Auglýsing

„Ég hef áhyggjur af þess­ari miklu sam­þjöppun í sjáv­ar­út­veg­i,“ sagði Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra í sam­tali við Frétta­blaðið í gær. „Mín skoðun er að það þurfi að gera úr­bætur er kemur að kvóta­­þak­inu, til dæmis skil­­grein­ingu á tengdum aðilum [...] Það þarf að ræða gjald­­tök­una, ekki síst þegar við sjáum þennan til­­­flutn­ing á auð­­magni milli aðila. […] Aukin sam­þjöppun eykur ekki sátt um grein­ina“. 

Fyrir um einum og hálfum mán­uði lét Svan­dís Svav­ars­dótt­ir, ráð­herra sjáv­ar­út­vegs­mála, hafa eftir sér í til­kynn­ingu að í sjá­v­­­ar­út­­­vegi ríki djúp­­stæð til­­f­inn­ing meðal almenn­ings um órétt­­læti. „Sú til­­f­inn­ing tel ég að stafi aðal­­­lega af tvennu; sam­­þjöppun veið­i­­heim­ilda og þeirri til­­f­inn­ingu að ágóð­­anum af sam­eig­in­­legri auð­lind lands­­manna sé ekki skipt á rétt­látan hátt. Mark­miðið með þess­­ari vinnu er því hag­­kvæm og sjálf­­bær nýt­ing sjá­v­­­ar­auð­linda í sátt við umhverfi og sam­­fé­lag.“

Til­efni til­kynn­ing­ar­innar var að Svan­dís hafði skipað ein­hverja fjöl­­menn­­ustu nefnd Íslands­­­sög­unnar (í starfs­hóp­um, verk­efna­­stjórn og sam­ráðs­­nefnd sitja hátt í 50 manns) til að „greina áskor­­anir og tæki­­færi í sjá­v­­­ar­út­­­veg­i“. Þessi hóp­ur, sem meðal ann­ars telur fullt af fólki sem hefur beinan hag af núver­andi kerfi í sjáv­ar­út­vegi, á að taka sér eitt og hálft ár til að greina vanda­mál sem allir vita þegar hvað er. Hann kemur í kjöl­far fjöl­margra ann­arra hópa sem skip­aðir hafa verið til að end­ur­skoða kerf­ið, en hafa engu skil­að.

Í mars sagði Sig­urður Ingi Jóhanns­son, inn­við­a­ráð­herra og for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, að hann hefði áhyggjur af ofur­hagn­aði ein­stakra sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja og sífellt auknum ítökum þeirra í öðrum geir­um. Mán­uði áður hafði vara­for­maður hans sagt að hún vildi skatt­leggja ofur­hagnað sjáv­ar­út­vegs

Frá útgerð­ar­for­eldrum til útgerð­ar­barna

Allt hefur þetta fólk setið sam­fleytt í rík­is­stjórn í næstum fimm ár án þess að nokkrar breyt­ingar sem ein­hverju skipta hafi verið gerðar á sjáv­ar­út­vegs­kerf­in­u. 

Á meðan hefur kerfi sem mik­ill meiri­hluti þjóð­ar­innar er á móti, og tveir af hverjum þremur lands­mönnum telja að sé bein­línis ógn við lýð­ræð­ið, fest sig í sessi. 

Það er enn þannig að af gríð­ar­legum hagn­aði fer rúm­lega 70 pró­sent til útgerðar­að­als og undir 30 pró­sent til eig­enda auð­lind­ar­inn­ar, íslensku þjóð­ar­inn­ar. Það er enn þannig að aðall­inn greiðir sér meira í arð árlega en þeir greiða í heild í opin­ber gjöld. Þetta ger­ist þrátt fyrir að 77 pró­sent þjóð­ar­innar telji að greiða eigi mark­aðs­gjald fyrir aðgang að auð­lind­inni en ein­ungis sjö pró­sent hennar er and­vígt slíkri breyt­ingu.

Auglýsing
Það sem er nýtt er að þeir eru farnir að færa þjóð­ar­eign­ina, eða pen­ing­anna sem þeir fá fyrir að selja hana, milli kyn­slóða. Frá útgerð­ar­for­eldrum til útgerða­barna. 

Ástæðan fyrir því að ekk­ert ger­ist er sú að einn stjórn­mála­flokkur ræður ferð­inni í þessum mál­um, sem og flestum öðrum, á Íslandi. Hann heitir Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn, fékk 24,4 pró­sent atkvæða í síð­ustu kosn­ingum og mælist nú reglu­lega með um fimmt­ungs­fylg­i. 

For­maður þess flokks hefur engar áhyggjur af sam­þjöppun í sjáv­ar­út­vegi og telur marga „ala á sundr­ungu vegna kerf­is­ins.“ Sú sam­þjöppun innan þess sé af hinu góða. Raunar eft­ir­sókn­ar­verð.

Ein­faldir við­hlæj­endur hans, sem eiga flestir öll sín tæki­færi undir póli­tískri fyr­ir­greiðslu og hefð­bundnum pils­fald­ar­kapital­isma, fara í kjöl­farið með mön­trur um öfund og bit­ur­leika óskil­greindra „vinstri­manna“. Þar sé sundr­ung­in. 

Þessum flokki hefur tek­ist að koma í veg fyrir það árum saman að ákvæði um að auð­lindir Íslands séu í eigu þjóðar verði bætt í stjórn­ar­skrá. Honum hefur tek­ist að koma í veg fyrir sann­gjarna gjald­töku fyrir nýt­ingu á auð­lind þjóð­ar. 

Afla­heim­ildir seldar fyrir tugi millj­arða

Þetta þjóð­ar­mein er enn og aftur að rata í umræð­una vegna nýlegra við­skipta Síld­ar­vinnsl­unn­ar.

Fyrir rúmum mán­uði keypti hún þriðj­ungs­hlut í norska lax­eld­is­fyr­ir­tæk­inu Arctic Fish, fyr­ir­ferða­mesta lax­eld­is­fyr­ir­tæk­is­ins á Íslandi, á 13,7 millj­arða króna. Um síð­ustu helgi keypti félagið svo útgerð­ar­fyr­ir­tækið Vísi í Grinda­vík á 31 millj­arð króna. Í ljósi þess hversu skuld­sett Vísir er, og að bók­fært virði fasta­fjár­muna fyr­ir­tæk­is­ins er ein­ungis um helm­ingur af vaxta­ber­andi skuld­um, þá liggur fyrir að þeir 20 millj­arðar króna (sem eru reyndar orðnir 21,3 millj­arðar króna eftir hækk­anir síð­ustu daga) sem systk­inin sex í Vísi fá í formi reiðu­fjár og átta pró­sent hlutar í Síld­ar­vinnsl­unni, eru greiðsla fyrir afla­heim­ild­ir. Afla­heim­ildir sem eru í eigu íslensku þjóð­ar­inn­ar.

Síld­ar­vinnslan er skráð á mark­að, en henni er stýrt af tveimur fjöl­skyld­um, annarri kenndri við Sam­herja frá Akur­eyri og hinni kenndri við Gjög­ur/Kjálka­nes frá Greni­vík, sem eiga saman meiri­hluta.

Tengslin þarna á milli eru alls­kon­ar. Árum saman kynnti Sam­herji Síld­ar­vinnsl­una á alþjóð­legum fundum sem upp­sjáv­ar­hluta sinnar sam­stæðu. Þegar for­stjór­inn Þor­steinn Már Bald­vins­son þurfti tíma­bundið að stíga til hliðar sem for­stjóri Sam­herja við upp­haf Namib­íu­máls­ins sett­ist Björgólfur Jóhanns­son úr Greni­vík­ur­fjöl­skyld­unni í for­stjóra­stól­inn á með­an. Hóp­ur­inn á líka saman risa­stóran hlut í Sjó­vá. Og svo fram­veg­is. 

Mörg hund­ruð millj­arðar safn­ast á fárra hendur

Ofan­greindar fjöl­skyldur seldu hluti í Síld­ar­vinnsl­unni fyrir gríð­ar­lega marga millj­arða króna þegar hún var skráð á markað en eiga samt saman rúm­lega helm­ing í henni og stýra að vild. ­Þrír af fimm stjórn­ar­mönnum eru til að mynda á þeirra veg­um.

Kjálka­nes og Gjögur áttu sam­eig­in­legt bók­fært eigið fé upp á rúm­lega 30 millj­arða króna í lok síð­asta árs. Sam­herj­a­sam­stæð­an, sem sam­anstendur af syst­ur­fé­lög­unum Sam­herja og Sam­herja Hold­ing, átti bók­fært eigið fé upp á um 140 millj­arða króna í lok árs 2020, en hún hefur ekki skilað nýrri árs­reikn­ing­i. 

Auglýsing
Þessi blokk er stór­tæk í sjáv­ar­út­vegi, bæði úthafsveiðum og eldi. Auk þess á hún stóran hlut í fullt af fyr­ir­tækjum í ótengdum geir­um. Má þar nefna Eim­skip, áður­nefnt Sjóvá og Haga. 

Senni­legt er að hluti bók­færðra eigna blokk­ar­inn­ar, til dæmis afla­heim­ild­ir, séu færðar undir mark­aðsvirði. Þegar við bæt­ist að gengi hluta­bréfa í þeim skráðu félögum sem blokkin á í hefur hækkað gríð­ar­lega síð­asta eina og hálfa árið má senni­lega slá því föstu að eigið fé þess­ara tveggja fjöl­skyldna sé vel yfir 200 millj­arðar króna. 

Báðar fjöl­skyld­urnar eiga líka hlut í Íslenskum verð­bréf­um, sem var á meðal umsjón­ar­manna lok­aðs útboðs á sölu á hlutum rík­is­ins í Íslands­banka í mars síð­ast­liðn­um. Félög tengd báðum fjöl­skyld­unum voru á meðal þeirra sem boðið var að taka þátt í þeim við­skiptum með rík­is­eign.

Ein blokk með fjórð­ung kvót­ans

Með kaup­unum á Vísi herð­ast tök Sam­herja og aðila þeim tengdum á íslensku sam­fé­lagi veru­lega. Lög segja að tengdir aðilar megi ekki halda á meira en tólf pró­sent af úthlut­uðum kvóta á hverjum tíma. Þessir mögu­lega tengdu aðil­ar, sem hverf­ast í kringum Sam­herja, halda hins vegar á um fjórð­ungi hans. Hvorki eft­ir­lits­að­ilar né stjórn­mála­menn hafa gert nokkuð til að bregð­ast við þess­ari stöð­u. 

Stór­út­gerðin hefur enda barist hat­ramm­lega fyrir sínu. Á síð­ustu árum hefur hún gefið út hræðslu­á­róður, siglt flot­­anum í land til að mót­­­mæla veið­i­­­­gjöld­um, keypti aug­lýs­ingar í dag­blöðum þar sem sjó­­­mönnum og fjöl­­­skyldum þeirra var beitt fyrir þær, sett pen­inga í vin­veitta stjórn­mála­flokka og fjár­­­fest í Morg­un­­blað­inu, sem þá var enn víð­­lesið og hafði slag­­kraft, til að „fá öðru­­vísi tök á umræð­unn­i.“

Þá hafa aðilar innan hennar haldið úti hópi fólks sem hafði það hlut­verk að ráð­ast að blaða­­mönn­um, lista­­mönn­um, stjórn­­­mála­­mönn­um, félaga­­sam­­tökum og ýmsum öðr­um sem taldir voru ógn við fáveld­ið. Blaða­menn­irnir sem opin­ber­uðu þetta eru nú til rann­sóknar hjá lög­reglu­emb­ætt­inu í heimabæ Sam­herja. Sú rann­sókn, sem er fjar­stæðu­kennt rugl en látin drag­ast á lang­inn, er notuð í opin­berri umræðu til að tor­tryggja blaða­menn sem fjalla með gagn­rýnum hætti um Sam­herja. For­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins skrif­aði fyrr á þessu ári langa færslu á sam­fé­lags­miðla til varnar þessu aðgerðum lög­­­reglu og gegn umræddum blaða­­mönn­um. Sú færsla var for­dæma­laus á hans póli­tíska ferli.

Með ofan­greindu, og fleiri aðgerð­u­m,  hefur tek­ist að stöðva nær allar breyt­ingar á kerf­inu, og sam­­fé­lag­inu, sem útgerð­­ar­risarnir telja að dragi úr tæki­­færum sínum til að verða rík­­­ari og valda­­meiri.

Deil­urnar skapa víta­hríng sem eyðir verð­mætum

Skyn­samt fólk sér þó að þessi stríðs­rekstur fáveldis útgerð­ar­manna og póli­tískra útsend­ara þeirra við þjóð­ina í land­inu getur ekki gengið til lengd­ar. 

Í maí 2022 fór fram árs­fundur Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi (SFS). Þar voru flutt nokkur erindi. Á meðal þeirra sem boðið var að tala var Klem­ens Hjart­­ar, með­­eig­andi í alþjóð­­lega ráð­gjafa­­fyr­ir­tæk­inu McK­insey & Co

Í lok erindis síns fjall­aði Klem­ens óvænt um að deilur um lang­­tíma­­stefnu í sjá­v­­­ar­út­­­vegi geti skapað víta­hring þar sem verð­­mætum verði eytt til lengri tíma. Hann sagði sam­­fé­lags­­lega þátt­inn í stöð­ug­­leika grein­­ar­innar vera mik­il­væg­­an. „Það hefur verið ákveðin nei­­kvæðni í kringum sjá­v­­­ar­út­­­veg­inn. Það hefur verið ósætti í þjóð­­fé­lag­inu, sér­­stak­­lega um eign­­ar­hald­ið.“ 

Auglýsing
Hans per­­són­u­­lega mat á þeirri stöðu var að það þurfi að taka hana mjög alvar­­lega. „Það gæti tekið stuttan tíma að breyta kerf­inu í átt sem væri alls ekki íslensku þjóð­inni fyrir bestu. Eitt af því sem ég hef séð, búandi í Dan­­mörku, er að mörg stærstu fyr­ir­tæki í Dan­­mörku eru í eign­­ar­haldi sem eru í sjálfs­­eign­­ar­­stofn­un­­um. Þetta ger­ist oft þegar verið er að taka stór iðn­­­fyr­ir­tæki og þau eru að fara í gegnum kyn­slóða­­skipti, þá er búnir til sjóð­ir, sjálfs­­eign­­ar­­sjóð­ir, þar sem félögin að stórum hluta, eru bæði skráð á markað og sjóð­­ur­inn á áfram í fyr­ir­tæk­in­u.“

Heiðrún Lind Mart­eins­dótt­ir, fram­­kvæmda­­stjóri SFS og einn áhrifa­mesti lobbý­isti lands­ins, brást við erind­inu við lok fund­­ar­ins. Hún sagði í ræðu sinni að þegar sjá­v­­­ar­út­­­veg­­ur­inn seg­ist ætla að auka verð­­mæti þá skipti máli að sjá að verð­­mæti felist ekki ein­ungis í fjár­­mun­­um. „Verð­­mæti fel­­ast líka í sam­­fé­lag­inu og sátt við sam­­fé­lag­ið. [...] Við eigum að segja að við erum ekki full­komin og við ætlum að gera bet­­ur.“

Ekk­ert bendir þó til þess að geir­inn ætli að gera betur né að hann hafi nokkurn áhuga á sátt við sam­fé­lag­ið. Þvert á móti. Þetta voru bara stæri­læti. Við­bragð sem ætlað var að sefa tíma­bundið vesen.

Ekki fleiri nefndir

Það er enda ekki geirans að breyta sjálfum sér. Útgerðar­að­all­inn mun halda áfram að end­ur­skil­greina lög og reglur eftir eigin hent­ug­leika á meðan að hann kemst upp með það. Græða pen­ing­inn og safna völd­un­um. Það er stjórn­mála­manna, sem kosnir eru til að gæta hags­muna almenn­ings, að breyta kerf­inu í átt að vilja lands­manna.  

Það er stað­reynd að mik­ill meiri­hluti er fyrir því á meðal þjóð­ar­innar að hækka öll gjöld á sjáv­ar­út­veg og fisk­eldi. Það er stað­reynd að mik­ill meiri­hluti er fyrir því á meðal stjórn­mála­flokka. Samt ger­ist ekk­ert, aðal­lega vegna þess að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn vill ekki hrófla við fáveld­is­kerf­inu og hækju­flokk­arnir hafa ekki burði til að standa upp í hár­inu á hon­um.

Það sem þarf að gera er nokkuð aug­ljóst: Það þarf að ákveða að leggja háan útgöng­u­skatt á hagnað þeirra sem selja sig úr kvóta­­kerf­inu. Þar má til að mynda horfa til þeirra skatta sem Norð­menn leggja á olíu­fram­leiðslu, en hann er 78 pró­sent. Það þarf að leggja aft­ur­virkan skatt á ofur­hagnað sem mynd­ast hefur í sjáv­ar­út­vegi á síð­ustu árum.

Það þarf að end­ur­kalla skipun Svan­dís­ar­nefnd­ar­innar og taka póli­tíska ákvörðun um breyt­ingu á lögum um tengda aðila í sjáv­ar­út­vegi. Það getur ekki beðið til árs­ins 2024 heldur þarf að ger­ast strax. Sam­hliða þarf að taka póli­tíska ákvörðun um hvert kvóta­þakið á að vera og hvort það sé póli­tískur vilji fyrir frek­ari sam­þjöppun innan geirans.

En mik­il­væg­ast af öllu er að taka ákvörðun um það strax, á allra næstu vik­um, að breyta kerf­inu þannig að stærri hluta af þeim ágóða sem verður til vegna veiða og vinnslu til fram­tíðar lendi hjá eig­endum auð­lind­­ar­inn­­ar, íslensku þjóð­inni, í stað þess að lenda hjá nokkrum fjöl­skyld­um.

Áður en það verður of seint.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari