Harry Bretaprins vill vernda ömmu sína – En fyrir hverju?

Harry Bretaprins vill vernda Elísabetu Englandsdrottningu. Fyrir hverju nákvæmlega er óljóst. Harry og Meghan hittu drottninguna nýlega og er þetta í fyrsta sinn sem Meghan kemur til Bretlands eftir að hjónin afsöluðu sér konunglegum titlum.

Meghan og Harry 2022
Auglýsing

Elísa­bet Eng­lands­drottn­ing var „í fínu formi“ að sögn Harry Breta­prins þegar hann fékk sér te með ömmu í Windsor-kast­ala á skír­dag ásamt Meg­han Markle eig­in­konu sinni. Þau hittu einnig Karl Breta­prins, föður Harrys. Drottn­ingin fagnar 96 ára afmæli í dag.

Her­toga­hjónin af Sus­sex komu við hjá drottn­ing­unni á leið sinni á Invict­u­s-­leik­ana í Hollandi, alþjóð­legra leika sem Harry stendur fyrir þar sem her­menn sem hafa slasast eða veikst við her­þjón­ustu etja kappi í alls konar íþrótta­grein­um. Ekki var greint sér­stak­lega frá heim­sókn­inni en í við­tali við Today Show á NBC segir prins­inn nánar frá heim­sókn­inni.

Auglýsing

„Það var frá­bært að hitta hana, sér­stak­lega í ró og næð­i,“ sagði Harry, sem kom ömmu sinni til að hlæja eins og oft áður. „Ég var bara að tryggja að hún njóti verndar og sé umkringd rétta fólk­in­u,“ segir Harry í við­tal­inu, sem birt var í heild sinni í gær­kvöldi.

Þetta er í fyrsta sinn sem Harry og Meg­han fara saman til Bret­lands eftir að þau sögðu sig frá öllum kon­ung­legum skyldum fyrir rúmum tveimur árum. Harry hefur tvisvar komið einn í heima­hag­ana, ann­ars vegar til að vera við­staddur jarð­ar­för Fil­ippusar prins, afa síns, og hins vegar þegar stytta til minn­ingar um móður hans var afhjúp­uð.

Harry segir sam­band sitt við ömmu sína ein­stakt. Aðspurður hvað sé það besta í fari Eng­lands­drottn­ingar segir Harry: „Skop­skyn hennar og hæfi­leiki hennar til að sjá það fyndna við marga hluti. Við tölum um hluti sem hún getur ekki talað um við aðra.“ Harry telur hins vegar að amma hans hugsi lítið um afmæl­is­dag­inn. „Ég held að þegar þú ert kom­inn á vissan aldur fáir þú leið á að eiga afmæli,“ segir Harry. Drottn­ingin hafði vissu­lega hægt um sig í dag og dvaldi í húsi kon­ungs­fjöl­skyld­unnar í Sandring­ham, sem var í upp­á­haldi hjá Fil­ippusi prins.

Lítur á Banda­ríkin sem heim­ili fjöl­skyld­unnar sem stendur

Harry segir Banda­ríkin vera heim­ili sitt „um þessar mund­ir“ og segir að fjöl­skyld­unni­hafi verið tekið þar með opnum örm­um.

Harry og Meg­han til­kynntu í upp­hafi árs 2020 að þau ætl­uðu að afsala sér kon­ung­legum titlum sín­um. Það gekk í gegn vorið 2020. Harry er þó áfram prins og er sjötti í erfða­röð­inni að bresku krún­unni.

Elísa­bet Eng­lands­drottn­ing studdi ákvörðun þeirra, ef marka má yfir­lýs­ingu hennar þar sem hún sagði kon­ungs­fjöl­skyld­una hafa fundið „upp­byggi­lega og stuðn­ings­ríka leið fram á við fyrir son­ar­son minn og hans fjöl­skyld­u.“ Harry, Meg­han og Archie verða alltaf elskuð af fjöl­skyld­unni, sagði einnig í yfir­lýs­ing­unni. Drottn­ingin sagð­ist hafa skiln­ing á þeim áskor­unum sem þau hafa upp­­lifað síð­­­ustu tvö ár, ver­andi undir nál­­ar­auga fjöl­miðla, „og ég styð ósk þeirra um meira sjálf­­stæð­i“.

Síðan þá hefur fjöl­skyldan stækk­að, en Lilli­bet litla sem verður eins árs í sumar hefur aldrei hitt kon­ungs­fjöl­skyld­una og Archie, sem verður þriggja ára í byrjun maí, hefur ekki hitt afa sinn og langömmu frá því að for­eldrar hans sögðu skilið við krún­una.

Höfðu betur gegn slúð­ur­press­unni eftir þriggja ára dóms­mál

Áreiti bresku götu­blað­anna, nokkuð sem móðir Harrys, Díana prinsessa, þekkti mæta­vel, var meðal ástæða þess að Harry og Meg­han sögðu skilið við lífið í höll­inni. Meg­han varð fljótt upp­á­hald slúð­ur­pressunnar sem átti að verða hin nýja „prinsessu ­fólks­ins“. Harry við­ur­kenndi í við­tali haustið 2019 að hann ótt­að­ist að Meg­han myndi hljóta sömu örlög og móðir hans, sem lést í bílslysi í París eftir að hafa verið hund­elt af ljós­mynd­ur­um.

Eftir að eitt götu­blað­anna, Mail on Sunday, birti hluta bréfs sem Meg­han skrif­aði föður sínum skömmu fyrir brúð­kaup þeirra Harry ákváðu hjónin að nóg væri kom­ið. Í októ­ber 2019 gaf Harry út yfir­lýs­ingu þar sem fram kom að hjónin hygð­ust lög­sækja Mail og Sunday fyrir að birta upp­lýs­ingar úr einka­bréfi.

Dóms­mál­lið stóð yfir í um þrjú ár en lauk í upp­hafi þessa árs þegar Meg­han voru dæmdar skaða­bætur vegna máls­ins. Upp­hæðin var þó ekki nema eitt pund, enda var það ekki upp­hæð­ins sem skipti máli heldur við­ur­kenn­ing Mail on Sunday á inn­rás í einka­líf Meg­han og stað­fest­ing á að láta ekki reyna frekar á málið fyrir dóm­stól­um.

„Ég hef séð hvað ger­ist þegar þeir sem ég elska eru gerðir að sölu­vöru og ekki lengur komið fram við þá eins og alvöru per­­són­­ur. Ég missti móður mína og nú horfi ég upp á eig­in­­kon­u mína verða fórn­­­ar­­lamb sömu valda­­miklu afla,“ sagði meðal ann­ars í yfir­lýs­ingu prins­ins.

Ekki leið langur tími þar til hjónin til­kynntu á Instagram að þau ætl­uðu að láta af ölllum kon­ung­legum skyldum sínum og dvelja á víxl í Bret­landi og Norð­ur­-Am­er­íku.

Vernda drottn­ing­una fyrir hverju?

Þar hafa þau nú dvalið í tæp tvö ár og það vakti athygli kon­ungs­legs frétta­rit­ara Breska rík­is­út­varps­ins hvað Harry átti í raun og veru við þegar hann sagð­ist hafa verið að kanna öryggi ömmu sinn­ar.

„„Vernda“ hana fyrir hverju?“ spyr Sean Coug­han, kon­ung­legur frétta­rit­ari BBC. Í broti úr við­tal­inu sem NBC hefur birt er ekki gefið upp hvers vegna Harry finnst hann þurfa að vernda ömmu sína. Er hún orðin heilsu­veil eða vill hann vernda hana frá slæmum ákvörð­un­um?

Heilsa drottn­ing­ar­innar hefur verið til umræðu upp á síðkast­ið, skilj­an­lega sökum ald­urs henn­ar. Drottn­ingin var lögð inn á spít­ala í októ­ber og í kjöl­farið hefur hún dregið úr við­veru sinni á ýmsum við­burð­um, hún sótti til að mynda ekki messu á páska­dag eins og venja er. Þá fékk hún COVID í byrjun árs og hefur greint frá því að hún þjá­ist af bak­verkj­um, eigi erfitt með gang og treysti sér því ekki til að standa lengi.

Gallabuxnakldd Meghan á Invictus-leikunum, nokkuð sem hefði líklega ekki sést ef hún hefði enn konunglegum skyldum að gegna. Mynd: EPA

Coug­han, sem birti pistil sinn áður en við­talið var birt í heild sinni, bendir rétti­lega á að áhættu­samt sé að ráð­ast í ítar­lega grein­ingu á broti úr stærra við­tali, kannski muni Harry útskýra frekar hvað hann á við þegar við­talið verður birt í heild sinni. Það gerði hann hins vegar ekki, en við­talið var á mjög léttum nót­um.

Eitt er þó ljóst í máli Harrys að mati kon­ung­lega frétta­rit­ar­ans: Hann sér fram­tíð sína og fjöl­skyld­unnar fyrir sér í Banda­ríkj­un­um, að minnsta kosti eins og sakir standa. Hvað sem kon­ung­legum genum líð­ur, lífið snýst um galla­buxur og sól­skin í Santa Bar­bara þessa stund­ina þar sem fjög­urra manna fjöl­skyldan hefur búið sér heim­ili og virð­ist vera að festa ræt­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnErla María Markúsdóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar