Eigið fé sjö stjórnmálaflokka jókst um 732 milljónir eftir að þeir hækkuðu eigin framlög

Skömmu eftir kosningarnar 2017 ákváðu flestir stjórnmálaflokkar á þingi að framlög til þeirra úr ríkissjóði yrðu stórhækkuð. Þá voru fimm þeirra með neikvætt eigið fé. Nú eiga flestir þeirra digra sjóði.

7DM_5633_raw_170912.jpg Alþingi 12. september 2017. þingsæti þingsalur
Auglýsing

Eigið fé þeirra sjö stjórn­mála­flokka sem hafa skilað inn gildum árs­reikn­ingum vegna árs­ins 2020 jókst um sam­tals 731,9 millj­ónir króna frá árs­lokum 2017 og fram að síð­ustu ára­mót­u­m. 

Einn stjórn­mála­flokkur sem á full­trúa á þingi, Pírat­ar, á eftir að skila inn gildum árs­reikn­ingi fyrir síð­asta ár. Eigið fé hans lækk­aði um 8,4 millj­ónir króna milli áranna 2017 og 2019. 

Þetta má lesa úr árs­reikn­ingum stjórn­mála­flokka lands­ins sem skilað hefur verið inn til Rík­is­end­ur­skoð­unar nýver­ið. Þorri tekna flokk­anna allra eru fram­lög úr opin­berum sjóð­um. Í til­felli Flokks fólks­ins komu 98 pró­sent tekna hans í fyrra úr rík­is­sjóði eða frá Alþingi, í til­felli Mið­flokks­ins var hlut­fall tekna úr opin­berum sjóðum tæp­lega 94 pró­sent, hjá Vinstri grænum 92 pró­sent og rúm­lega 91 pró­sent tekna Við­reisnar komu úr opin­berum sjóð­um.

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn sótti 87 pró­sent tekna sinna á árinu 2020 í opin­bera sjóði, Sam­fylk­ingin 75 pró­sent og Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn 66 pró­sent. 

Fengu 286 millj­ónir króna á ári

Fram­lög til stjórn­­­mála­­flokka úr rík­­is­­sjóði voru hækkuð veru­­lega í byrjun síð­­asta kjör­­tíma­bils. Til­­­­laga sex flokka sem sæti eiga á Alþingi um að hækka fram­lag rík­­­­­­­is­ins til stjórn­­­­­­­­­­­­­mála­­­­­­­flokka á árinu 2018 um 127 pró­­­­­­­sent var sam­­­­­­­þykkt í fjár­­­­­­­lögum sem voru afgreidd áður en þingi var slitið í lok des­em­ber 2017. Fram­lög til stjórn­­­­­­­­­­­­­mála­­­­­­­flokka á því ári áttu að vera 286 millj­­­­­­­ónir króna en urðu 648 millj­­­­­­­ónir króna. Ein­ungis full­trúar Flokks fólks­ins og Pírata skrif­uðu ekki undir til­lög­una.

Hún var sett fram sem sam­eig­in­legt erindi sem bar yfir­­­­­­­­­­­skrift­ina „Nauð­­­­­­syn­­­­­­leg hækkun opin­berra fram­laga til stjórn­­­­­­­­­­­mála­­­­­­sam­taka“. Í því var farið fram á að fram­lög til stjórn­­­­­­­­­­­mála­­­­­­flokka verði „leið­rétt“.

Auglýsing
Í grein­­­­­­ar­­­­­­gerð sem fylgdi erind­inu sagði að sú upp­­­­­­hæð sem stjórn­­­­­­­­­­­mála­­­­­­flokkum væri ætluð á fjár­­­­­­lögum hefði lækkað um helm­ing á raun­virði frá árinu 2008. Nú ættu átta flokkar full­­­­­­trúa á Alþingi. „Hver þeirra stendur fyrir eigin rekstri og á að reka virkt og ábyrgt stjórn­­­­­­­­­­­mála­­­­­­starf um allt land, jafnt á sviði lands­­­­­­mála og sveit­­­­­­ar­­­­­­stjórna, árið um kring.

Til sam­an­­­­­­burðar má nefna að dóms­­­­­­mála­ráðu­­­­­­neytið hefur sagt að kostn­aður vegna alþing­is­­­­­­kosn­­­­­­ing­anna á síð­­­­­­asta ári [2016] hafi verið rétt tæpar 350 millj­­­­­­ón­ir, og að gera mætti ráð fyrir að hann yrði svip­aður í ár [2017]. Stjórn­­­­­­­­­­­mála­­­­­­sam­tök starfa í þágu almanna­hags­muna en hafa hvergi nærri bol­­­­­­magn á við helstu hags­muna­­­­­­sam­tök. Flestir flokkar eru reknir með 0-5 starfs­­­­­­mönnum í dag og sam­tals eru 13 fast­ráðnir starfs­­­­­­menn hjá þeim átta flokkum sem eiga full­­­­­­trúa á Alþingi.

Aukin fjárframlög úr ríkissjóði til stjórnmálaflokka voru meðal annars rökstudd með því að jafna þyrfti aðstöðumun þeirra gagnvart hagsmunasamtökum atvinnulífsins. Mynd: Bára Huld Beck

Til sam­an­­­­­­burðar má geta að Sam­tök atvinn­u­lífs­ins eru með 30 starfs­­­­­­menn, Sam­tök iðn­­­­­­að­­­­­­ar­ins 16, Sam­tök fyr­ir­tækja í sjá­v­­­­­­­ar­út­­­­­­­­­­­vegi 15, ASÍ með 22 og VR 62 starfs­­­­­­menn. Í þessu umhverfi er stuðn­­­­­­ingur við nýsköp­un, þró­un, sér­­­­­­fræð­i­þekk­ingu og alþjóða­­­­­­tengsl eng­inn inni í stjórn­­­­­­­­­­­mála­­­­­­sam­tök­un­um; endar ná ekki saman til að sinna grunn­þörfum í rekstri stjórn­­­­­­­­­­­mála­­­­­­flokka og að upp­­­­­­­­­­­fylla mark­mið lag­anna. Lýð­ræðið á Íslandi á betra skil­ið.“

Fá 728 millj­ónir króna

Kjarn­inn greindi frá því í síð­­­ustu viku að þeir níu stjórn­­­­­mála­­­flokkar sem fengu nægj­an­­­legt fylgi í síð­­­­­ustu þing­­­kosn­­­ingum til að fá úthlutað fjár­­­munum úr rík­­­is­­­sjóði fá sam­tals 728,2 millj­­­ónir króna til að skipta á milli sín á næsta ári. 

Um er að ræða þá átta flokka sem eiga full­­­trúa á þingi auk Sós­í­a­lista­­­flokks Íslands sem hlaut nægj­an­­­legt fylgi í síð­­­­­ustu kosn­­­ingum til að hljóta fram­lag.

Það er sama upp­­­hæð og flokk­­­arnir fengu sam­tals í fyrra og sama upp­­­hæð og þeir fengu í ár. Raunar gera áætl­­­­­anir stjórn­­­­­valda ráð fyrir því að hún hald­ist óbreytt út árið 2024. Haldi það munu stjórn­­­­­mála­­­flokkar lands­ins alls hafa fengið 3.641 millj­­­ónir króna úr rík­­­is­­­sjóði á fimm ára tíma­bil­i. 

Til við­­­bótar við þær greiðslur er kostn­aður vegna starfs­­­manna þing­­­flokka greiddur af Alþingi.

Flokkum bjargað úr fjár­hags­legum vand­ræðum

Þessi breyt­ing kúventi fjár­hags­stöðu stjórn­mála­flokk­anna. Fimm þeirra voru til að mynda með nei­kvætt eigið fé í lok árs 2017, þegar ákvörð­unin um að marg­falda fram­lagið úr opin­berum sjóðum var tek­in. Það þýðir að eignir þeirra hrukku ekki fyrir skuld­um. Vert er þó að taka fram að tvennar þing­kosn­ingar fóru fram á árunum 2016 og 2017 vegna þess að rík­is­stjórnir sprungu sökum hneyksl­is­mála. Kosn­ingum fylgir umtals­verður við­bót­ar­kostn­aður fyrir stjórn­mála­flokka og fjár­hags­staða þeirra eftir síð­ari kosn­ing­arnar bar þess merki. 

Þannig var eigið fé Fram­sókn­ar­flokks­ins, mun­ur­inn á eignum og skuldum hans, nei­kvætt um 58,5 millj­ónir króna í lok árs 2017. Um síð­ustu ára­mót var það enn nei­kvætt, en ein­ungis um 233 þús­und krón­ur. Eigið fé flokks­ins jókst því um 87,5 millj­ónir króna á þremur árum. 

Framsóknarflokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar var sá flokkur sem var í verstu stöðunni í lok árs 2017. Nú er rekstur flokksins kominn í jafnvægi. Mynd: Bára Huld Beck.

Við­reisn, sem var form­lega stofnuð 2016, var með nei­kvætt eigið fé upp á 8,8 millj­ónir króna árið 2017 en átti eigið fé upp á 21 milljón króna í lok síð­asta árs. Eigið fé flokks­ins jókst því um 29,8 millj­ónir króna á tíma­bil­inu.

Eigið fé Vinstri grænna var líka nei­kvætt í upp­hafi við­mið­un­ar­tíma­bils­ins, alls um 18 millj­ónir króna. Það var hins vegar jákvætt um 114,7 millj­ónir króna um síð­ustu ára­mót og hafði því auk­ist 132,7 millj­ónir króna.

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn rík­asti flokkur lands­ins

Mið­flokk­ur­inn, sem var stofn­aður í aðdrag­anda kosn­ing­anna 2017, var með nei­kvætt eigið fé upp á 15,9 millj­ónir króna þegar því ári lauk. Óráð­stafað eigið fé hans í lok árs 2020 var hins vegar 125,1 milljón króna og hafði auk­ist um 141 milljón króna. 

­Flokkur fólks­ins náði ekki inn á þing 2016 en fékk samt sem áður nægi­lega mörg atkvæði til að fá greiðslu úr rík­is­sjóði. Þegar kosið var aftur ári síð­ast fékk flokk­ur­inn fjóra menn kjörna, þótt tveir yfir­gæfu flokk­inn rúmu ári síð­ar. Í lok árs 2017 var eigið fé Flokks fólks­ins nei­kvætt um 5,8 millj­ónir króna. Um síð­ustu ára­mót átti flokk­ur­inn eignir umfram skuldir upp á 93,4 millj­ónir króna, að öllu leyti hand­bært fé. Eigið fé Flokks fólks­ins jókst því um 99,2 millj­ónir króna á við­mið­un­ar­tíma­bil­in­u. 

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn er langstærsti flokkur lands­ins á flestan máta. Hann fær mest fylgi í kosn­ing­um, á verð­mæt­ustu eign­irn­ar, fær mest í fram­lög frá fyr­ir­tækjum og ein­stak­lingum og er með lang­flesta félaga. 

Flokk­ur­inn átti eigið fé upp á 361,4 millj­ónir króna í lok árs 2017 en það var bók­fært 476,2 millj­ónir króna um síð­ustu ára­mót. Eigið fé Sjálf­stæð­is­flokks­ins hefur því auk­ist um 114,8 millj­ónir króna. Senni­lega er upp­lausn­ar­virði eigna flokks­ins mun meira en bók­fært virði þeirra, þar sem fast­eigna­mat höf­uð­stöðv­anna Val­hallar er hærra en bók­fært virði húss­ins. Auk þess hefur flokk­ur­inn áform um að byggja, og selja, 47 íbúðir á lóð Val­hall­ar. 

Sam­fylk­ingin á einnig nokkrar eignir og eigið fé hennar var 76,6 millj­ónir króna í lok árs 2017. Það hefur síðan auk­ist um 126,9 millj­ónir króna og var 203,5 millj­ónir króna þegar síð­asta ár var á enda runn­ið. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar