Dóra Björt sigraði í prófkjöri Pírata í Reykjavík – Alexandra önnur

Núverandi borgarfulltrúar Pírata höfnuðu í tveimur efstu sætunum í prófkjöri Pírata í Reykjavík, sem lauk í dag. Magnús Davíð Norðdahl og Kristinn Jón Ólafsson gætu orðið nýir borgarfulltrúar flokksins, m.v. nýjustu fylgiskönnun Maskínu.

Dóra Björt Guðjónsdóttir hlaut traust flokksfélaga sinna til að leiða Pírata að nýju til kosninga í Reykjavík.
Dóra Björt Guðjónsdóttir hlaut traust flokksfélaga sinna til að leiða Pírata að nýju til kosninga í Reykjavík.
Auglýsing

Dóra Björt Guð­jóns­dóttir odd­viti Pírata í Reykja­vík mun leiða lista flokks­ins til kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­inga. Alex­andra Briem for­seti borg­ar­stjórnar hafn­aði í öðru sæti í próf­kjöri flokks­ins, sem lauk kl. 15 í dag. Greint er frá úrslit­unum á vef Pírata.

Í þriðja sæti próf­kjörs­ins hafn­aði Magnús Davíð Norð­dahl og Krist­inn Jón Ólafs­son var í fjórða sæti. Þar á eftir koma þær Elísa­bet Guð­rún­ar- og Jóns­dótt­ir, Rann­veig Ernu­dótt­ir, Oktavía Hrund Jóns og Olga Mar­grét Cilia, en alls röð­uð­ust 22 ein­stak­lingar á lista Pírata í próf­kjör­inu í Reykja­vík, sem hefur staðið yfir und­an­farna viku.

Píratar mæld­ust með tæp­lega 15 pró­senta fylgi, sem gæfi þeim fjóra borg­ar­full­trúa, í nýlegri könnun Mask­ínu fyrir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ingar í Reykja­vík.

Auk Dóru Bjartar gáfu þau Rann­veig Ern­u­dóttir og Atli Stefán Yngva­­son kost á sér til þess að leiða list­ann, en nið­ur­staðan varð sú að þau Rann­veig og Atli Stefán höfn­uðu í 6. og 11. sæti.

Ekki kemur fram á vef Pírata hversu margir greiddu atkvæði í próf­kjör­inu eða hvernig atkvæðin skipt­ust.

Sig­ur­björg Erla leiðir áfram í Kópa­vogi

Próf­kjöri Pírata fyrir kom­andi kosn­ingar í Kópa­vogi lauk einnig kl. 15 í dag. Þar hafn­aði bæj­ar­full­trúi flokks­ins, Sig­ur­björg Erla Egils­dóttir í efsta sæt­inu. Ind­riði Ingi Stef­áns­son hafn­aði í öðru sæti.

Sigurbjörg Erla Egilsdóttir bæjarfulltrúi Pírata í Kópavogi. Mynd: Facebook

Nið­ur­stöður próf­kjörs­ins í Reykja­vík:

 1. Dóra Björt Guð­jóns­dóttir
 2. Alex­andra Briem
 3. Magnús Davíð Norð­dahl
 4. Krist­inn Jón Ólafs­son
 5. Elísa­bet Guð­rún­ar- og Jóns­dóttir
 6. Rann­veig Ernu­dóttir
 7. Oktavía Hrund Jóns
 8. Olga Mar­grét Cilia
 9. Tinna Helga­dóttir
 10. Kjartan Jóns­son
 11. Atli Stefán Yngva­son
 12. Vignir Árna­son
 13. Hug­inn Þór Jóhanns­son
 14. Sævar Ólafs­son
 15. Elsa Nore
 16. Alex­andra Ford
 17. Unnar Þór Sæmunds­son
 18. Krist­ján Thors
 19. Har­aldur Tristan Gunn­ars­son
 20. Stefán Örvar Sig­munds­son
 21. Jón Arnar Magn­ús­son
 22. Hall­dor Emil­i­u­son

Auglýsing

Nið­ur­stöður próf­kjörs­ins í Kópa­vogi

 1. Sig­ur­björg Erla Egils­dóttir
 2. Ind­riði Ingi Stef­áns­son
 3. Eva Sjöfn Helga­dóttir
 4. Matth­ías Hjart­ar­son
 5. Mar­grét Ásta Arn­ars­dóttir
 6. Árni Pétur Árna­son
 7. Kjartan Sveinn Guð­munds­son

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sífellt fleiri notendur kjósa að nálgast sjónvarpsþjónustu í gegnum aðrar leiðir en með leigu á myndlykli.
Enn dregst leiga á myndlyklum saman en tekjur vegna sjónvarps halda áfram að aukast
Tekjur fjarskiptafyrirtækja vegna sjónvarpsþjónustu hafa rokið upp á síðustu árum. Þær voru 3,8 milljarðar króna á árinu 2017 en 14,9 milljarðar króna í fyrra. Þorri nýrra tekna í fyrra var vegna sjónvarpsþjónustu.
Kjarninn 27. júní 2022
Hagstofan býst við að hagvöxtur verði enn kröftugri en spáð var í lok vetrar
Hagstofan býst við því að hagvöxtur verði 5,1 prósent á árinu og 2,9 prósent á næsta ári, samkvæmt nýrri þjóðhagsspá. Búist er við því að um 1,6 milljónir ferðamanna sæki landið heim í ár, en fyrri spá gerði ráð fyrir 1,4 milljónum ferðamanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Telja að upplýsingar um fjölda sérstakra vegabréfa geti skaðað tengsl við önnur ríki
Utanríkisráðuneytið vill ekki segja hversu mörg sérstök vegabréf það hefur gefið út til útlendinga á grundvelli nýlegrar reglugerðar. Það telur ekki hægt að útiloka neikvæð viðbrögð ótilgreindra erlendra stjórnvalda ef þau frétta af vegabréfaútgáfunni.
Kjarninn 27. júní 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Fjármálaráðuneytið segist ekki hafa yfirlit yfir fjársópseignirnar sem seldar voru leynilega
Fjármála- og efnahagsráðuneytið segist ekki hafa komið að ákvörðunum um ráðstöfun eigna sem féllu íslenska ríkinu í skaut vegna stöðugleikasamninga við kröfuhafa föllnu bankanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Frá brautarpalli við aðallestarstöðina í þýsku borginni Speyer. Ef til vill hafa einhverjir þessara farþega nýtt sér níu evru miðann.
Aðgangur að almenningssamgöngum í heilan mánuð fyrir níu evrur
Níu evru miðinn gildir í allar svæðisbundnar samgöngur í Þýskalandi til loka ágústmánaðar. Þetta samgönguátak er hluti af aðgerðapakka stjórnvalda vegna vaxandi verðbólgu og hækkandi orkuverðs en er einnig ætlað að stuðla að umhverfisvænni ferðavenjum.
Kjarninn 26. júní 2022
Steingrímur J. Sigfússon hætti á þingi í fyrrahaust. Síðan þá hefur hann verið skipaður til að leiða tvo hópa á vegum ríkisstjórnarinnar.
Steingrímur J., Óli Björn og Eygló skipuð í stýrihóp til að endurskoða örorkukerfið
Fyrrverandi formaður Vinstri grænna, þingmaður Sjálfstæðisflokks, fyrrverandi félagsmálaráðherra og aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar mynda stýrihóp sem á að endurskoða örorkulífeyriskerfið. Hópurinn á að skila af sér eftir tvö ár. Ingu Sæland er óglatt.
Kjarninn 26. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Veðurfræðingar án framtíðar!
Kjarninn 26. júní 2022
Heildartekjur fjarskiptafyrirtækja jukust um 6,1 milljarð í fyrra og voru 72,4 milljarðar
Farsímaáskriftum fjölgaði aftur í fyrra eftir að hafa fækkað í fyrsta sinn frá 1994 á árinu 2020. Tekjur fjarskiptafyrirtækjanna af sölu á farsímaþjónustu jukust gríðarlega samhliða þessari þróun.
Kjarninn 26. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent