Notre Dame og pólitíkin

Baráttan vegna forsetakosninganna í Frakklandi í apríl á næsta ári er hafin og öll vopn dregin fram. Emmanuel Macron forseti er sakaður um að vilja gjörbreyta kirkjuskipi Notre Dame að innan. Kirkjan skemmdist mikið í eldi árið 2019.

Notre Dame
Auglýsing

Brun­inn í Notre Dame kirkj­unni 15. apríl 2019 var einn af stór­við­burðum árs­ins. Fólk víða um heim fylgd­ist, á sjón­varps­skján­um, þegar þetta stóra guðs­hús, eitt þekktasta kenni­leiti Par­ís­ar, varð eld­inum að bráð. Fjöl­margir íbúar Par­ís­ar, með tárin í aug­un­um, fylgd­ust klukku­stundum saman með bar­áttu slökkvi­liðs­ins við eld­inn.

Eld­ur­inn kom upp í þaki kirkj­unnar þar sem unnið var að við­gerðum og breidd­ist hratt út. Fljót­lega varð slökkvi­lið­inu ljóst að það fengi lítt við eld­inn ráðið og ein­beitti sér að því að verja turn­ana tvo á fram­hlið kirkj­unnar og bjarga þeim fjöl­mörgu verð­mætu gripum sem í kirkj­unni voru. Miklu tókst að bjarga, þar á meðal gull­húð­aðri þyrni­kór­ónu. Sú er sögð geyma leifar úr þyrni­kór­ónu Krists, sem hann bar á kross­in­um.

Blýið og turn­spíran

Notre Dame, eða Mar­íu­kirkjan eins og hún er iðu­lega nefnd á íslensku, var byggð á árunum 1163 -1345. Turn­arnir tveir og allir útveggir kirkj­unn­ar, sem er 4.800 fer­metr­ar, að inn­an­máli, eru úr steini en þak­hvelf­ingin úr timbri og þakið klætt blýi. Eitt af ein­kennum kirkj­unnar var 93 metra há turn­spíra úr timbri. Hún var reist á árunum 1844 -1849 þegar miklar, og á sínum tíma umdeild­ar, við­gerðir fóru fram á kirkj­unni.

Auglýsing
Burðarvirki þaks­ins, ásamt turn­spírunni gjör­eyði­lagð­ist í eld­inum og sömu­leiðis blý­klæðn­ingin á þak­inu og turn­spírunni. Um 400 tonn af blýi voru í klæðn­ing­unni. Fljót­lega eftir brun­ann kom í ljós að fjöl­margir íbúar í nágrenni kirkj­unnar og menn sem unnu að við­gerðum höfðu fengið blý­eitr­un. Vinna við kirkj­una var um tíma stöðvuð vegna þessa. Um tíma var ótt­ast að veggir kirkj­unnar kynnu að hrynja en það gerð­ist ekki.

Turnspíra kirkjunni gjöreyðilagðist í eldinum fyrir tveimur árum.

Við­gerðir og end­ur­bygg­ing

Sama dag og brun­inn varð lýsti Emmanuel Macron for­seti Frakk­lands því yfir að kirkjan yrði end­ur­byggð. Hann sagði að það myndi kosta mikið fé en vanda yrði til verka og að verkið myndi taka nokkur ár, hugs­an­lega all­mörg. Byrja yrði á sjálfu hús­inu, veggjum og þaki, áður en skipu­lag inn­an­dyra í kirkju­skip­inu sjálfu yrði ákveð­ið. For­set­inn viðr­aði líka hug­myndir um nýtt útlit turn­spírunn­ar, í takt við tím­ann, eins og hann komst að orði. Slíkar hug­myndir fengu dræmar und­ir­tektir og bent á að kirkjan væri á heimsminja­skrá Sam­ein­uðu þjóð­anna og því kæmu miklar breyt­ing­ar, að minnsta kosti að utan, vart til greina.

Ekki kom annað til greina en að turn­spíran yrði á sínum stað. Margar hug­myndir komu hins­vegar fram um hvernig hún skyldi líta út. Fljótt kom þó í ljós að almenn­ingur í Frakk­landi tæki ekki annað í mál en að spíran yrði eins og hún var áður. Margir sér­fræð­ingar höfðu mælt með að burð­ar­virkið yrði gert úr stáli, þær hug­myndir mælt­ust illa fyr­ir.

Á end­anum var ákveðið að spíran og burð­ar­virki þaks­ins yrðu úr tré, á sama hátt og gert var á sínum tíma. Í kjöl­far þeirrar ákvörð­unar hófst leit að heppi­legum trjám víða um Frakk­land. Að lokum fund­ust nægi­lega mörg 1.000 ára gömul eik­ar­tré sem notuð verða í burð­ar­virki og spíru.

Emmanuel Macron Frakklandsforseti skoðar viðgerðir og endurbyggingu á Notre-Dame eftir eldsvoðann í apríl 2019.

Hug­myndir um breyt­ingar inn­an­dyra

Umræða um breyt­ingar inn­an­dyra í kirkju­skip­inu var löngu hafin áður en brun­inn varð. Margir kirkj­unnar menn höfðu lýst sig fylgj­andi slíkum breyt­ing­um. Í kirkj­unni eru 14 kapellur með skrifta­stólum og rætt hefur verið um að fjar­lægja þá úr sex eða sjö kapell­anna, þeir eru nú á dögum mjög lítið nýtt­ir. Sömu­leiðis hafa verið uppi hug­myndir um að ein­falda skreyt­ingar á altörum í kapell­un­um, fækka eða fjar­lægja stóra kerta­stjaka og styttur sem gerðar voru á nítj­ándu öld. Stytt­urnar gerði Viollet-­le-Duc en hann var arki­tekt og umsjón­ar­maður breyt­ing­anna sem gerðar voru á kirkj­unni á nítj­ándu öld. Hug­myndir kirkj­unnar manna eru enn­fremur að skipta hluta kirkju­bekkj­anna út fyrir stóla. Í álits­gerð presta og kenni­manna, sem kynnt var í síð­ustu viku, var minnst á hugs­an­legt sýn­inga­hald í kirkj­unni en fyrir brun­ann komu þangað árlega um 12 millj­ónir manna, ferða­menn og Par­ís­ar­bú­ar.

Kosn­ingatitr­ingur

For­seta­kosn­ingar fara fram í Frakk­landi í apríl á næsta ári. Emmanuel Macron for­seti hyggst gefa kost á sér á ný en hann verður ekki sjálf­kjör­inn. Meðal þeirra sem vel geta hugsað sér hús­bónda­stól­inn í Élý­sée höll­inni er hægri rót­tæk­ling­ur­inn Éric Zemm­o­ur. Í opnu bréfi í frönsku dag­blaði sak­aði hann for­set­ann um að ætla sér að gjör­breyta Notre Dame. „Ég elska menn­ingu okkar og get þess vegna ekki þagað yfir þess­ari hræði­legu til­raun til að skemma eina mest heim­sóttu bygg­ingu heims, mið­punkt krist­in­dóms­ins og tákn þjóð­ar­inn­ar,“ segir í bréf­inu.

Kirkjuskip Notre Dame, tveimur árum eftir brunann.

Í bréf­inu vísar Éric Zemm­our til hug­mynd­anna sem kynntar voru í síð­ustu viku. For­seta­fram­bjóð­and­inn til­von­andi er ekki einn um þessa gagn­rýni. Þekktur franskur arki­tekt, Maurice Culot sagði í við­tali við breska blaðið Daily Tel­egraph að sér lit­ist illa á hug­myndir um að hleypa Dis­ney inn í Notre Dame. „Hverjum dytti í hug að gera slíkar breyt­ingar á West­min­ster Abbey eða Pét­urs­kirkj­unni í Róm? Eng­um. Að gera Notre Dame að skemmti­garði er barna­legt og lág­kúru­leg­t.“ Rétt er að taka fram að engar ákvarð­anir um breyt­ingar inn­an­dyra hafa verið tekn­ar. Emmanuel Macron for­seti hefur lagt mikla áherslu á að fram­kvæmdum verði hrað­að. Hann vill gjarnan að öllum við­gerðum á kirkj­unni, utan dyra og inn­an, verði lokið þegar Ólymp­íu­leik­arnir árið 2024 fara fram í Par­ís.

Victor Hugo, Mar­íu­kirkjan og Quasimodo

Þótt það teng­ist ekki brun­anum í Notre Dame er við hæfi að minn­ast aðeins á hina frægu bók Victor Hugo Mar­íu­kirkj­una í Par­ís, sem einnig er iðu­lega kölluð Hringj­ar­inn frá Notre Dame. Bókin var skrifuð 1831 og er meðal þekkt­ustu verka höf­und­ar­ins. Nokkrar kvik­myndir (sú fyrsta árið 1939) leik­rit og söng­leikir sem byggja á sög­unni hafa verið gerðar í gegnum árin. Hringj­ar­inn í kirkj­unni, kropp­in­bak­ur­inn Quasimodo, er ein af lyk­il­per­sónum sög­unn­ar, og án efa sú þekktasta í hugum margra.

Lengi vel var talið að kropp­in­bak­ur­inn hafi verið hug­ar­fóstur Victor Hugo eins og aðrar per­sónur sög­unn­ar.

Æviminn­ing­arnar á háa­loft­inu

Fyrir 22 árum fannst á háa­lofti í Penzance á Cornwall hand­rit, í sjö bind­um, að æviminn­ingum manns að nafni Henry Sib­son. Hann var mynd­skeri og hafði verið feng­inn til að gera við eitt og annað í Notre Dame á sama tíma og Victor Hugo vann að und­ir­bún­ingi sög­unnar um Hringjar­ann í Notre Dame. Hand­rit Henry Sib­son var komið í geymslu á safni í Bret­landi en árið 2010 fór Adrian Glew, sér­fræð­ingur á safn­inu að fletta í hand­riti Henry Sib­son, sem er mjög ítar­legt, og rak augun í nokkuð sem honum þótti athygl­is­vert. Henry Sib­son segir frá því að í Notre Dame hafi, á sama tíma og hann var þar, unnið stein­höggv­ari með herða­kistil. Kropp­in­bak­ur­inn er aldrei nefndur með nafni, Henry Sib­son segir frá „le bossu“ og Adrian Glew segir engan vafa­leika á um að „le bossu“ sé fyr­ir­mynd hringjar­ans Quasimodo.

Í lokin má geta þess að í hand­riti Henry Sib­son er enn­fremur lýst öðrum manni sem líka vann að við­gerðum í kirkj­unni sam­tímis Henry Sib­son. Sá hét Tra­j­an, og lík­ist mjög Jean Valjean, aðal­per­són­unni í bók Victor Hugo, Ves­al­ing­un­um. Í frum­drögum að sög­unni heitir aðal­per­sónan Tra­j­an, eins og vinnu­fé­lagi Henry Sib­son.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eftirlaun ráðherra og þingmanna kostuðu ríkissjóð 876 milljónir króna í fyrra
Umdeild eftirlaunalög ráðamanna frá árinu 2003 voru felld úr gildi 2009. Fjöldi ráðamanna fær þó enn greitt á grundvelli laganna, eða alls 257 fyrrverandi þingmenn og 46 fyrrverandi ráðherrar.
Kjarninn 18. janúar 2022
Úttekt á séreignarsparnaði var kynnt sem úrræði til að takast á við efnahagslegar afleiðingar faraldursins í fyrsta aðgerðarpakka ríkisstjórnarinnar, sem var kynntur í mars 2020.
Tekjur ríkissjóðs vegna úttektar á sparnaði um tíu milljörðum hærri en áætlað var
Þegar ríkisstjórnin ákvað að heimila fólki að taka út séreignarsparnað sinn til að takast á við kórónuveirufaraldurinn var reiknað með að teknir yrðu út tíu milljarðar króna. Nú stefnir í að milljarðarnir verði 38.
Kjarninn 18. janúar 2022
Rauða kjötið: Áætlunin sem á að bjarga Boris
Pólitísk framtíð Boris Johnson er um margt óljós eftir að hann baðst afsökunar á að hafa verið viðstaddur garðveislu í Downingstræti í maí 2020 þegar útgöngubann vegna COVID-19 var í gildi. „Rauða kjötið“ nefnist áætlun sem á að halda Johnson í embætti.
Kjarninn 17. janúar 2022
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata.
Spurði forsætisráðherra út í bréfið til Kára
Þingmaður Pírata spurði forsætisráðherra á þingi í dag hver tilgangurinn með bréfi hennar til forstjóra ÍE hefði verið og hvers vegna hún tjáði sig um afstöðu sína gagnvart úrskurði Persónuverndar við forstjóra fyrirtækisins sem úrskurðurinn fjallaði um.
Kjarninn 17. janúar 2022
Mun meira kynbundið ofbeldi í útgöngubanni
Þrátt fyrir að útgöngubann auki verulega líkur á ofbeldi gagnvart konum og transfólki hefur málaflokkurinn fengið lítið sem ekkert fjármagn í aðgerðum stjórnvalda víða um heim til að bregðast við afleiðingar heimsfaraldursins.
Kjarninn 17. janúar 2022
Heimild til að slíta félögum sett í lög 2016 – Fyrsta tilkynning send út 2022
Fyrir helgi sendi Skatturinn í fyrsta sinn út tilkynningar til 58 félaga sem hafa ekki skilað inn ársreikningum þar sem boðuð eru slit á þeim. Lögin voru sett árið 2016 en ráðherra undirritaði ekki reglugerð sem virkjaði slitaákvæðið fyrr í haust.
Kjarninn 17. janúar 2022
Umfjallanir um liprunarbréf Jakobs Frímanns og „Karlmennskuspjallið“ ekki brot á siðareglum
Hvorki DV né 24.is brutu gegn siðareglum Blaðamannafélags Íslands með umfjöllunum sínum um Jakob Frímann Magnússon annars vegar og „Karlmennskuspjallið“ hins vegar.
Kjarninn 17. janúar 2022
Greiðslubyrðin svipuð og fyrir faraldurinn
Í kjölfar mikilla vaxtalækkana hjá Seðlabankanum lækkuðu afborganir af húsnæðislánum til muna. Þessi lækkun er nú að miklu leyti gengin til baka, þar sem bæði húsnæðisverð og vextir hafa hækkað á undanförnum mánuðum.
Kjarninn 17. janúar 2022
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar