, sem er stjórn­­­­­­­ar­­­­for­­­­maður Síld­­­­ar­vinnsl­unn­­­­ar.

Auglýsing
Sam­herji Ísland ehf., félag að öllu leyti í eigu Sam­herja, var í fyrra­haust með fjórðu mestu afla­hlut­­­­­­deild í íslenskri efna­hags­lög­­­­­sögu allra sjá­v­­­­­­ar­út­­­­­­­­­vegs­­­­­fyr­ir­tækja á Íslandi, eða 8,09 pró­­­­­­sent. ­Út­­­­­­­­­­­gerð­­­­­­­­­­ar­­­­­­­­­­fé­lag Akur­eyr­­­­­­­­­­ar, sem er líka í 100 pró­­­­­­­­­­sent eigu Sam­herja, hélt svo á 1,1 pró­­­­­­­­­­sent kvót­ans. 

Gjög­­­­ur, sem er í eigu sömu aðila og eiga Kjálka­­­­nes, hélt á 2,5 pró­­­­sent af öllum úthlut­uðum afla­heim­ild­­­­um.

Þessir aðil­­­­­ar: Síld­­­­­ar­vinnslan, Sam­herji og Gjög­­­­­ur, sem Sam­keppn­is­eft­ir­litið telur mög­u­­­­­legt að séu tengd­ir, héldu því sam­tals á 22,14 pró­­­­sent af öllum úthlut­uðum kvóta í nóv­­­em­ber í fyrra. Í sumar bætt­ist 2,16 pró­­­sent kvóti Vísis við og sam­an­lagður úthlut­aður kvóti til Sam­herja og mög­u­­­legra tengdra aðila fór upp í 24,3 pró­­­sent, eða næstum fjórð­ung allra úthlut­aðra afla­heim­ilda á Íslandi.

Tíu útgerðir með 67 pró­sent kvót­ans

Mikil sam­­­­­­­þjöppun hefur átt sér heilt yfir stað í sjá­v­­­­­­­­ar­út­­­­­­­­­­­­­vegi á Íslandi á und­an­­­­­­­förnum ára­tug­um, eftir að fram­­­­­­­sal kvóta var gefið frjálst og sér­­­­­­­stak­­­­­­­lega eftir að heim­ilt var að veð­­­­­­­setja afla­heim­ildir fyrir banka­lán­um, þótt útgerð­­­­­­­ar­­­­­­­fyr­ir­tækin eigi þær ekki í raun heldur þjóð­in. Slík heim­ild var veitt árið 1997. 

Haustið 2020 héldu tíu stærstu útgerðir lands­ins með sam­an­lagt á 53 pró­­­­­sent af úthlut­uðum kvóta, en Kjarn­inn greindi frá því í nóv­­­­em­ber í fyrra að það hlut­­­­­fall væri komið upp í rúm­­­­­lega 67 pró­­­­­sent. Sam­­­­þjöpp­unin jókst svo enn í sumar við kaup Síld­­­­ar­vinnsl­unnar á Vísi, sem enn eru þó ekki að fullu frá­gengin þar sem þau eru háð sam­þykki Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins. 

Í til­kynn­ingu mat­væla­ráðu­neyt­is­ins vegna kort­lagn­ingar stjórn­un­ar- og eigna­tengsla í sjáv­ar­út­vegi sem birt var í dag segir skýrslan sem skila á muni ekki fjalla um ákvarð­anir Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins eða ann­arra eft­ir­lits­stofn­ana um frek­ari athug­anir eða íhlutun á grund­velli starfs­heim­ilda eða starfs­skyldna sam­kvæmt hlut­að­eig­andi lög­um. „Hún mun hins vegar nýt­ast Sam­keppn­is­eft­ir­lit­inu, Fiski­stofu, Skatt­inum og Seðla­banka Íslands við þekk­ing­ar­upp­bygg­ingu og við beit­ingu laga­fyr­ir­mæla á við­kom­andi sviði. Við vinnslu skýrsl­unnar er stefnt að því að mótuð verði upp­lýs­inga­tækni­um­gjörð sem nýt­ist við frek­ari kort­lagn­ingu og eft­ir­lit með stjórn­un­ar- og eigna­tengslum í íslensku atvinnu­lífi almennt.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingrid Kuhlman
Að rækta með sér von er lykillinn að farsælu lífi
Kjarninn 28. nóvember 2022
Isabel dos Santos er elsta dóttir fyrrverandi forseta Angóla.
Forríka forsetadóttirin: „Ég er ekki í felum“
Dóttir fyrrverandi forseta Angóla, milljarðamæringurinn Isabel dos Santos, segist ekki á flótta undan réttvísinni. Stjórnvöld í heimalandi hennar hafa beðið alþjóða lögregluna, Interpol, um aðstoð við að hafa uppi á henni.
Kjarninn 28. nóvember 2022
Heiðrún Lind Marteinsdóttir er framkvæmdstjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Hún skrifar undir umsögnina.
SFS styðja frumvarp Svandísar um að hækka veiðigjöld á næsta ári en lækka þau árin á eftir
Ríkisstjórnin setti inn heimild fyrir útgerðir til að fresta skattgreiðslum á meðan að á kórónuveirufaraldrinum stóð. Sjávarútvegur skilaði methagnaði á meðan. Allt stefndi í að veiðigjöld yrðu fyrir vikið mun lægri en fjárlagafrumvarpið gerir ráð fyrir.
Kjarninn 28. nóvember 2022
Litla-Sandfell í Þrengslum myndaðist í gosi undir jökli fyrir þúsundum ára.
„Til að búa til sement og steypu þarf að fórna“ Litla-Sandfelli
Eden Mining, sem ætlar að mylja Litla-Sandfell niður til útflutnings, er virkilega annt um loftslag jarðar ef marka má svör fyrirtækisins við gagnrýni stofnana á framkvæmdina. „Það er óraunhæft að öll íslensk náttúra verði ósnortin um aldur og ævi.“
Kjarninn 28. nóvember 2022
Ferðamenn við íshellana í Kötlujökli.
Vísa ásökunum um hótanir á bug
EP Power Minerals, fyrirtækið sem hyggur á námuvinnslu á Mýrdalssandi segir engan fulltrúa sinn hafa hótað ferðaþjónustufyrirtækjum svæðinu líkt og þau haldi fram. Skuldinni er skellt á leigjendur meðeigenda að jörðinni Hjörleifshöfða.
Kjarninn 28. nóvember 2022
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði sem situr í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands.
Ætti ríkið að greiða hverri nýrri kynslóð „heimanmund“ til þess að byrja ævina á?
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, veltir fyrir sér þriðju leiðinni sem sameini hagkvæmni húsnæðismarkaðar og réttlætiskennd okkar gagnvart því að allir eigi rétt á þaki yfir höfuðið.
Kjarninn 27. nóvember 2022
Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, var í viðtali í Silfrinu á RÚV. Mynd / Aðsend.
Hugmyndir um útbreidd vindorkuver „alls ekki raunhæfar”
Bjarni Bjarnason forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur varar við því að reist verði mörg vindorkuver á skömmum tíma. Hann segir fyrirtæki sem sækist eftir því að reisa vindorkuver ekki gera það til að bjarga loftslaginu heldur hugsi um ágóða.
Kjarninn 27. nóvember 2022
Búa til vistvæn leikföng og vörur fyrir börn
Tveir Íslendingar í Noregi safna fyrir næstu framleiðslu á nýrri leikfangalínu á Karolina Fund.
Kjarninn 27. nóvember 2022
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar