Nýtt valdajafnvægi á Norður-Írlandi – Sögulegur kosningasigur en snúin staða

Í fyrsta skipti í hundrað ára sögu Norður-Írlands er lýðveldisflokkur með flestu sætin á þinginu í Stormont. Óljóst er hins vegar hvort kosning um sameiningu Írlands sé í sjónmáli.

stormont þinghúsið
Auglýsing

Sinn Féin, flokkur lýð­veld­is­sinna á Norð­ur­-Ír­landi vann sögu­legan sigur í þing­kosn­ingum 5. maí og allt bendir til þess að Michelle O'Neill, for­maður Sinn Féin, verði fyrsti lýð­veld­is­sinn­aði fyrsti ráð­herra Norð­ur­-Ír­lands.

„Í dag er nýtt upp­haf sem ég trúi að muni leiða til tæki­færis til að end­ur­hugsa sam­bönd í þessu sam­fé­lagi á grund­velli sann­girni, á grund­velli jöfn­uðar og á grund­velli félags­legs rétt­læt­is,“ sagði O'Neill þegar úrslit kosn­ing­anna lágu fyr­ir.

O'Neill boðar þannig nýja tíma en sam­bands­sinnar hafa verið við stjórn­völ­inn á Norð­ur­-Ír­landi í heila öld, allt frá árinu 1922 þegar Írland fékk fullt sjálf­stæði en nyrstu sýsl­unar voru eftir í Stóra-Bret­landi og mynd­uðu Norð­ur­-Ír­land.

Michelle O'Neill, formaður Sinn Féin, verður fyrsti lýðveldissinnaði fyrsti ráðherra Norður-Írlands. Mynd: EPA

Sinn Féin stærsti flokk­ur­inn í fyrsta sinn í 100 ára sögu Norð­ur­-Ír­lands

Sinn Féin hlaut 27 af 90 þing­sætum á þing­inu í Stormont. Lýð­ræð­is­legi sam­bands­flokk­ur­inn (DUP) tap­aði þremur sætum frá síð­ustu kosn­ingum og hlaut 25 þing­sæti. Lýð­ræð­is­legi sam­bands­flokk­ur­inn hefur verið stærsti flokk­ur­inn á norð­ur­-írska þing­inu frá upp­hafi.

Alli­ance-­flokk­ur­inn (APN­I), sem leggur áherslu á sam­vinnu kaþ­ólskra og mót­mæl­enda og skil­greinir sig hvorki sem sam­bands- né lýð­veld­is­sinna, hlaut 17 sæti, rúm­lega tvö­falt fleiri en í síð­ustu kosn­ing­um, og Ulster-­sam­bands­flokk­ur­inn níu sæti, einu færra en í síð­ustu kosn­ing­um. Verka­manna­flokkur sós­í­alde­mókrata (SDLP), flokkur lýð­veld­is­sinna, tap­aði fjórum sætum og hlaut átta sæti. Fjögur þing­sæti skipt­ast á milli ann­arra flokka.

Auglýsing
Líkt og fyrr segir hafa lýð­veld­is­sinnar aldrei verið fleiri á norð­ur­írska þing­inu en ekki er hægt að full­yrða hvort meiri­hluti þeirra á þing­inu sé tryggður og stóra spurn­ing er því hvort raun­hæft verði í nán­ustu fram­tíð að kjósa um sam­ein­ingu við Írland?

Ekki var langt liðið á taln­ingu atkvæða þegar ljóst var í hvað stefndi: Sinn Féin var að verða stærsti flokk­ur­inn á þing­inu í Stormont, í fyrsta sinn í hund­rað ára sögu Norð­ur­-Ír­lands. Rory Caroll, frétta­rit­ari The Guar­dian á Írlandi, fylgd­ist með við­brögðum stuðn­ings­manna Sinn Féin í þá tvo sól­ar­hringa sem taln­ing atkvæða stóð yfir og segir hann áhuga­vert hversu lág­stemmdur fögn­uð­ur­inn var en það hafi verið skila­boðin frá flokknum þar sem Sinn Féin er jú agaður flokk­ur. „Ekki vera í sig­ur­vímu, ekki fagna of snemma og í guð­anna bæn­um, ekki hrópa nein IRA-slag­orð,“ segir Caroll að skila­boðin frá Sinn Féin hafi ver­ið.

Sam­bandið við Bret­land og trú­ar­brögð

Stjórn­mál á Norð­ur­-Ír­landi hafa alla tíð ein­kennst af tvennu: Trú­ar­brögðum og afstöðu til sam­bands­ins við Bret­land þar sem sam­bands­sinnar eru almennt mót­mæl­enda­trúar en lýð­veld­is­sinnar kaþ­ólikk­ar.

Sinn Féin, eða „Við sjálf“, er vinstri-­­þjóð­ern­is­­flokkur sem berst fyrir sam­ein­ingu Írlands og Norð­­ur­-Ír­lands og er starf­­ræktur bæði á Írlandi og í Norð­­ur­-Ír­land­i. Flokk­ur­inn var stjórn­mála­armur írska lýð­veld­is­hers­inis (IRA) sem barð­ist harka­lega fyrir því að binda enda á bresk yfir­ráð á Norð­ur­-Ír­landi.

Átökin stóðu sem hæst á síð­ari hluta tutt­ug­ustu aldar og ganga undir nafn­inu „Vand­ræð­in“ (The Trou­bles). Meira en 3.600 manns lét­ust og þús­undir særð­ust. Átök­in voru milli þeirra sem vildu að Norð­ur­-Ír­land til­­heyrði áfram Stóra-Bret­landi og þeirra sem vildu sam­einað Írland. Kaþ­ól­ikk­ar voru flest­ir þjóð­ern­is­sinn­ar en mót­­mæl­end­ur drottn­ing­­ar­holl­ir, það er sam­­bands­sinn­­ar.

Í fyrsta skipti í hund­rað ár er Sinn Féin stærsti stjórn­mála­flokk­ur­inn á Norð­ur­-Ír­landi. Ljóst er að erfitt verk­efni er fyrir höndum þar sem stjórn­mála­kerfið krefst sam­vinnu milli sam­bands­sinn­aðra og lýð­veld­is­sinn­aðra flokka.

Krafa um sam­starf sam­bands­sinna og lýð­veld­is­sinna

Sér­stök lög gilda á Norð­ur­-Ír­landi sem eiga að tryggja dreif­ingu valds. Þannig skipt­ast störf fyrsta ráð­herra og stað­geng­ils fyrsta ráð­herra á milli stærsta sam­bands­sinn­aða flokks­ins og stærsta lýð­veld­is­sinn­aða flokks­ins. Þessu fyr­ir­komu­lagi var komið á með frið­ar­sam­komu­lag­inu árið 1998 (The Good Fri­day Agreem­ent) í þeim til­gangi að binda enda á „Vand­ræð­in“.

Lýð­ræð­is­legi sam­bands­flokk­ur­inn hefur þegar gefið í skyn að hann geti ekki hugsað sér að starfa undir fyrsta ráð­herra Sinn Féin. Það flækir málin en mynda þarf rík­is­stjórn innan 24 vikna frá kosn­ing­um. Tak­ist það ekki verður gengið til kosn­inga á ný.

Brexit flækir málin

Í kjöl­far Brexit hefur Sinn Féin aukið kröfur sínar um sjálf­stæði Norð­­ur­-Ír­lands . Sinn Féin hefur vísað til þess að sam­einað Írland gæti verið innan Evr­­ópu­­sam­­bands­ins þar sem 56 pró­­sent íbúa Norð­­ur­-Ír­lands kusu gegn Brex­it.

Þingkonur Sinn Féin smella í sjálfu við þinghúsið. Mynd: EPA

En staðan eftir Brexit er flókn­ari. Við útgöngu Breta úr Evr­ópu­sam­bandi náð­ist sam­komu­lag um svo­kall­aða Norð­ur­-Ír­lands­bókun (the Nortern Ireland protocol) sem á að tryggja að landa­mærin milli Írlands og Norð­ur­-Ír­lands hald­ist opin. Hart hefur verið deilt um bók­un­ina milli Breta og ESB og þær kostn­að­ar­sömu við­skipta­deilur sem bók­unin getur vald­ið. Þá segja sam­bands­sinnar á Norð­ur­-Ír­landi bók­un­ina í raun búa til landa­mæri og grafi þannig undan stöðu lands­ins gagn­vart Bret­landi og hefur Lýð­ræð­is­legi sam­bands­flokk­ur­inn kraf­ist þess að Boris John­son for­sæt­is­ráð­herra Bret­lands breyti bók­un­inni, helst afnemi hana, ann­ars muni flokk­ur­inn ekki getað starfað með Sinn Féin í rík­is­stjórn Norð­ur­-Ír­lands.

Helsta bar­áttu­mál Sinn Féin snýr hins vegar að því að kanna vilja Norð­ur­-Íra til sam­ein­ingu við Írland. En flækju­stigin eru mörg, fyrst þarf að mynda starf­hæfa rík­is­stjórn og auk þess hefur stuðn­ingur við sam­einað Írland ekki mælst mik­ill upp á síðkast­ið. Búist var við að stuðn­ingur við sam­einað Írlandi myndi aukast eftir útgöngu Breta úr ESB en svo varð ekki raun­in. Sam­kvæmt nýj­ustu könn­unum er um 30 pró­sent Norð­ur­-Íra fylgj­andi sam­ein­ingu við Írland.

Ást­laust hjóna­band?

Cor­ell, frétta­rit­ari The Guar­dian á Írlandi, líkir fyr­ir­komu­lag­inu á norð­ur­írska þing­inu við ást­laust hjóna­band. „Sam­bands­sinnar og lýð­veld­is­sinnar verða að deila völd­um, þeir eiga ekki ann­arra kosta völ, þeir eru fastir í ást­lausu hjóna­band­i,“ segir Cor­ell. Þetta fyr­ir­komu­lag hafi hins vegar borgar sig það sem friður hefur ríkt á Norð­ur­-Ír­landi frá því að frið­ar­sam­komu­lagið var und­ir­rit­að.

Staðan er því nokkuð snú­in. Á sama tíma og Sinn Féin fagnar sögu­legum kosn­inga­sigri verður erfitt að ná þeirra helsta bar­áttu máli í gegn: Að sam­eina Írland.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Engin lagaleg skilgreining til á orðinu kona
Samkvæmt svari frá forsætisráðherra þarf menningar- og viðskiptaráðherra sem „fer með málefni íslenskunnar“ að svara því hverjar orðsifjar nafnorðsins kona séu og hver málfræðileg merking orðsins sé.
Kjarninn 30. júní 2022
Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins, og Jón Gunnar Jónsson, forstjóri stofnunarinnar.
Bankasýslan borgaði LOGOS 6,2 milljónir og lét Morgunblaðið fá upplýsingar fyrirfram
Bankasýslan sendi Morgunblaðinu einum fjölmiðla fyrirfram tilkynningu um að lögfræðilegur ráðgjafi hennar hefði komist að þeirri niðurstöðu að jafnræðis hafi verið gætt við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka.
Kjarninn 30. júní 2022
Til þess að komast ferða sinna þurfa Íslendingar að borga 85 prósentum meira heldur en íbúar í löndum Evrópusambandsins gera að meðaltali.
Samgöngukostnaður hvergi hærri í Evrópu en á Íslandi
Norðurlöndin raða sér í efstu sæti á lista þeirra landa í Evrópu þar sem samgöngukostnaður er mestur. Verð á gistingu, mat, fötum og skóm er hærra hér á landi en víðast hvar annars staðar í álfunni.
Kjarninn 30. júní 2022
Ríkið þurfi að kortleggja á hverjum loftslagsskattarnir lenda
Upplýsingar liggja ekki fyrir í dag um það hvernig byrðar af loftslagssköttum dreifast um samfélagið. Í greinargerð frá Loftslagsráði segir að stjórnvöld þurfi að vinna slíka greiningu, vilji þau hafa yfirsýn yfir áhrif skattanna.
Kjarninn 30. júní 2022
Í frumdrögum að fyrstu lotu Borgarlínu var Suðurlandsbrautin teiknuð upp með þessum hætti. Umferðarskipulag götunnar er enn óútkljáð, og sannarlega ekki óumdeilt.
Borgarlínubreytingar á Suðurlandsbraut strjúka fasteignaeigendum öfugt
Nokkrir eigendur fasteigna við Suðurlandsbraut segja að það verði þeim til tjóns ef akreinum undir almenna umferð og bílastæðum við Suðurlandsbraut verði fækkað. Unnið er að deiliskipulagstillögum vegna Borgarlínu.
Kjarninn 30. júní 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Einlæg gjöf en smáræði 千里送鹅毛
Kjarninn 30. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Taglhnýtingar þétta raðirnar
Kjarninn 30. júní 2022
Viðbragðsaðilar og vegfarendur á vettvangi aðfaranótt sunnudags. 22 unglingar létust á Enyobeni-kránni.
Hvers vegna dóu börn á bar?
Meðvitundarlaus ungmenni á bar. Þannig hljómaði útkall til lögreglu í borginni East London í Suður-Afríku aðfaranótt sunnudags. Ýmsar sögur fóru á kreik. Var eitrað fyrir þeim? Og hvað í ósköpunum voru unglingar – börn – að gera á bar?
Kjarninn 30. júní 2022
Meira eftir höfundinnErla María Markúsdóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar