Notre Dame og pólitíkin

Baráttan vegna forsetakosninganna í Frakklandi í apríl á næsta ári er hafin og öll vopn dregin fram. Emmanuel Macron forseti er sakaður um að vilja gjörbreyta kirkjuskipi Notre Dame að innan. Kirkjan skemmdist mikið í eldi árið 2019.

Notre Dame
Auglýsing

Brun­inn í Notre Dame kirkj­unni 15. apríl 2019 var einn af stór­við­burðum árs­ins. Fólk víða um heim fylgd­ist, á sjón­varps­skján­um, þegar þetta stóra guðs­hús, eitt þekktasta kenni­leiti Par­ís­ar, varð eld­inum að bráð. Fjöl­margir íbúar Par­ís­ar, með tárin í aug­un­um, fylgd­ust klukku­stundum saman með bar­áttu slökkvi­liðs­ins við eld­inn.

Eld­ur­inn kom upp í þaki kirkj­unnar þar sem unnið var að við­gerðum og breidd­ist hratt út. Fljót­lega varð slökkvi­lið­inu ljóst að það fengi lítt við eld­inn ráðið og ein­beitti sér að því að verja turn­ana tvo á fram­hlið kirkj­unnar og bjarga þeim fjöl­mörgu verð­mætu gripum sem í kirkj­unni voru. Miklu tókst að bjarga, þar á meðal gull­húð­aðri þyrni­kór­ónu. Sú er sögð geyma leifar úr þyrni­kór­ónu Krists, sem hann bar á kross­in­um.

Blýið og turn­spíran

Notre Dame, eða Mar­íu­kirkjan eins og hún er iðu­lega nefnd á íslensku, var byggð á árunum 1163 -1345. Turn­arnir tveir og allir útveggir kirkj­unn­ar, sem er 4.800 fer­metr­ar, að inn­an­máli, eru úr steini en þak­hvelf­ingin úr timbri og þakið klætt blýi. Eitt af ein­kennum kirkj­unnar var 93 metra há turn­spíra úr timbri. Hún var reist á árunum 1844 -1849 þegar miklar, og á sínum tíma umdeild­ar, við­gerðir fóru fram á kirkj­unni.

Auglýsing
Burðarvirki þaks­ins, ásamt turn­spírunni gjör­eyði­lagð­ist í eld­inum og sömu­leiðis blý­klæðn­ingin á þak­inu og turn­spírunni. Um 400 tonn af blýi voru í klæðn­ing­unni. Fljót­lega eftir brun­ann kom í ljós að fjöl­margir íbúar í nágrenni kirkj­unnar og menn sem unnu að við­gerðum höfðu fengið blý­eitr­un. Vinna við kirkj­una var um tíma stöðvuð vegna þessa. Um tíma var ótt­ast að veggir kirkj­unnar kynnu að hrynja en það gerð­ist ekki.

Turnspíra kirkjunni gjöreyðilagðist í eldinum fyrir tveimur árum.

Við­gerðir og end­ur­bygg­ing

Sama dag og brun­inn varð lýsti Emmanuel Macron for­seti Frakk­lands því yfir að kirkjan yrði end­ur­byggð. Hann sagði að það myndi kosta mikið fé en vanda yrði til verka og að verkið myndi taka nokkur ár, hugs­an­lega all­mörg. Byrja yrði á sjálfu hús­inu, veggjum og þaki, áður en skipu­lag inn­an­dyra í kirkju­skip­inu sjálfu yrði ákveð­ið. For­set­inn viðr­aði líka hug­myndir um nýtt útlit turn­spírunn­ar, í takt við tím­ann, eins og hann komst að orði. Slíkar hug­myndir fengu dræmar und­ir­tektir og bent á að kirkjan væri á heimsminja­skrá Sam­ein­uðu þjóð­anna og því kæmu miklar breyt­ing­ar, að minnsta kosti að utan, vart til greina.

Ekki kom annað til greina en að turn­spíran yrði á sínum stað. Margar hug­myndir komu hins­vegar fram um hvernig hún skyldi líta út. Fljótt kom þó í ljós að almenn­ingur í Frakk­landi tæki ekki annað í mál en að spíran yrði eins og hún var áður. Margir sér­fræð­ingar höfðu mælt með að burð­ar­virkið yrði gert úr stáli, þær hug­myndir mælt­ust illa fyr­ir.

Á end­anum var ákveðið að spíran og burð­ar­virki þaks­ins yrðu úr tré, á sama hátt og gert var á sínum tíma. Í kjöl­far þeirrar ákvörð­unar hófst leit að heppi­legum trjám víða um Frakk­land. Að lokum fund­ust nægi­lega mörg 1.000 ára gömul eik­ar­tré sem notuð verða í burð­ar­virki og spíru.

Emmanuel Macron Frakklandsforseti skoðar viðgerðir og endurbyggingu á Notre-Dame eftir eldsvoðann í apríl 2019.

Hug­myndir um breyt­ingar inn­an­dyra

Umræða um breyt­ingar inn­an­dyra í kirkju­skip­inu var löngu hafin áður en brun­inn varð. Margir kirkj­unnar menn höfðu lýst sig fylgj­andi slíkum breyt­ing­um. Í kirkj­unni eru 14 kapellur með skrifta­stólum og rætt hefur verið um að fjar­lægja þá úr sex eða sjö kapell­anna, þeir eru nú á dögum mjög lítið nýtt­ir. Sömu­leiðis hafa verið uppi hug­myndir um að ein­falda skreyt­ingar á altörum í kapell­un­um, fækka eða fjar­lægja stóra kerta­stjaka og styttur sem gerðar voru á nítj­ándu öld. Stytt­urnar gerði Viollet-­le-Duc en hann var arki­tekt og umsjón­ar­maður breyt­ing­anna sem gerðar voru á kirkj­unni á nítj­ándu öld. Hug­myndir kirkj­unnar manna eru enn­fremur að skipta hluta kirkju­bekkj­anna út fyrir stóla. Í álits­gerð presta og kenni­manna, sem kynnt var í síð­ustu viku, var minnst á hugs­an­legt sýn­inga­hald í kirkj­unni en fyrir brun­ann komu þangað árlega um 12 millj­ónir manna, ferða­menn og Par­ís­ar­bú­ar.

Kosn­ingatitr­ingur

For­seta­kosn­ingar fara fram í Frakk­landi í apríl á næsta ári. Emmanuel Macron for­seti hyggst gefa kost á sér á ný en hann verður ekki sjálf­kjör­inn. Meðal þeirra sem vel geta hugsað sér hús­bónda­stól­inn í Élý­sée höll­inni er hægri rót­tæk­ling­ur­inn Éric Zemm­o­ur. Í opnu bréfi í frönsku dag­blaði sak­aði hann for­set­ann um að ætla sér að gjör­breyta Notre Dame. „Ég elska menn­ingu okkar og get þess vegna ekki þagað yfir þess­ari hræði­legu til­raun til að skemma eina mest heim­sóttu bygg­ingu heims, mið­punkt krist­in­dóms­ins og tákn þjóð­ar­inn­ar,“ segir í bréf­inu.

Kirkjuskip Notre Dame, tveimur árum eftir brunann.

Í bréf­inu vísar Éric Zemm­our til hug­mynd­anna sem kynntar voru í síð­ustu viku. For­seta­fram­bjóð­and­inn til­von­andi er ekki einn um þessa gagn­rýni. Þekktur franskur arki­tekt, Maurice Culot sagði í við­tali við breska blaðið Daily Tel­egraph að sér lit­ist illa á hug­myndir um að hleypa Dis­ney inn í Notre Dame. „Hverjum dytti í hug að gera slíkar breyt­ingar á West­min­ster Abbey eða Pét­urs­kirkj­unni í Róm? Eng­um. Að gera Notre Dame að skemmti­garði er barna­legt og lág­kúru­leg­t.“ Rétt er að taka fram að engar ákvarð­anir um breyt­ingar inn­an­dyra hafa verið tekn­ar. Emmanuel Macron for­seti hefur lagt mikla áherslu á að fram­kvæmdum verði hrað­að. Hann vill gjarnan að öllum við­gerðum á kirkj­unni, utan dyra og inn­an, verði lokið þegar Ólymp­íu­leik­arnir árið 2024 fara fram í Par­ís.

Victor Hugo, Mar­íu­kirkjan og Quasimodo

Þótt það teng­ist ekki brun­anum í Notre Dame er við hæfi að minn­ast aðeins á hina frægu bók Victor Hugo Mar­íu­kirkj­una í Par­ís, sem einnig er iðu­lega kölluð Hringj­ar­inn frá Notre Dame. Bókin var skrifuð 1831 og er meðal þekkt­ustu verka höf­und­ar­ins. Nokkrar kvik­myndir (sú fyrsta árið 1939) leik­rit og söng­leikir sem byggja á sög­unni hafa verið gerðar í gegnum árin. Hringj­ar­inn í kirkj­unni, kropp­in­bak­ur­inn Quasimodo, er ein af lyk­il­per­sónum sög­unn­ar, og án efa sú þekktasta í hugum margra.

Lengi vel var talið að kropp­in­bak­ur­inn hafi verið hug­ar­fóstur Victor Hugo eins og aðrar per­sónur sög­unn­ar.

Æviminn­ing­arnar á háa­loft­inu

Fyrir 22 árum fannst á háa­lofti í Penzance á Cornwall hand­rit, í sjö bind­um, að æviminn­ingum manns að nafni Henry Sib­son. Hann var mynd­skeri og hafði verið feng­inn til að gera við eitt og annað í Notre Dame á sama tíma og Victor Hugo vann að und­ir­bún­ingi sög­unnar um Hringjar­ann í Notre Dame. Hand­rit Henry Sib­son var komið í geymslu á safni í Bret­landi en árið 2010 fór Adrian Glew, sér­fræð­ingur á safn­inu að fletta í hand­riti Henry Sib­son, sem er mjög ítar­legt, og rak augun í nokkuð sem honum þótti athygl­is­vert. Henry Sib­son segir frá því að í Notre Dame hafi, á sama tíma og hann var þar, unnið stein­höggv­ari með herða­kistil. Kropp­in­bak­ur­inn er aldrei nefndur með nafni, Henry Sib­son segir frá „le bossu“ og Adrian Glew segir engan vafa­leika á um að „le bossu“ sé fyr­ir­mynd hringjar­ans Quasimodo.

Í lokin má geta þess að í hand­riti Henry Sib­son er enn­fremur lýst öðrum manni sem líka vann að við­gerðum í kirkj­unni sam­tímis Henry Sib­son. Sá hét Tra­j­an, og lík­ist mjög Jean Valjean, aðal­per­són­unni í bók Victor Hugo, Ves­al­ing­un­um. Í frum­drögum að sög­unni heitir aðal­per­sónan Tra­j­an, eins og vinnu­fé­lagi Henry Sib­son.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rannsóknarskipið Hákon krónprins við rannsóknir í Norður-Íshafi.
Ískyggilegar niðurstöður úr Norður-Íshafi
Lífríkið undir ísnum í Norður-Íshafinu er ekki það sem vísindamenn áttu von á. Í nýrri rannsókn kom í ljós að vistkerfið einkennist ekki af tegundum sem helst einkenna hin köldu heimskautasvæði.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Ingrid Kuhlman
Tölum um dauðann
Kjarninn 17. ágúst 2022
Lilja Alfreðsdóttir er menningar- og viðskiptaráðherra.
Stefnt að því að sameina þrjá tónlistarsjóði í einn og skilgreina Sinfó sem þjóðareign
Menningar- og viðskiptaráðherra hefur lagt fram drög að nýjum heildarlögum um tónlist. Stofna á Tónlistarmiðstöð, sjálfseignarstofnun sem á að verða hornsteinn íslensks tónlistarlífs og rekin með svipuðum hætti og Íslandsstofa.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Í sumar hafa tugir borga í Kína lýst yfir hættuástandi vegna hita.
Verksmiðjum lokað og mikill uppskerubrestur blasir við
Hitabylgja sumarsins hefur haft gríðarleg áhrif á stórum landsvæðum í Kína. Rafmagn er skammtað og algjörum uppskerubresti hefur þegar verið lýst yfir á nokkrum svæðum.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Seðlabankinn mun kynna næstu stýrivaxtaákvörðun í næstu viku.
Búast við að stýrivextir verði komnir upp í sex prósent í byrjun næsta árs
Markaðsaðilar vænta þess að verðbólgan sé við hámark nú um stundir en að hún muni hjaðna hægar. Í vor bjuggust þeir við að verðbólga eftir ár yrði fimm prósent en nú telja þeir að hún verði 5,8 prósent.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Segja toppana í samfélaginu hafa tekið sitt og að lágmark sé að launafólk fái það sama
Í Kjarafréttum Eflingar er lagt til að almenn laun hækki um 52.250 krónur á mánuði miðað við núverandi verðbólgu. Ríkið þurfi auk þess að koma að kjarasamningaborðinu með tug milljarða króna aðgerðir til að bæta stöðu þeirra verst settu í samfélaginu.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Starfsmenn Hvals hf. komu dróna svissneska ríkisfjölmiðilsins til lögreglunnar á Akranesi án þess að til húsleitaraðgerðar þyrfti að koma.
Hvals-menn skiluðu dróna svissneska ríkisfjölmiðilsins til lögreglu
Lögreglan á Akranesi fékk kvikmyndatökudróna sem starfsmenn Hvals hf. hirtu af starfsmönnum svissnesks ríkisfjölmiðils afhentan og kom honum til eigenda sinna. Bæði drónaflugið og drónastuldurinn eru á borði lögreglunnar.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Suðurhringþokan mynduð af WEBB-sjónaukanum í tveimur ólíkum útfærslum.
2.000 ljósár á sextíu sekúndum
Þau sem dreymir um að ferðast um geiminn ættu ekki að láta nýtt myndband geimferðastofnana Bandaríkjanna og Evrópu framhjá sér fara. Á sextíu sekúndum er boðið upp á 2.000 ljósára ferðalag með hjálp hins magnaða WEBB-sjónauka.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar