Endurkoma smurbrauðsins

Flestir Íslendingar kannast við danska smurbrauðið, smørrebrød. Eftir að alls kyns skyndibitar komu til sögunnar döluðu vinsældirnar en nú nýtur smurbrauðið sívaxandi vinsælda. Nýir staðir skjóta upp kollinum og þeir gömlu upplifa sannkallaða endurreisn.

Danska smurbrauðið nýtur nú aukinna vinsælda meðal matgæðinga í heimalandinu.
Danska smurbrauðið nýtur nú aukinna vinsælda meðal matgæðinga í heimalandinu.
Auglýsing

Kjarn­inn end­­ur­birtir nú valda pistla Borg­þórs Arn­gríms­­sonar sem sam­hliða eru gefnir út sem hlað­varps­þætt­­ir. Frétta­­skýr­ingar Borg­þórs njóta mik­illa vin­­sælda og sú sem er end­­ur­birt hér að neðan var upp­­haf­­lega birt þann 25. júlí 2021.

Í dönsku orða­bók­inni er smør­rebrød útskýrt sem „sam­mentrækn­ing af smør og brød“. Í íslensku orða­bók­inni er útskýr­ingin á smur­brauði álíka ein­föld: brauð með áleggi. Íslend­ing­ar, að minnsta kosti margir hverj­ir, gera hins vegar grein­ar­mun á smurðu brauði og smur­brauði. Smurt brauð er brauð­sneið með ein­földu áleggi, til dæmis osti eða rúllupylsu. Smur­brauð er íburð­ar­meira, brauð­sneið með kjöti, eða rækj­um, sem svo er skreytt með sal­ati, eggi svo eitt­hvað sé nefnt. Sem sé flott­ara. Danir nota orðið smør­rebrød um hvort tveggja.

Danir full­yrða að „smør­rebr­ødet“ sé ein­stakt og þekkt um allan heim. Eins­konar ein­kenn­is­tákn Dan­merk­ur, ásamt rauðu pyls­unum og fán­anum Dannebr­og. Þeir telja að smur­brauð­ið, þar sem grunn­ur­inn er rúg­brauð, sé fram­lag Dan­merkur til mat­ar­gerð­ar­listar heims­ins.

Auglýsing

Árið 2014 gekkst danska mat­væla­ráðu­neytið fyrir kosn­ing­um. Þar átti að kjósa það sem kalla mætti „þjóð­ar­rét“ Dana. Úrslitin komu mörgum á óvart, steikt þykk­skorið flesk með stein­seljusósu (stegt flæsk með persil­lesovs) fékk flest atkvæði, smur­brauðið var númer tvö og hakk­buff (hakkebøf) númer þrjú. Í óform­legri könnun meðal erlendra ferða­manna komst fleskið ekki á blað, þar var smur­brauð­ið, pyls­urn­ar, pur­u­steikin og hakk­buffið það sem flestir nefndu.

Brauð­bakstur á sér tug­þús­unda ára sögu

Brauð er mik­il­væg grunn­fæða og eitt af elstu til­búnu mat­vælum í Evr­ópu. Fund­ist hafa yfir 30 þús­und ára gamlar leifar sterkju á steinum sem not­aðir hafa verið til að mala rætur plantna, sem síðan hafa verið not­aðar í bakst­ur, í þunnar kökur (eins­konar flat­brauð). Um 10 þús­und fyrir Krist, við upp­haf nýstein­ald­ar, varð korn und­ir­stöðu­efni í brauð­gerð­inni. Brauð kemur víða við sögu í bók­menntum og þar eru til dæmis ótal sögur af fólki sem hefur með sér nesti, lang oft­ast brauð, þegar lagt er af stað til vinnu. Brauð á sér sem sagt langa sögu og brauð­sneiðar með áleggi ekki sér­danskt fyr­ir­bæri.

Smør­rebrød og højt­belagt smør­rebrød

Um 1880 höfðu skotið upp koll­inum í Kaup­manna­höfn, og víðar í Dan­mörku, litlir veit­inga­staðir sem seldu smur­brauð. Til að auka fjöl­breytn­ina létu veit­inga­menn ekki nægja að smella einni rúllupylsu­sneið ofan á rúg­brauð­ið, og þá varð til þetta sem Danir kalla højt­belagt smør­rebr­ød, hátimbrað smur­brauð. Þá eru á brauð­sneið­inni fleiri en ein teg­und áleggs, þaðan kemur nafn­ið. Elsti mat­seð­ill, sem varð­veist hefur þar sem boðið er uppá højt­belagt er frá árinu 1883, frá veit­inga­staðnum Nimb við Tívolí.

Mynd: Hallernes

Dav­id­sen og langi mat­seð­ill­inn

Einn þeirra sem átti stóran þátt í að gera það hátimbraða frægt um víða ver­öld var Oskar Dav­id­sen. Hann hafði um ára­bil, ásamt konu sinni Petru, rekið vín­bar við Åbou­levar­den í Kaup­manna­höfn en fékk árið 1888 jafn­framt leyfi til að selja smur­brauð. Smur­brauðið naut strax mik­illa vin­sælda og hjónin ein­skorð­uðu úrvalið ekki við fáeinar teg­und­ir. Mat­seð­ill­inn, sem lengd­ist sífellt, er skráður í heims­meta­bók Guinness, hann var heilir 140 senti­metrar á lengd og smur­brauðs­teg­und­irnar 178 tals­ins.

Mynd: Rynkeby

Veit­inga­staður Dav­id­sen fjöl­skyld­unnar hefur frá árinu 1974 verið rek­inn undir nafni Idu Dav­id­sen, hún er af fjórðu kyn­slóð Dav­id­sen fjöl­skyld­unn­ar. Á heima­síðu veit­inga­stað­ar­ins má lesa að hann sé nú lok­aður en verði opn­aður fljót­lega, eins og það er orð­að, á nýjum stað og fimmta kyn­slóð Dav­id­sen sé tekin við stjórn­inni.

Hefð­bundið en lítil fjöl­breytni

Fyrri hluti síð­ustu aldar var gullöld smur­brauðs­ins í Dan­mörku. Flestir þess­ara staða voru litlir og buðu flestir upp á það sama. Lifr­ar­kæfa, síld, pur­u­steik, reyktur lax, egg og rækj­ur, reyktur áll og rúllupylsa voru á mat­seðlum allra smur­brauðs­staða, en lítið um nýj­ung­ar. Sumir þess­ara staða höfðu sína sér­út­gáfur sem þeir aug­lýstu sem slík­ar.

Pizzu­bylt­ingin

Uppúr 1960 fóru að verða breyt­ing­ar. Pizz­urnar héldu inn­reið sína í Dan­mörku, eins og víð­ar, kín­verskir, franskir, víetnamskir og ind­verskir staðir spruttu upp. Smur­brauðið þótti smám saman gam­al­dags, eitt­hvað sem eldra fólk borð­aði (orða­lag blaða­manns) en unga fólkið snið­gekk. Pizzu­bylt­ingin var lýs­ing blaða­manns Politi­ken á þessum breyt­ing­um. Alls kyns skyndi­bita­staðir skutu líka upp koll­in­um, pylsusal­arnir urðu illi­lega fyrir barð­inu á þeirri nýj­ung og þeim hefur fækkað mjög mik­ið.

Auglýsing

Þótt ýmsir lýstu áhyggjum yfir að þetta sér­danska, eins og kom­ist var að orði, væri í útrým­ing­ar­hættu breytti það litlu. Smur­brauð­sveit­inga­stöð­unum fækk­aði jafnt og þétt, og útlitið var ekki bjart. Sumir gömlu og rót­grónu stað­anna héldu velli, lifðu kannski að ein­hverju leyti á fornri frægð.

Nýj­ungar og end­ur­nýjun líf­dag­anna

Um og uppúr síð­ustu alda­mótum fór að örla á breyt­ing­um. Ferða­fólki sem lagði leið sína til Dan­merkur fór hratt fjölg­andi og áhugi fyrir því sem kall­ast mætti sér­kenni dansks þjóð­líf jókst. Eitt þess­ara sér­kenna er vita­skuld smur­brauð­ið. Í takt við tím­ann hefur smur­brauðið þó breyst, þótt pur­u­steikin og allt það gamla sé enn til stað­ar.

Mynd: Pinterest

Einn þeirra sem danskir fjöl­miðlar nefna gjarna þegar rætt er um nýbylgj­una í smur­brauð­inu er mat­reiðslu­mað­ur­inn Adam Aamann. Hann opn­aði í des­em­ber árið 2006 lít­inn heim­töku­stað (take away) í Kaup­manna­höfn. Hjá Aamann var allt heima­gert, brauð og álegg. Jafn­framt því að bjóða upp á „hefð­bund­ið“ smur­brauð gátu við­skipta­vinir valið alls kyns græn­meti og ávexti sem álegg á smur­brauð­ið. Skemmst er frá því að segja að þessi nýbreytni mælt­ist vel fyrir og Adam Aamann rekur nú fleiri veit­inga­staði í Kaup­manna­höfn. Fleiri fylgdu í kjöl­farið og „gömlu“ stað­irnir breyttu sínum áhersl­um, leggja nú aukna áherslu á „líf­rænt“.

Mynd: Tripadvisor

Søren Frank, mat­ar- og vín­sér­fræð­ingur dag­blaðs­ins Berl­ingske hefur und­an­farið skrifað tals­vert um það sem hann kallar upp­risu smur­brauðs­ins. Hann fagnar því að smur­brauð­ið, bæði hið hefð­bundna og nýj­ung­arn­ar, njóti vax­andi vin­sælda. „Ég var smeykur um að smur­brauðs­stað­irnir myndu smám saman hverfa en sem betur fer lifa þeir nú góðu lífi og fer fjölg­and­i.“

Í lokin má nefna að fyrir ára­tugum voru starf­ræktar að minnsta kosti tvær smur­brauðs­stofur í Reykja­vík. Starf­semi þeirra leið undir lok en fyrir 25 árum var opn­aður veit­inga­staður í Reykja­vík, Jóm­frú­in, sem býður gestum sínum ekta danskt smur­brauð. Stofn­and­inn, Jakob Jak­obs­son er sagður fyrsti karl­maður í heim­inum til að útskrif­ast sem smør­rebr­ød­sjom­fru, hann lærði hjá fyrr­nefndri Idu Dav­id­sen. Fleiri staðir sem selja smur­brauð hafa fylgt í kjöl­far­ið.

Loks má geta þess að nokkrar íslenskar mat­vöru­versl­anir bjóða nú uppá smur­brauð, til að taka með heim. Þar eru þó ekki 178 teg­undir í boði.

Frétta­­­­skýr­ingin birt­ist fyrst 8. októ­ber 2017. Hún er nú end­­­­ur­birt í tengslum við hlað­varpsum­­­­­­­fjöllun um hana.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni hættir sem forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur
Forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, Bjarni Bjarnason, óskaði eftir því á fundi stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur að láta af störfum sem forstjóri í mars á næsta ári. Þá verða tólf ár liðin síðan Bjarni tók við forstjórastöðunni.
Kjarninn 26. september 2022
Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri.
Orkumálastýra fer spennt til vinnu á hverjum morgni – Ekki bara dökk ský í loftslagsmálum
„Það sem mun koma okkur á leiðarenda og út úr þessu hættuástandi er heitstrenging þess að vinna saman,“ segir Halla Hrund Logadóttir, forstjóri Orkustofnunar. Koma þurfi hlutunum í verk heima fyrir en ekki síður að beita sér í þágu fátækari ríkja.
Kjarninn 26. september 2022
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Hættið þessu fikti strákar!
Kjarninn 26. september 2022
Fyrstu meðalhraðamyndavélarnar hér á landi voru settar upp í fyrra. Ávinningurinn af þeim, í formi lægri slysakostnaðar, er sagður geta verið tífaldur á við kostnaðinn við að halda úti kerfunum.
Meðalhraðaeftirlit gæti verið „arðbærasta“ umferðaröryggismálið
Drög að nýrri umferðaröryggisáætlun stjórnvalda hafa verið birt. Þar segir að innleiðing meðalhraðaeftirlits á vegum landsins gæti talist arðbærasta umferðaröryggisframkvæmdin sem völ er á og að innleiðing slíks eftirlits verði forgangsmál næstu árin.
Kjarninn 26. september 2022
Kallað var eftir auknum kaupmætti í kröfugöngu verkalýðsins 1. maí síðastliðinn.
Kaupmáttur hefur rýrnað um 4,2 prósent á þessu ári og hefur ekki verið minni síðan 2020
Í júní síðastliðnum lauk tólf ára samfelldu skeiði þar sem kaupmáttur launa jókst, sé horft til breytinga milli ára. Á síðasta ári hefur kaupmátturinn himns vegar rýrnað um 1,6 prósent og hefur ekki verið minni síðan í lok árs 2020.
Kjarninn 26. september 2022
Guðmundur Ingi Guðbrandsson er félags- og vinnumarkaðsráðherra.
Vill lengja tímabil endurhæfingarlífeyris úr þremur árum í fimm
Stjórnvöld vilja gera fólki kleift að fá greiddan endurhæfingarlífeyri í lengri tíma en nú er gert ráð fyrir í lögum. Tilgangurinn er að reyna að fækka þeim sem fara á örorku og fjölga þeim sem snúa aftur til vinnu.
Kjarninn 26. september 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Google Analytics bann og GTA6 myndbroti lekið
Kjarninn 26. september 2022
„Lukkuriddararnir“ í bakgarðinum
Þrír fyrrverandi þingmenn, fjögur erlend stórfyrirtæki, félag í eigu svokallaðs hrunverja og fólk úr sveitum Vesturlands koma við sögu í frásögn Sunnu Óskar Logadóttur af fundi þar sem vindorkufyrirtæki kynntu áform sín.
Kjarninn 26. september 2022
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar