Skriðdrekar og skrifræði

Það er ekki nóg að eiga nýleg tæki og tól. Slíkur búnaður þarf að vera í lagi þegar til á að taka. Stór hluti skriðdreka danska hersins er úr leik, vegna seinagangs og skrifræðis.

Nýi Leopard A7 skriðdrekinn, sem danski herinn hefur pantað frá Þýskalandi.
Nýi Leopard A7 skriðdrekinn, sem danski herinn hefur pantað frá Þýskalandi.
Auglýsing

Fyrir rúmri viku til­kynnti Mette Frederik­sen for­sæt­is­ráð­herra Dan­merkur um vænt­an­legan samn­ing við Banda­ríkja­stjórn. Samn­ing­ur­inn snýr að sam­vinnu herja land­anna og heim­ild Banda­ríkja­hers til að hafa her­menn og búnað á danskri grund, um lengri eða skemmri tíma. Vinna við þetta sam­komu­lag er á byrj­un­ar­reit og nokkur tími í að það verði frá­geng­ið. Meira um það síðar í þessum pist­li, fyrst skrið­drek­ar.

Strangir kúrar

Á tíunda ára­tug síð­ustu ald­ar, eftir lok kalda stríðs­ins, hófst það sem danskir hern­að­ar­sér­fræð­ingar hafa kalla „lang­tíma megr­un­ar­kúr“. Einn orð­aði það svo að her­inn væri eins og sviss­neskur ostur „virð­ist vera prýði­legur biti en er svo lítið annað en göt“. Danski her­inn var ekki sá eini sem var í langa megr­un­ar­kúrn­um, margar þjóðir skáru árum saman veru­lega niður í fjár­veit­ingum til her­mála, þrátt fyrir að for­svars­menn NATO vör­uðu ítrekað við nið­ur­skurð­in­um. Í við­tali við dag­blaðið Berl­ingske 9. apríl 2015 sagði And­ers Fogh Rasmus­sen, sem hafði hálfu ári fyrr látið af störfum sem fram­kvæmda­stjóri NATO, að Banda­ríkin gætu ekki enda­laust dregið hest­inn, eins og hann komst að orði. Þegar And­ers Fogh lét þessi orð falla var í gildi fimm ára sam­komu­lag (for­svars­for­lig) sem danska þing­ið, Fol­ket­in­get, hafði gert og átti að gilda til árs­loka 2017. Þar var gert ráð fyrir árlegum nið­ur­skurði í fjárveit­ingum til hers­ins. Við und­ir­bún­ing næstu „fimm ára áætl­un­ar“ lýstu margir þing­menn áhyggjum vegna hers­ins, og sam­komu­lag náð­ist um að frá og með árs­byrjun 2018 skyldu árlegar fjár­veit­ingar til hers­ins aukn­ar.

Tækja­kost­ur­inn kom­inn til ára sinna

Í umfjöllun eins dönsku dag­blað­anna árið 2015 kom fram að öku­tækja­floti hers­ins væri orð­inn „hálf­gerður forn­bíla­klúbb­ur“.

Auglýsing

Yngsti hluti flot­ans, flutn­inga­bíl­arnir voru, og eru, frá árunum í kringum 1990. Her­inn réði (árið 2015) yfir 65 bryn­vörðum bíl­um, kall­aðir PMV, þeir eru frá sjö­unda ára­tug síð­ustu ald­ar, þá voru ein­ungis 5 þeirra nokkurn veg­inn í lagi. Á bíl­ana hafði verið sett mikil og þung bryn­vörn sem þeir voru ekki gerðir fyrir að bera og bil­ana­tíðnin því há.

Árið 2015 átti danski her­inn 24 skrið­dreka, þeir voru allir sömu gerð­ar, Haubits M109. Ein­ungis 6 skrið­drek­anna voru gang­fær­ir, hinir stóðu í skemmum hers­ins. Byss­urnar á þessum 6, sem töld­ust í lagi, voru svo gam­al­dags að þær voru vart not­hæf­ar. Mið­un­ar­bún­að­ur­inn svo óná­kvæmur að mjög ólík­legt væri að kúla myndi hitta skot­mark­ið. Her­inn átti líka árið 2015 nokkra gamla bryn­varða Leop­ard „létta skrið­dreka“. Á her­æf­ingu sem haldin var í Pól­landi árið 2014 bil­uðu nær allir Leop­ard drek­arn­ir. Flestir , venju­leg­ir“ bílar hers­ins voru líka orðnir gamlir og kröfð­ust mik­ils við­halds. Mörgum stjórn­mála­mönnum var brugðið þegar þeir lásu áður­nefnda umfjöllun og lýstu flestir yfir að þeir hefðu ekki gert sér grein fyrir að ástandið væri svona bág­borið, og bættu við að ekki yrði við þetta unað.

Pönt­uðu 44 nýja skrið­dreka

Árið 2019 pant­aði danski her­inn 44 nýja skrið­dreka af gerð­inni Leop­ard A7. Þeir eru þýskir, fram­leiddir hjá fyr­ir­tæk­inu Kraus­s-Maffei Weg­mann. Skrið­drekar eru ekki lag­ervara, og þá þarf að panta með löngum fyr­ir­vara. Danski her­inn hefur nú fengið afhenta 32, þá 12 sem upp á vantar á her­inn að fá á þessu ári og því næsta. Nýju drek­unum fylgir verk­smiðju­á­byrgð en henni fylgja skil­yrði. Afleið­ing þess­arar ábyrgð­ar­klásúlu í kaup­samn­ingnum er ástæða þess að stór hluti skrið­dreka­flot­ans er úr leik, í bili að minnsta kosti.

Seina­gangur og skrifræði

Í nýrri grein í danska veftíma­rit­inu OLFI er fjallað um nýju skrið­drek­ana og birtar frá­sagnir her­manna sem þekkja vel til, en koma ekki fram undir nafni. Her­menn­irnir lýsa ótrú­legum seina­gangi og skrifræði sem hefur orðið til þess að stundum hafa ein­ungis örfáir skrið­drekar verið „öku­hæfir“. Ef eitt­hvað bil­ar, skiptir ekki máli hvort bil­unin er smá­vægi­leg eða alvar­leg, ber að til­kynna bil­un­ina til inn­kaupa­deildar hers­ins. Til­kynn­ingin getur svo beðið lon og don þar áður en hún er send áfram til fram­leið­and­ans, sem svo þarf að senda full­trúa til að meta bil­un­ina og kveða upp úr með hvort bil­unin sé innan ábyrgðar eða ekki. Einn við­mæl­enda OLFI sagði að á einum drek­anna hefði brotnað loft­net, eins­konar auka loft­net. Það var til­kynnt en í milli­tíð­inni, meðan beðið var eftir full­trúa fram­leið­and­ans, bil­aði mælir í stjórn­borði drek­ans. Þegar mað­ur­inn frá fram­leið­and­anum kom skoð­aði hann bara loft­net­ið, sem tók hann svo 10 mín­útur að skipta um, en hann hafði ekki fengið fyr­ir­mæli um að skoða mæl­inn (til­kynn­ingin enn í bunk­anum í inn­kaupa­deild­inni) og þar við sat. Þessi umræddi dreki var úr leik í rúma fjóra mán­uði. Flestar þeirra bil­ana sem verða í nýju drek­unum geta við­gerð­ar­menn hers­ins lagað en mega ekki. Þetta breyt­ist þegar ábyrgðin fellur úr gildi og við­gerð­ar­menn hers­ins ann­ast við­gerð­irn­ar. Þegar greinin í OLFI birt­ist voru 14 drekar öku­færir af þeim 32 sem her­inn hefur fengið afhenta.

Sam­starfs­samn­ingur

Eins og nefnt var í upp­hafi þessa pistils greindi Mette Frederik­sen for­sæt­is­ráð­herra Dan­merkur nýlega frá fyr­ir­hug­uðum sam­starfs­samn­ingi við Banda­rík­in, um varn­ar­mál. Samn­ing­ur­inn er ein­göngu milli Dan­merkur og Banda­ríkj­anna, það er utan við NATO. Á frétta­manna­fund­inum þar sem greint var frá sam­komu­lag­inu voru sömu­leiðis Morten Bød­skov varn­ar­mála­ráð­herra og Jeppe Kofod utan­rík­is­ráð­herra. Fram kom að und­ir­bún­ingur sé á byrj­un­ar­reit og teng­ist á engan hátt Úkra­ínu­deil­unni.

Frum­kvæði Banda­ríkja­manna

Á áður­nefndum frétta­manna­fundi kom fram að frum­kvæðið að sam­starfs­samn­ingnum kom frá Banda­ríkja­mönn­um. Mette Frederik­sen sagði Dani reiðu­búna að taka auk­inn þátt í að tryggja öryggi Evr­ópu og þar væri hlut­verk Banda­ríkj­anna í senn mik­il­vægt og nauð­syn­legt.

Mikil breyt­ing og and­staða Rússa

Fyrir 70 árum mörk­uðu dönsk stjórn­völd þá stefnu að aldrei skyldi erlendur her vera á danskri grund, að Græn­landi und­an­skildu. Mette Frederik­sen sagði þennan sam­starfs­samn­ing sem nú er í und­ir­bún­ingi mikla breyt­ingu. „Við gerum þetta vegna þess að við lifum á breyt­inga­tím­um. Við þurf­um, og erum, til­búin til að fara nýjar leiðir til að tryggja öryggi þjóðar okk­ar. Aukin við­vera Banda­ríkja­manna hér í Dan­mörku styrkir sam­vinn­una á hern­að­ar­svið­in­u.“

Borgundarhólmur er austasti hluti Danmerkur og liggur rétt fyrir sunnan Svíþjóð. Rússar líta á það sem ögrun ef Bandaríkjamenn fengju aðstöðu þar.

Samn­ingnum sem nú er í und­ir­bún­ingi, svipar sam­kvæmt lýs­ingum danska for­sæt­is­ráð­herr­ans til samn­inga sem Banda­ríkja­menn hafa gert við nokkur önnur NATO ríki, meðal ann­ars Noreg og Eystra­salts­rík­in. Þar geta Banda­ríkja­menn komið og farið eins og þeim sýn­ist og banda­rísk stjórn­völd hafa lög­sögu yfir löndum sín­um, her­mönnum það er að segja, þótt þeir dvelj­ist í öðrum lönd­um.

Rússar hafa harð­lega gagn­rýnt hinn fyr­ir­hug­aða samn­ing og það er einkum eitt sem er þeim þyrnir í aug­um. Borg­und­ar­hólm­ur. „Ef Danir heim­ila Banda­ríkja­mönnum að koma upp ein­hvers­konar aðstöðu á Borg­und­ar­hólmi verða Rússar að meta hvaða afleið­ingar það hefur á sam­skipti Dana og Rússa“ sagði sendi­herra Rússa í Dan­mörku í við­tali við dag­blaðið Berl­ingske. Það yrði, að mati sendi­herr­ans, klárt brot á sam­komu­lagi Dana og Rússa frá árinu 1946 sem gert var þegar rúss­neski her­inn fór frá Borg­und­ar­hómi. Morten Bød­skov varn­ar­mála­ráð­herra Dan­merkur sagði aðspurður ekki úti­loka að banda­rískur her gæti fengið ein­hvers­konar aðstöðu á Borg­und­ar­hólmi „það ákveðum við en ekki Rúss­ar.“

Engin kjarn­orku­vopn

Á frétta­manna­fund­inum áður­nefnda sagði Morten Bød­skov að varð­andi eitt atriði í vænt­an­legu sam­komu­lagi myndu dönsk stjórn­völd setja skil­yrði sem ekki yrði hvikað frá: ef Banda­ríkja­menn segja að þeir vilji fá leyfi til að koma fyrir kjarn­orku­vopnum hér í Dan­mörku, þá er svarið nei. Það gildir líka um banda­rísk her­skip sem koma til hafnar í Dan­mörku.

Að mörgu er að hyggja

Samn­ingur eins og sá sem nú er í und­ir­bún­ingi milli Dan­merkur og Banda­ríkj­anna er flók­inn. Þar koma til fjöl­mörg laga­leg álita­mál, samn­ing­ur­inn verður að rúm­ast innan dönsku stjórn­ar­skrár­inn­ar. Danska þingið verður sömu­leiðis að vera upp­lýst um öll atriði svo fátt eitt sé nefnt. Það virð­ist því ljóst að tím­inn fram að und­ir­ritun samn­ings­ins verði fremur tal­inn í mán­uðum en vik­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar