Verðbólga upphaf og endir

Í aðsendri grein leitast Björn Ólafsson við að skýra frá orsökum þeirrar verðbólgu sem nú ríkir. Hann fer einnig yfir þær aðgerðir sem hægt er að grípa til svo hægt sé að stemma stigu við verðbólgunni.

Auglýsing

Hér á eftir verður fjallað um verð­bólgu, skað­semi hennar og leiðir til að ná henni nið­ur.

Sagan

Frá upp­hafi 21 aldar hefur verð­bólga ekki verið talin sér­stakt vanda­mál í vest­rænum iðn­ríkj­um. Á árunum 1970 til 1990 var aftur á móti verð­bólga eitt helsta við­fangs­efni hag­stjórn­ar. Á þeim tíma sem lið­inn er hefur þekk­ing á fyr­ir­bær­inu senni­lega tap­ast að ein­hverju leyti.

Auglýsing

Milton Fried­man dregur saman vit­neskju um verð­bólgu í bók sinni Money Mis­chi­ef- Epis­odes in Monet­ary History á eft­ir­far­andi hátt:

  1. Verð­bólga er pen­inga­legt fyr­ir­bæri sem er afleið­ing af hrað­ari vexti pen­inga­magns en fram­leiðslu.
  2. Stjórn­völd ráða eða geta ráðið vexti pen­inga­magns.
  3. Það er aðeins ein lækn­ing við verð­bólgu, hæg­ari vöxtur pen­inga­magns.
  4. Það tekur tíma fyrir verð­bólgu að ná fót­festu ( talið í árum) og langan tíma að hjaðna.
  5. Óskemmti­legar auka­verk­anir fylgja hjöðnun verð­bólgu.

Ef verð­bólga er aðeins pen­inga­legt fyr­ir­bæri er orsakanna ekki að leita í raun­hag­kerf­inu. Verð­hækkun á t.d. olíu leiðir ekki til verð­bólgu ein og sér. Ef inn­flutt olía eða bensín hækkar mikið geta menn ann­ars vegar minnkað notkun svo sem í anda hag­sýnu hús­móð­ur­innar sem sagði að sig varð­aði ekk­ert um það hvað benz­ín­líter­inn kost­aði, hún keypti alltaf fyrir fimm þús­und á viku. Hins vegar geta menn haldið óbreyttri notkun en þá minnkar spurn eftir öðrum vörum, sem lækka vænt­an­lega í verði. Þriðja leiðin er að halda öllu óbreyttu um hríð með því að auka útlán eða pen­inga­magn og þar með fer olíu­verðs­hækk­unin út í verð­lag­ið. Ósjálf­bærar kaup­kröfur verka­lýðs­fé­laga eru oftar afleið­ing af verð­bólgu fremur en orsök og sama gildir um þenslu á hús­næð­is­mark­aði.

Orsakir fyrir aukn­ingu pen­inga­magns geta verið marg­vís­leg­ar. Það er þó fyrst og fremst rík­is­sjóður (hið opin­bera) og banka­kerf­ið, ásamt seðla­banka, sem geta fram­leitt meiri pen­inga en sam­ræm­ist fram­leiðslu­magni. Hér á árum áður þegar verð­bólgan var sem mest töl­uðu ráða­menn alltaf um verð­bólgu eins og hún væri utan­að­kom­andi vandi þrátt fyrir það að hún væri þeirra eigið skil­getið afkvæmi.

Und­an­farin ár hefur pen­inga­magn hér­lendis (M3) yfir­leitt auk­ist hraðar en þjóð­ar­fram­leiðsla. 2019 til 2021 varð að með­al­tali nær engin hag­vöxtur vegna nið­ur­sveifl­unnar 2020 en pen­inga­magn jókst um rúm­lega 8% að með­al­tali hvert ár. Útgjöld hins opin­bera voru langt umfram tekjur 2020 og 2021. Jafn­framt slak­aði seðla­bank­inn á pen­inga­legu aðhaldi ásamt veru­legri vaxta­lækk­un. Þessi fram­vinda er að tals­verðu leyti við­brögð við Covid far­aldr­in­um. Hvað sem segja má um gagn­semi þeirra er ljóst að núver­andi verð­bólga hefur verið að grafa um sig í nokkurn tíma.

Skað­semi verð­bólg­unnar þarf ekki að tíunda. Hún veldur ófyr­ir­sjá­an­legum til­færslum á eignum og tekj­um, dregur úr fram­leiðslu, veikir geng­ið, leiðir til rangra fjár­fest­inga, skerðir kjör almenn­ings, einkum þeirra verst settu, og veldur almennt ójafn­vægi í hag­kerf­inu.

Vextir og verð­bólga

Sú verð­bólga sem nú herjar á Vest­ur­lönd er bein afleið­ing af lágum vöxt­um, halla­rekstri rík­is­sjóða og mik­illi pen­inga­prentun und­an­farin ár sem ætlað var að halda uppi eft­ir­spurn og þar með fram­leiðslu á Covid tím­um. Þá hefur stríðið í Úkra­ínu og flösku­hálsar í fram­leiðslu aukið á vand­ann. Mjög lágir vextir eru óeðli­legt ástand þar sem ávöxt­un­ar­krafa á nýfram­kvæmdir verður óraun­hæf og láns­traust vex úr hófi því fleiri stand­ast greiðslu­mat t.d. við hús­næð­is­kaup. Evr­ópski seðla­bank­inn hefur fram að þessu talið að verð­hækk­anir á olíu og ýmsum nauð­synjum muni ekki kalla á vaxta­hækk­anir þar sem áhrifin á verð­lag muni hjaðna hratt. Í Banda­ríkj­unum og víðar eru vaxta­hækk­anir hafn­ar. Reyndar virð­ist Milton Fried­man telja að það sé mis­skiln­ingur að seðla­bankar geti stjórnað vöxt­um. Hér er áherslu­munur því seðla­bankar hafa aug­ljós­lega áhrif á vaxta­stigið þó full­komin stjórn sé ekki fyrir hendi. Vextir eru háðir mörgum þáttum svo sem arð­semi fram­kvæmda, ásamt fram­boði og eft­ir­spurn á láns­fé. Jafn­vel þótt vaxta­hækk­anir komi til fram­kvæmda munu þær einar sér ekki duga til að draga úr verð­bólgu, til þess þarf að draga úr halla­rekstri hins opin­bera og auka arð­bæra fram­leiðslu.

Seðla­bank­inn hefur hækkað vexti ört til að ná tökum á verð­bólg­unni. Það er vanda­samt verk­efni að ákveða vaxta­stig og tíma­setn­ingu vaxta­breyt­inga. Hærri vextir draga úr nýmyndun pen­inga smátt og smátt en röng tíma­setn­ing á vaxta­hækk­unum og/eða of háir vextir hafa nei­kvæð áhrif á afkomu heim­ila, fram­leiðslu og fjár­fest­ingu. Áhrif á afkomu hins opin­bera geta verið nei­kvæð og tafið fyrir því að jöfn­uður náist.

Aðgerðir til að ráða nið­ur­lögum verð­bólg­unnar hér­lendis

Fall­ist menn á mat Milton Fried­mans þarf fyrst og fremst að draga saman pen­inga­magn til að ráða nið­ur­lögum verð­bólg­unn­ar. Áherslan verður þá á fjár­mál hins opin­bera og sér­tækum ráð­stöf­unum til að tak­marka útlána­þenslu svo sem að draga úr getu banka­kerf­is­ins (og líf­eyr­is­sjóða) til að auka pen­inga­magn með raun­hæfu láns­hæf­is­mati og hæfi­legum arð­sem­is­kröfum á allar fjár­fest­ing­ar, þ.m.t. fjár­fest­ingar hins opin­bera. Minni þungi verður á vaxta­tæk­inu en raun­vextir þurfa að vera jákvæðir og end­ur­spegla fram­boð og eft­ir­spurn á láns­fjár­mark­aði.

Stefnt er að jöfn­uði í útgjöldum hins opin­bera á næstu 4-5 árum. Útgjöld hins opin­ber munu því vaxa í takt við þjóð­ar­fram­leiðslu fram til 2027. Hið opin­bera mun því ekki stuðla að sam­drætti í pen­inga­magni fyrst um sinn. Nauð­syn­legt er að rík­is­út­gjöld vaxi hægar en hag­vöxtur þegar frá næsta ári.

Seðla­bankar leit­ast við að stýra verð­bólgu­vænt­ingum með því meðal ann­ars að upp­lýsa mark­að­inn um hvernig vaxta­tæk­inu verði beitt til að ná verð­bólgu nið­ur. Það er umdeil­an­legt að hve miklu leyti hægt er að stýra vænt­ingum um verð­bólgu. Þó er ljóst að vænt­ingar um hærri verð­bólgu geta virkað sem freist­ing til verð­hækk­ana einkum ef um fákeppni eða ein­okun er að ræða á mark­aði. Besta vörn neyt­enda er öflug sam­keppni. Hér þurfa stjórn­völd að vera á verði gegn sér­hags­munum og afnema höft á sam­keppni utan­lands sem inn­an­lands.

Mik­ill fjöldi ferða­manna getur ýtt undir styrk­ingu geng­is­ins tíma­bund­ið. Til að jafna sveiflur ætti að opna fyrir útstreymi fjár­magns þannig að líf­eyr­is­sjóðir geti fært eignir erlendis í rík­ara mæli. Þannig er dregið úr fjár­fest­ingum sjóð­anna á inn­lendum mark­aði og dregið úr pen­inga­magni. Jafn­framt minnkar áhætta þeirra af verk­efna­fjár­fest­ingum inn­an­lands sem ættu hvort sem er ekki að vera í þeirra verka­hring nema að litlu leyti.

Til lengri tíma litið þarf að leit­ast við að lækka kostnað og spara útgjöld sem víð­ast í hag­kerf­inu. Draga verður úr halla­rekstri með því hækka skatta og/eða ná fram sparn­aði og hag­ræð­ingu. Aðilar frjálsa vinnu­mark­að­ar­ins þurfa að gæta hófs í launa­kröfum sem og starfs­menn hins opin­bera. Ná þarf fram sparn­aði í opin­berri stjórn­sýslu. Sam­fé­lagið hefur t.d. ekki efni á að reka marg­falt kerfi í stjórn­sýslu sveit­ar­fé­laga. Hægt er að stór­lækka mat­væla­verð með auknum inn­flutn­ingi og sam­drætti í óhag­kvæmri land­bún­að­ar­fram­leiðslu. Auð­linda­gjald í sjáv­ar­út­vegi léttir byrðar rík­is­sjóðs og skatt­greið­enda. Mynt­ráð við evru og síðan inn­ganga í evru­svæðið sparar mik­inn við­skipta­kostnað og styrkir pen­inga­kerf­ið. Traustur gjald­mið­ill er ein for­senda fyrir efna­hags­legum stöð­ug­leika og lágri verð­bólgu í opnu örhag­kerfi.

Þegar verð­bólga hjaðnar koma í ljós afleið­ingar af röngum fjár­fest­ingum með tap­rekstri og auknu atvinnu­leysi. Mót­væg­is­að­gerðir geta falist í skatta­lækk­unum á lægstu laun en hækkun á háar tekjur til mót­væg­is, átaki í bygg­ingu íbúða þar sem verði er haldið niðri með rað­bygg­ingum og fram­boði á lóð­um. Jafn­framt þarf að efla atvinnu­starf­semi sem nýtir menntað vinnu­afl og skilar arði gegnum fram­leiðni og gæða­sam­keppni. Ósjálf­bær frum­vinnsla er of stór þáttur í atvinnu­upp­bygg­ingu lands­ins.

Loka­orð

Hætt er við að verð­bólga fest­ist í sessi ef ekki er gripið til sam­ræmdra aðgerða sem draga úr pen­inga­þenslu. Vextir Seðla­bank­ans hafa verið hækk­aðir mjög hratt að und­an­förnu, mun hraðar en í nágranna­lönd­un­um. Öðrum þræði er það fórn­ar­kostn­aður við örmynt án akk­er­is. Samt sem áður ættu vaxta­hækk­anir ásamt sam­drætti í útgjöldum hins opin­bera að bíta á verð­bólg­una en það tekur tíma. Lyk­il­at­riði er að hið opin­bera og atvinnu­lífið taki höndum saman til að berja þennan vágest nið­ur. Stöðugt gengi og verð­lag, jöfn­uður í fjár­málum hins opin­bera ásamt hæfi­legu aðhaldi gegnum vaxta­stig er for­senda fyrir efna­hags­legum stöð­ug­leika og fram­för­um.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kaupfélag Skagfirðinga hefur hagnast um 18 milljarða króna á fjórum árum
Eigið fé Kaupfélags Skagfirðinga, samvinnufélags í eigu 1.465 félagsmanna með höfuðstöðvar á Sauðárkróki, hefur þrefaldast frá árinu 2010 og er 49,5 milljarðar. Eignir félagsins eru metnar á tæplega 80 milljarða. Verðmætasta bókfærða eignin er kvóti.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Áfengi spilar afar stjórt hlutverk í danskri unglingamenningu.
Danskir menntaskólar endurhugsi drykkjumenninguna
Danska heilbrigðisstofnunin hefur sent menntaskólum landsins bréf þar sem óskað er eftir því að hætt verði að gera áfengi hátt undir höfði á viðburðum á vegum skólanna.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vilja gera óperuna aðgengilega fyrir Íslendinga
Kammeróperan ætlar að flytja meistarverkið Così fan tutte eftir Mozart íslensku á óperukvöldverði í Iðnó. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina fund.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Korn frá Úkraínu loks á leið til Afríku á barmi hungursneyðar
Flutningaskip á vegum Sameinuðu þjóðanna er á leið til Afríku með fullan farm af korni frá Úkraínu. Um er að ræða fyrstu kornflutninga frá Úkraínu til Afríku síðan Rússland réðst inn í Úkraínu.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vindmyllurnar sem yrðu notaðar í vindorkuverið í Hvalfirði yrðu um 250 metrar á hæð. Þær yrðu á fjalli sem er 647 metrar á hæð og því sjást mjög víða að.
Vindorkuverið hefði „veruleg áhrif á ásýnd“ Hvalfjarðar og nágrennis
Hvalfjörður er þekktur fyrir fjölbreytt og fallegt landslag. Stofnanir segja „mjög vandasamt“ að skipuleggja svo stórt inngrip sem vindorkuver er á slíku svæði og að það yrði „mikil áskorun“ að ná sátt um byggingu þess.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Mikið var látið með HBO Max þegar streymisþjónustan var kynnt til leiks vorið 2020 og hún auglýst gríðarlega.
Bylting á HBO Max veldur því að veitan kemur seinna til Íslands og efnisframboð minnkar
Bið Íslendinga eftir HBO Max mun lengjast um rúm tvö ár. Ástæðan er sameining móðurfélags HBO við fjölmiðlarisann Discovery. Ný stjórn er í brúnni og allt virðist vera gert til að spara pening.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Kristjanía er eins konar undraland í miðri Kaupmannahöfn.
Kristjaníubúar fá tilboð
Danska ríkið hefur gert íbúum Kristjaníu tilboð sem felur í sér umtalsverðar breytingar frá núverandi skipulagi. Íbúum „fríríkisins“ myndi fjölga talsvert ef breytingarnar ganga eftir. Samningaviðræður milli íbúanna og ríkisins standa yfir.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands birti samkomulag um sátt við FX Iceland í liðinni viku.
Fékk 2,7 milljóna króna sekt fyrir margháttuð og alvarleg brot á peningaþvættislögum
Annmarkar voru á flestum þáttum starfsemi gjaldeyrisskiptamiðstöðvar sem hóf starfsemi snemma árs 2020. Fyrirtækið stundaði meðal annars áfram viðskipti við aðila eftir að peningaþvættiseftirlitið hafði sent tilkynningu um grunsamleg viðskipti þeirra.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar