Root

Sárafáar athugasemdir bárust við skipulag 735 íbúða hverfis í Hafnarfirði

Á tæplega 33 þúsund fermetra svæði ofan við Suðurhöfnina í Hafnarfirði er verið að skipuleggja byggingu alls 735 íbúða í 25 stakstæðum fjölbýlishúsum. Fáar athugasemdir bárust við deiliskipulagstillögu reitsins á athugasemdatíma og einungis tvær frá almennum borgurum í bænum. Þær voru báðar afar jákvæðar, og vonast eftir því að uppbyggingu yrði hrundið af stað sem fyrst.

Fáar athuga­semdir bár­ust Hafn­ar­fjarð­arbæ vegna aug­lýs­ingar á nýju deiliskipu­lagi Óseyr­ar­hverfis, sem til stendur að bygg­ist upp ofan við Suð­ur­höfn­ina í Hafn­ar­firði. Á reitnum er í dag atvinnu­hús­næði á nokkrum lóð­um, en gert er ráð fyrir að öll húsin víki og allt að 735 íbúðir verði byggðar í 25 fjöl­býl­is­hús­um, sem verði á bil­inu þriggja til sex hæða há.

Ein­ungis tvær athuga­semdir bár­ust við skipu­lagið frá almennum borg­urum í bænum og voru þær sam­hljóma. Í þeim var lýst yfir ánægju með nýtt deiliskipu­lag hverf­is­ins. „Það er löngu tíma­bært að hanna hverfið að nýju til prýði fyrir bæinn. Von­andi verður haf­ist handa sem allra fyrst,“ sagði í athuga­semdum íbú­anna, sem eru nágrannar í Suð­ur­bænum í Hafn­ar­firði.

Skipu­lags­svæðið sem um ræðir afmarkast af Hval­eyr­ar­braut, Fornu­búð­um, Óseyr­ar­braut og Stapa­götu, en inni á þessu svæði eru meðal ann­ars í dag tvö bíla­verk­stæði, sigl­inga­vöru­versl­un, fisk­búð og ýmis léttur iðn­aður ann­ar.

Hafn­ar­fjarð­ar­bær hélt opinn kynn­ing­ar­fund um deiliskipu­lagið 30. júní, en frestur til þess að senda inn athuga­semdir rann út 22. júlí. Kjarn­inn fékk athuga­semdir um skipu­lagið afhentar eftir að þær voru kynntar kjörnum full­trúum á fundi skipu­lags­ráðs bæj­ar­ins í þar­síð­ustu viku.

Upp­bygg­ing mik­ils fjölda íbúða á þessum slóðum er hluti af frek­ari umbreyt­ingu sem Hafn­ar­fjarð­ar­bær er með í píp­unum á svæð­inu við Flens­borg­ar­höfn/­Suð­ur­höfn, sem virða má fyrir sér í mynd­bandi hér að neð­an, sem unnið var í tengslum við sam­þykkt ramma­skipu­lags svæð­is­ins árið 2020.

Leyfi­legt hámarks­bygg­ing­ar­magn ofanjarðar eru 68.428 fer­metrar og við bæt­ist að heim­ild er fyrir því að byggja bíla­kjall­ara undir öllum reitn­um, sem gæti orðið alls 32.823 fer­metr­ar. Heild­ar­bygg­ing­ar­magnið er því yfir 101 þús­und fer­metr­ar, sam­kvæmt til­lög­unni.

Einn lóð­ar­hafi vill aukið nýt­ing­ar­hlut­fall á sinni lóð

Eig­andi einnar fast­eignar inni á skipu­lags­svæð­inu skil­aði inn umsögn til Hafn­ar­fjarð­ar­bæj­ar, en það var for­svars­maður félags­ins Sýn­inga­ljós ehf. sem á fast­eign að Hval­eyr­ar­braut 12, um 1.500 fer­metra atvinnu- og iðn­að­ar­hús­næði.

Óhætt er að segja að svæðið á milli Hvaleyrarbrautar og Óseyrarbrautar muni taka stakkaskiptum ef skipulagið raungerist.
Úr deiliskipulagstillögu

Athuga­semd lóð­ar­hafans snýr fyrst og fremst að fyr­ir­hug­uðu nýt­ing­ar­hlut­falli lóð­ar­inn­ar, en sam­kvæmt deiliskipu­lags­til­lög­unni á nýt­ing­ar­hlut­fallið á lóð hans að verða 1,44, sem er það lægsta á reitnum öll­um, en meðal nýt­ing­ar­hlut­fall í skipu­lag­inu ofanjarðar er 2,08.

Heilt yfir er nýt­ing­ar­hlut­fallið í skipu­lag­inu þó 3,1 að með­töldum risa­vöxnum bíla­kjall­ar­an­um, sem heim­ild er fyr­ir. Að nýt­ing­ar­hlut­fallið sé 3,1 þýðir að bygg­ing­ar­fer­metrar á reitnum geta orðið rúm­lega þrefalt fleiri en fer­metra­tala upp­bygg­ing­ar­svæð­is­ins.

„Ástæða þess að nýt­ing­ar­hlut­fall á lóð umbjóð­anda míns er mun lægra en með­al­talið er sú að um helm­ingur af lóð­inni er tek­inn undir torg í stað bygg­ing­ar. Þetta getur umbjóð­andi minn ekki sætt sig við enda er þá ekki gætt jafn­ræðis milli núver­andi lóð­ar­hafa á reitn­um,“ segir í umsögn­inni frá Sýn­ing­ar­ljósum, sem lög­manns­stofa skrif­aði fyrir hönd lóð­ar­hafans. Þar er einnig farið fram á að nýt­ing­ar­hlut­fallið á lóð­inni verði auk­ið, að minnsta kosti upp í með­al­nýt­ing­ar­hlut­fall reits­ins og því lýst yfir að ef til­lagan verði sam­þykkt óbreytt áskilji lóð­ar­haf­inn sér rétt til þess að fá til­lög­unni hnekkt, eða gera kröfur á hendur bænum um skaða­bætur eða inn­lausn eigna.

Búa eigi til eina lóð úr svæð­inu ef bíla­kjall­ari á að vera sam­tengdur

Emb­ætt­is­maður sem fæst við fast­eigna­skrán­ingu hjá Hafn­ar­fjarð­arbæ gerði athuga­semd við skipu­lag­ið, þar sem fram kemur að ef kvöð eigi að vera um almennan gegn­u­makstur bíla­kjall­ara allra lóð­anna, eins og skipu­lags­til­laga gerir ráð fyr­ir, væri rétt­ast að búa til eina stóra lóð úr svæð­inu.

Engar umferðargötur verða innan reitsins, en undir honum verður líklega einn stærsti bílakjallari landsins.
JVST/Batteríið

„Að láta lóð­irnar standa eins og þær eru og með bíla­kjall­ara þar sem hægt er að aka á milli lóða/­eigna, þýðir að kostn­að­ar­matið verður aldrei rétt og eign­ar­hald bíla­stæða­kjall­ara yrði mjög flók­ið,“ segir í athuga­semd fast­eigna­skrán­ingar bæj­ar­ins, þar sem bent er á að dæmi séu um að lóðir með sam­eig­in­legum bíla­kjall­ara hafi verið sam­ein­að­ar, t.d. í Skugga­hverf­inu í Reykja­vík og svo lóðin með stóra sam­eig­in­lega bíla­kjall­ar­anum undir Hörpu­/Hafn­ar­torgi.

„Ef bíla­kjall­ari á að flæða á milli lóða, þá þarf að sam­eina allar lóð­irnar í eina lóð og gera eigna­skipta­yf­ir­lýs­ingu þar sem kemur fram hvað hver og einn eig­andi á í bygg­ing­ar­rétti á lóð þ.e. % eða fer­metra,“ segir í umsögn­inni.

HS Veitur spyrja hver hafi heim­ilað að spenni­stöð verði rifin

HS Veitur sendu frá sér athuga­semdir við skipu­lag­ið, en fyr­ir­tækið nefnir í umsögn­inni að við fyrri aðal­skipu­lags­breyt­ingar hjá bænum árið 2020, sem deiliskipu­lag Óseyr­ar­hverf­is­ins sam­ræm­ist, hafi HS Veitur bent á að fyr­ir­tækið væri með spenni­stöðvar í rekstri innan skipu­lags­svæð­is­ins og að óskað hefði verið eftir góðri sam­vinnu við bæj­ar­yf­ir­völd.

Úr umsögn HS Veitna

Engin svör hafa hins vegar borist síð­an, að sögn HS Veitna, og segir fyr­ir­tækið að ekk­ert sam­band hafi verið haft sam­band við fyr­ir­tækið þrátt fyrir að það eigi og reki spenni­stöð við innan skipu­lags­svæð­is­ins við Óseyr­ar­braut 5A og sé með lóð­ar­leigu­samn­ing undir hana fram til árs­ins 2087. Fyr­ir­tækið virð­ist svo undr­andi á því að talað sé um hús­næðið sem hýsir spenni­stöð­ina sem „bygg­ingu sem megi víkja“ í aug­lýstu deiliskipu­lagi og spyr fyr­ir­tækið ein­fald­lega: „Hvaðan koma þær heim­ild­ir?“

Þá segja HS Veitur að það muni þurfa 3-4 spenni­stöðvar til þess að anna raf­orku­þörf hverf­is­ins sem til stendur að byggja á þessum reit, en að ekki sé að sjá að gert sé ráð fyrir neinum spenni­stöðvum í bygg­ing­unum né lóð­ar­reitum undir spenni­stöðv­ar.

Einnig segir fyr­ir­tækið að ekki sé tekið til­lit til veitu­lagna og færslu háspennu­strengja í aug­lýstum deiliskipu­lags­til­lögum og mælir með því að kostn­aður við að færa hvoru tveggja fari á lóð­ar­hafa í hinu nýja Óseyr­ar­hverfi.

Fjögur meg­in­torg, níu inn­garðar og vist­gata á reitnum

Deiliskipu­lags­til­laga reits­ins, sem aug­lýst var, gerir sem áður segir ráð fyrir yfir sjöhund­ruð íbúðum í alls 25 fjöl­býl­is­hús­um. Heim­ild er til þess að byggja bíla­kjall­ara undir öllum reitn­um, jafn­vel á tveimur hæð­um.

Gert er ráð fyrir því að fjölbýlishúsin á svæðinu verði alls 25 talsins.
Úr deiliskipulagstillögunni

Innan reits­ins munu húsin standa stak­stæð og dreifast nokkuð óreglu­lega um svæð­ið. Segir í til­lög­unni að þar sé horft til eldra byggða­mynstur í Hafn­ar­firði. Engar umferð­ar­götur verða innan reits­ins, en aðkoma neyð­ar­bíla er hugsuð um vist­götu sem á að skera reit­inn frá austri til vest­urs og verður aðal­göngu­leiðin um svæð­ið. Fjórar minni göngu­leiðir skera svo reit­inn frá norðri til suð­urs, en fjögur meg­in­torg eiga að verða á svæð­inu sam­kvæmt skipu­lags­til­lög­unni, auk níu minni inn­garða.

„Til að skapa sem best skjól fyrir verstu vind­átt­unum sem eru austan og suð­aust­anátt, er sér­stak­lega horft til upp­brots garð­rýma og stíga sem liggja eftir þessum átt­um, sem hjálpar til við að bjróta vind­inn. Áþekk hæð bygg­inga á öllum reitnum þar sem eng­inn bygg­ing sker sig úr í hæð, er auk þess með til að veita vindi yfir svæðið í stað þess að fanga hann og beina niður í garð­rým­in,“ segir einnig í skipu­lags­til­lög­unni.

Innan reits­ins munu húsin standa stak­stæð, og segir í til­lög­unni að þar sé horft til eldra byggða­mynstur í Hafn­ar­firði. Engar umferð­ar­götur verða innan reits­ins, en aðkoma neyð­ar­bíla er hugsuð um vist­götu sem á að skera reit­inn frá austri til vest­urs og verður aðal­göngu­leiðin um svæð­ið. Fjórar minni göngu­leiðir skera svo reit­inn frá norðri til suð­urs, en fjögur meg­in­torg eiga að verða á svæð­inu sam­kvæmt skipu­lags­til­lög­unni, auk níu minni inn­garða.

„Til að skapa sem best skjól fyrir verstu vind­átt­unum sem eru austan og suð­aust­anátt, er sér­stak­lega horft til upp­brots garð­rýma og stíga sem liggja eftir þessum átt­um, sem hjálpar til við að brjóta vind­inn. Áþekk hæð bygg­inga á öllum reitnum þar sem eng­inn bygg­ing sker sig úr í hæð, er auk þess með til að veita vindi yfir svæðið í stað þess að fanga hann og beina niður í garð­rým­in,“ segir einnig í skipu­lags­til­lög­unni.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnArnar Þór Ingólfsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar