Meint áhrif reglugerðar eiga ekki við rök að styðjast

Fullyrðing Ísteka um að fjölga þyrfti blóðmerum um 1.500 í kjölfar nýrrar reglugerðarinnar um blóðmerahald er fráleit, skrifa systkinin Guðrún og Jón Scheving Thorsteinsson sem rýnt hafa í umsögn fyrirtækisins við reglugerðardrögin.

Guðrún og Jón Sch. Thorsteinsson
Auglýsing

Mik­il­vægt er að hags­muna­að­ilar vandi umsagnir sem fara í sam­ráðs­gátt stjórn­valda. Allar for­sendur útreikn­inga og útreikn­ing­arnir sjálfir verða að vera sem nákvæm­astir ekki síst þegar við­fangs­efnið er á sér­sviði þeirra sem rita umsögn­ina.

Í sam­ráðs­gátt stjórn­valda er umsögn um drög að reglu­gerð um blóð­töku úr fyl­fullum hryssum frá Ísteka ehf. Á bls. 13 í umsögn­inni er fjallað um meint umhverf­is­á­hrif af nýju reglu­gerð­inni. Þar segir meðal ann­ars:

„Kæmi til þess að skiptum til blóð­töku yrði fækkað úr 8 í 6, þá myndi það miðað við árið 2021 leiða af sér minnkun afurða um 13% að rúm­máli. Það segir þó ekki allt, þar sem blóð­magnið er ekki mæli­kvarði á magn hrá­efn­is. Virkni blóð­ein­inga er mjög mis­mun­andi, þar sem ⅞ skipta hryssur eru með lang­mestu virkn­ina yrði minnkun á virku hrá­efni um 22% þegar áhrif af ⅞ skipta hryssum hafa fjarað út.“

Auglýsing

Þetta er ekki vönduð fram­setn­ing:

  1. Ísteka virð­ist ganga út frá því að vegna nýju reglu­gerð­ar­innar munu „áhrif af ⅞ skipta hryssum fjara út“. Það er frekar ólík­legt enda tals­verð áhætta í því fólgin fyrir bændur að rækta ein­ungis 6-skipta hryss­ur, ekki síst þar sem þær virð­ast ekki allar duga til 6-skipta sbr. það sem fram kemur í umsögn Ísteka. Þetta er eins og að halda því fram að kúabú skipti yfir í mjólk­ur­minna kyn þar sem ein­inga­verð á mjólk er fast.
  2. Þótt allir bændur bregði á það ráð í kjöl­far nýju reglu­gerð­ar­innar að skipta yfir í 6-skipta hryssur tekur það langt á annan ára­tug að full­nýta þær ⅞-skipta hryssur sem nú eru til staðar auk þeirra sem verið er að rækta. Því sæj­ust litlar breyt­ingar umfram þá 13% minnkun (skv. Ísteka) vegna nýju reglu­gerð­ar­innar fyrr en í lok næsta ára­tug­ar. Við þetta má bæta að blóð­rúm­mál sem tekið er úr hverri hryssu hefur auk­ist í áranna rás sem og fjöldi hryssa með til­heyr­andi áhrifum á umhverfið og fátt segir að blóð­magn árs­ins 2021 sé rétt upp­hafs­magn eða upp­haf­s­punkt­ur.
  3. Lík­legt er að bændur haldi einmitt áfram að rækta hent­ugar blóð­merar (⅞ skipta mer­ar) þrátt fyrir nýju reglu­gerð­ina því að það tekur 5 ár að rækta merar til blóð­töku sam­kvæmt henni og með þessu geta bændur minnkað óviss­una um hverjar þeirra verða vel til þess fallnar til blóð­töku.
  4. Loks er ekk­ert heil­agt við verð­skrá Ísteka og ekk­ert ólík­legt að 10. gr nýju reglu­gerð­ar­innar muni taka breyt­ingum hvað verð­lagn­ingu varð­ar. Ekki er sjálf­sagt að mark­aðs­ráð­andi aðili ákveði verð til fram­leið­enda og ekki óeðli­legt að verðið verði ákveðið með svip­uðum hætti og í öðrum greinum land­bún­aðar þar sem ein­ungis einn eða fáir kaup­endur eru til stað­ar.

­Full­yrð­ing Ísteka um að fjölga þurfi blóð­merum um meira en 1500 í kjöl­far nýju reglu­gerð­ar­innar er því frá­leit.

Að lokum er rétt að benda á að horm­ónið er í hámarks­styrk í blóði fyl­fullrar hryssu á 55.-70. degi með­göngu en fram­leiðsla þess hefst á u.þ.b. 40. degi. Svo fyrsta blóð­takan er í kringum 40. dag og önnur blóð­takan í kringum 47. dag, þriðja í kringum 54 dag, fimmta í kringum 61, dag, 6. í kringum 68. dag. Við þriðju til sjöttu blóð­töku ætti því magn horm­óns­ins að vera í hámarki en fara svo dalandi. Ef Ísteka telur að mesta horm­ónið komi í sjö­unda og átt­unda skipti blóð­töku má ein­fald­lega byrja að taka blóðið seinna, þ.e.a.s. í kringum 50. dag á með­göngu.

Höf­undar eru Guð­rún Sch. Thor­steins­son hesta­eig­andi og læknir og Jón Sch. Thor­steins­son stærð­fræð­ingur og fram­kvæmda­stjóri.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sortuæxli myndast þegar fólk verður fyrir sólbruna og raunar þrefaldast líkurnar á að fólk þrói með sér húðkrabbamein við það eitt að sólbrenna á tveggja ára fresti.
Óttast fjölgun tilfella sortuæxla samhliða hlýnandi veðri
Sérfræðingar í Bretlandi óttast að tilfellum húðkrabbameins muni fjölga samhliða loftslagsbreytingum og hvetja fólk til að vera vart um sig í sólinni.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Kaupfélag Skagfirðinga hefur hagnast um 18 milljarða króna á fjórum árum
Eigið fé Kaupfélags Skagfirðinga, samvinnufélags í eigu 1.465 félagsmanna með höfuðstöðvar á Sauðárkróki, hefur þrefaldast frá árinu 2010 og er 49,5 milljarðar. Eignir félagsins eru metnar á tæplega 80 milljarða. Verðmætasta bókfærða eignin er kvóti.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Áfengi spilar afar stjórt hlutverk í danskri unglingamenningu.
Danskir menntaskólar endurhugsi drykkjumenninguna
Danska heilbrigðisstofnunin hefur sent menntaskólum landsins bréf þar sem óskað er eftir því að hætt verði að gera áfengi hátt undir höfði á viðburðum á vegum skólanna.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vilja gera óperuna aðgengilega fyrir Íslendinga
Kammeróperan ætlar að flytja meistarverkið Così fan tutte eftir Mozart íslensku á óperukvöldverði í Iðnó. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina fund.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Korn frá Úkraínu loks á leið til Afríku á barmi hungursneyðar
Flutningaskip á vegum Sameinuðu þjóðanna er á leið til Afríku með fullan farm af korni frá Úkraínu. Um er að ræða fyrstu kornflutninga frá Úkraínu til Afríku síðan Rússland réðst inn í Úkraínu.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vindmyllurnar sem yrðu notaðar í vindorkuverið í Hvalfirði yrðu um 250 metrar á hæð. Þær yrðu á fjalli sem er 647 metrar á hæð og því sjást mjög víða að.
Vindorkuverið hefði „veruleg áhrif á ásýnd“ Hvalfjarðar og nágrennis
Hvalfjörður er þekktur fyrir fjölbreytt og fallegt landslag. Stofnanir segja „mjög vandasamt“ að skipuleggja svo stórt inngrip sem vindorkuver er á slíku svæði og að það yrði „mikil áskorun“ að ná sátt um byggingu þess.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Mikið var látið með HBO Max þegar streymisþjónustan var kynnt til leiks vorið 2020 og hún auglýst gríðarlega.
Bylting á HBO Max veldur því að veitan kemur seinna til Íslands og efnisframboð minnkar
Bið Íslendinga eftir HBO Max mun lengjast um rúm tvö ár. Ástæðan er sameining móðurfélags HBO við fjölmiðlarisann Discovery. Ný stjórn er í brúnni og allt virðist vera gert til að spara pening.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Kristjanía er eins konar undraland í miðri Kaupmannahöfn.
Kristjaníubúar fá tilboð
Danska ríkið hefur gert íbúum Kristjaníu tilboð sem felur í sér umtalsverðar breytingar frá núverandi skipulagi. Íbúum „fríríkisins“ myndi fjölga talsvert ef breytingarnar ganga eftir. Samningaviðræður milli íbúanna og ríkisins standa yfir.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar