Eigið fé sjö stjórnmálaflokka jókst um 732 milljónir eftir að þeir hækkuðu eigin framlög

Skömmu eftir kosningarnar 2017 ákváðu flestir stjórnmálaflokkar á þingi að framlög til þeirra úr ríkissjóði yrðu stórhækkuð. Þá voru fimm þeirra með neikvætt eigið fé. Nú eiga flestir þeirra digra sjóði.

7DM_5633_raw_170912.jpg Alþingi 12. september 2017. þingsæti þingsalur
Auglýsing

Eigið fé þeirra sjö stjórn­mála­flokka sem hafa skilað inn gildum árs­reikn­ingum vegna árs­ins 2020 jókst um sam­tals 731,9 millj­ónir króna frá árs­lokum 2017 og fram að síð­ustu ára­mót­u­m. 

Einn stjórn­mála­flokkur sem á full­trúa á þingi, Pírat­ar, á eftir að skila inn gildum árs­reikn­ingi fyrir síð­asta ár. Eigið fé hans lækk­aði um 8,4 millj­ónir króna milli áranna 2017 og 2019. 

Þetta má lesa úr árs­reikn­ingum stjórn­mála­flokka lands­ins sem skilað hefur verið inn til Rík­is­end­ur­skoð­unar nýver­ið. Þorri tekna flokk­anna allra eru fram­lög úr opin­berum sjóð­um. Í til­felli Flokks fólks­ins komu 98 pró­sent tekna hans í fyrra úr rík­is­sjóði eða frá Alþingi, í til­felli Mið­flokks­ins var hlut­fall tekna úr opin­berum sjóðum tæp­lega 94 pró­sent, hjá Vinstri grænum 92 pró­sent og rúm­lega 91 pró­sent tekna Við­reisnar komu úr opin­berum sjóð­um.

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn sótti 87 pró­sent tekna sinna á árinu 2020 í opin­bera sjóði, Sam­fylk­ingin 75 pró­sent og Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn 66 pró­sent. 

Fengu 286 millj­ónir króna á ári

Fram­lög til stjórn­­­mála­­flokka úr rík­­is­­sjóði voru hækkuð veru­­lega í byrjun síð­­asta kjör­­tíma­bils. Til­­­­laga sex flokka sem sæti eiga á Alþingi um að hækka fram­lag rík­­­­­­­is­ins til stjórn­­­­­­­­­­­­­mála­­­­­­­flokka á árinu 2018 um 127 pró­­­­­­­sent var sam­­­­­­­þykkt í fjár­­­­­­­lögum sem voru afgreidd áður en þingi var slitið í lok des­em­ber 2017. Fram­lög til stjórn­­­­­­­­­­­­­mála­­­­­­­flokka á því ári áttu að vera 286 millj­­­­­­­ónir króna en urðu 648 millj­­­­­­­ónir króna. Ein­ungis full­trúar Flokks fólks­ins og Pírata skrif­uðu ekki undir til­lög­una.

Hún var sett fram sem sam­eig­in­legt erindi sem bar yfir­­­­­­­­­­­skrift­ina „Nauð­­­­­­syn­­­­­­leg hækkun opin­berra fram­laga til stjórn­­­­­­­­­­­mála­­­­­­sam­taka“. Í því var farið fram á að fram­lög til stjórn­­­­­­­­­­­mála­­­­­­flokka verði „leið­rétt“.

Auglýsing
Í grein­­­­­­ar­­­­­­gerð sem fylgdi erind­inu sagði að sú upp­­­­­­hæð sem stjórn­­­­­­­­­­­mála­­­­­­flokkum væri ætluð á fjár­­­­­­lögum hefði lækkað um helm­ing á raun­virði frá árinu 2008. Nú ættu átta flokkar full­­­­­­trúa á Alþingi. „Hver þeirra stendur fyrir eigin rekstri og á að reka virkt og ábyrgt stjórn­­­­­­­­­­­mála­­­­­­starf um allt land, jafnt á sviði lands­­­­­­mála og sveit­­­­­­ar­­­­­­stjórna, árið um kring.

Til sam­an­­­­­­burðar má nefna að dóms­­­­­­mála­ráðu­­­­­­neytið hefur sagt að kostn­aður vegna alþing­is­­­­­­kosn­­­­­­ing­anna á síð­­­­­­asta ári [2016] hafi verið rétt tæpar 350 millj­­­­­­ón­ir, og að gera mætti ráð fyrir að hann yrði svip­aður í ár [2017]. Stjórn­­­­­­­­­­­mála­­­­­­sam­tök starfa í þágu almanna­hags­muna en hafa hvergi nærri bol­­­­­­magn á við helstu hags­muna­­­­­­sam­tök. Flestir flokkar eru reknir með 0-5 starfs­­­­­­mönnum í dag og sam­tals eru 13 fast­ráðnir starfs­­­­­­menn hjá þeim átta flokkum sem eiga full­­­­­­trúa á Alþingi.

Aukin fjárframlög úr ríkissjóði til stjórnmálaflokka voru meðal annars rökstudd með því að jafna þyrfti aðstöðumun þeirra gagnvart hagsmunasamtökum atvinnulífsins. Mynd: Bára Huld Beck

Til sam­an­­­­­­burðar má geta að Sam­tök atvinn­u­lífs­ins eru með 30 starfs­­­­­­menn, Sam­tök iðn­­­­­­að­­­­­­ar­ins 16, Sam­tök fyr­ir­tækja í sjá­v­­­­­­­ar­út­­­­­­­­­­­vegi 15, ASÍ með 22 og VR 62 starfs­­­­­­menn. Í þessu umhverfi er stuðn­­­­­­ingur við nýsköp­un, þró­un, sér­­­­­­fræð­i­þekk­ingu og alþjóða­­­­­­tengsl eng­inn inni í stjórn­­­­­­­­­­­mála­­­­­­sam­tök­un­um; endar ná ekki saman til að sinna grunn­þörfum í rekstri stjórn­­­­­­­­­­­mála­­­­­­flokka og að upp­­­­­­­­­­­fylla mark­mið lag­anna. Lýð­ræðið á Íslandi á betra skil­ið.“

Fá 728 millj­ónir króna

Kjarn­inn greindi frá því í síð­­­ustu viku að þeir níu stjórn­­­­­mála­­­flokkar sem fengu nægj­an­­­legt fylgi í síð­­­­­ustu þing­­­kosn­­­ingum til að fá úthlutað fjár­­­munum úr rík­­­is­­­sjóði fá sam­tals 728,2 millj­­­ónir króna til að skipta á milli sín á næsta ári. 

Um er að ræða þá átta flokka sem eiga full­­­trúa á þingi auk Sós­í­a­lista­­­flokks Íslands sem hlaut nægj­an­­­legt fylgi í síð­­­­­ustu kosn­­­ingum til að hljóta fram­lag.

Það er sama upp­­­hæð og flokk­­­arnir fengu sam­tals í fyrra og sama upp­­­hæð og þeir fengu í ár. Raunar gera áætl­­­­­anir stjórn­­­­­valda ráð fyrir því að hún hald­ist óbreytt út árið 2024. Haldi það munu stjórn­­­­­mála­­­flokkar lands­ins alls hafa fengið 3.641 millj­­­ónir króna úr rík­­­is­­­sjóði á fimm ára tíma­bil­i. 

Til við­­­bótar við þær greiðslur er kostn­aður vegna starfs­­­manna þing­­­flokka greiddur af Alþingi.

Flokkum bjargað úr fjár­hags­legum vand­ræðum

Þessi breyt­ing kúventi fjár­hags­stöðu stjórn­mála­flokk­anna. Fimm þeirra voru til að mynda með nei­kvætt eigið fé í lok árs 2017, þegar ákvörð­unin um að marg­falda fram­lagið úr opin­berum sjóðum var tek­in. Það þýðir að eignir þeirra hrukku ekki fyrir skuld­um. Vert er þó að taka fram að tvennar þing­kosn­ingar fóru fram á árunum 2016 og 2017 vegna þess að rík­is­stjórnir sprungu sökum hneyksl­is­mála. Kosn­ingum fylgir umtals­verður við­bót­ar­kostn­aður fyrir stjórn­mála­flokka og fjár­hags­staða þeirra eftir síð­ari kosn­ing­arnar bar þess merki. 

Þannig var eigið fé Fram­sókn­ar­flokks­ins, mun­ur­inn á eignum og skuldum hans, nei­kvætt um 58,5 millj­ónir króna í lok árs 2017. Um síð­ustu ára­mót var það enn nei­kvætt, en ein­ungis um 233 þús­und krón­ur. Eigið fé flokks­ins jókst því um 87,5 millj­ónir króna á þremur árum. 

Framsóknarflokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar var sá flokkur sem var í verstu stöðunni í lok árs 2017. Nú er rekstur flokksins kominn í jafnvægi. Mynd: Bára Huld Beck.

Við­reisn, sem var form­lega stofnuð 2016, var með nei­kvætt eigið fé upp á 8,8 millj­ónir króna árið 2017 en átti eigið fé upp á 21 milljón króna í lok síð­asta árs. Eigið fé flokks­ins jókst því um 29,8 millj­ónir króna á tíma­bil­inu.

Eigið fé Vinstri grænna var líka nei­kvætt í upp­hafi við­mið­un­ar­tíma­bils­ins, alls um 18 millj­ónir króna. Það var hins vegar jákvætt um 114,7 millj­ónir króna um síð­ustu ára­mót og hafði því auk­ist 132,7 millj­ónir króna.

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn rík­asti flokkur lands­ins

Mið­flokk­ur­inn, sem var stofn­aður í aðdrag­anda kosn­ing­anna 2017, var með nei­kvætt eigið fé upp á 15,9 millj­ónir króna þegar því ári lauk. Óráð­stafað eigið fé hans í lok árs 2020 var hins vegar 125,1 milljón króna og hafði auk­ist um 141 milljón króna. 

­Flokkur fólks­ins náði ekki inn á þing 2016 en fékk samt sem áður nægi­lega mörg atkvæði til að fá greiðslu úr rík­is­sjóði. Þegar kosið var aftur ári síð­ast fékk flokk­ur­inn fjóra menn kjörna, þótt tveir yfir­gæfu flokk­inn rúmu ári síð­ar. Í lok árs 2017 var eigið fé Flokks fólks­ins nei­kvætt um 5,8 millj­ónir króna. Um síð­ustu ára­mót átti flokk­ur­inn eignir umfram skuldir upp á 93,4 millj­ónir króna, að öllu leyti hand­bært fé. Eigið fé Flokks fólks­ins jókst því um 99,2 millj­ónir króna á við­mið­un­ar­tíma­bil­in­u. 

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn er langstærsti flokkur lands­ins á flestan máta. Hann fær mest fylgi í kosn­ing­um, á verð­mæt­ustu eign­irn­ar, fær mest í fram­lög frá fyr­ir­tækjum og ein­stak­lingum og er með lang­flesta félaga. 

Flokk­ur­inn átti eigið fé upp á 361,4 millj­ónir króna í lok árs 2017 en það var bók­fært 476,2 millj­ónir króna um síð­ustu ára­mót. Eigið fé Sjálf­stæð­is­flokks­ins hefur því auk­ist um 114,8 millj­ónir króna. Senni­lega er upp­lausn­ar­virði eigna flokks­ins mun meira en bók­fært virði þeirra, þar sem fast­eigna­mat höf­uð­stöðv­anna Val­hallar er hærra en bók­fært virði húss­ins. Auk þess hefur flokk­ur­inn áform um að byggja, og selja, 47 íbúðir á lóð Val­hall­ar. 

Sam­fylk­ingin á einnig nokkrar eignir og eigið fé hennar var 76,6 millj­ónir króna í lok árs 2017. Það hefur síðan auk­ist um 126,9 millj­ónir króna og var 203,5 millj­ónir króna þegar síð­asta ár var á enda runn­ið. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rannsóknarskipið Hákon krónprins við rannsóknir í Norður-Íshafi.
Ískyggilegar niðurstöður úr Norður-Íshafi
Lífríkið undir ísnum í Norður-Íshafinu er ekki það sem vísindamenn áttu von á. Í nýrri rannsókn kom í ljós að vistkerfið einkennist ekki af tegundum sem helst einkenna hin köldu heimskautasvæði.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Ingrid Kuhlman
Tölum um dauðann
Kjarninn 17. ágúst 2022
Lilja Alfreðsdóttir er menningar- og viðskiptaráðherra.
Stefnt að því að sameina þrjá tónlistarsjóði í einn og skilgreina Sinfó sem þjóðareign
Menningar- og viðskiptaráðherra hefur lagt fram drög að nýjum heildarlögum um tónlist. Stofna á Tónlistarmiðstöð, sjálfseignarstofnun sem á að verða hornsteinn íslensks tónlistarlífs og rekin með svipuðum hætti og Íslandsstofa.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Í sumar hafa tugir borga í Kína lýst yfir hættuástandi vegna hita.
Verksmiðjum lokað og mikill uppskerubrestur blasir við
Hitabylgja sumarsins hefur haft gríðarleg áhrif á stórum landsvæðum í Kína. Rafmagn er skammtað og algjörum uppskerubresti hefur þegar verið lýst yfir á nokkrum svæðum.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Seðlabankinn mun kynna næstu stýrivaxtaákvörðun í næstu viku.
Búast við að stýrivextir verði komnir upp í sex prósent í byrjun næsta árs
Markaðsaðilar vænta þess að verðbólgan sé við hámark nú um stundir en að hún muni hjaðna hægar. Í vor bjuggust þeir við að verðbólga eftir ár yrði fimm prósent en nú telja þeir að hún verði 5,8 prósent.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Segja toppana í samfélaginu hafa tekið sitt og að lágmark sé að launafólk fái það sama
Í Kjarafréttum Eflingar er lagt til að almenn laun hækki um 52.250 krónur á mánuði miðað við núverandi verðbólgu. Ríkið þurfi auk þess að koma að kjarasamningaborðinu með tug milljarða króna aðgerðir til að bæta stöðu þeirra verst settu í samfélaginu.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Starfsmenn Hvals hf. komu dróna svissneska ríkisfjölmiðilsins til lögreglunnar á Akranesi án þess að til húsleitaraðgerðar þyrfti að koma.
Hvals-menn skiluðu dróna svissneska ríkisfjölmiðilsins til lögreglu
Lögreglan á Akranesi fékk kvikmyndatökudróna sem starfsmenn Hvals hf. hirtu af starfsmönnum svissnesks ríkisfjölmiðils afhentan og kom honum til eigenda sinna. Bæði drónaflugið og drónastuldurinn eru á borði lögreglunnar.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Suðurhringþokan mynduð af WEBB-sjónaukanum í tveimur ólíkum útfærslum.
2.000 ljósár á sextíu sekúndum
Þau sem dreymir um að ferðast um geiminn ættu ekki að láta nýtt myndband geimferðastofnana Bandaríkjanna og Evrópu framhjá sér fara. Á sextíu sekúndum er boðið upp á 2.000 ljósára ferðalag með hjálp hins magnaða WEBB-sjónauka.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar