Mynd: RÚV/Skjáskot Einar Þorsteinsson Mynd: Skjáskot/RÚV
Mynd: RÚV/Skjáskot

Framsókn á flugi í borginni en meirihlutinn heldur

Flokkarnir sem mynda meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur gætu að óbreyttu endurnýjað samstarf sitt. Góðar líkur eru þó á ýmiskonar fjögurra flokka mynstrum ef vilji er til að breyta. Annar maður Viðreisnar er í hættu á að detta út fyrir öðrum manni Sósíalista.

Litlar breyt­ingar eru á heild­ar­fylgi flokk­anna fjög­urra sem mynda meiri­hluta í borg­ar­stjórn Reykja­víkur milli vikna. Sam­eig­in­legt fylgi Sam­fylk­ing­ar, Pírata, Við­reisnar og Vinstri grænna mælist nú 49,2 pró­sent sem er 0,6 pró­sentu­stigi minna en flokk­arnir mæld­ust með fyrir viku síð­an. Þeir myndu halda sama fjölda borg­ar­full­trúa og þeir eru með nú, tólf tals­ins, sem dugar til að end­ur­nýja meiri­hluta­sam­starfið ef vilji er til. 

Þetta er nið­­ur­­staða nýj­ustu kosn­­inga­­spár Kjarn­ans og Dr. Bald­­urs Héð­ins­­sonar fyrir kom­andi borg­­ar­­stjórn­­­ar­­kosn­­ing­­ar, sem fara fram 14, maí næst­kom­and­i. 

Flokk­arnir fjórir mæl­ast með meira fylgi en þeir fengu í kosn­ing­unum 2018 þegar þeir fengu 46,4 pró­sent. Sú breyt­ing yrði þó á að einn borg­ar­full­trúi myndi flytj­ast frá Sam­fylk­ingu til Pírata en Við­reisn og Vinstri græn héldu sama fjölda borg­ar­full­trúa að óbreytt­u. 

Niðurstöður kosningaspárinnar 14. apríl 2022
Kosningaspáin er unnin í aðdraganda borgarstjórnarkosninga 2022.

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn tapar tveimur borg­ar­full­trúum frá síð­ustu kosn­ingum og fengi sex, Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn sem er án full­trúa í borg­ar­stjórn eins og er fengi þrjá og Flokkur fólks­ins og Sós­í­alista­flokk­ur­inn myndu halda sínum staka borg­ar­full­trúa hvor að óbreytt­u. 

Mið­flokk­ur­inn er í miklum vand­ræð­um, mælist með hverf­andi fylgi og stefnir í að missa þann full­trúa sem flokk­ur­inn á nú í borg­ar­stjórn. 

Sá borg­ar­full­trúi sem er í mestri hættu á að detta út er annar maður Við­reisn­ar. Annar maður á lista Sós­í­alista­flokks­ins er ansi nálægt því að slá hann út og fella þar með meiri­hlut­ann í borg­inn­i. 

Sam­fylk­ingin bætir við sig milli vikna en er undir kjör­fylgi

Sam­fylk­ingin er eini meiri­hluta­flokk­ur­inn sem bætir við sig fylgi milli vikna og fer úr 23 í 23,7 pró­sent fylgi. Það skilar henni sex borg­ar­full­trú­um, fimm sem eru þegar borg­­ar­­full­­trúar og Guðný Maju Riba, sem situr í sjötta sæti list­ans. Píratar standa nán­ast í stað og mæl­ast með 12,8 pró­sent fylgi sem myndi duga til að bæta Magn­úsi Davíð Norð­da­hl  við borg­ar­stjórn­ar­flokk þeirra sem þær Dóra Björt Guð­jóns­dótt­ir, odd­viti Pírata, og Alex­andra Briem skipa nú þeg­ar. 

Við­reisn missir hálft pró­sentu­stig sem skilar þeim í 6,7 pró­sent fylgi. Borg­ar­full­trúar flokks­ins yrðu áfram sem áður þau Þór­dís Lóa Þór­halls­dóttir og Pawel Bar­toszek.

Vinstri græn tapa mest meiri­hluta­flokka milli vikna, 0,6 pró­sentu­stig­um, og mæl­ast með slétt sex pró­sent. Líf Magneu­dóttir yrði áfram eini borg­ar­full­trúi flokks­ins að óbreyttu.

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn enn stærstur í borg­inni

Sá flokkur sem er á mestu flugi í borg­inni er Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn. Hann beið afhroð 2018 þegar hann fékk ein­ungis 1.780 atkvæði í höf­uð­borg­inni sem skil­aði 3,2 pró­sent fylgi og engum borg­ar­full­trúa. Nú mælist hann þriðji stærsti flokk­ur­inn í Reykja­vík með 12,9 pró­sent fylgi sem myndi skila nýjum odd­vita, Ein­­ari Þor­­steins­­syni fyrr­ver­andi frétta­­manni, örugg­­lega í borg­­ar­­stjórn ásamt Árelíu Eydísi Guð­­­munds­dótt­­­ur, dós­ent við Háskóla Íslands og rit­höf­und­i, sem skipar annað sæt­ið á lista flokks­ins, og Magneu Gná Jóhanns­dótt­ur laga­­­nema sem situr í því þriðja. Fram­sókn bætir við sig 1,2 pró­sentu­stigi milli vikna. 

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn stendur nokkurn veg­inn í stað og mælist með 25 pró­sent fylgi, sem er 5,8 pró­sentu­stigum minna en hann fékk 2018. Eng­inn einn flokkur í Reykja­vík hefur tapað eins miklu fylgi frá síð­ustu kosn­ingum en Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn er þó enn stærsti flokkur borg­ar­innar með 1,3 pró­sentu­stigi meira en Sam­fylk­ing­in, sem sækir þó á milli vikna. Auk Hildar Björns­dótt­­ur, odd­vita Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins, myndu tveir sitj­andi og einn fyrr­ver­andi borg­­ar­­full­­trúi ná inn ásamt vara­­borg­­ar­­full­­trú­­anum Ragn­hildi Öldu Vil­hjálms­dóttur og vara­­þing­­mann­inum Frið­­jóni R. Frið­­jóns­­syn­i. 

Sanna Magda­lena Mörtu­dóttir næði ein inn fyrir Sós­í­alista­flokk­inn sem mælist með 6,4 pró­sent fylgi og Kol­brún Bald­urs­dóttir fyrir Flokk fólks­ins, sem mælist með 4,9 pró­sent. 

Sanna Magdalena Mörtudóttir er nálægt því að taka einn mann til með sér í borgarstjórn fyrir Sósíalistaflokkinn.
Mynd: Bára Huld Beck

Mið­flokk­ur­inn er ansi langt frá því að ná inn manni. Fylgið mælist ein­ungis 1,5 pró­sent og undir fjórð­ungs­líkur eru á því sem stendur að Ómar Már Jóns­son, nýr odd­viti sem tók við af Vig­dísi Hauks­dótt­ur, setj­ist í borg­ar­stjórn að loknum kosn­ing­um. 

Margir mögu­leikar í stöð­unni

Sam­­kvæmt útreikn­ingum kosn­­inga­­spár­innar eru 47 pró­­sent líkur á því að núver­andi meiri­hluti haldi velli og nái að minnsta kosti þeim tólf sætum sem þarf til að stjórna borg­inni. Lík­urnar á því að Fram­­sókn­­ar­­flokk­­ur, Sjálf­­stæð­is­­flokkur og Við­reisn gætu myndað meiri­hluta að óbreyttu eru 26 pró­­sent og lík­­­urnar á því að tveir fyrr­­nefndu flokk­­arnir gætu náð tólf borg­­ar­­full­­trúum án Við­reisnar eru fimm pró­­sent. 

Hildur Björnsdóttir stefnir að því að verða borgarstjóri eftir kosningar.
Mynd: Skjáskot/RÚV

Ef Fram­­sókn­­ar­­flokk­num yrði skipt inn í stað Við­reisnar í meiri­hlut­ann eru 86 pró­­sent líkur á að slíkur meiri­hluti Sam­­fylk­ing­­ar, Pírata, Fram­­sóknar og Vinstri grænna næði meiri­hluta borg­­ar­­full­­trúa. Ef Vinstri grænum yrði skipt út fyrir Við­reisn í þeirri jöfnu eru lík­­­urnar á meiri­hluta enn meiri, en slíkur meiri­hluti hefði 14 borg­­ar­­full­­trúa miðað við nýj­­ustu kosn­­inga­­spánna.

Flokk­arnir sem mynda minni­hlut­ann í borg­ar­stjórn í dag, að við­bættri Fram­­sókn eiga litla mög­u­­leika á því að ná saman völdum í höf­uð­­borg­inni. Lík­­­urnar á því að þeir þrír flokkar úr því mengi sem mæl­ast með mann inni nái að minnsta kosti tólf sætum eru sem stendur 16 pró­­sent. 

Sjálf­stæð­is­flokk­ur, Fram­sókn, Við­reisn og Flokkur fólks­ins eiga hins veg­ar, sem stendur meiri líkur á að mynda meiri­hluta en núver­andi borg­ar­stjórn­ar­flokk­ar, eða 49 pró­sent. Þá er ekki úti­lokað að mynda vinstri­sækn­ari meiri­hluta með því að skipta Við­reisn út fyrir Sós­í­alista­flokk­inn. Slíkur meiri­hluti, sem sam­an­stæði af Sam­fylk­ingu, Píröt­um, Fram­sókn­ar­flokknum og Sós­í­alistum á 45 pró­sent líkur á því að verða að veru­leika.

Kann­anir í nýj­ustu kosn­inga­spá fyrir borg­ar­stjórn­ar­kosn­ingar 14. maí:

  • Skoð­ana­könnun Mask­ínu 22. – 29. mars (35,8 pró­sent)
  • Þjóð­ar­púls Gallup 14. mars. – 10. apríl (64,2 pró­sent)

Hvað er kosn­­­inga­­­spá­in?

Fyrir hverjar kosn­­ingar um allan heim birta fjöl­miðlar gríð­­ar­­legt magn af upp­­lýs­ing­­um. Þessar upp­­lýs­ingar eru oftar en ekki töl­fræð­i­­leg­­ar, byggðar á skoð­ana­könn­unum þar sem fólk hefur verið spurt hvernig það upp­­lifir stjórn­­­málin og hvað það getur ímyndað sér að kjósa. Stjórn­­­mála­fræð­ingar og fjöl­miðlar kepp­­ast svo við að túlka nið­­ur­­stöð­­urnar og veita almenn­ingi enn meiri upp­­lýs­ingar um stöð­una í heimi stjórn­­­mál­anna.

Allar þessar kann­­anir og allar mög­u­­legar túlk­­anir á nið­­ur­­stöðum þeirra kunna að vera rugl­andi fyrir hinn almenna neyt­anda. Einn kannar skoð­­anir fólks yfir ákveðið tíma­bil og annar kannar sömu skoð­­anir á öðrum tíma og með öðrum aðferð­­um. Hvor könn­unin er nákvæm­­ari? Hverri skal treysta bet­­ur? Svarið er oftar en ekki óljóst því vand­inn er að hinn almenni kjós­­andi hefur ekki for­­sendur til að meta áreið­an­­leika hverrar könn­un­­ar.

Þar kemur kosn­­inga­­spáin til sög­unn­­ar.

Kosn­­­­inga­­­­spálíkan Bald­­­­urs Héð­ins­­­­sonar miðar að því að setja upp­­­­lýs­ing­­­­arnar sem skoð­ana­kann­­­­anir veita í sam­hengi. Fyr­ir­liggj­andi skoð­ana­kann­­­­anir eru teknar saman og þeim gefið vægi til þess að spá fyrir um úrslit kosn­­­­inga. Nið­­ur­­stöður spálík­­ans­ins eru svo birtar hér á Kjarn­­anum reglu­­lega í aðdrag­anda kosn­­inga.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar