Miðflokkurinn hagnaðist um 140 milljónir á þremur árum – Þorri tekna úr ríkissjóði

Launakostnaður Miðflokksins jókst um 125 prósent í fyrra og flokkurinn keypti sé fasteign. Tekjur flokksins, sem koma að uppistöðu úr ríkissjóði, munu dragast verulega saman eftir afhroð hans í síðustu kosningum.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er formaður Miðflokksins.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er formaður Miðflokksins.
Auglýsing

Tekjur Mið­flokks­ins voru 111 millj­ónir króna á árinu 2020. Alls komu 74 pró­sent þeirra úr rík­is­sjóði, 16 pró­sent frá Alþingi og 3,5 pró­sent frá sveit­ar­fé­lög­um. Því komu 93,5 pró­sent af tekjum flokks­ins úr opin­berum sjóðum í form fram­laga. 

Það sem upp á vantar voru að uppi­stöðu fram­lög ein­stak­linga og lög­að­ila og félags­gjöld. Fram­lög lög­að­ila rúm­lega helm­ing­uð­ust milli ára og þeir ein­stak­lingar sem greiddu flokknum hámarks­fram­lög koma nær allir úr for­ystu hans. Þar á meðal er Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, for­maður Mið­flokks­ins, og Berg­þór Óla­son, hinn þing­maður hans. 

Þá var flokk­ur­inn með 2,4 millj­ónir króna í tekjur í fyrra vegna vaxta­tekna á banka­inni­stæð­u­m. 

Þetta kemur fram í nýbirtum árs­­reikn­ingi Mið­flokks­ins sem skilað var inn til Rík­­is­end­­ur­­skoð­unar fyrir skemmstu. Flokk­ur­inn var fjórði stærsti stjórn­mála­flokk­ur­inn á þingi á síð­asta kjör­tíma­bili. Eftir að tveir þing­menn gengu í flokk­inn úr Flokki fólks­ins snemma árs 2019 voru níu í þing­flokkn­um. Mið­flokk­ur­inn beið hins vegar afhroð  í síð­ustu kosn­ing­um, fékk 5,4 pró­sent atkvæða og þrjá menn kjörna. Einn þeirra yfir­gaf flokk­inn áður en kjör­bréfum var úthlutað og því telur þing­flokk­ur­inn tvo. Því munu fram­lög til flokks­ins drag­ast veru­lega saman á þessu kjör­tíma­bil­i enda segir atkvæða­magnið til um hversu háa fjár­hæð flokkar fá úthlutað úr rík­is­sjóði.

Keyptu sér fast­eign

Rekstr­ar­kostn­aður jókst umtals­vert á milli ára, eða um 35 pró­sent, og var 69,3 millj­ónir króna. Þar munar mest um að laun og launa­tengd gjöld juk­ust um 125 pró­sent milli ára og voru 26,5 millj­ónir króna. 

Auglýsing
Hagnaður af rekstri flokks­ins var samt sem áður 43,7 millj­ónir króna, sem þýðir að tæp­lega 40 pró­sent tekna end­uðu sem hreinn hagn­að­ur. Það var heldur minna en hann hagn­að­ist um árið 2019 þegar 66,8 millj­ónir króna sátu eftir þegar búið var að greiða fyrir allan rekstur Mið­flokks­ins. Hagn­aður flokks­ins árið 2018 var 30,6 millj­ónir króna og því var sam­an­lagður hagn­aður Mið­flokks­ins á fyrstu þremur árum síð­asta kjör­tíma­bils 141,1 millj­ónir króna. 

Mið­flokk­ur­inn keypti sér fast­eign á síð­asta ári, Í Hamra­borg í Kópa­vogi, sem er metin á 74 millj­ónir króna í árs­reikn­ingum flokks­ins. Hún mynd­ar, ásamt 104,8 millj­ónir króna hand­bæru fé, uppi­stöð­una í eignum flokks­ins, sem metnar voru á 181 milljón króna um síð­ustu ára­mót.

Skuldir Mið­flokks­ins juk­ust mikið á síð­asta ári vegna áður­nefndra fast­eigna­kaupa, en flokk­ur­inn skuld­aði enn 53 millj­ónir króna vegna þeirra í lok árs 2020. Alls námu skuldir hans 56 millj­ónum króna og óráð­stafað eigið fé flokks­ins því 125,1 milljón króna um síð­ustu ára­mót. 

Fram­lög til flokka úr rík­­is­­sjóði hækkuð gríð­­ar­­lega

Fram­lög til stjórn­mála­flokka úr rík­is­sjóði voru hækkuð veru­lega í byrjun síð­asta kjör­tíma­bils. Til­­­laga sex flokka sem sæti eiga á Alþingi um að hækka fram­lag rík­­­­­­is­ins til stjórn­­­­­­­­­­­mála­­­­­­flokka á árinu 2018 um 127 pró­­­­­­sent var sam­­­­­­þykkt í fjár­­­­­­lögum sem voru afgreidd áður en þingi var slitið í lok des­em­ber 2017. Fram­lög til stjórn­­­­­­­­­­­mála­­­­­­flokka á því ári áttu að vera 286 millj­­­­­­ónir króna en urðu 648 millj­­­­­­ónir króna. 

Kjarn­inn greindi frá því í síð­ustu viku að þeir níu stjórn­­­mála­­flokkar sem fengu nægj­an­­legt fylgi í síð­­­ustu þing­­kosn­­ingum til að fá úthlutað fjár­­munum úr rík­­is­­sjóði fá sam­tals 728,2 millj­­ónir króna til að skipta á milli sín á næsta ári. 

Um er að ræða þá átta flokka sem eiga full­­trúa á þingi auk Sós­í­a­lista­­flokks Íslands sem hlaut nægj­an­­legt fylgi í síð­­­ustu kosn­­ingum til að hljóta fram­lag.

Það er sama upp­­hæð og flokk­­arnir fengu sam­tals í fyrra og sama upp­­hæð og þeir fengu í ár. Raunar gera áætl­­­anir stjórn­­­valda ráð fyrir því að hún hald­ist óbreytt út árið 2024. Haldi það munu stjórn­­­mála­­flokkar lands­ins alls hafa fengið 3.641 millj­­ónir króna úr rík­­is­­sjóði á fimm ára tíma­bil­i. 

Til við­­bótar við þær greiðslur er kostn­aður vegna starfs­­manna þing­­flokka greiddur af Alþingi.

Árs­­reikn­ingar nú birtir í heild

Full­­­­trúar allra flokka á Alþingi, þar á meðal sex for­­­­­menn stjórn­­­­­­­­­mála­­­­­flokka, lögðu svo sam­eig­in­­­­­lega fram frum­varp til að breyta lögum um fjár­­­­­­­­­mál stjórn­­­­­­­­­mála­­­­­flokka og fram­­­­­bjóð­enda í lok árs 2018. Það var afgreitt sem lög fyrir þing­­­­­lok þess árs.

Á meðal breyt­inga sem það stuð­l­aði að var að leyfa stjórn­­­­­­­­­mála­­­­­flokkum að taka á móti hærri fram­lögum frá fyr­ir­tækjum og ein­stak­l­ing­­­­­um. Hámarks­­­­­fram­lag var 400 þús­und krónur en var breytt í 550 þús­und krón­­­­­ur.

Auk þess var sú fjár­­­­­hæð sem ein­stak­l­ingur þarf að gefa til að vera nafn­­­­­greindur í árs­­­­­reikn­ingum við­kom­andi flokka eða fram­­­­­bjóð­enda sé hækkuð úr 200 þús­und krónum í 300 þús­und krón­­­­­ur.

Þá var ákveðið að láta stjórn­­­­­mála­­­flokk­anna skila árs­­­reikn­ingum sínum til rík­­­is­end­­­ur­­­skoð­anda fyrir 1. nóv­­­em­ber ár hvert í stað 1. októ­ber líkt og áður var. Sú grund­vall­­­ar­breyt­ing fylgdi með að Rík­­­is­end­­­ur­­­skoðun hætti að birta tak­­­mark­aðar upp­­­lýs­ingar úr reikn­ingum flokk­anna, svo­­­kall­aðan útdrátt, og átti þess í stað að birta árs­­­reikn­ing­anna í heild sinni árit­aða af end­­­ur­­­skoð­end­­­um.

Þrátt fyrir að lögin hafi tekið gildi í byrjun árs 2019 þurftu flokk­­arnir þó ekki að sæta því að árs­­reikn­ingar þeirra væru birtir í heild á árinu 2019. Þeirri fram­­kvæmd var frestað fram á haustið 2020. Því eru árs­reikn­ing­arnir nú að birt­ast í annað sinn í heild sinni.

Sem stendur hefur Rík­is­end­ur­skoðun ekki birt árs­reikn­inga þriggja flokka; Sjálf­stæð­is­flokk­ur, Vinstri græn og Píratar vegna síð­asta árs. Kjarn­inn mun fjalla um árs­reikn­inga allra þeirra flokka sem skilað hafa árs­reikn­ingi á næstu dög­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eyþór Arnalds var oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Félag Eyþórs hagnaðist um 388,4 milljónir vegna afskriftar á láni frá Samherja
Eigið fé félags Eyþórs Arnalds fór úr því að vera neikvætt um 305 milljónir í að vera jákvætt um 83,9 milljónir í fyrra. Félag í eigu Samherja afskrifaði seljendalán sem veitt var vegna kaupa í útgáfufélagi Morgunblaðsins.
Kjarninn 4. október 2022
Neyðarúrræði en ekki neyðarástand
Fjöldahjálparstöð fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd hefur verið opnuð í skrifstofuhúsnæði í Borgartúni þar sem Vegagerðin var áður til húsa. Hægt verður að taka á móti 150 manns að hámarki og miðað er við að fólk dvelji ekki lengur en þrjár nætur.
Kjarninn 4. október 2022
Örn Bárður Jónsson
Um skjálífi og skjána
Kjarninn 4. október 2022
Þrjú félög voru skráð á markað í sumar. Þeirra stærst er Alvotech, sem var skráð á First North markaðinn í júní. Hér sést Róbert Wessman, stofnandi og stjórnarformaður félagsins, hringja inn fyrstu viðskipti með bréfin.
Virði skráðra félaga í Kauphöllinni lækkað um 254 milljarða króna á tveimur mánuðum
Það sem af er ári hefur Úrvalsvísitala Kauphallarinnar lækkað um 28,3 prósent. Hún hækkaði um rúmlega 20 prósent árið 2020 og 33 prósent í fyrra. Leiðrétting er að eiga sér stað á virði skráðra félaga.
Kjarninn 4. október 2022
Steingrímur J. Sigfússon
Einu sinni var Póstur og Sími
Kjarninn 4. október 2022
Svandís Svavarsdóttir er matvælaráðherra og fer með málefni sjávarútvegs.
Svandís boðar frumvarp um tengda aðila í sjávarútvegi á næsta ári
Samkvæmt lögum mega tengdir aðilar í sjávarútvegi ekki halda á meira en tólf prósent af úthlutuðum kvóta á hverjum tíma. Skiptar skoðanir eru um hvort mikil samþjöppun í sjávarútvegi sé í samræmi við þetta þak.
Kjarninn 4. október 2022
Ein orðan sem Plaun skartaði, en hún reyndist eftirlíking.
Tvöfaldur í roðinu
Hugo Plaun hefur lengi verið ein helsta stríðshetja Dana, og var vel skreyttur hermaður sem hitti fyrirmenni og sagði ótrúlegar sögur sínar víða. Fyrir nokkrum árum kom í ljós að Plaun laug öllu saman.
Kjarninn 4. október 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Tvöfaldur í roðinu
Kjarninn 4. október 2022
Meira úr sama flokkiInnlent