Mynd: Samsett borgarstjórn 2022 nota.jpg
Átta flokkar næðu inn í borgarstjórn samkvæmt nýjustu kosningaspánni.
Mynd: Samsett

Sjálfstæðisflokkurinn í frjálsu falli og Samfylkingin mælist stærst í Reykjavík

Sitjandi meirihluti í Reykjavík bætir við sig fylgi frá síðustu kosningum og gæti setið áfram kjósi hann svo. Framsóknarflokkurinn stefnir í að verða sigurvegari kosninganna og tekur nýtt fylgi sitt að mestu frá Sjálfstæðisflokknum. Sósíalistar eru í dauðafæri til að bæta við sig manni en Miðflokkurinn nær engu flugi. Þetta er niðurstaða nýjustu kosningaspár Kjarnans.

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn heldur áfram að dala í fylgi sam­kvæmt nýj­ustu kosn­inga­spá Kjarn­ans og Dr. Bald­urs Héð­ins­sonar fyrir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar. Fylgi hans mælist nú 21,9 pró­sent, sem er 3,1 pró­sentu­stigi minna en það mæld­ist fyrir tveimur vikum og 8,9 pró­sentu­stigum minna en flokk­ur­inn fékk upp úr kjör­köss­unum vorið 2018, síð­ast þegar kosið var til borg­ar­stjórn­ar. Frá því að síð­asta kosn­inga­spá var keyrð hefur Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn, líkt og aðrir flokk­ar, kynnt stefnu­mál sín í borg­inni fyrir kom­andi kosn­ing­ar, sem fara fram eftir rúmar tvær vik­ur, eða laug­ar­dag­inn 14. maí. 

Fylgis­tap Sjálf­stæð­is­flokks­ins virð­ist gagn­ast Fram­sókn­ar­flokknum mest, en hann mælist nú með 12,6 pró­sent fylgi. Það er aðeins minna en hann mæld­ist með í síð­ustu kosn­inga­spá en marg­falt það sem flokk­ur­inn fékk 2018, hann hlaut ein­ungis 1.870 atkvæði og 3,2 pró­sent atkvæða. 

Niðurstöður kosningaspárinnar 29. apríl 2022
Kosningaspáin er unnin í aðdraganda borgarstjórnarkosninga 2022.

Í nýj­ustu könnun Pró­sents fyrir Frétta­blaðið voru þátt­tak­endur spurðir hvaða flokk þeir kusu 2018 og þar kom í ljós að aukið fylgi Fram­sókn­ar­flokks­ins kemur einkum frá fyrr­ver­andi kjós­endum Sjálf­stæð­is­flokks­ins. 

Núver­andi meiri­hluti í Reykja­vík, sem sam­anstendur af Sam­fylk­ing­unni, Píröt­um, Við­reisn og Vinstri græn­um, bætir við sig milli kosn­inga­spáa. Alls segj­ast 51 pró­sent kjós­enda í borg­inni ætla að kjósa ein­hvern þeirra flokka nú. Það er tæp­lega tveimur pró­sentu­stigum fleiri en sögð­ust styðja þá í kosn­inga­spánni sem birt var um miðjan apr­íl­mánuð og 4,6 pró­sentu­stigum fleiri en kusu þá í kosn­ing­unum 2018. 

Sam­fylk­ingin mælist nú stærsti flokk­ur­inn í borg­inni sam­kvæmt kosn­inga­spánni en Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn, sem er stærstur í borg­ar­stjórn eins og er, hefur verið í því sæti síð­ustu mán­uði. Alls segj­ast 23,5 pró­sent kjós­enda að þeir ætli að kjósa flokk Dags B. Egg­erts­sonar borg­ar­stjóra. Það er nán­ast sama hlut­fall og í síð­ustu spá en 2,4 pró­sentu­stigum færri en kusu Sam­fylk­ing­una 2018. 

Píratar bæta mest við sig af meiri­hluta­flokk­un­um. Þeir njóta nú stuðn­ings 14,6 pró­sent kjós­enda sem er 1,8 pró­sentu­stigi fleiri en í síð­ustu kosn­inga­spá og næstum tvisvar sinnum fleiri en kusu flokk­inn í síð­ustu kosn­ing­um, þegar hann fékk 7,7 pró­sent atkvæða. 

Stöð­ug­leiki er í fylgi Við­reisn­ar, sem mælist með 6,7 pró­sent fylgi. Það er 1,5 pró­sentu­stigi minna en flokk­ur­inn fékk síð­ast þegar kosið var. Vinstri græn, sem biðu afhroð 2018 og fengu ein­ungis 4,6 pró­sent atkvæða, mæl­ast nú með 6,2 pró­sent fylgi.

Sam­an­dregið tapa því Sam­fylk­ing og Við­reisn lít­il­lega frá síð­ustu kosn­ing­um, Píratar bæta veru­lega við sig og Vinstri græn hress­ast aðeins. 

Sós­í­alista­flokk­ur­inn stærri en Við­reisn

Sós­í­alista­flokkur Íslands mælist nú  með meira fylgi í kosn­inga­spánni en hann fékk í síð­ustu kosn­ing­um. Alls segj­ast 6,8 pró­sent kjós­enda ætla að setja X við J en flokk­ur­inn fékk 6,4 pró­sent atkvæða fyrir fjórum árum. Sós­í­alista­flokk­ur­inn mælist nú stærri en bæði Við­reisn og Vinstri græn og yrði fimmti stærsti flokk­ur­inn í borg­ar­stjórn ef staðan í kosn­inga­spánni nú yrði nið­ur­staða kosn­ing­anna eftir rúmar tvær vik­ur.

Flokkur fólks­ins bætir líka við sig frá síð­ustu kosn­ingum og mælist nú með 5,9 pró­sent fylgi, en fékk 4,3 pró­sent árið 2018. Hann bætir við sig pró­sentu­stigi milli spá­a. 

Mið­flokk­ur­inn, sem hefur skipt um odd­vita, er sá flokkur fyrir utan Sjálf­stæð­is­flokk­inn sem tapað hefur mestu fylgi á kjör­tíma­bil­inu. Flokk­ur­inn fékk 6,1 pró­sent atkvæða síð­ast þegar kosið var sem skil­aði þáver­andi odd­vita, Vig­dísi Hauks­dótt­ur, örugg­lega inn í borg­ar­stjórn. Ómari Má Jóns­syni, sem tekið hefur við sem odd­viti, virð­ist ekki vera að takast að hressa upp á ásýnd Mið­flokks­ins, að minnsta kosti enn sem komið er, en fylgið mælist 1,8 pró­sent og hefur ekki kom­ist yfir tvö pró­sent síðan um miðjan mars.

Ómar Már Jónsson, fyrir miðju, leiðir Miðflokkinn í Reykjavík.
Mynd: Miðflokkurinn aðsend

Önnur fram­boð sem skil­uðu inn gildum fram­boðs­list­um, Ábyrg fram­tíð og Reykja­vík – besta borg­in, mæl­ast ekki með fylg­i. 

Tveir flokkar fá meiri­hluta borg­ar­full­trúa

Ef fram fer sem horfir munu Sam­fylk­ingin og Sjálf­stæð­is­flokkur fá sex borg­ar­full­trúa hvor. Sjötti maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins er hins vegar síð­asti maður inn eins og stend­ur.

Það þýðir að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn tapar tveimur milli kosn­inga en Sam­fylk­ingin ein­um. Flokk­arnir gætu því tækni­lega myndað tveggja flokka meiri­hluta, en engar praktískar líkur eru á því þar sem þeir stilla sér upp sem póli­tískum and­stæðum í höf­uð­borg­inni.

Píratar myndu fá fjóra borg­ar­full­trúa og Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn að óbreyttu þrjá. Við­reisn, Vinstri græn, Sós­í­alista­flokk­ur­inn og Flokkur fólks­ins næðu inn einum hver. Bæðir Sós­í­alistar og Við­reisn eru hárs­breidd frá því að fella sjötta mann Sjálf­stæð­is­flokks og ná inn öðrum manni sín­um.

Sitj­andi meiri­hluti fær tólf borg­ar­full­trúa kjörna sam­kvæmt kosn­inga­spánni líkt og hann hefur nú og gæti því haldið sam­starfi sínu áfram ef þetta yrðu nið­ur­stöður kosn­inga. Þau þrjú sæti sem fær­ast til í minni­hlut­anum og á meðal flokka utan borg­ar­stjórnar rað­ast þannig að þau fara öll til Fram­sókn­ar.

Þróun fylgis framboða í kosningaspánni
Kosningaspáin er unnin í aðdraganda borgarstjórnarkosninga 2022.
B C D F M P S V Aðrir

Lík­urnar á því að núver­andi meiri­hluti haldi mæl­ast nú 61 pró­sent og hafa auk­ist milli spáa. Ef Sam­fylk­ing­in, Píratar og Vinstri græn vildu skipta Við­reisn út fyrir hefð­bundn­ari félags­hyggju­flokk í Fram­sókn eru 91 pró­sent líkur á að sú blanda fái meiri­hluta. Það væri líka hægt að setja Við­reisn til hliðar fyrir Sós­í­alista­flokk­inn fyrir meiri vinstrislag­síðu, en 62 pró­sent líkur eru á að slíkur meiri­hluti náist. Hins vegar er nokkuð langt í land að Sam­fylk­ing­in, Píratar og Vinstri græn nái þriggja flokka meiri­hluta. Lík­urnar á því eru 25 pró­sent.

Vænt­ingar Sjálf­stæð­is­flokks­ins hafa staðið til þess að hægt verði að mynda meiri­hluta án Sam­fylk­ing­ar, Pírata og Vinstri grænna. Lík­urnar á slíkum meiri­hlutum eru ekki góðar sem stend­ur. Ein­ungis tíu pró­sent líkur eru á að hægt verði að mynda meiri­hluta Sjálf­stæð­is­flokks, Fram­sóknar og Við­reisnar eða fjög­urra flokka meiri­hluta Sjálf­stæð­is­flokks, Fram­sókn­ar, Flokks fólks­ins og Mið­flokks. Lík­urnar batna ef Við­reisn er skipt inn fyrir Mið­flokk í fjög­urra flokka lausn­inni en eru samt ein­ungis 32 pró­sent sem stend­ur.

Lík­­­urnar eru fengnar með því að fram­­kvæma 100 þús­und sýnd­­ar­­kosn­­ing­­ar. Í hverri sýnd­­ar­­kosn­­ingu er vegið með­­al­­tal þeirra skoð­ana­kann­ana sem kosn­­inga­­spáin nær yfir hverju sinni lík­­­leg­asta nið­­ur­­staðan en sýnd­­ar­n­ið­­ur­­staðan getur verið hærri eða lægri en þetta með­­al­­tal og hversu mikið byggir á sög­u­­legu frá­­viki skoð­ana­kann­ana frá úrslitum kosn­­inga.

Kann­­anir í nýj­­ustu kosn­­inga­­spá fyrir borg­­ar­­stjórn­­­ar­­kosn­­ingar 14. maí:

  • Skoð­ana­könnun Mask­ínu 22. – 29. mars (15,7 pró­­sent)
  • Þjóð­­ar­púls Gallup 14. mars. – 10. apríl (28,4 pró­­sent)
  • Skoð­ana­könnun Pró­sents 13. - 26. apríl (55,9 pró­sent)

Hvað er kosn­­­­inga­­­­spá­in?

Fyrir hverjar kosn­­­ingar um allan heim birta fjöl­miðlar gríð­­­ar­­­legt magn af upp­­­lýs­ing­­­um. Þessar upp­­­lýs­ingar eru oftar en ekki töl­fræð­i­­­leg­­­ar, byggðar á skoð­ana­könn­unum þar sem fólk hefur verið spurt hvernig það upp­­­lifir stjórn­­­­­málin og hvað það getur ímyndað sér að kjósa. Stjórn­­­­­mála­fræð­ingar og fjöl­miðlar kepp­­­ast svo við að túlka nið­­­ur­­­stöð­­­urnar og veita almenn­ingi enn meiri upp­­­lýs­ingar um stöð­una í heimi stjórn­­­­­mál­anna.

Allar þessar kann­­­anir og allar mög­u­­­legar túlk­­­anir á nið­­­ur­­­stöðum þeirra kunna að vera rugl­andi fyrir hinn almenna neyt­anda. Einn kannar skoð­­­anir fólks yfir ákveðið tíma­bil og annar kannar sömu skoð­­­anir á öðrum tíma og með öðrum aðferð­­­um. Hvor könn­unin er nákvæm­­­ari? Hverri skal treysta bet­­­ur? Svarið er oftar en ekki óljóst því vand­inn er að hinn almenni kjós­­­andi hefur ekki for­­­sendur til að meta áreið­an­­­leika hverrar könn­un­­­ar.

Þar kemur kosn­­­inga­­­spáin til sög­unn­­­ar.

Kosn­­­­­inga­­­­­spálíkan Bald­­­­­urs Héð­ins­­­­­sonar miðar að því að setja upp­­­­­lýs­ing­­­­­arnar sem skoð­ana­kann­­­­­anir veita í sam­hengi. Fyr­ir­liggj­andi skoð­ana­kann­­­­­anir eru teknar saman og þeim gefið vægi til þess að spá fyrir um úrslit kosn­­­­­inga. Nið­­­ur­­­stöður spálík­­­ans­ins eru svo birtar hér á Kjarn­­­anum reglu­­­lega í aðdrag­anda kosn­­­inga.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar