Nýtt valdajafnvægi á Norður-Írlandi – Sögulegur kosningasigur en snúin staða

Í fyrsta skipti í hundrað ára sögu Norður-Írlands er lýðveldisflokkur með flestu sætin á þinginu í Stormont. Óljóst er hins vegar hvort kosning um sameiningu Írlands sé í sjónmáli.

stormont þinghúsið
Auglýsing

Sinn Féin, flokkur lýð­veld­is­sinna á Norð­ur­-Ír­landi vann sögu­legan sigur í þing­kosn­ingum 5. maí og allt bendir til þess að Michelle O'Neill, for­maður Sinn Féin, verði fyrsti lýð­veld­is­sinn­aði fyrsti ráð­herra Norð­ur­-Ír­lands.

„Í dag er nýtt upp­haf sem ég trúi að muni leiða til tæki­færis til að end­ur­hugsa sam­bönd í þessu sam­fé­lagi á grund­velli sann­girni, á grund­velli jöfn­uðar og á grund­velli félags­legs rétt­læt­is,“ sagði O'Neill þegar úrslit kosn­ing­anna lágu fyr­ir.

O'Neill boðar þannig nýja tíma en sam­bands­sinnar hafa verið við stjórn­völ­inn á Norð­ur­-Ír­landi í heila öld, allt frá árinu 1922 þegar Írland fékk fullt sjálf­stæði en nyrstu sýsl­unar voru eftir í Stóra-Bret­landi og mynd­uðu Norð­ur­-Ír­land.

Michelle O'Neill, formaður Sinn Féin, verður fyrsti lýðveldissinnaði fyrsti ráðherra Norður-Írlands. Mynd: EPA

Sinn Féin stærsti flokk­ur­inn í fyrsta sinn í 100 ára sögu Norð­ur­-Ír­lands

Sinn Féin hlaut 27 af 90 þing­sætum á þing­inu í Stormont. Lýð­ræð­is­legi sam­bands­flokk­ur­inn (DUP) tap­aði þremur sætum frá síð­ustu kosn­ingum og hlaut 25 þing­sæti. Lýð­ræð­is­legi sam­bands­flokk­ur­inn hefur verið stærsti flokk­ur­inn á norð­ur­-írska þing­inu frá upp­hafi.

Alli­ance-­flokk­ur­inn (APN­I), sem leggur áherslu á sam­vinnu kaþ­ólskra og mót­mæl­enda og skil­greinir sig hvorki sem sam­bands- né lýð­veld­is­sinna, hlaut 17 sæti, rúm­lega tvö­falt fleiri en í síð­ustu kosn­ing­um, og Ulster-­sam­bands­flokk­ur­inn níu sæti, einu færra en í síð­ustu kosn­ing­um. Verka­manna­flokkur sós­í­alde­mókrata (SDLP), flokkur lýð­veld­is­sinna, tap­aði fjórum sætum og hlaut átta sæti. Fjögur þing­sæti skipt­ast á milli ann­arra flokka.

Auglýsing
Líkt og fyrr segir hafa lýð­veld­is­sinnar aldrei verið fleiri á norð­ur­írska þing­inu en ekki er hægt að full­yrða hvort meiri­hluti þeirra á þing­inu sé tryggður og stóra spurn­ing er því hvort raun­hæft verði í nán­ustu fram­tíð að kjósa um sam­ein­ingu við Írland?

Ekki var langt liðið á taln­ingu atkvæða þegar ljóst var í hvað stefndi: Sinn Féin var að verða stærsti flokk­ur­inn á þing­inu í Stormont, í fyrsta sinn í hund­rað ára sögu Norð­ur­-Ír­lands. Rory Caroll, frétta­rit­ari The Guar­dian á Írlandi, fylgd­ist með við­brögðum stuðn­ings­manna Sinn Féin í þá tvo sól­ar­hringa sem taln­ing atkvæða stóð yfir og segir hann áhuga­vert hversu lág­stemmdur fögn­uð­ur­inn var en það hafi verið skila­boðin frá flokknum þar sem Sinn Féin er jú agaður flokk­ur. „Ekki vera í sig­ur­vímu, ekki fagna of snemma og í guð­anna bæn­um, ekki hrópa nein IRA-slag­orð,“ segir Caroll að skila­boðin frá Sinn Féin hafi ver­ið.

Sam­bandið við Bret­land og trú­ar­brögð

Stjórn­mál á Norð­ur­-Ír­landi hafa alla tíð ein­kennst af tvennu: Trú­ar­brögðum og afstöðu til sam­bands­ins við Bret­land þar sem sam­bands­sinnar eru almennt mót­mæl­enda­trúar en lýð­veld­is­sinnar kaþ­ólikk­ar.

Sinn Féin, eða „Við sjálf“, er vinstri-­­þjóð­ern­is­­flokkur sem berst fyrir sam­ein­ingu Írlands og Norð­­ur­-Ír­lands og er starf­­ræktur bæði á Írlandi og í Norð­­ur­-Ír­land­i. Flokk­ur­inn var stjórn­mála­armur írska lýð­veld­is­hers­inis (IRA) sem barð­ist harka­lega fyrir því að binda enda á bresk yfir­ráð á Norð­ur­-Ír­landi.

Átökin stóðu sem hæst á síð­ari hluta tutt­ug­ustu aldar og ganga undir nafn­inu „Vand­ræð­in“ (The Trou­bles). Meira en 3.600 manns lét­ust og þús­undir særð­ust. Átök­in voru milli þeirra sem vildu að Norð­ur­-Ír­land til­­heyrði áfram Stóra-Bret­landi og þeirra sem vildu sam­einað Írland. Kaþ­ól­ikk­ar voru flest­ir þjóð­ern­is­sinn­ar en mót­­mæl­end­ur drottn­ing­­ar­holl­ir, það er sam­­bands­sinn­­ar.

Í fyrsta skipti í hund­rað ár er Sinn Féin stærsti stjórn­mála­flokk­ur­inn á Norð­ur­-Ír­landi. Ljóst er að erfitt verk­efni er fyrir höndum þar sem stjórn­mála­kerfið krefst sam­vinnu milli sam­bands­sinn­aðra og lýð­veld­is­sinn­aðra flokka.

Krafa um sam­starf sam­bands­sinna og lýð­veld­is­sinna

Sér­stök lög gilda á Norð­ur­-Ír­landi sem eiga að tryggja dreif­ingu valds. Þannig skipt­ast störf fyrsta ráð­herra og stað­geng­ils fyrsta ráð­herra á milli stærsta sam­bands­sinn­aða flokks­ins og stærsta lýð­veld­is­sinn­aða flokks­ins. Þessu fyr­ir­komu­lagi var komið á með frið­ar­sam­komu­lag­inu árið 1998 (The Good Fri­day Agreem­ent) í þeim til­gangi að binda enda á „Vand­ræð­in“.

Lýð­ræð­is­legi sam­bands­flokk­ur­inn hefur þegar gefið í skyn að hann geti ekki hugsað sér að starfa undir fyrsta ráð­herra Sinn Féin. Það flækir málin en mynda þarf rík­is­stjórn innan 24 vikna frá kosn­ing­um. Tak­ist það ekki verður gengið til kosn­inga á ný.

Brexit flækir málin

Í kjöl­far Brexit hefur Sinn Féin aukið kröfur sínar um sjálf­stæði Norð­­ur­-Ír­lands . Sinn Féin hefur vísað til þess að sam­einað Írland gæti verið innan Evr­­ópu­­sam­­bands­ins þar sem 56 pró­­sent íbúa Norð­­ur­-Ír­lands kusu gegn Brex­it.

Þingkonur Sinn Féin smella í sjálfu við þinghúsið. Mynd: EPA

En staðan eftir Brexit er flókn­ari. Við útgöngu Breta úr Evr­ópu­sam­bandi náð­ist sam­komu­lag um svo­kall­aða Norð­ur­-Ír­lands­bókun (the Nortern Ireland protocol) sem á að tryggja að landa­mærin milli Írlands og Norð­ur­-Ír­lands hald­ist opin. Hart hefur verið deilt um bók­un­ina milli Breta og ESB og þær kostn­að­ar­sömu við­skipta­deilur sem bók­unin getur vald­ið. Þá segja sam­bands­sinnar á Norð­ur­-Ír­landi bók­un­ina í raun búa til landa­mæri og grafi þannig undan stöðu lands­ins gagn­vart Bret­landi og hefur Lýð­ræð­is­legi sam­bands­flokk­ur­inn kraf­ist þess að Boris John­son for­sæt­is­ráð­herra Bret­lands breyti bók­un­inni, helst afnemi hana, ann­ars muni flokk­ur­inn ekki getað starfað með Sinn Féin í rík­is­stjórn Norð­ur­-Ír­lands.

Helsta bar­áttu­mál Sinn Féin snýr hins vegar að því að kanna vilja Norð­ur­-Íra til sam­ein­ingu við Írland. En flækju­stigin eru mörg, fyrst þarf að mynda starf­hæfa rík­is­stjórn og auk þess hefur stuðn­ingur við sam­einað Írland ekki mælst mik­ill upp á síðkast­ið. Búist var við að stuðn­ingur við sam­einað Írlandi myndi aukast eftir útgöngu Breta úr ESB en svo varð ekki raun­in. Sam­kvæmt nýj­ustu könn­unum er um 30 pró­sent Norð­ur­-Íra fylgj­andi sam­ein­ingu við Írland.

Ást­laust hjóna­band?

Cor­ell, frétta­rit­ari The Guar­dian á Írlandi, líkir fyr­ir­komu­lag­inu á norð­ur­írska þing­inu við ást­laust hjóna­band. „Sam­bands­sinnar og lýð­veld­is­sinnar verða að deila völd­um, þeir eiga ekki ann­arra kosta völ, þeir eru fastir í ást­lausu hjóna­band­i,“ segir Cor­ell. Þetta fyr­ir­komu­lag hafi hins vegar borgar sig það sem friður hefur ríkt á Norð­ur­-Ír­landi frá því að frið­ar­sam­komu­lagið var und­ir­rit­að.

Staðan er því nokkuð snú­in. Á sama tíma og Sinn Féin fagnar sögu­legum kosn­inga­sigri verður erfitt að ná þeirra helsta bar­áttu máli í gegn: Að sam­eina Írland.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Var Ríkisendurskoðun að misskilja eða veitti Bankasýslan ráðherra ekki réttar upplýsingar?
Skýrsla Ríkisendurskoðunar um söluferli Íslandsbanka hefur verið mikið til umfjöllunar undanfarnar vikur. Þar hefur meðal annars verið tekist á um hvort Bankasýsla ríkisins hafi verið að fullu meðvituð um hver eftirspurn eftir bréfum í bankanum.
Kjarninn 3. desember 2022
Elísabet Englandsdrottning og hirðdaman Susan Hussey voru nánar vinkonur og samstarfskonur.
Aldursfordómar að kenna elli hirðdömu um kynþáttafordóma
Hirðdama á níræðisaldri hefur sagt skilið við bresku hirðina eftir að hafa látið rasísk ummæli falla um formann góðgerðarsamtaka í móttöku í Buckingham-höll. Þetta er síður en svo í fyrsta skipti sem kynþáttafordómar varpa skugga á konungsfjölskylduna.
Kjarninn 2. desember 2022
Lilja Alfreðsdóttir er menningar- og viðskiptaráðherra.
Stefnt að því að framlengja fjölmiðlastyrki til tveggja ára en ekki eins árs
Þvert á það sem Kjarninn hefur heimildir fyrir að hafi orðið niðurstaðan á ríkisstjórnarfundi fyrr í vikunni er nú komið fram frumvarp sem framlengir styrkjakerfi fyrir einkarekna fjölmiðla til tveggja ára.
Kjarninn 2. desember 2022
Helgi Þór Ingason
Yfirmaður minn – vitvélin?
Kjarninn 2. desember 2022
Frá fundi borgarstjórnar Reykjavíkurborgar.
Starfsmenn voru að meðaltali 4,5 sekúndur að slá inn kennitöluna í mötuneytinu
Sérfræðingar borgarinnar fylgdust með starfsmönnum stjórnsýslunnar í borginni skammta sér á diska og komust að þeirri niðurstöðu að tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokks um stafræna umbreytingu í mötuneytum svaraði vart kostnaði.
Kjarninn 2. desember 2022
Forsvarsmenn Bankasýslunnar á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun, ásamt tveimur lögfræðingum frá Logos.
Bankasýslumenn ekki orðnir afhuga tilboðsfyrirkomulaginu
Forsvarsmenn Bankasýslunnar sátu fyrir svörum í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í morgun og voru þar spurðir hvort þeir myndu mæla með tilboðsfyrirkomulagi í framtíðar bankasölum ríkisins.
Kjarninn 2. desember 2022
Mótmæli hafa orðið að nokkurskonar þjóðaríþrótt Íslendinga eftir bankahrunið.
Tíu atburðir og ákvarðanir sem okkur hefur verið sagt að læra af
Síðastliðin 14 ár hafa verið stormasöm. Margar rannsóknarskýrslur hafa verið gerðar sem sýndu aðra mynd en haldin var að almenningi. Stjórnmálamenn hafa tekið ákvarðanir sem hafa virst vera í andstöðu við gildandi lög eða þau viðmið sem eru ráðandi.
Kjarninn 2. desember 2022
Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
Skrítið ef „enginn staður á Íslandi kæmi til greina fyrir vindorku“
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra segir að tvöfalda þurfi orkuframleiðslu á Íslandi „hið minnsta“ til að ná fram orkuskiptum. Íslendingar séu langt á eftir öðrum þegar komi að vindorkunni.
Kjarninn 2. desember 2022
Meira eftir höfundinnErla María Markúsdóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar