Samtök um bíllausan lífsstíl Frá framboðsfundi Samtaka um bíllausan lífstíl sem fram fór á Kex Hostel 13. apríl.
Gísli Marteinn Baldursson var fundarstjóri á framboðsfundi Samtaka um bíllausan lífsstíl, sem fram fór á dögunum.
Samtök um bíllausan lífsstíl

Einungis eitt framboð vill halda flugvellinum í Vatnsmýri

Á flugvöllurinn að víkja fyrir byggð? Styður þitt framboð Borgarlínu eins og áætlanir um hana líta út í dag? Á Reykjavíkurborg að beita sér fyrir því að bílaumferð minnki innan borgarmarkanna? Á að fækka bílastæðum í miðborginni? Svörin við þessum spurningum og fleirum voru kreist fram úr frambjóðendum í borginni á dögunum, á fundi Samtaka um bíllausan lífsstíl.

Þetta er fremur ein­föld spurn­ing. Viljið þið að í Vatns­mýr­inni sé byggð eða viljið þið að í Vatns­mýr­inni sé flug­völl­ur?“ spurði Gísli Mart­einn Bald­urs­son full­trúa fram­boða sem bjóða fram í Reykja­vík á fram­boðs­fundi sem Sam­tök um bíl­lausan lífs­stíl stóðu fyrir fyrr í mán­uð­in­um.

Allir full­trúar flokk­anna sem voru á fund­in­um, nema Ómar Már Jóns­son odd­viti Mið­flokks­ins, sögðu að þau vildu sjá byggð í Vatns­mýr­inni fremur en flug­völl. Það voru þó fyr­ir­varar hjá sum­um. „Ef við finnum nýjan stað fyrir hann er frá­bært að byggja í Vatns­mýr­inn­i,“ sagði Einar Þor­steins­son odd­viti Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Ein­ungis átta ár eru liðin frá því að Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn bauð fram í Reykja­vík undir merkjum Fram­sóknar og flug­vall­ar­vina og í síð­ustu kosn­ingum var það eitt af helstu stefnu­málum flokks­ins að flug­völl­ur­inn yrði áfram í Vatns­mýri.

Hildur Björns­dóttir odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks­ins sló einnig fram sama fyr­ir­var­an­um. Ef nýr staður verði fund­inn fyrir flug­völl ætti að byggja í Vatns­mýr­inni.

Níu fram­boð í pall­borði og leið­togar þess tíunda í salnum

Full­trúar níu flokka tóku þátt í fund­in­um, sem fjall­aði um það hvað fram­boðin í borg­inni vildu gera fyrir fjöl­breyti­legar sam­göngur í Reykja­vík. Full­trúar tíunda fram­boðs­ins af þeim alls ell­efu sem bjóða fram í borg­inni, sem heitir Reykja­vík, besta borgin, gerð­ust svo einnig þátt­tak­endur í fund­inum með spurn­ingum og athuga­semdum úr sal.

Í stafni þess fram­boðs standa Gunnar H. Gunn­ars­son og Örn Sig­urðs­son, en þeir hafa verið meðal helstu tals­manna hjá Sam­tökum um betri byggð um langt skeið. Þau sam­tök hafa meðal ann­ars talað fyrir því að flug­völl­ur­inn víki sem allra fyrst úr Vatns­mýri og þar bygg­ist upp þétt borg­ar­byggð og hafa lengi átalið borg­ar­yf­ir­völd fyrir að beita sér ekki harðar fyrir því að flug­vell­inum verði lok­að.

Öll nema Kol­brún og Sanna vilja fækka bíla­stæðum í mið­borg­inni

Á fund­in­um, sem fram fór á Kex Hostel þann 13. apr­íl, létu gestir og fund­ar­stjór­inn Gísli Mart­einn spurn­ingar dynja á fram­bjóð­end­un­um. Bíla­stæði í mið­borg­inni komu til tals eftir spurn­ingu úr sal. „Hverjir vilja fækka stæðum í mið­borg­inn­i?“ spurði fund­ar­stjór­inn – og átti þar ekki ein­ungis við bíla­stæði á yfir­borði jarðar heldur heild­ar­fjölda bíla­stæða í mið­borg­inni.

Hvað ætla flokk­arnir í borg­ar­stjórn að gera fyrir fjöl­breyti­legar sam­göng­ur?

Hvað ætla flokk­arnir í borg­ar­stjórn að gera fyrir fjöl­breyti­legar sam­göng­ur?

Posted by Sam­tök um bíl­lausan lífs­stíl on Wed­nes­day, April 13, 2022

Fram­bjóð­end­urnir voru með spjöld með grænum karli og rauðum karli og þýddi grænn karl í þessu til­viki að fram­bjóð­endur vildu fækka stæðum í mið­borg­inni, en rauður að þau vildu það ekki. Grænn karl fór á loft hjá öllum fram­bjóð­endum nema Kol­brúnu Bald­urs­dóttur odd­vita Flokk fólks­ins og Sönnu Magda­lenu Mörtu­dóttur odd­vita Sós­í­alista­flokks­ins.

„Má sitja hjá?“ spurði Einar Þor­steins­son og upp­skar hlátur úr saln­um, en sneri svo grænum karli í átt að fund­ar­gestum og tók þar með undir með full­trúum allra fjög­urra meiri­hluta­flokk­anna, Sjálf­stæð­is­flokks­ins og Mið­flokks­ins, sem einnig sögð­ust vilja fækka bíla­stæð­unum í mið­borg Reykja­vík­ur.

Allir fulltrúar flokkanna settu græna karlinn á loft, spurðir hvort þeir teldu að Reykjavíkurborg ætti að beita sér fyrir því að bílaumferð í Reykjavík minnkaði.
Samtök um bíllausan lífsstíl

„En viljið þið útvíkka það svæði þar sem er rukkað fyrir stæð­i?“ spurði Gísli Mart­einn næst og þá sneri Einar spjald­inu yfir á rauðan karl og slóst þar með í hóp­inn með þeim Sönnu og Kol­brúnu. Aðrir full­trúar flokk­anna voru á grænu og því fylgj­andi því að borgin bætti við svæðum þar sem bíla­stæði eru gjald­skyld.

Full­trúar allra flokka sögð­ust sömu­leiðis sam­mála um það á fund­inum að Reykja­vík­ur­borg ætti að beita sér fyrir því að draga úr bíla­um­ferð í Reykja­vík. Og upp­skáru lófa­klapp úr saln­um.

Svo var það Borg­ar­línan

Nokkur tími fór í að ræða þetta stóra sam­göngu­verk­efni sem er hluti af sam­göngusátt­mála höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins og felur í sér upp­bygg­ingu sér­rýmis undir stræt­is­vagna um höf­uð­borg­ar­svæð­ið. Spurn­ingin sem lögð var fyrir fram­bjóð­end­urna var sú hvort þeirra fram­boð væri „hlynnt Borg­ar­línu eins og er verið að skipu­leggja hana nún­a?“

Kjarn­inn tók saman svör fram­bjóð­end­anna við þess­ari spurn­ingu, í þeirri röð sem þau voru sett fram á fund­in­um.

Borgarlína

Kol­brún Bald­urs­dótt­ir, Flokki fólks­ins

„Mér þykir leið­in­legt hvað fólk er eitt­hvað ósátt við þetta verk­efni víða sem maður fer um borg­ina. En við erum flokkur sem hefur aldrei staðið upp og sagt að við viljum ekki Borg­ar­línu. Það væri ekki mjög skyn­sam­legt að segja það enda er þetta bara eitt­hvað sem er fram­tíðin að sjálf­sögðu. [...] Við myndum vilja skoða þetta verk­efni og kannski þarf að gera þetta eitt­hvað öðru­vísi.“

Sanna Magda­lena Mörtu­dótt­ir, Sós­í­alista­flokki

„Nei, af því að sam­kvæmt áætlun á fyrsti leggur að koma 2025 og þetta er kynnt þannig að þetta er lausnin sem við eigum að bíða eft­ir. Á meðan er ekk­ert að ger­ast í Strætómál­um, á meðan að það er að grotna niður get ég ekki stutt þessa útfærslu. [...] Til að leysa vand­ann núna þurfum við áreið­an­legar lausnir nún­a.“

Hildur Björns­dótt­ir, Sjálf­stæð­is­flokki

„Við viljum vinna áfram að sam­göngusátt­mál­an­um. [...] En mér finnst stundum eins og spurn­ingin „styður þú Borg­ar­línu eins og hún lítur út núna“ sé svo­lítið eins og spurn­ingin í Stellu í Orlofi: „Hver á þennan sum­ar­bú­stað, já eða nei?“ Við vitum ekki enn hver á að reka þetta eða hvað þetta kost­ar. [...] Við viljum svör við þessum spurn­ing­um, við erum aura­sálir í Sjálf­stæð­is­flokkn­um. [...] Við styðjum Borg­ar­línu, við viljum ekki útvatn­aða útgáfu en við viljum vita hver á að reka hana og hvern­ig. [...] Það er algjör­lega klárt að það liggur ekki fyrir hver á að taka reikn­ing­inn af rekstri Borg­ar­lín­u.“

Einar Þor­steins­son, Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn

„Við erum með Borg­ar­línu, án fyr­ir­vara. [...] Mark­miðið er alveg á hreinu. Við ætlum að klára Borg­ar­línu og gera hana að besta almenn­ings­sam­göngu­kerfi í heimi. Það er bara frá­bært mark­mið og við eigum að vera stolt af því. Í grunn­inn þurfa sam­göngu­mál ekk­ert að vera eitt­hvað flokkspóli­tískt bit­bein. Við þurfum að taka til­lit til þarfa borg­ar­búa. [...] Ég styð Borg­ar­lín­una eins og hún er núna og ég treysti því að þetta ferli og næsta borg­ar­stjórn sem tekur við verk­efn­inu stýri því af ábyrgð þannig að það sé skyn­sam­lega haldið á spil­un­um.“

Pawel Bar­toszek, Við­reisn

„Við­reisn hefur bæði í borg­ar­stjórn og á þingi og í öllum sveit­ar­fé­lögum kosið með sam­göngusátt­mála þannig að við styðjum þessa hug­mynd um Borg­ar­línu eins og hún liggur fyr­ir. Innan þeirra marka má koma með ýmsar útfærslur og ég hef alltaf talað fyrir þeirri útfærslu sem gengur lengst hvað varðar gæði. Ég hef talað fyrir því að Suð­ur­lands­brautin ætti að verða ein akrein fyrir almenna bíla­um­ferð og ein akrein fyrir Borg­ar­línu. Ég hef talað fyrir því að Hverf­is­gatan ætti að verða fyrst og fremst fyrir Borg­ar­línu og mögu­lega ein­hverja stað­bundna umferð.“

Dóra Björt Guð­jóns­dótt­ir, Pírötum

„Ég styð þessar fyr­ir­ætl­anir um Borg­ar­línu að sjálf­sögðu en við myndum gjarnan vilja hraða Borg­ar­línu og svo er rosa mik­il­vægt að tryggja gæðin alla leið. Skipu­lags­málin eru ansi tækni­lega í eðli sínu og við höfum beitt okkur fyrir því að það sé allt hannað út frá sem mestum metn­aði, bæði hvað varðar Borg­ar­línu, skipu­lag­ið, götu­mynd­ina og ann­að. Við viljum metn­að­ar­fulla og góða Borg­ar­línu, ef eitt­hvað er, meiri Borg­ar­línu hrað­ar.“

Dagur B. Egg­erts­son, Sam­fylk­ingu

„Ég styð Borg­ar­línu, já. En mig langar aðeins bara að nefna, því að sumir hafa verið að kalla þetta „Borg­ar­línu borg­ar­stjóra“ eða „Borg­ar­línu Dags“. Þó það sé rosa­lega freist­andi fyrir ein­hvern í póli­tík að taka rosa mikið „kredit“ þá vil ég und­ir­strika að það eru tugir af okkar bestu sér­fræð­ingum sem hafa komið að útfærsl­unni og við höfum sótt teymi á heims­mæli­kvarða til að koma að hönn­un­inni. Þetta er svo mikið lyk­il­verk­efni fyrir fram­tíð borg­ar­innar að það hefur verið vandað alveg gríð­ar­lega mikið til verka og ég hef sann­færst um það að eftir því sem við höfum kraft og styrk í póli­tík­inni [...] til að hafa gæðin í hámarki, þeim mun betra verði verk­efn­ið.“

Ómar Már Jóns­son, Mið­flokki

„Ég styð bíl­lausan lífs­stíl. Byrjum þar. [...] Mér finnst allt í lagi að staldra aðeins við eftir kosn­ing­arnar og fara betur yfir sam­göngusátt­mál­ann. [...] Nei.“

Líf Magneu­dótt­ir, Vinstri grænum

„Ég styð þetta verk­efni heils­hugar og þakka bara fyrir að VG hafi verið í rík­is­stjórn þegar við gerðum þennan sam­göngusátt­mála. Það er alveg rétt sem Dagur seg­ir, verk­efni verða ekki til í tóma­rúmi, það er sam­vinna og það að við séum að róa öll í sömu átt sem gera krafta­verkin í bylt­ingu borg­ar­inn­ar.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnArnar Þór Ingólfsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar