Bylting á HBO Max veldur því að veitan kemur seinna til Íslands og efnisframboð minnkar

Bið Íslendinga eftir HBO Max mun lengjast um rúm tvö ár. Ástæðan er sameining móðurfélags HBO við fjölmiðlarisann Discovery. Ný stjórn er í brúnni og allt virðist vera gert til að spara pening.

Mikið var látið með HBO Max þegar streymisþjónustan var kynnt til leiks vorið 2020 og hún auglýst gríðarlega.
Mikið var látið með HBO Max þegar streymisþjónustan var kynnt til leiks vorið 2020 og hún auglýst gríðarlega.
Auglýsing

Um tíma var HBO Max talin heitasta streym­isveitan á mark­aðn­um. Allt fyrra efni HBO ásamt nýjum þátta­röðum og kvik­myndum hittu beint í mark hjá neyt­endum og skutu sam­keppn­inni ref fyrir rass. Nærri því átta­tíu milljón manns borga áskrift að veit­unni um þessar mund­ir. 

Eftir ein­ungis tvö ár í loft­inu og gott gengi verður þó tals­verð breyt­ing á umgjörð og efn­is­fram­boði HBO Max og í raun öllu sem er undir sama móð­ur­fé­lagi, hinu nýstofn­aða Warner Bros. Discovery.

Í fyrsta lagi á að sam­eina HBO Max við streym­isveitu Discovery ein­hvern tím­ann á næsta ári. Þetta mun tefja komu Max til Íslands, en í fyrra var greint frá því að veitan yrði komin hingað fyrir árs­lok 2022. Það mun ekki ger­ast fyrr en í fyrsta lagi 2024. 

Ekki nóg með það heldur á að taka veru­lega til í efn­is­fram­boði fyr­ir­tæk­is­ins til fram­tíð­ar. Til að gefa ein­hverja mynd af aðstæðum innan veggja Warner Bros. Discovery þá var heilli til­bú­inni kvik­mynd slaufað, vegna þess að hún kom illa út úr prufu­sýn­ingu.

Starfs­menn HBO hafa lýst ótta­á­standi á skrif­stof­unni og líkur eru á að meiri­hluti muni missa starf sitt. 

Fram­kvæmda­stjóri Warner Bros. Discovery virð­ist ganga hart fram með áætl­anir sínar að gera fyr­ir­tækið jafn arð­samt og sjón­varps­mark­að­ur­inn var í gamla daga. Einnig verður tals­verð breyt­ing á kvik­mynda­fram­leiðslu fyr­ir­tæk­is­ins. Myndir þeirra hafa hingað til farið á HBO Max eftir 45 daga bíó­sýn­ing­ar. Það verður ekki lengur svo­leið­is.

Gam­alt efni í bland við nýtt

HBO Max hóf starf­semi þann 27. maí árið 2020 og fékk strax góðar mót­tök­ur. Allt útgefið efni HBO er á streym­isveit­unni, nýir þættir voru settir á streymið sam­hliða því að vera sýndir í línu­legri dag­skrá. Þar mátti finna flest allt efni í eigu Warn­erMedia, kvik­myndir frá Warner Bros og New Line Cinema ásamt efni frá sjón­varps­stöðv­unum CW og TNT svo fáein dæmi séu nefnd.

Auglýsing
Til við­bótar við eldra efni fór fyr­ir­tækið að fram­leiða bæði sjón­varps­þætti og kvik­myndir undir heit­inu HBO Max Orig­inals

Veitan er einnig með allt efni frá teikni­mynda­söguris­anum DC, kvik­myndir á borð við Just­ice League, Wonder Woman og þætti eins og Peacema­ker

Þrátt fyrir sam­keppni við tvær aðrar nýjar streym­isveitur - Apple TV+ og Dis­ney+ - náði HBO Max góðum áskrif­enda­fjölda. Í apríl voru um 76,8 milljón manns með áskrift. 

Ekki lengur sér­staða á íslenskum mark­aði

Síð­ustu ár hefur efni frá HBO ein­ungis verið aðgengi­legt á Íslandi í gegnum áskrift að Stöð 2. Árið 2014 gerði 365, þáver­andi eig­andi Stöð 2, fimm ára samn­ing við HBO um birt­ing­ar­rétt­indi á efni þeirra á íslenskum mark­aði. Stöð 2 var þá aug­lýst sem „Heim­ili HBO.“ 

Þá var nýkomin í loftið af stað eins konar streym­isveita fyrir áskrif­endur Stöðvar 2, sem kall­að­ist Stöð 2 Mara­þon. Ásamt því að nýir þætt­ir, eins og Game of Thro­nes, voru sýndir í línu­legri dag­skrá, var eldra efni HBO aðgengi­legt í gegnum mynd­lykla þeirra. 

Game of Thrones-þáttaröðin var krúnudjásn HBO um tíma.

Í frétta­til­kynn­ingu um samn­ing­inn sagð­i: 

„[...] áskrif­endur geta horft á heilar sjón­varps­þátta­ser­íur eftir hent­ug­leika, sem og rétt­indi fyrir streymi um snjall­tæki og vef. Samn­ing­ur­inn skapar því sér­stöðu fyrir Mara­þonið þar sem efni HBO er ekki aðgengi­legt á Net­fl­ix.“

Þessi sér­staða Stöðvar 2 átti þó ekki eftir að end­ast. Flest öll stóru fram­leiðslu­tækin eru annað hvort með streym­isveitu í loft­inu eða í start­hol­un­um. Það er því ekki lengur verið að selja efni til ann­arra landa, heldur frekar er landið sett á markað streym­isveit­unn­ar. HBO hafði einmitt verið með það yfir­lýst að þau vildu ekki selja efni til lands­ins af þessum ástæð­um.

Í fyrra­haust var einmitt greint frá því að Ísand væri í hópi landa sem ættu að bæt­ast næst við HBO Max mark­að­inn. Fyr­ir­huguð dag­setn­ing á því var sögð vera haustið 2022.

Stöð 2 þurfti því að efla fram­leiðslu á inn­lendu efni og sækja erlent efni til fyr­ir­tækja sem væru ekki á leið til lands­ins með streym­isveitu. Það sagði alla­vega Þóra Björg Clausen, dag­skrár­stjóri, í sam­tali við frétta­stofu RÚV í októ­ber.

„Það er nóg fram­boð af efni frá öðrum fram­leið­endum og við sjáum það líka í öllum áhorfs­mæl­ingum að íslenskt efni fær mesta áhorf­ið,“ sagði Þóra. Hún minnt­ist á að af nægu væri að taka af erlendu efni, Uni­ver­sal væri ekki á leið að flytja sína veitu til lands­ins á næstu miss­erum og Sony væri ekki með streym­isveitu yfir höf­uð.

Eins og glöggir taka ef til vill eftir er streym­isveitan ekki enn komin til lands­ins. Í gær greindi Frétta­blaðið frá því að komu veit­unnar seinkar um meira en tvö ár. 

Tekið úr sam­bandi eftir minna en mánuð

Fram­kvæmda­stjóri Warner Bros. Discovery, David Zaslav, hefur tekið nokkrar stórar ákvarð­anir á stuttum ferli sínum hjá fyr­ir­tæk­inu. Hann leiddi sam­ein­ingu Warn­erMedia og Discovery í apríl eftir langan feril hjá hinu síð­ar­nefnda, þar var hann einnig fram­kvæmda­stjóri og for­set­i. 

Það leið ekki mán­uður frá því að Zaslav sett­ist í stól­inn að hann var strax búinn að taka 300 millj­óna doll­ara verk­efni úr sam­bandi; streym­isveit­una CNN+.

Auglýsing
Sú hafði farið í loftið í lok mars og átti að þjóna auka­lega við hlið frétta­stöðv­ar­inn­ar. Þekkt and­lit CNN voru þar með sína eigin þætti, frétta­skýr­ingar og við­töl, ásamt öllu eldra efni sem hafði verið fram­leitt fyrir CNN. 

Í lok mars var veit­unni slaufað og starfs­fólki ýmist sagt upp eða flutt í önnur verk­efni sem áttu frekar að þjóna fram­tíð­ar­sýn sam­steypunn­ar.

Áhorf á CNN+ var langt undir vænt­ing­um, um 10.000 manns horfðu dag­lega á veit­una á fyrstu tveim vik­unum að sögn CNBC. Það var önnur yfir­lýst ástæða fyrir skurð­in­um. Seinna meir var haft eftir Zaslav að CNN+ þjón­aði ekki til­gangi í fram­tíð­ar­sýn Warner Bros. Discovery, hann vildi frekar reka eina stóra streym­isveitu með öllu, eða alla­vega meiri­hluta, af efn­inu sem fyr­ir­tækið hefur undir höndum sér.

Hent undir rút­una

Zaslav leiddi á dög­unum tekju­fund WMD, fyrir fjár­festa og fjöl­miðla, þar sem hann flutti erindi um tekjur fyr­ir­tæk­is­ins, fram­tíð­ar­sýn og áætl­an­ir.

Til að ná téðri fram­tíð­ar­sýn virð­ist Zaslav ætla að henda all nokkrum breytum undir rút­una. Ekki nóg með að sam­eina HBO Max og Discovery+ veit­urn­ar, heldur hafa að minnsta kosti tvær nærri því til­búnar kvik­myndir verið settar upp í hillu til fram­búð­ar, að öllum lík­indum til að fá skatta­af­slátt. Í stuttu máli er flest að fara að breyt­ast.

Í lok árs 2021 varð breyt­ing á svoköll­uðu „Project Popcorn,“ þar sem allar myndir Warner Bros var streymt á HBO Max sam­hliða því að vera sýndar í bíó. Breyt­ingin fól í sér að myndin var sýnd í bíó í alla­vega 45 daga áður en hún fékk var­an­legt stæði á HBO Max. 

Ekki leng­ur.

Kvik­myndin Elvis sló í gegn í sum­ar, græddi 447 millj­ónir doll­ara um heim allan og vakti lukku gagn­rýnenda. Hún átti að lenda á HBO Max í byrjun ágúst en er ekki enn komin þang­að. 

Kvikmynd Baz Luhrmann um Elvis Presley hefur vakið mikla lukku og skilað umtalsverðum fjármunum í kassann fyrir framleiðendur hennar.

Ástæð­an? Warner Bros. Discovery ætlar héðan í frá að velja myndir sér­stak­lega til að birt­ast á streym­isveitu sinni. Elvis varð ekki fyrir val­in­u. 

„Þessi hug­mynd að dýrar kvik­myndir fari beint á streym­isveit­ur, við finnum ekki gróða­vænar útskýr­ingar á því,“ sagði Zaslav á tekju­fund­in­um. Elvis er hægt að leigja og kaupa staf­rænt á við­eig­andi miðlum en von­góðir áhorf­endur eru beðnir um að halda ekki niðri and­anum eftir að hún kemur á streym­isveit­ur. 

Zaslav segir fyr­ir­tækið ætla fjár­festa meiri fjár­munum og tíma í bíó­upp­lifun­ina. Til þess þarf að spara og finna glufur í bók­hald­inu. Aðferðir hans til að finna téðar glufur eru í besta falli umdeild­ar.

Kvik­myndir breyt­ast í skatta­af­slátt

Fram­leiðslu á kvik­mynd­inni Bat­girl um sam­nefnda ofur­hetju var nokkuð langt komin í sum­ar. Kvik­mynda­töku var lokið og eft­ir-fram­leiðslu­stigið haf­ið. Leik­stjór­arn­ir, Adil El Arbi og Bilal Fallah, voru valdir eftir að fyrri kvik­mynd þeirra, Bad Boys For Life, sló í gegn hjá bæði áhorf­endum og gagn­rýnend­um.

Þeir voru báðir staddir í Marokkó þar sem Adil var í þann mund að fagna brúð­kaupi sínu þegar þeim var tjáð að mynd­in, sem hafði kostað um 80 milljón doll­ara, væri komin upp í hillu og myndi aldrei birt­ast augum áhorf­enda.

Bat­girl átti að fara beint í sýn­ingu á HBO Max. 

Fram­leiðslan hafði þegar vakið athygli innan nör­da­menn­ing­ar­innar þar sem Mich­ael Keaton var feng­inn til að leika Leð­ur­blöku­mann­inn á ný, í fyrsta sinn síðan árið 1992. Einnig var myndin hluti af upp­risu Brendan Fra­ser, sem var frægastur við upp­haf tutt­ug­ustu ald­ar­inn­ar, en hann átti að leika vonda kall­inn, Eld­flug­una. Sjálf Leð­ur­blöku­stelpan átti að vera leikin af Leslie Grace, sem sló í gegn í söng­leiknum In the Heights

Ekk­ert verður af mynd­inni. Ýmsar ástæður voru gefn­ar; þá helst að prufu­sýn­ing á mynd­inni gekk ekki vel og athuga­semdir ein­hverra áhorf­enda voru nei­kvæð­ar. 

Lík­leg­ast er þó skatta­af­slátt­ur­inn sem Warner Bros. Discovery fær af slaufun mynd­ar­innar hafi spilað stærsta rullu í ákvörðun þeirra. Eins og áður kom fram er það yfir­lýst stefna David Zaslav að hafa nægt fjár­magn til að ná almenni­lega inn á bíó­mark­að­inn. 

Bat­girl er ekki eina myndin sem var fórn­að. Teikni­mynd­inni Scoob! var einnig slaufað þrátt fyrir að vera svo gott sem til­búin og nokkrar þátt­araðir eru komnar í hættu­flokk þrátt fyrir að hafa fyrir nokkru síðan fengið stað­fest­ingu á annarri ser­íu.

Tíu ára plan eins og Mar­vel

David Zaslav hefur ekki farið leyndum orðum um áform sín. Hann vill græða að nýju á bíó­sýn­ingum og ná sömu hæðum og sjón­varps­fram­leiðsla tutt­ug­ustu ald­ar­innar náði eitt sinn. Eitt af því er að nýta gíf­ur­legt safn DC á ofur­hetj­um, líkt og Mar­vel Studios hefur gert feikna vel síð­ustu tólf ár.

Sam­kvæmt ein­hverjum for­svars­mönnum gekk prufu­sýn­ing á Bat­girl illa. Zaslav hefur sagt að hann vill vernda orð­spor kvik­mynda á vegum WMD, það þýðir að léleg kvik­mynd sem kost­aði tug­millj­ónir doll­ara gæti sett var­an­legt sár á orð­spor fram­leið­and­ans. Það kemur því ef til vill á óvart að til stendur enn að gefa út The Flash, þrátt fyrir að stjarna mynd­ar­inn­ar, Ezra Mill­er, hafi verið hand­tek­inn fyrir óspektir og lík­ams­árás, ásamt því að vera sak­aður um að leiða ein­hvers konar sér­trú­ar­söfn­uð. 

Zaslav vill nefni­lega reyna að líkja eftir sam­eig­in­legum kvik­mynda­heim líkt og þeim sem Mar­vel Studios hefur full­komnað síð­ustu fjórtán ár. Myndir þeirra hafa náð inn millj­örðum doll­ara ásamt því að skapa um sig stóran og hlið­hollan hóp aðdá­enda.

Auglýsing
Það hafa myndir DC ekki gert. Þær hafa vissu­lega grætt ein­hvern pen­ing, en ekki gefið af sér nógu gott orð til að ein­hver nenni að skapa sam­eig­in­legan kvik­mynda­heim utan um. Just­ice League kom út árið 2017 við nokkuð volgar mót­tökur líkt og fyrri myndir um ofur­hetjur þess heims, eins og Bat­man v Superman.

Einnig ríkir nokkur óvissa um fyr­ir­hug­aðan þrí­leik Matt Reeves um Leð­ur­blöku­mann­inn. 

Fyrsta mynd­in, The Bat­man, kom í bíó fyrr á árinu og sló ræki­lega í gegn, bæði hjá gagn­rýnendum og áhorf­end­um. Myndin er ekk­ert tengd sam­eig­in­legum kvik­mynda­heim DC en tókst þó að græða um 770 millj­ónir doll­ara á heims­vís­u. 

Verður þessum þrí­leik fórnað í þágu ann­arra mynda sem David Zaslav hefur meiri hug á að setja í bíó? Hvað með þær myndir sem var eitt sinn lofað að myndu lifa svo að segja að eilífu á streym­isveit­unni en var svo hent út sökum sparn­að­ar­að­gerða?

Það ekki ljóst hvað ger­ist næst. HBO Max mun sam­ein­ast Discovery, en hvað þýðir það? Verður stærri og þar með dýr­ari streym­isveita í boði með minna efni en það sem áður var? 

Það er þó ljóst að streym­isveitu­mark­að­ur­inn mun taka ein­hverjum breyt­ingum á næstu árum, ef þetta eru áherslur Warner Bros. Discovery. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar