„Aldrei hugsunin að neitunarvaldinu yrði beitt með þessum hætti“

Fyrrverandi utanríkisráðherra Íslands segir beitingu Rússa á neitunarvaldi eftir að stríðið í Úkraínu hófst skólabókardæmi um mikilvægi þess að breyta öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Breytingin sem samþykkt var nýverið muni þó duga skammt.

Frá einum af fjölmörgum neyðarfundum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna sem haldnir hafa verið eftir að innrás Rússa í Úkraínu hófst í febrúar. Allsherjarþingið samþykkti nýverið breytingartillögu á beitingu neitunarvalds fastaríkjanna fimm í öryggisráðinu.
Frá einum af fjölmörgum neyðarfundum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna sem haldnir hafa verið eftir að innrás Rússa í Úkraínu hófst í febrúar. Allsherjarþingið samþykkti nýverið breytingartillögu á beitingu neitunarvalds fastaríkjanna fimm í öryggisráðinu.
Auglýsing

Tveimur dögum eftir að inn­rás Rússa í Úkra­ínu hófst krafð­ist meiri­hluti fimmtán aðild­ar­ríkja örygg­is­ráðs Sam­ein­uðu þjóð­anna að Rússar drægju her­afla sinn til baka. Eitt stóð í vegi fyrir því: Neit­un­ar­vald Rússa.

Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, fyrr­ver­andi utan­rík­is­ráð­herra og stjórn­andi hjá Sam­ein­uðu þjóð­unum og Örygg­is- og sam­vinnu­stofnun Evr­ópu, segir beit­ingu Rússa á neit­un­ar­valdi eftir að inn­rásin í Úkra­ínu hófst vera skóla­bók­ar­dæmi um mik­il­vægi þess að breyta örygg­is­ráði Sam­ein­uðu þjóð­anna og fyr­ir­komu­lagi beit­ingar neit­un­ar­valds­ins. „Það var auð­vitað aldrei hugs­unin að neit­un­ar­vald­inu yrði beitt með þessum hætti, að ríki sem sjálf eru bein­línis hluti af átökum gætu beitt því til að koma í veg fyrir að örygg­is­ráðið tæki á þeirra mál­u­m,“ segir Ingi­björg Sól­rún í sam­tali við Kjarn­ann.

Í lok apríl sam­þykkti alls­herj­ar­þing Sam­ein­uðu þjóð­anna breyt­ing­ar­til­lögu um beit­ingu neit­un­ar­valds­ins sem er ætlað að beita fasta­ríkin fimm póli­tískum þrýs­ingi, ekki síst Rúss­landi eins og staðan í alþjóða­málum er vegna stríðs­ins í Úkra­ínu. 80 aðild­ar­ríki voru með­flutn­ings­að­ilar með til­lög­unni, þar á meðal Banda­ríkin og Bret­land.

Auglýsing

Breyt­ingin felst í því að ætli eitt ríkj­anna að beita neit­un­ar­valdi sínu þarf það að rétt­læta beit­ingu þess fyrir alls­herj­ar­þingi Sam­ein­uðu þjóð­anna sem kemur saman tíu dögum eftir beit­ingu neit­un­ar­valds og fjallar um ákvörð­un­ina. Vonir standa til að með þess­ari breyt­ingu beiti fasta­ríkin neit­un­ar­vald­inu í minna mæli, eða taki að minnsta kosti ígrund­aðri ákvarð­anir um beit­ingu þess. Breyt­ingin er ekki ýkja stór en breyt­ingar á neit­un­ar­vald­inu eru á sama tíma ekki algengar og því telst það til tíð­inda þegar slík er sam­þykkt.

Póli­tískur þrýst­ing­ur, kostn­aður og óþæg­indi

Ingi­björg Sól­rún segir að þetta aukna sviðs­ljós sem fasta­ríkin eru sett í með breyt­ing­ar­til­lög­unni muni hins vegar ekki breyta miklu en sé fyrst og fremst til­raun til að beita póli­tískum þrýst­ingi. „Það er einnig verið að skapa póli­tískan kostnað við að beita neit­un­ar­vald­inu og að það hafi í för með sér póli­tísk óþæg­ind­i,“ segir hún.

Sam­kvæmt breyt­ing­ar­til­lög­unnar þurfa ríki sem beita neit­un­ar­valdi að skila ályktun til alls­herj­ar­þings­ins þar sem beit­ing valds­ins er rök­stutt. „En vand­inn er sá að það er ekki hægt að skikka ríki til að skila álykt­un, þetta eru til­mæli. Ég er ekki að trúa því að Rússar muni skila skýrslu til alls­herj­ar­þings­ins. Ég er ekk­ert voða­lega bjart­sýn á að þetta breyti nein­u,“ segir Ingi­björg Sól­rún.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra og stjórnandi hjá Sameinuðu þjóðunum og Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu.

Breyt­ingin hefur þó haft örlítil áhrif. Á föstu­dag gaf örygg­is­ráðið út yfir­lýs­ingu um inn­rás Rússa í Úkra­ínu og er þetta í fyrsta sinn sem Rússar beita ekki neit­un­ar­valdi gegn yfir­lýs­ingum sem snúa að stríð­inu. Yfir­lýs­ingin þykir þó heldur veik þar sem ekki er talað beint um stríð, inn­rás eða átök, heldur aðeins milli­ríkja­deilu. Stuðn­ingur við Ant­onio Guterres, aðal­fram­kvæmda­stjóra Sam­ein­uðu þjóð­anna, er ítrek­aður í yfir­lýs­ing­unni en hann hefur talað fyrir frið­sam­legri úrlausn á stríð­inu í Úkra­ínu. Í færslu á Twitter segir Guterres að þetta sé í fyrsta sinn sem örygg­is­ráðið sé ein­róma þegar kemur að stríð­inu í Úkra­ínu og að það sé mik­il­vægt.

Neit­un­ar­vald­inu beitt yfir 200 sinnum frá stofnun örygg­is­ráðs­ins

Meg­in­hlut­verk örygg­is­ráðs­ins er að við­halda friði og öryggi í heim­in­um. Fimmtán ríki eiga full­trúa í ráð­inu hverju sinni en fimm ríki eiga fast sæti í örygg­is­ráð­inu: Banda­rík­in, Rúss­land, Kína, Frakk­land og Bret­land, ríki sem eiga það sam­eig­in­legt að hafa staðið uppi sem sig­ur­veg­ara í lok seinni heim­styrj­ar­ald­ar­inn­ar.

Á þeim tæp­lega 80 árum sem örygg­is­ráðið hefur verið starf­andi hefur neit­un­ar­vald­inu verið beitt yfir 200 sinnum og oftar í seinni tíð. Kóreu­stríð­ið, lofts­lags­mál og mál­efni Ísra­els og Palest­ínu eru dæmi um heims­mál þar sem neit­un­ar­vald­inu hefur verið beitt og nú síð­ast, stríðið í Úkra­ínu.

Fasta­ríkin fimm hafa verið með neit­un­ar­vald í ráð­inu frá upp­hafi og hefur það reglu­lega verið gagn­rýnt. Þrátt fyrir gagn­rýn­ina hafa fáar breyt­ingar verið gerðar á fyr­ir­komu­lagi þess. Reglu­lega kemur upp sú umræða hvort fjölga eigi fasta­ríkj­um, án þess þó að fjölga ríkjum með neit­un­ar­vald. Ríki eins og Japan Þýska­land og Brasilía hafa verið nefnd í þessu sam­hengi. Þá hefur það komið til tals að fjölga heild­ar­fjölda ríkja í ráð­inu, sér­stak­lega Afr­íku­ríkj­um. Engar af þessum breyt­ingum hafa þó verið teknar til umfjöll­unar af alvöru og segir Ingi­björg Sól­rún að það sem þvælist fyrir í allri þess­ari umræðu sé einmitt neit­un­ar­vald­ið.

„Þetta setur Sam­ein­uðu þjóð­ina í mjög erf­iða stöðu og minnkar til­trú fólks á Sam­ein­uðu þjóð­unum og því póli­tíska afli sem Sam­ein­uðu þjóð­irnar ættu að hafa,“ segir hún.

Örygg­is­ráðið hafi brugð­ist

Svo virð­ist sem Guterres hafi einnig misst til­rúna á eigin stofnun þegar hann sagði örygg­is­ráð­inu hafa mis­tek­ist að koma í veg fyrir eða enda stríðið í Úkra­ínu. „Þetta veldur von­brigð­um, von­leysi og reiði. En menn og konur innan Sam­ein­uðu þjóð­anna vinna á hverjum degi fyrir fólkið í Úkra­ínu með aðstoð frá mörgum úkra­ínskum sam­tökum sem sýna mikið hug­rekki,“ sagði Guterres á blaða­manna­fundi í Kænu­garði eftir heim­sókn sína til borg­ar­innar í lok apríl þar sem hann kynnti sér aðstæður og fund­aði með Volodomír Zel­en­skí, for­seta Úkra­ínu.

Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna.

Ingi­björg Sól­rún segir að taka þurfi orðum Guterres alvar­lega en á sama tíma vonar hún að hann muni beita sér meira á næstu árum.

„Það sem er kost­ur­inn núna er að Guterres er kom­inn á sitt seinna kjör­tíma­bil og það er alltaf auð­veld­ara fyrir aðal­rit­ar­ann að beita sér á seinna kjör­tíma­bili, það getur vel verið að hann geti beitt sér af miklum þunga. Partur af vand­anum er að emb­ætti aðal­rit­ar­ans er of veikt, og það hefur ekk­ert með ein­stak­ling­ana að gera, það er ekki nógu mikið vald sem honum er fengið af aðild­ar­ríkj­un­um.“

Ingi­björg Sól­rún vonar að Guterres verði skýr í sinni afstöðu og beiti sér í auknum mæli. „En hann þarf líka að halda tal­sam­bandi, það er mik­il­vægt. Á end­anum þarftu að semja við óvini þína í svona átök­um.“

Ótt­ast að stríðið í Úkra­ínu drag­ist á lang­inn

Rúmir tveir mán­uðir eru síðan inn­rás Rússa í Úkra­ínu hófst og segir Ingi­björg Sól­rún ótt­ast að stríðið drag­ist á lang­inn, flest bendi til þess. „Fyrst að það var ekki samið fljót­lega og eftir að heim­ur­inn er búinn að horfa upp á þessa hrylli­legu stríðs­glæpi Rússa, þá er Zel­en­skí ekki í stöðu til að geta samið og Rúss­arnir virð­ast alls ekki vera til­búnir til þess held­ur.“

„Ég held að alþjóða­sam­fé­lagið verði að beita Rússa auknum þving­un­um, það verður að þvinga þá til að láta af þessum árásum og stríðs­glæpum í Úkra­ínu, og þær munu koma við almenn­ing í Evr­ópu, þar á meðal okk­ur,“ segir Ingi­björg Sól­rún.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Oddný Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar.
Segir ofsagróða stórútgerða hafa ruðningsáhrif – „Þjóðin fær ekki réttlátan hlut í arðinum“
Þingmaður Samfylkingarinnar spurði matvælaráðherra á þingi i dag hvort hún hygðist leggja fram frumvarp um breytingar á lögum sem vinna gegn samþjöppun í sjávarútveginum. Ráðherrann telur mikilvægt að grafast fyrir um þessi mál.
Kjarninn 16. maí 2022
Anna Sigríður Jóhannsdóttir
„Með hækkandi sól“
Kjarninn 16. maí 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Ítreka stuðning við ákvörðun Finnlands og Svíþjóðar að sækja um aðild að NATO
Forsætisráðherrar Íslands, Danmerkur og Noregs hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir segja að ríkin muni aðstoða Finnland og Svíþjóð með öllum ráðum verði öryggi þeirra ógnað áður en aðild að Atlantshafsbandalaginu gengur í gildi.
Kjarninn 16. maí 2022
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ fékk fjóra bæjarfulltrúa kjörna í svietarstjórnakosningum um helgina og er í lykilstöðu við myndun meirihluta.
Framsóknarflokkur sagður horfa til samstarfs með öðrum en Sjálfstæðisflokki í Mosfellsbæ
Samkvæmt heimildum Kjarnans telur Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ niðurstöður kosninganna ákall frá kjósendum um að binda enda á stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins. Þetta er í fyrsta sinn í rúm 50 ár sem flokkurinn er ekki sá stærsti í bænum.
Kjarninn 16. maí 2022
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er oddviti Viðreisnar.
Þórdís Lóa útilokar ekki meirihlutasamstarf við Sjálfstæðisflokk og Framsókn
Þótt þrír af flokkunum sem standa að fráfarandi meirihluta ætli að fylgjast að í komandi viðræðum útilokar oddviti Viðreisnar og eini borgarfulltrúi þess flokks ekki að mynda annars konar meirihluta. Það opnar glufu fyrir Sjálfstæðisflokkinn að völdum.
Kjarninn 16. maí 2022
BJörgunarmenn að störfum í Durban eftir gríðarleg flóð.
Hamfarir í Suður-Afríku tvöfalt líklegri vegna loftslagsbreytinga
Ef veðurfar væri svipað nú og það var fyrir iðnbyltingu myndu hamfarir á borð við þær sem kostuðu 435 manneskjur lífið í Suður-Afríku í apríl eiga sér stað á 40 ára fresti en ekki einu sinni á hverjum tuttugu árum.
Kjarninn 16. maí 2022
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, skrifar undir umsögnina ásamt aðalhagfræðingi samtakanna.
Samtök iðnaðarins vilja framlengja milljarða króna endurgreiðslur vegna byggingavinnu
Þegar kórónuveirufaraldurinn skall á voru endurgreiðslur vegna „Allir vinna“ átaksins hækkaðar upp í 100 prósent. Á tæpum tveimur árum kostaði það ríkissjóð 16,5 milljarða króna í tekjum sem voru ekki innheimtar.
Kjarninn 16. maí 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – iPod lagður til grafar
Kjarninn 16. maí 2022
Meira eftir höfundinnErla María Markúsdóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar