Verkís

Vegagerðin eigi að útfæra valkost sem „fellur betur að framtíðarsýn borgarinnar“

Skipulagsstofnun segir að í umhverfismatsskýrslu frá Vegagerðinni vegna Sæbrautarstokks ætti að teikna upp valkost sem falli betur að framtíðarsýn Reykjavíkurborgar um þróun borgarinnar og ekki útiloka valkosti þó þeir hafi neikvæð áhrif á umferðarrýmd eða umferðarflæði. Vegagerðin segir að sú tegund gatnamóta Sæbrautar og Skeiðarvogs/Kleppsmýrarvegs sem teiknuð hafi verið upp, punktgatnamót, sé sú umfangsminnsta sem komi til álita ef tengja eigi vegina við stokkinn og hafa Sæbraut í frjálsu flæði.

Skipu­lags­stofnun telur að Vega­gerðin eigi, í sam­starfi við Reykja­vík­ur­borg, að útfæra annan val­kost eða val­kosti um umferð­ar­mann­virki í tengslum við gerð Sæbraut­ar­stokks sem „fellur betur að fram­tíð­ar­sýn borg­ar­innar um þróun byggð­ar“ og segir mik­il­vægt að „við útfærslu slíkra val­kosta verði horft til þess að tak­marka umfang mann­virkja og áhrif á aðliggj­andi byggð, m.a. með því að gera ráð fyrir lægri hönn­un­ar­hraða og umferð­ar­magn­i“.

„Gæta skal þess að úti­loka ekki val­kosti á grund­velli þess að þeir leiða til minni umferð­ar­rýmdar eða umferð­ar­flæð­is,“ segir í áliti Skipu­lags­stofn­unar um mats­á­ætlun Vega­gerð­innar vegna Sæbraut­ar­stokks, sem birt var á vef stofn­un­ar­innar á mið­viku­dag.

Eins og Kjarn­inn sagði frá nýlega sendi emb­ætti skipu­lags­full­trúa Reykja­vík­ur­borgar inn umsögn við mats­á­ætlun Vega­gerð­ar­inn­ar, þar sem borgin kall­aði sér­stak­lega eftir því að til­laga að umfangs­minni gatna­mótum Sæbrautar og Skeið­ar­vogs/Klepps­mýr­ar­vegs yrði skoðuð í umhverf­is­mats­skýrslu til sam­an­burðar við einu til­lög­una sem lögð var fram í mats­á­ætlun Vega­gerð­ar­inn­ar, sem er und­an­fari umhverf­is­mats þess­arar stór­fram­kvæmd­ar.

Í umsögn skipu­lags­­full­­trúa borg­ar­innar var hnykkt á því að sam­­kvæmt aðal­­­skipu­lagi Reykja­vík­­­ur­­borgar sé mark­miðið með því að færa akvegi ofan í jörð­ina það að bæta umhverf­is­­gæði aðliggj­andi byggðar og tengja betur saman hverfi sem eru aðskilin með umferð­­ar­þungum stofn­brautum – en ekki að auka þjón­ust­u­­stig fyrir bíla­um­­ferð.

„Sá val­­kostur um útfærslu, sér­­stak­­lega gatna­­mót Skeið­­ar­vogs og Sæbraut­­ar, sem skil­­greindur er í mats­á­ætlun virð­ist ekki falla vel að þessum mark­miðum og mik­il­vægt er að mótuð verði önnur útfærsla sem verður til sam­an­­burðar í umhverf­is­mat­inu, þar sem gert er ráð fyrir umfangs­minni gatna­­mót­u­m,“ sagði í umsögn skipu­lags­­full­­trúa borg­ar­inn­ar.

Punkt­gatna­mót séu umfangs­minnsta leiðin

Í svari Vega­gerð­ar­innar við þess­ari athuga­semd frá Reykja­vík­ur­borg segir að ef tryggja eigi teng­ingar frá Sæbraut í stokk upp á Klepps­mýr­ar­veg/­Skeið­ar­vog og frjáls flæði umferðar á Sæbraut, sem sé ein af meg­in­for­sendum verk­efn­is­ins, þá sé „um­fangs­minnsta teg­und gatna­móta, punktagatna­mót sem sett hafa verið fram í frum­drög­um.“

Vega­gerðin segir að á for­hönn­un­ar­stigi verði lögð áhersla á að minnka umfang umræddra gatna­móta og segir að skoðað verði að lækka hönn­un­ar­hraða auk þess sem mögu­lega verði hólf milli stokka fjar­lægð, til að minnka umfang.

„Vega­gerðin bendir á að ekki megi ganga of langt í að minnka umfang gatna­móta þar sem slíkt mun leiða til þess að umferð leiti inn í nær­liggj­andi hverfi. Í mati á umhverf­is­á­hrifum verður gerð betri grein fyrir þeim val­kostum og grund­velli fyrir því vali sem þegar hefur farið fram,“ segir í svari Vega­gerð­ar­inn­ar.

Vega­gerðin vekur einnig athygli á því að í sam­göngusátt­mála höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins frá 2019 hafi Sæbraut­ar­stokknum verið lýst með ákveðnum hætti, sem einnig ætti að tengj­ast lýs­ingu á mark­miðum fram­kvæmd­ar­inn­ar.

Í sam­göngusátt­mál­anum segir meðal ann­ars að Sæbraut­ar­stokkur bæti sam­göngur í og við lyk­il­punkt í sam­göngu­kerf­inu, bæti flæði vöru­flutn­inga við Sunda­höfn og að stokk­ur­inn sé ein for­senda hug­mynda um Sunda­braut.

Vega­gerðin horfir þannig til þess að Sæbraut­ar­stokknum sé ætlað rýmra hlut­verk en ein­ungis þau sem skil­greind eru í aðal­skipu­lagi borg­ar­inn­ar, að bæta gæði nær­liggj­andi byggðar og tengja saman byggða­kjarna.

Ekk­ert sam­komu­lag liggur fyrir varð­andi byggð ofan á stokknum

Í svari við frek­ari athuga­semdum borg­ar­innar sem lúta að umfangi stokks­ins og tengdra umferð­ar­mann­virkja vekur Vega­gerðin svo athygli á því að það liggi ekki enn fyrir sam­komu­lag varð­andi byggð ofan á og í kringum stokk­inn, sem eðli­lega komi til með að hafa áhrif á útfærslu hans.

Vega­gerðin segir að hæð­ar­lega stokks­ins muni verða útfærð í sam­vinnu við borg­ina, auk þess sem fyr­ir­komu­lag gatna og byggðar við og ofan á stokknum verði skipu­lagt í for­hönnun og að nánar verði gerð grein fyrir því í mati í umhverf­is­mats­skýrslu verk­efn­is­ins.

Umferð­ar­spár og -áætl­anir mjög á reiki

Skipu­lags­stofnun segir einnig í áliti sínu að í vænt­an­legri umhverf­is­mats­skýrslu þurfi að koma fram „skýrar for­send­ur“ fyrir umferð­ar­spá sem geri ráð fyrir því að 50.000 bílar á sól­ar­hring fari um svæðið árið 2030, en á því byggir hönnun stokks­ins eins og hún hefur verið sett fram til þessa.

Í umsögn skipu­lags­full­trúa Reykja­vík­ur­borgar var gagn­rýnt að þessar umferð­ar­tölur gæfu sér að umferð myndi aukast bæði umfram vænta íbúa­fjölgun og fjölgun starfa, eða um 2 pró­sent á ári næstu 20 árin. „Það er mjög umdeil­an­­legt að gera ráð fyrir slíku, ekki síst í ljósi þess að öll opin­ber og sam­­þykkt mark­mið snúa að því að draga úr bíl­um­­ferð, í það minnsta pr. íbúa og að breyta ferða­venjum til fram­­tíðar lit­ið,“ sagði í umsögn­inni frá emb­ætti skipu­lags­­full­­trúa borg­ar­inn­ar, þar sem því var velt upp hvort skil­greina mætti val­kost sem gerði ráð fyrir 40 þús­und bíla umferð á dag, en ekki 50 þús­und.

Í svari Vega­gerð­ar­innar við þess­ari athuga­semd borg­ar­innar segir að í for­hönnun verks­ins, sam­hliða mati á umhverf­is­á­hrif­um, verði haldið áfram að vinna umferð­ar­grein­ingar fyrir Sæbraut­ar­stokk sem byggi á for­sendum aðal­skipu­lags Reykja­víkur til 2040, og að gerð verði grein fyrir þeim í umhverf­is­mats­skýrslu.

Vega­gerðin lætur ýmis gögn fylgja með svörum sínum við athuga­semdum um mats­á­ætl­un­ina, meðal ann­ars skýrslu Ver­kís sem snertir auk ann­ars á væntri þróun umferðar á Sæbraut­inni. Þar kemur fram kemur að afar mis­vísandi nið­ur­stöður hafi feng­ist á und­an­förnum árum út úr mis­mun­andi umferð­ar­lík­önum sem sett hafi verið upp.

Í einni spá frá Eflu hafi verið búist við 42.000 bílum á sól­ar­hring á Sæbraut við Voga­byggð árið 2030, en í annarri spá Mann­vits hafi því svo verið spáð að 60.800 bílar færu um sama svæðið á degi hverjum árið 2034. Látið er fylgja með það þyki óvenju mikil umferð­ar­aukn­ing og verið sé að stilla líkanið betur af.

Í skýrsl­unni frá Ver­kís segir að ákveðið hafi verið í sam­ráði við Vega­gerð­ina að miða við 50 þús­und öku­tæki sem fram­tíð­ar­um­ferð á þessu svæði, og segir að það passi „ágæt­lega við 2% aukn­ingu á ári næstu 20 árin sem er í sam­ræmi við mark­mið aðal­skipu­lags Reykja­víkur 2010-2030.“

Í þessum orðum virð­ist þó mögu­lega gæta ein­hvers mis­skiln­ings, því að mark­mið borg­ar­innar sam­kvæmt aðal­skipu­lag­inu til 2030 voru að með breyttum ferða­venjum myndi bíla­um­ferðin á göt­unum ein­ungis vaxa um alls 2 pró­sent til árs­ins 2030 (sem er ansi langt frá því að vera 2 pró­sent vöxtur á ári hverju).

Útskýra þurfi áhrif fram­kvæmda á nær­liggj­andi byggð

Skipu­lags­stofnun segir að öðru leyti í áliti sínu að gera þurfi grein fyrir ýmsu sem teng­ist áhrifum vænt­an­legs Sæbraut­ar­stokks og fram­kvæmdum við hann í umhverf­is­mats­skýrslu. Til dæmis þurfi að gera grein fyrir mengun við munna stokks­ins og hvernig staðið verði að loft­ræst­ingu hans. Einnig þurfi að gera grein fyrir fleygun og spreng­ingum sem ráð­ast eigi í við fram­kvæmd­irnar og mögu­leg áhrif þeirra í nær­liggj­andi byggð í Voga­hverfi.

„Þá þarf í umhverf­is­mats­skýrslu að fjalla ítar­lega um hávaða, bæði á fram­kvæmda­tíma og vegna umferðar að loknum fram­kvæmdum og birta dyn­línu­kort sem sýnir hljóð­stig í aðliggj­andi hverfum fyrir og eftir fram­kvæmd­ir. Gera þarf grein fyrir hugs­an­legum mót­væg­is­að­gerðum ef hávaði frá umferð fer yfir við­mið­un­ar­mörk reglu­gerðar um hávaða varð­andi umferð öku­tækja,“ segir einnig í áliti stofn­un­ar­inn­ar.

Mót­væg­is­að­gerðir mögu­lega nauð­syn­legar vegna vegg­verks í Duggu­vogi

Þá er vikið að því að í umhverf­is­mats­skýrslu þurfi að fjalla um og til­greina götu­heiti og hús­númer þeirra húsa sem eiga að víkja fyrir fram­kvæmd­inni, en í mats­á­ætlun kom fram að ein­hver hús sem í dag standa þétt upp við Sæbraut­ina þyrftu að víkja þegar fram­kvæmdir við stokk­inn fara af stað.

Utan á Dugguvogi 42 er veggverk eftir Gerði Helgadóttur, sem Minjastofnun segir að gefa þurfi sérstakan gaum í komandi framkvæmdum.
Já.is

Skipu­lags­stofnun segir að það þurfi að huga að menn­ing­arminjum og gera grein fyrir hugs­an­legum mót­væg­is­að­gerðum vegna þeirra. Stofn­unin minn­ist sér­stak­lega á lág­mynd eftir Gerði Helga­dóttur sem prýðir hús sem stendur við Duggu­vog 42.

Minja­stofnun vakti athygli á því í umsögn sinni að húsið hefði mikið varð­veislu­gildi vegna vegg­mynd­ar­innar og að ráð­ast þyrfti í mögu­legar mót­væg­is­að­gerðir þegar fram­kvæmdir hefjast, í sam­starfi við Gerð­ar­safn.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnArnar Þór Ingólfsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar