Mynd: Bára Huld Beck

Meirihlutinn í Reykjavík á tæpasta vaði – Framsókn á fleygiferð

Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknar í Reykjavík gæti þurft að bregða sér í sitt fyrra hlutverk sem fréttamaður á næstu dögum og segja borgarbúum tíðindi – um hvort hann vilji fremur vinna í meirihlutasamstarfi til hægri eða vinstri á komandi kjörtímabili. Um helmingslíkur eru þó á því að núverandi meirihluti haldi, samkvæmt nýjustu kosningaspá Kjarnans og Dr. Baldurs Héðinssonar, en líkur á að hægt verði hægt að mynda þriggja flokka meirihluta Samfylkingar, Pírata og Framsóknar mælast 85 prósent.

Rúm­lega helm­ings­líkur eru á því að meiri­hluti Sam­fylk­ing­ar, Pírata, Vinstri grænna og Við­reisnar haldi velli í borg­ar­stjórn­ar­kosn­ingum dags­ins, sam­kvæmt nýj­ustu og um leið síð­ustu kosn­inga­spá Kjarn­ans og Dr. Bald­urs Héð­ins­sonar fyrir kosn­ing­arn­ar. Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn mælist nú í fyrsta skipti með fjóra full­trúa inni í borg­ar­stjórn.

Sam­hliða kosn­­­inga­­­spánni er einnig keyrð sæta­­­spá. Hún er fram­­­­kvæmd þannig að keyrðar eru 100 þús­und sýnd­­­­ar­­­­kosn­­­­ingar miðað við fylgi flokka í kosn­­­­inga­­­­spánni. Í hverri þeirra er úthlutað 23 borg­­­­ar­­­­full­­­­trúum og þar sem sýnd­­­­ar­­­­kosn­­­­ing­­­­arnar eru allar með inn­­­­­­­byggða óvissu þá getur fylgi flokka í hverri ein­stakri sýnd­­­­ar­­­­kosn­­­­ingu stundum verið hærra og stundum lægra, þótt með­­­­al­­­­tal kosn­­­­ing­anna allra sé það sama og kom fram í kosn­­­­inga­­­­spánni.

Sæta­spáin sýnir meiri­hlut­ann fall­inn

Þegar líkur ein­stakra fram­bjóð­enda flokk­anna á því að kom­ast inn eru teknar saman teikn­ast upp sú mynd að Píratar fá þrjá menn kjörna en ekki fjóra eins og þegar sæta­spáin var keyrð fyrr í vik­unni. Þá sekkur meiri­hlut­inn niður í ell­efu full­trúa, þar sem bæði Við­reisn og Sam­fylk­ing tapa einum borg­ar­full­trúa sam­kvæmt nið­ur­stöð­un­um. Hægt er að sjá sæta­­­spánna hér að neð­an:

Borgarstjórn Reykjavíkur
23 borgarfulltrúar kjörnir
FlokkarFramboðslistar
 • >99%
  Dagur B. Eggertsson
 • >99%
  Heiða Björg Hilmisdóttir
 • >99%
  Skúli Þór Helgason
 • 99%
  Sabine Leskopf
 • 92%
  Hjálmar Sveinsson
 • 68%
  Guðný Maja Riba
 • 33%
  Sara Björg Sigurðardóttir
 • >99%
  Hildur Björnsdóttir
 • >99%
  Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir
 • >99%
  Kjartan Magnússon
 • 92%
  Marta Guðjónsdóttir
 • 70%
  Björn Gíslason
 • 35%
  Friðjón R. Friðjónsson
 • >99%
  Einar Þorsteinsson
 • 98%
  Árelía Eydís Guð­munds­dótt­ir
 • 86%
  Magnea Gná Jóhanns­dótt­ir
 • 51%
  Aðal­steinn Haukur Sverr­is­son
 • 17%
  Þorvaldur Daníelsson
 • >99%
  Dóra Björt Guðjónsdóttir
 • 97%
  Alexandra Briem
 • 83%
  Magnús Norðdahl
 • 47%
  Kristinn Jón Ólafsson
 • 87%
  Sanna Magdalena Mörtudóttir
 • 47%
  Trausti Breiðfjörð Magnússon
 • 11%
  Andrea Jóhanna Helgadóttir
 • 82%
  Þór­dís Lóa Þór­halls­dótt­ir
 • 39%
  Pawel Bartoszek
 • 69%
  Kolbrún Baldursdóttir
 • 18%
  Helga Þórðardóttir
 • 67%
  Líf Magneudóttir
 • 22%
  Stefán Pálsson
 • 36%
  Ómar Már Jónsson

Sam­fylk­ingin verður stærsti flokk­ur­inn í borg­ar­stjórn sam­kvæmt kosn­inga­spánni og mælist nú með 23,9 pró­sent fylgi og sex borg­ar­full­trúa. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn kemur næstur þar á eft­ir, með 20,4 pró­sent fylgi, rúmum tíu pró­sentum minna en flokk­ur­inn fékk í kosn­ing­unum árið 2018. Það myndi skila flokknum fimm borg­ar­full­trú­um.

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn mælist svo með 14,8 pró­sent, sem myndi skila fjórum borg­ar­full­trúum til flokks­ins. Flokk­ur­inn á engan borg­ar­full­trúa í dag eftir að hafa fengið 3,2 pró­sent atkvæða í kosn­ing­unum árið 2018, er boð­inn var fram B-listi undir merkjum Fram­sóknar og flug­valla­vina.

Niðurstöður kosningaspárinnar 13. maí 2022
Kosningaspáin er unnin í aðdraganda borgarstjórnarkosninga 2022.

Píratar dala ögn frá síð­ustu kosn­inga­spá og mæl­ast nú með 14,4 pró­sent fylgi og þrjá full­trúa í borg­ar­stjórn. Sú nið­ur­staða yrði þó nokkur sigur fyrir flokk­inn, sem fékk 7,7 pró­sent atkvæða í borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­unum 2018.

Þéttur pakki í neðri hlut­anum

Tölu­vert bil er síðan niður í aðra flokka. Sós­í­alista­flokk­ur­inn yrði fimmti stærsti flokk­ur­inn sam­kvæmt kosn­inga­spánni með 7 pró­sent fylgi og bætir við sig borg­ar­full­trúa sem áður seg­ir, en Við­reisn dalar nokkuð og mælist nú með 6,3 pró­senta fylgi, sem myndi þýða að Pawel Bar­toszek for­maður skipu­lags- og sam­göngu­ráðs borg­ar­innar kæm­ist ekki inn í borg­ar­stjórn að nýju.

Flokkur fólks­ins mælist með 4,8 pró­senta fylgi sem myndi skila Kol­brúnu Bald­urs­dóttur aftur inn í borg­ar­stjórn og Vinstri græn yrði minnsti flokk­ur­inn í borg­ar­stjórn Reykja­víkur ef spáin gengi eft­ir, en flokk­ur­inn mælist nú með 4,6 pró­senta fylgi, sem dugir til þess að halda Líf Magneu­dóttur inni í borg­ar­stjórn.

Fylgi Mið­flokks­ins mælist 2,6 pró­sent sam­kvæmt kosn­inga­spánni, sem myndi ekki duga til þess að ná odd­vit­anum Ómari Má Jóns­syni inn í borg­ar­stjórn. Sam­an­lagt fylgi Ábyrgrar fram­tíðar og Reykja­vík­ur, bestu borg­ar­innar mælist nú 1,2 pró­sent og mun hvor­ugur flokk­ur­inn ná að setja mark sitt á borg­ar­málin verði það nið­ur­stað­an.

Frá oddvitakappræðunum sem fram fóru á RÚV í gærkvöldi.
Bára Huld Beck

85 pró­sent líkur á að hægt verði að mynda meiri­hluta S, B og P

Þegar kosn­inga­spáin var keyrð í upp­hafi vik­unnar var ekki útlit fyrir að mikil spenna yrði um hvort meiri­hlut­inn í borg­inni héldi eða ekki, en sú staða hefur heldur betur breyst í ljósi síð­ustu kann­ana.

Sam­kvæmt keyrslu 100 þús­und sýnd­ar­kosn­inga eru nú 54 pró­sent líkur á að þeir fjórir flokkar sem meiri­hlut­ann mynda nái 12 borg­ar­full­trúum á ný.

Meiri líkur eru á því að hægt yrði að mynda meiri­hluta þar sem Sós­í­alista­flokk­ur­inn kæmi inn fyrir Við­reisn, eða 59 pró­sent. Einnig eru sem fyrr miklar líkur á því að Sam­fylk­ing­in, Fram­sókn og Píratar gætu myndað þriggja flokka meiri­hluta en þær eru nú 85 pró­sent, eða á svip­uðu reki og þær hafa verið í vik­unni.

Þróun fylgis framboða í kosningaspánni
Kosningaspáin er unnin í aðdraganda borgarstjórnarkosninga 2022.
B C D F M P S V Aðrir

Enn er vand­séð hvaða leið Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn á að finna til valda í Reykja­vík, sam­kvæmt kosn­inga­spánni, en ef hún yrði fær yrði hún í gegnum sam­starf við Fram­sókn og einn til tvo flokka til við­bót­ar.

Nú eru 31 pró­sent líkur á því að Sjálf­stæð­is­flokk­ur, Fram­sókn, Flokkur fólks­ins og Við­reisn gætu náð nægi­legum fjölda full­trúa til að geta unnið saman og 13 pró­sent líkur eru á því að Sjálf­stæð­is­flokk­ur, Við­reisn og Fram­sókn gætu náð meiri­hluta. Tveggja pró­senta líkur eru á að Sjálf­stæð­is­flokkur og Fram­sókn nái tólf full­trúum sam­an­lagt.

Það skal þó ekki úti­loka að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn fái meira upp úr kjör­köss­unum en kann­anir und­an­far­inna daga hafa verið að sýna, en eins og kom fram í umfjöllun Kjarn­ans í gær hefur Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn á síð­ustu árum oft verið van­met­inn í kosn­ingum og það gerð­ist líka í borg­inni árið 2018 – þá var kjör­fylgi flokks­ins rúmum þremur pró­sentu­stigum meira en síð­asta kosn­inga­spá Kjarn­ans og Bald­urs Héð­ins­sonar sagði til um.

Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokks.
Bára Huld Beck

Kann­­­anir í nýj­­­ustu kosn­­­inga­­­spá fyrir borg­­­ar­­­stjórn­­­­­ar­­­kosn­­­ingar 14. maí:

 • Skoð­ana­könnun Pró­sent 4. – 9. maí (15,8%)
 • Skoð­ana­könnun Mask­ínu 6. – 11. maí (17,1%)
 • Þjóð­ar­púls Gallup 9. – 13. maí (37,0%)
 • Skoð­ana­könnun Mask­ínu 12. – 13. maí (30,1%)

Hvað er kosn­­­­­inga­­­­­spá­in?

Fyrir hverjar kosn­­­­ingar um allan heim birta fjöl­miðlar gríð­­­­ar­­­­legt magn af upp­­­­lýs­ing­­­­um. Þessar upp­­­­lýs­ingar eru oftar en ekki töl­fræð­i­­­­leg­­­­ar, byggðar á skoð­ana­könn­unum þar sem fólk hefur verið spurt hvernig það upp­­­­lifir stjórn­­­­­­­málin og hvað það getur ímyndað sér að kjósa. Stjórn­­­­­­­mála­fræð­ingar og fjöl­miðlar kepp­­­­ast svo við að túlka nið­­­­ur­­­­stöð­­­­urnar og veita almenn­ingi enn meiri upp­­­­lýs­ingar um stöð­una í heimi stjórn­­­­­­­mál­anna.

Allar þessar kann­­­anir og allar mög­u­­­legar túlk­­­anir á nið­­­ur­­­stöðum þeirra kunna að vera rugl­andi fyrir hinn almenna neyt­anda. Einn kannar skoð­­­anir fólks yfir ákveðið tíma­bil og annar kannar sömu skoð­­­anir á öðrum tíma og með öðrum aðferð­­­um. Hvor könn­unin er nákvæm­­­ari? Hverri skal treysta bet­­­ur? Svarið er oftar en ekki óljóst því vand­inn er að hinn almenni kjós­­­andi hefur ekki for­­­sendur til að meta áreið­an­­­leika hverrar könn­un­­­ar.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnArnar Þór Ingólfsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar