Súkkulaðifjallið verður ekki lengur „Toblerone of Switzerland“

Toblerone er án efa eitt þekktasta vörumerki súkkulaðiheimsins og jafnframt helsta einkennistákn svissneskrar sælgætisgerðar. Slagorðið „Toblerone of Switzerland“ hverfur brátt af umbúðunum en mynd af fjallinu Matterhorn og lögun góðgætisins halda sér.

Árið 2008, þegar hundrað ár voru liðin frá því að Toblerone kom á markaðinn, voru mikil hátíðahöld í Sviss. En brátt mun áletrunin „of Switzerland“ hverfa af pakkningum súkkulaðistykkjanna heimsþekktu.
Árið 2008, þegar hundrað ár voru liðin frá því að Toblerone kom á markaðinn, voru mikil hátíðahöld í Sviss. En brátt mun áletrunin „of Switzerland“ hverfa af pakkningum súkkulaðistykkjanna heimsþekktu.
Auglýsing

Vand­fundin er sú mat­vöru-, flug­vall­ar- eða sæl­gæt­is­versl­un, að minnsta kosti í hinum vest­ræna heimi, sem ekki hefur til sölu hið sviss­neska Tobler­o­ne, jafn­vel allt frá ,,m­ini“ stykkjum (í poka) upp í 500 gramma stykki. Sama hver stærðin er, lög­unin er ætíð sú sama: þrí­hyrn­ingur sem minnir á mynd­ina sem prýðir umbúð­irn­ar, Matt­er­horn.

Daniel Pet­er, og mjólk­ursúkkulaðið

Á árunum fyrir alda­mótin 1900 naut mjólk­ursúkkulaði vax­andi vin­sælda, en það var þá til­tölu­lega nýleg upp­finn­ing þótt súkkulaði sem slíkt væri miklu eldra.

Sviss­lend­ing­ur­inn Daniel Pet­er, sem var fæddur 1836, hafði korn­ungur stofnað kerta­verk­smiðju en sneri sér brátt að súkkulaði­fram­leiðslu. Hann gerði ýmsar til­raunir með að blanda mjólk saman við súkkulað­ið, til að breyta áferð­inni og ná fram hinu eft­ir­sótta sætu­bragði. Daniel tókst með þess­ari aðferð að búa til bragð­gott súkkulaði en eitt vanda­mál skaut upp koll­in­um; súkkulaðið vildi mygla. Daniel Peter kenndi vatn­inu í mjólk­inni um og setti sig í sam­band við Henri Nestlé sem fram­leiddi barna­mat. Hann hafði frétt að Henri Nestlé hafði fundið upp aðferð til fram­leiða mjólk­ur­duft (þurr­mjólk) með sér­stakri suðu­að­ferð og ná vatn­inu úr mjólk­inni. Daniel Peter samdi við Henri Nestlé um kaup á mjólk­ur­dufti til að nota í súkkulað­ið. Árið 1875, eftir ára­langar til­raunir setti Daniel Peter mjólk­ursúkkulaði á mark­að­inn en hélt áfram til­raunum sínum við að betrumbæta fram­leiðsl­una. Árið 1887 var til fyr­ir­tækið Gala Peter sem seldi úrvals mjólk­ursúkkulaði einsog það var kallað í aug­lýs­ing­um. Þá höfðu þeir Daniel Peter og Henri Nestlé hafið form­lega sam­vinnu, sú sam­vinna var grunn­ur­inn að stór­fyr­ir­tæk­inu Nest­lé, sem flestir þekkja.

Á þessum árum, kringum alda­mótin 1900, varð sviss­neskt mjólk­ursúkkulaði þekkt um víða ver­öld og varð fyr­ir­mynd fram­leið­enda í mörgum lönd­um.

Emil Baumann og Theodor Tobler

Árið 1907 var Sviss­lend­ing­ur­inn Emil Baumann (1880 – dán­arár óljóst) einu sinni sem oft­ar, að dunda sér við að búa til súkkulaði í eld­hús­inu heima hjá sér í Bern. Emil hafði veitt því athygli að súkkulaði naut vax­andi vin­sælda, ekki síst hið svo­kall­aða mjólk­ursúkkulaði. Þótt nokkrir stórir sæl­gæt­is­fram­leið­endur væru þegar til staðar í Sviss þótt­ist Emil viss um að pláss væri fyrir fleiri. En til þess að „slá í gegn“ þyrfti eitt­hvað sem væri öðru­vísi en það sem fyrir væri á mark­aðn­um. Emil gerði ýmsar til­raunir og dag einn próf­aði hann að bæta í súkkulaðið hun­angi, möndlum og núg­gat. Emil þótti blandan góð en hann vissi að það væri ekki nóg, varan yrði að vekja athygli. Emil hafði sam­band við Theodor Tobler (1876-1941) frænda sinn, sem líka bjó í Bern og bað hann að koma og smakka á súkkulað­inu. Faðir Theodors, Johann Jacob Tobler, sem lést árið 1905 hafði verið sæl­gæt­is­gerð­armaður og Theodor vissi því heil­mikið um slíkar vör­ur. Honum þótti súkkulaði­blanda Emils góð en var sam­mála því að til þess að ný vara vekti athygli dygði gott bragð ekki, eitt og sér. Þeir frændur urðu sam­mála um að stofna fyr­ir­tæki og fram­leiða súkkulaði eftir upp­skrift­inni sem Emil hafði sett sam­an.

Var fyr­ir­myndin fjall eða ball­ett­dans­ar­ar?

Theodor Tobler stakk upp á að þetta nýja súkkulaði yrði ekki selt í plöt­um, eins og lang algeng­ast var heldur yrði það, og umbúð­irn­ar, eins­konar þrí­hyrn­ing­ur. Í hverjum pakka yrðu sam­hang­andi þrí­hyrn­ing­ar, sem auð­velt væri að brjóta í sund­ur. Emil þótti þetta góð hug­mynd, hann bjó til formin til að „steypa“ súkkulaðið í og Theodor tók að sér að hanna umbúð­irn­ar, sem hafa nær ekk­ert breyst frá upp­hafi. Óhætt er að segja að hug­mynd Theodors hafi heppn­ast vel, Tobler­one er öðru­vísi en annað súkkulaði, sker sig úr.

Auglýsing

Það er trú margra að fjallið Matt­er­horn á landa­mærum Sviss og Ítalíu sé fyr­ir­myndin að þrí­hyrn­ings­bit­un­um. Á umbúð­unum er nefni­lega mynd af tind­inum og ef að er gáð sjást útlínur bjarnar sem hluti fjalls­ins. En ekki er öruggt að þetta sé til­fellið. Sonur Theodors sagði hins­vegar frá því í við­tali að hug­mynd­ina að þrí­hyrn­ingnum hefði faðir sinn fengið eftir að hann sá ball­ett­sýn­ingu í Par­ís. Í loka­at­riði sýn­ing­ar­innar mynd­aði dans­flokk­ur­inn píramída sem Theodor Tobler þótti ein­stak­lega glæsi­leg­ur. Lík­lega fæst aldrei úr því skorið hvort þessar til­gátur eigi við rök að styðj­ast. Rétt er að geta þess að í upp­hafi var ekki mynd af Matt­er­horn á umbúð­un­um, hún kom fyrst síð­ar. Og björn­inn sem sést í fjall­inu er kannski vísun í Bern, heimabæ Tobler­o­ne, sem stundum er nefnd Bjarna­borg­in. Björn­inn er sömu­leiðis að finna í skjald­ar­merki borg­ar­inn­ar.

Nafnið Tobler­one

Þrí­hyrnt eða flatar plöt­ur, súkkulaði verður að heita eitt­hvað. Þeir félagar Emil og Theodor voru sam­mála um að nafnið á þrí­hyrn­ingssúkkulað­inu þyrfti að vera ein­falt og gríp­andi. Og eftir að hafa rætt fram og til baka um málið urðu þeir sam­mála um að súkkulaðið skyldi heita Tobler­o­ne. Nafnið er sam­sett úr eft­ir­nafni Theodors og hluta ítalska orðs­ins tor­ro­ne, sem er sér­stök gerð hun­angs. Tobler­o­ne.

Árið 1909 fengu þeir frændur skráð einka­leyfi á notkun nafns­ins og sam­setn­ingu súkkulaðs­ins.

Margar stærðir og mis­mun­andi gerð­ir, en alltaf þrí­hyrnt

Í upp­hafi var ein­ungis ein gerð af Tobler­one í boði, 100 gramma stykki og upp­skriftin sem Emil Baumann setti saman árið 1907. Síðar komu fleiri stærð­ir, enn síðar dökkt súkkulaði og einnig hvítt. Umbúð­irnar um þessi „til­brigði“ voru og eru í mis­mun­andi lit­um, en formið og letrið alltaf hið sama.

Þekkt um allan heim

Hafi þeir frænd­urnir Emil Baumann og Theodor gert sér vonir um að þrí­hyrn­ingssúkkulaðið myndi „slá í gegn“ hafa þær vonir sann­ar­lega ræst.

Skrif­ari þessa pistils sá sagt frá því í erlendum net­miðli að á síð­asta ári hefðu verið fram­leiddir sjö millj­arðar Tobler­one stanga, eins og það var orð­að. Þar kom líka fram að Tobler­one væri selt í að minnsta kosti 120 lönd­um.

Í kjölfar þess að hluti framleiðslu Toblerone færist til Slóvakíu þarf, svissneskum lögum samkvæmt, að hætta að prenta „of Switzerland“ á umbúðirnar.

Árið 2008, þegar hund­rað ár voru liðin frá því að Tobler­one kom á mark­að­inn, voru mikil hátíða­höld í Sviss. Talið er að meira en hálf milljón íbúa lands­ins hafi tekið þátt í skemmt­unum og upp­á­komum af ýmsu tagi. Haldnar voru keppnir um bygg­ingu turna úr Tobler­one umbúðum og í flug­stöðvum lands­ins voru haldnar sýn­ingar um sögu þrí­hyrn­ingssúkkulaðs­ins. Þáver­andi borg­ar­stjóri í Bern, Alex­ander Chepp­et, líkti í hátíð­ar­ræðu upp­finn­ing­unni Tobler­one við afstæð­is­kenn­ingu Albert Ein­stein. Og upp­skar kröft­ugt lófatak við­staddra.

Verður ekki lengur „Tobler­one of Switz­er­land“

Sviss­lend­ingar eru hreyknir af landi sínu og standa vörð um allt sem sviss­neskt er. Ströngum lögum varð­andi höf­und­ar­rétt og allt sem hann varðar er fylgt eft­ir. Ekki er til dæmis leyfi­legt að merkja vör­ur, eða gefa til kynna að þær séu sviss­neskar nema þær séu að öllu leyti fram­leiddar þar í landi.

Og þetta leiðir til þess að nú eru breyt­ingar framundan varð­andi Tobler­o­ne. Á pökk­unum sem nú eru í búðum stendur stórum stöfum Tobler­one og fyrir neð­an, með minna letri, of Switz­er­land. Frá og með árs­byrjun 2023 kemur ný merk­ing á pakk­ana, Tobler­one heitið verður vita­skuld áfram en í stað of Switz­er­land, mun standa á pökk­unum að Tobler­one sé upp­runn­ið, eða frá, Schweiz. Hvernig þetta verður nákvæm­lega orðað hefur ekki verið gert opin­bert. Og ástæðan fyrir þess­ari breyt­ingu? Jú, núver­andi eig­andi Tobler­o­ne, Mondelez (áður Kraft Foods) hefur ákveðið að reisa verk­smiðju í Slóvak­íu. Tobler­one verður þó áfram fram­leitt í Bern en það breytir engu, þessi tvö orð, of Switz­er­land, mega ekki vera á pökk­unum eftir næstu ára­mót.

Í lokin má geta þess, þótt það sé eig­in­lega utan umfjöll­un­ar­efnis þessa pistils, að Tobler­one rataði eitt sinn nokkuð óvænt inn í sænsk stjórn­mál. Haustið 1995 greindi sænska dag­blaðið Expressen frá því að Mona Sahlin hefði til eigin inn­kaupa notað greiðslu­kort, sem ein­göngu skyldi notað vegna starfs­ins, en ekki einka­notk­un­ar. Mona Sahlin var á þessum tíma stað­geng­ill, og tal­inn lík­legur arf­taki Ingv­ars Carl­sons for­sæt­is­ráð­herra. Upp­hæðin sem um var að ræða var rúm­lega 50 þús­und sænskar krónur sem jafn­gildir í dag 665 þús­und íslenskum krón­um. Mona Sahlin dró sig tíma­bundið út úr stjórn­málum en sneri eftir að sak­sókn­ari úrskurð­aði að notkun greiðslu­korts­ins gæti ekki talist lög­brot. Mona Sahlin end­ur­greiddi upp­hæð­ina alla og sekt að auk. Meðal þess sem Mona Sahlin hafði keypt og borgað með umræddu korti var Tobler­one súkkulaði. Svíar köll­uðu, og kalla þetta enn, Tobler­one mál­ið.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kaupfélag Skagfirðinga hefur hagnast um 18 milljarða króna á fjórum árum
Eigið fé Kaupfélags Skagfirðinga, samvinnufélags í eigu 1.465 félagsmanna með höfuðstöðvar á Sauðárkróki, hefur þrefaldast frá árinu 2010 og er 49,5 milljarðar. Eignir félagsins eru metnar á tæplega 80 milljarða. Verðmætasta bókfærða eignin er kvóti.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Áfengi spilar afar stjórt hlutverk í danskri unglingamenningu.
Danskir menntaskólar endurhugsi drykkjumenninguna
Danska heilbrigðisstofnunin hefur sent menntaskólum landsins bréf þar sem óskað er eftir því að hætt verði að gera áfengi hátt undir höfði á viðburðum á vegum skólanna.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vilja gera óperuna aðgengilega fyrir Íslendinga
Kammeróperan ætlar að flytja meistarverkið Così fan tutte eftir Mozart íslensku á óperukvöldverði í Iðnó. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina fund.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Korn frá Úkraínu loks á leið til Afríku á barmi hungursneyðar
Flutningaskip á vegum Sameinuðu þjóðanna er á leið til Afríku með fullan farm af korni frá Úkraínu. Um er að ræða fyrstu kornflutninga frá Úkraínu til Afríku síðan Rússland réðst inn í Úkraínu.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vindmyllurnar sem yrðu notaðar í vindorkuverið í Hvalfirði yrðu um 250 metrar á hæð. Þær yrðu á fjalli sem er 647 metrar á hæð og því sjást mjög víða að.
Vindorkuverið hefði „veruleg áhrif á ásýnd“ Hvalfjarðar og nágrennis
Hvalfjörður er þekktur fyrir fjölbreytt og fallegt landslag. Stofnanir segja „mjög vandasamt“ að skipuleggja svo stórt inngrip sem vindorkuver er á slíku svæði og að það yrði „mikil áskorun“ að ná sátt um byggingu þess.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Mikið var látið með HBO Max þegar streymisþjónustan var kynnt til leiks vorið 2020 og hún auglýst gríðarlega.
Bylting á HBO Max veldur því að veitan kemur seinna til Íslands og efnisframboð minnkar
Bið Íslendinga eftir HBO Max mun lengjast um rúm tvö ár. Ástæðan er sameining móðurfélags HBO við fjölmiðlarisann Discovery. Ný stjórn er í brúnni og allt virðist vera gert til að spara pening.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Kristjanía er eins konar undraland í miðri Kaupmannahöfn.
Kristjaníubúar fá tilboð
Danska ríkið hefur gert íbúum Kristjaníu tilboð sem felur í sér umtalsverðar breytingar frá núverandi skipulagi. Íbúum „fríríkisins“ myndi fjölga talsvert ef breytingarnar ganga eftir. Samningaviðræður milli íbúanna og ríkisins standa yfir.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands birti samkomulag um sátt við FX Iceland í liðinni viku.
Fékk 2,7 milljóna króna sekt fyrir margháttuð og alvarleg brot á peningaþvættislögum
Annmarkar voru á flestum þáttum starfsemi gjaldeyrisskiptamiðstöðvar sem hóf starfsemi snemma árs 2020. Fyrirtækið stundaði meðal annars áfram viðskipti við aðila eftir að peningaþvættiseftirlitið hafði sent tilkynningu um grunsamleg viðskipti þeirra.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar