Eigið fé sjö stjórnmálaflokka jókst um 732 milljónir eftir að þeir hækkuðu eigin framlög

Skömmu eftir kosningarnar 2017 ákváðu flestir stjórnmálaflokkar á þingi að framlög til þeirra úr ríkissjóði yrðu stórhækkuð. Þá voru fimm þeirra með neikvætt eigið fé. Nú eiga flestir þeirra digra sjóði.

7DM_5633_raw_170912.jpg Alþingi 12. september 2017. þingsæti þingsalur
Auglýsing

Eigið fé þeirra sjö stjórn­mála­flokka sem hafa skilað inn gildum árs­reikn­ingum vegna árs­ins 2020 jókst um sam­tals 731,9 millj­ónir króna frá árs­lokum 2017 og fram að síð­ustu ára­mót­u­m. 

Einn stjórn­mála­flokkur sem á full­trúa á þingi, Pírat­ar, á eftir að skila inn gildum árs­reikn­ingi fyrir síð­asta ár. Eigið fé hans lækk­aði um 8,4 millj­ónir króna milli áranna 2017 og 2019. 

Þetta má lesa úr árs­reikn­ingum stjórn­mála­flokka lands­ins sem skilað hefur verið inn til Rík­is­end­ur­skoð­unar nýver­ið. Þorri tekna flokk­anna allra eru fram­lög úr opin­berum sjóð­um. Í til­felli Flokks fólks­ins komu 98 pró­sent tekna hans í fyrra úr rík­is­sjóði eða frá Alþingi, í til­felli Mið­flokks­ins var hlut­fall tekna úr opin­berum sjóðum tæp­lega 94 pró­sent, hjá Vinstri grænum 92 pró­sent og rúm­lega 91 pró­sent tekna Við­reisnar komu úr opin­berum sjóð­um.

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn sótti 87 pró­sent tekna sinna á árinu 2020 í opin­bera sjóði, Sam­fylk­ingin 75 pró­sent og Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn 66 pró­sent. 

Fengu 286 millj­ónir króna á ári

Fram­lög til stjórn­­­mála­­flokka úr rík­­is­­sjóði voru hækkuð veru­­lega í byrjun síð­­asta kjör­­tíma­bils. Til­­­­laga sex flokka sem sæti eiga á Alþingi um að hækka fram­lag rík­­­­­­­is­ins til stjórn­­­­­­­­­­­­­mála­­­­­­­flokka á árinu 2018 um 127 pró­­­­­­­sent var sam­­­­­­­þykkt í fjár­­­­­­­lögum sem voru afgreidd áður en þingi var slitið í lok des­em­ber 2017. Fram­lög til stjórn­­­­­­­­­­­­­mála­­­­­­­flokka á því ári áttu að vera 286 millj­­­­­­­ónir króna en urðu 648 millj­­­­­­­ónir króna. Ein­ungis full­trúar Flokks fólks­ins og Pírata skrif­uðu ekki undir til­lög­una.

Hún var sett fram sem sam­eig­in­legt erindi sem bar yfir­­­­­­­­­­­skrift­ina „Nauð­­­­­­syn­­­­­­leg hækkun opin­berra fram­laga til stjórn­­­­­­­­­­­mála­­­­­­sam­taka“. Í því var farið fram á að fram­lög til stjórn­­­­­­­­­­­mála­­­­­­flokka verði „leið­rétt“.

Auglýsing
Í grein­­­­­­ar­­­­­­gerð sem fylgdi erind­inu sagði að sú upp­­­­­­hæð sem stjórn­­­­­­­­­­­mála­­­­­­flokkum væri ætluð á fjár­­­­­­lögum hefði lækkað um helm­ing á raun­virði frá árinu 2008. Nú ættu átta flokkar full­­­­­­trúa á Alþingi. „Hver þeirra stendur fyrir eigin rekstri og á að reka virkt og ábyrgt stjórn­­­­­­­­­­­mála­­­­­­starf um allt land, jafnt á sviði lands­­­­­­mála og sveit­­­­­­ar­­­­­­stjórna, árið um kring.

Til sam­an­­­­­­burðar má nefna að dóms­­­­­­mála­ráðu­­­­­­neytið hefur sagt að kostn­aður vegna alþing­is­­­­­­kosn­­­­­­ing­anna á síð­­­­­­asta ári [2016] hafi verið rétt tæpar 350 millj­­­­­­ón­ir, og að gera mætti ráð fyrir að hann yrði svip­aður í ár [2017]. Stjórn­­­­­­­­­­­mála­­­­­­sam­tök starfa í þágu almanna­hags­muna en hafa hvergi nærri bol­­­­­­magn á við helstu hags­muna­­­­­­sam­tök. Flestir flokkar eru reknir með 0-5 starfs­­­­­­mönnum í dag og sam­tals eru 13 fast­ráðnir starfs­­­­­­menn hjá þeim átta flokkum sem eiga full­­­­­­trúa á Alþingi.

Aukin fjárframlög úr ríkissjóði til stjórnmálaflokka voru meðal annars rökstudd með því að jafna þyrfti aðstöðumun þeirra gagnvart hagsmunasamtökum atvinnulífsins. Mynd: Bára Huld Beck

Til sam­an­­­­­­burðar má geta að Sam­tök atvinn­u­lífs­ins eru með 30 starfs­­­­­­menn, Sam­tök iðn­­­­­­að­­­­­­ar­ins 16, Sam­tök fyr­ir­tækja í sjá­v­­­­­­­ar­út­­­­­­­­­­­vegi 15, ASÍ með 22 og VR 62 starfs­­­­­­menn. Í þessu umhverfi er stuðn­­­­­­ingur við nýsköp­un, þró­un, sér­­­­­­fræð­i­þekk­ingu og alþjóða­­­­­­tengsl eng­inn inni í stjórn­­­­­­­­­­­mála­­­­­­sam­tök­un­um; endar ná ekki saman til að sinna grunn­þörfum í rekstri stjórn­­­­­­­­­­­mála­­­­­­flokka og að upp­­­­­­­­­­­fylla mark­mið lag­anna. Lýð­ræðið á Íslandi á betra skil­ið.“

Fá 728 millj­ónir króna

Kjarn­inn greindi frá því í síð­­­ustu viku að þeir níu stjórn­­­­­mála­­­flokkar sem fengu nægj­an­­­legt fylgi í síð­­­­­ustu þing­­­kosn­­­ingum til að fá úthlutað fjár­­­munum úr rík­­­is­­­sjóði fá sam­tals 728,2 millj­­­ónir króna til að skipta á milli sín á næsta ári. 

Um er að ræða þá átta flokka sem eiga full­­­trúa á þingi auk Sós­í­a­lista­­­flokks Íslands sem hlaut nægj­an­­­legt fylgi í síð­­­­­ustu kosn­­­ingum til að hljóta fram­lag.

Það er sama upp­­­hæð og flokk­­­arnir fengu sam­tals í fyrra og sama upp­­­hæð og þeir fengu í ár. Raunar gera áætl­­­­­anir stjórn­­­­­valda ráð fyrir því að hún hald­ist óbreytt út árið 2024. Haldi það munu stjórn­­­­­mála­­­flokkar lands­ins alls hafa fengið 3.641 millj­­­ónir króna úr rík­­­is­­­sjóði á fimm ára tíma­bil­i. 

Til við­­­bótar við þær greiðslur er kostn­aður vegna starfs­­­manna þing­­­flokka greiddur af Alþingi.

Flokkum bjargað úr fjár­hags­legum vand­ræðum

Þessi breyt­ing kúventi fjár­hags­stöðu stjórn­mála­flokk­anna. Fimm þeirra voru til að mynda með nei­kvætt eigið fé í lok árs 2017, þegar ákvörð­unin um að marg­falda fram­lagið úr opin­berum sjóðum var tek­in. Það þýðir að eignir þeirra hrukku ekki fyrir skuld­um. Vert er þó að taka fram að tvennar þing­kosn­ingar fóru fram á árunum 2016 og 2017 vegna þess að rík­is­stjórnir sprungu sökum hneyksl­is­mála. Kosn­ingum fylgir umtals­verður við­bót­ar­kostn­aður fyrir stjórn­mála­flokka og fjár­hags­staða þeirra eftir síð­ari kosn­ing­arnar bar þess merki. 

Þannig var eigið fé Fram­sókn­ar­flokks­ins, mun­ur­inn á eignum og skuldum hans, nei­kvætt um 58,5 millj­ónir króna í lok árs 2017. Um síð­ustu ára­mót var það enn nei­kvætt, en ein­ungis um 233 þús­und krón­ur. Eigið fé flokks­ins jókst því um 87,5 millj­ónir króna á þremur árum. 

Framsóknarflokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar var sá flokkur sem var í verstu stöðunni í lok árs 2017. Nú er rekstur flokksins kominn í jafnvægi. Mynd: Bára Huld Beck.

Við­reisn, sem var form­lega stofnuð 2016, var með nei­kvætt eigið fé upp á 8,8 millj­ónir króna árið 2017 en átti eigið fé upp á 21 milljón króna í lok síð­asta árs. Eigið fé flokks­ins jókst því um 29,8 millj­ónir króna á tíma­bil­inu.

Eigið fé Vinstri grænna var líka nei­kvætt í upp­hafi við­mið­un­ar­tíma­bils­ins, alls um 18 millj­ónir króna. Það var hins vegar jákvætt um 114,7 millj­ónir króna um síð­ustu ára­mót og hafði því auk­ist 132,7 millj­ónir króna.

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn rík­asti flokkur lands­ins

Mið­flokk­ur­inn, sem var stofn­aður í aðdrag­anda kosn­ing­anna 2017, var með nei­kvætt eigið fé upp á 15,9 millj­ónir króna þegar því ári lauk. Óráð­stafað eigið fé hans í lok árs 2020 var hins vegar 125,1 milljón króna og hafði auk­ist um 141 milljón króna. 

­Flokkur fólks­ins náði ekki inn á þing 2016 en fékk samt sem áður nægi­lega mörg atkvæði til að fá greiðslu úr rík­is­sjóði. Þegar kosið var aftur ári síð­ast fékk flokk­ur­inn fjóra menn kjörna, þótt tveir yfir­gæfu flokk­inn rúmu ári síð­ar. Í lok árs 2017 var eigið fé Flokks fólks­ins nei­kvætt um 5,8 millj­ónir króna. Um síð­ustu ára­mót átti flokk­ur­inn eignir umfram skuldir upp á 93,4 millj­ónir króna, að öllu leyti hand­bært fé. Eigið fé Flokks fólks­ins jókst því um 99,2 millj­ónir króna á við­mið­un­ar­tíma­bil­in­u. 

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn er langstærsti flokkur lands­ins á flestan máta. Hann fær mest fylgi í kosn­ing­um, á verð­mæt­ustu eign­irn­ar, fær mest í fram­lög frá fyr­ir­tækjum og ein­stak­lingum og er með lang­flesta félaga. 

Flokk­ur­inn átti eigið fé upp á 361,4 millj­ónir króna í lok árs 2017 en það var bók­fært 476,2 millj­ónir króna um síð­ustu ára­mót. Eigið fé Sjálf­stæð­is­flokks­ins hefur því auk­ist um 114,8 millj­ónir króna. Senni­lega er upp­lausn­ar­virði eigna flokks­ins mun meira en bók­fært virði þeirra, þar sem fast­eigna­mat höf­uð­stöðv­anna Val­hallar er hærra en bók­fært virði húss­ins. Auk þess hefur flokk­ur­inn áform um að byggja, og selja, 47 íbúðir á lóð Val­hall­ar. 

Sam­fylk­ingin á einnig nokkrar eignir og eigið fé hennar var 76,6 millj­ónir króna í lok árs 2017. Það hefur síðan auk­ist um 126,9 millj­ónir króna og var 203,5 millj­ónir króna þegar síð­asta ár var á enda runn­ið. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eftirlaun ráðherra og þingmanna kostuðu ríkissjóð 876 milljónir króna í fyrra
Umdeild eftirlaunalög ráðamanna frá árinu 2003 voru felld úr gildi 2009. Fjöldi ráðamanna fær þó enn greitt á grundvelli laganna, eða alls 257 fyrrverandi þingmenn og 46 fyrrverandi ráðherrar.
Kjarninn 18. janúar 2022
Úttekt á séreignarsparnaði var kynnt sem úrræði til að takast á við efnahagslegar afleiðingar faraldursins í fyrsta aðgerðarpakka ríkisstjórnarinnar, sem var kynntur í mars 2020.
Tekjur ríkissjóðs vegna úttektar á sparnaði um tíu milljörðum hærri en áætlað var
Þegar ríkisstjórnin ákvað að heimila fólki að taka út séreignarsparnað sinn til að takast á við kórónuveirufaraldurinn var reiknað með að teknir yrðu út tíu milljarðar króna. Nú stefnir í að milljarðarnir verði 38.
Kjarninn 18. janúar 2022
Rauða kjötið: Áætlunin sem á að bjarga Boris
Pólitísk framtíð Boris Johnson er um margt óljós eftir að hann baðst afsökunar á að hafa verið viðstaddur garðveislu í Downingstræti í maí 2020 þegar útgöngubann vegna COVID-19 var í gildi. „Rauða kjötið“ nefnist áætlun sem á að halda Johnson í embætti.
Kjarninn 17. janúar 2022
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata.
Spurði forsætisráðherra út í bréfið til Kára
Þingmaður Pírata spurði forsætisráðherra á þingi í dag hver tilgangurinn með bréfi hennar til forstjóra ÍE hefði verið og hvers vegna hún tjáði sig um afstöðu sína gagnvart úrskurði Persónuverndar við forstjóra fyrirtækisins sem úrskurðurinn fjallaði um.
Kjarninn 17. janúar 2022
Mun meira kynbundið ofbeldi í útgöngubanni
Þrátt fyrir að útgöngubann auki verulega líkur á ofbeldi gagnvart konum og transfólki hefur málaflokkurinn fengið lítið sem ekkert fjármagn í aðgerðum stjórnvalda víða um heim til að bregðast við afleiðingar heimsfaraldursins.
Kjarninn 17. janúar 2022
Heimild til að slíta félögum sett í lög 2016 – Fyrsta tilkynning send út 2022
Fyrir helgi sendi Skatturinn í fyrsta sinn út tilkynningar til 58 félaga sem hafa ekki skilað inn ársreikningum þar sem boðuð eru slit á þeim. Lögin voru sett árið 2016 en ráðherra undirritaði ekki reglugerð sem virkjaði slitaákvæðið fyrr í haust.
Kjarninn 17. janúar 2022
Umfjallanir um liprunarbréf Jakobs Frímanns og „Karlmennskuspjallið“ ekki brot á siðareglum
Hvorki DV né 24.is brutu gegn siðareglum Blaðamannafélags Íslands með umfjöllunum sínum um Jakob Frímann Magnússon annars vegar og „Karlmennskuspjallið“ hins vegar.
Kjarninn 17. janúar 2022
Greiðslubyrðin svipuð og fyrir faraldurinn
Í kjölfar mikilla vaxtalækkana hjá Seðlabankanum lækkuðu afborganir af húsnæðislánum til muna. Þessi lækkun er nú að miklu leyti gengin til baka, þar sem bæði húsnæðisverð og vextir hafa hækkað á undanförnum mánuðum.
Kjarninn 17. janúar 2022
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar