Bára Huld Beck

Fjárlagafrumvarpið á mannamáli

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnti fjárlagafrumvarp vegna ársins 2022 í síðustu viku. Þau segja til um hvernig þjóðarheimilið er rekið. Í hvað erum við að eyða, hverjir borga mest fyrir það og þau nýju verkefni sem verið er að ráðast í. Í þeim að finna rammann utan um samfélagið sem við lifum í.

Hver er stóra mynd­in?

Heild­­ar­­tekjur rík­­is­­sjóðs verða um 955 millj­arðar króna á næsta ári. Það er um 105 millj­­örðum krónum meira en áætl­­aðar tekjur hans eiga að vera á árinu 2021. Tekj­­urnar í ár hafa verið end­­ur­­metnar frá því sem var sett fram í fjár­mála­á­ætlun og hækkað um 66 millj­­arða króna frá því sem reiknað var með þegar hún var lögð fram í vor.

Stærstu ástæður þess að þetta á sér stað er að dregið verður veru­­lega úr stuðn­­ingi vegna efna­hags­­legra áhrifa COVID-19, sem veldur afkomu­bata hjá rík­­is­­sjóði upp á 68 millj­­arða króna, og bættar efna­hags­horfur upp á 52 millj­­arða króna. Það þýðir afkomu­bata um 120 millj­­arða króna milli ára. 

Áætl­­aður halli á árinu 2022 er 169 millj­­arðar króna en í ár er hann  áætl­aður 288 millj­arðar króna. Í fyrra var hann 144 millj­arðar króna. Sam­an­lagður halli á þessum þremur árum er því áætl­aður 601 millj­arður króna. Þótt það sé afar há tala þá er hún samt sem áður lægri en grunn­s­viðs­myndir gerðu ráð fyrir í vor. 

Útgjöld munu aukast nokkuð milli ára og verða 1.124 millj­arðar króna. 

Hvernig verður þetta fjár­magn­að?

Hall­inn verður ekki fjár­­­magn­aður með stór­felldur nið­­ur­­skurði, þótt hóf­leg hag­ræð­ing­ar­krafa sé gerð í fjár­lög­um, eða nýjum skatta­hækk­­un­­um. Þess í stað verður hall­inn fjár­magn­aður með lán­­um.

Nei­­kvæðir raun­vextir og lækk­­andi ávöxt­un­­ar­krafa á rík­­is­skulda­bréf hafa gert lán­­tökur eft­ir­­sókn­­ar­verða fyrir rík­­is­­sjóð, og pen­ingar hafa verið nán­­ast eins ódýrir og þeir verða. Rík­is­sjóður gaf til að mynda út út vaxta­­laus skulda­bréf í evrum að virði 110 millj­­arða króna á núvirði, sem jafn­­­gildir um fjórum pró­­sentum af lands­fram­­leiðslu, i byrjun árs.

Í fjár­laga­frum­varp­inu er heim­ild til að taka lán í erlendri mynt upp á 230 millj­arða króna til að brúa halla­rekst­ur­inn. 

Hverjir fá mest?

Fram­lög til heil­brigð­is­­­mála verða aukin um 16,3 millj­­­arða króna á árinu 2021 og verða um 300 millj­arðar króna á föstu verð­lagi. Af auknu fram­lög­unum fer mest í fram­kvæmdir við nýjan Land­spít­ala, en alls er gert ráð fyrir 14 millj­örðum króna til bygg­ingar hans á næsta ári. 

Það þýðir að rúmur fjórð­ungur af öllum útgjöldum rík­is­sjóðs fari í rekstur heil­brigð­is­mála (27 pró­sent). Svipað fer í félags-, hús­næð­is- og trygg­inga­mál og um 124 millj­arðar króna fara í mennta- og menn­ing­ar­mál.

Staða uppbyggingar á nýjum meðferðarkjarna Landspítalans 17. nóvember síðastliðinn.
Mynd: Hringbrautarverkefnið.

Sam­göngu- og fjar­skipta­mál kosta um 50 millj­arða króna og mála­flokk­ur­inn nýsköp­un, rann­sóknir og þekk­ing um 30 millj­arða króna. 

Úr hvaða kostn­aði verður dreg­ið?

Veru­lega verður dregið úr stuðn­ingi vegna efn­hags­legra áhrifa COVID-19. Umfang stuðn­ings­að­gerð­anna frá byrjun árs 2020 og út næsta ár er metið á 260 millj­arða króna. Á næsta ári er hins vegar ein­ungis reiknað með 50 millj­örðum króna í þau verk­efni, sem er 68 millj­örðum krónum minna en í ár. Bara útgjöld vegna greiðslu atvinnu­leys­is­bóta eiga að drag­ast saman um 13 millj­arða.

Við­spyrnu­styrkir vegna tekju­falls verða nið­ur­felld­ir, leng­ing tíma­bils tekju­tengdra atvinnu­leys­bóta aflögð, hætt verður að greiða við­bót­ar­á­laga á atvinnu­leys­is­bæt­ur, átak í náms- og starfsúr­ræðum rennur sitt skeið, greiðslur til íþróta­fé­laga vegna launa- og verk­taka­kostn­aðar verða ekki end­ur­teknar og hluta­bóta­leiðin svo­kall­aða, þar sem ríkið greiðir hluta launa fólks í starfi, mun heyra sög­unni til.

Hver borgar fyrir tekjur rík­­is­­sjóðs?

Ein­stak­l­ingar og fyr­ir­tæki

Skatt­­tekjur aukast á ný á næsta ári eftir að hafa hríð­­fallið í ár. Ein­stak­l­ingar munu greiða 218 millj­­arða króna í tekju­skatt og skatt­greiðslu sem  er 25 pró­sent meira en í ár. Til við­­bótar borgum við auð­vitað virð­is­auka­skatt af flestu. Á næsta ári er búist við að virð­is­auka­skatts­tekj­urnar verði 289,7 millj­­arðar króna (34 pró­sent aukn­ing)  og að við fáum að greiða 7,1 millj­­arða króna í við­­bót í stimp­il­­gjöld. 

Tekju­skattur sem leggst á lög­­­að­ila, fyr­ir­tæki og félög lands­ins, er nú áætl­­aður 77,9 millj­­arðar króna og eykst umtals­vert milli ára.

Þá munu tekjur rík­­is­­sjóðs vegna trygg­inga­gjalds aukast að nýju, þrátt fyrir að gjaldið hafi verið lækkað enn á ný um 0,25 pró­­sent­u­­stig síð­ustu ára­­mót, og verða 107 millj­­arðar króna á næsta ári.

Sér­­stakt gjald á banka

Bankar lands­ins borga líka sinn skerf til rík­­is­ins til við­­bótar við hefð­bundnar skatt­greiðsl­­ur, þótt það fram­lag fari lækk­­andi. Þar skiptir mestu að á banka­skatt­­ur­inn var lækk­­aður niður í 0,145 pró­­sent skulda í fyrra. Fyrir vikið lækk­­aði álagður banka­skattur sem rík­­is­­sjóður lagði á bank­ana um 6,1 millj­­arð króna vegna árs­ins 2020 og var 4,8 millj­­arðar króna. Það er lækkun upp á 56,2 pró­­sent. Áætlað er að hann verði 4,8 millj­arðar króna í ár og tæp­lega 5,3 millj­arðar króna á næsta ári.

Veið­i­­­gjöld

Svo eru það auð­vitað útgerð­­ar­­fyr­ir­tæk­in. Þau borga rík­­is­­sjóði sér­­­stök veið­i­­­gjöld umfram aðra skatta fyrir afnot af fisk­veið­i­­auð­lind­inni.

Veiðigjöldin dragast saman um 1,4 milljarða króna milli ára.
Mynd: Ríkisendurskoðun

Ný lög um veið­i­­­­gjald tóku gildi í byrjun árs 2019 þar sem meðal ann­­­ars var settur nýr reikni­stofn sem bygg­ist á afkomu við veiðar hvers nytja­­­stofns. Sam­­kvæmt þeim er veið­i­­gjaldið nú ákveðið fyrir alm­an­aksár í stað fisk­veið­i­­ár­s. Útgerð­irnar greiddu 4,8 millj­arða króna í veiði­gjöld í fyrra, 7,7 millj­arða króna í ár og áætlað er að veiði­gjaldið skili 6,3 millj­arða króna í rík­is­sjóð á árinu 2022. Þar af munu um 700 millj­ónir króna falla til vegna gjalds á fisk­eldi sem var inn­leitt 2020. 

Veiði­gjöldin voru 11,3 millj­­arðar króna árið 2018. 

Þeir sem eiga mikið af pen­ingum

Rúm­­lega tvö þús­und fram­telj­endur afla að jafn­­aði tæp­­lega helm­ings allra fjár­­­magnstekna á Íslandi. Um er að ræða, að minnsta kosti að hluta, rík­­asta eitt pró­­sent lands­ins sem á næg­i­­lega mikið af við­­bót­­ar­pen­ingum sem það getur látið vinna fyrir sig til að skapa tekj­­ur.

Rík­­is­­stjórn Katrínar Jak­obs­dóttur hækk­­aði fjár­­­magnstekju­skatt í byrjun árs 2018, úr 20 í 22 pró­­sent. For­­sæt­is­ráð­herra sagði við það til­­efni að þessi hækkun væri liður í því að gera skatt­­kerfið rétt­lát­­ara.

Þessi hækkun skilar þó ekki mik­illi tekju­aukn­ingu fyrir rík­­is­­sjóð. Í upp­haf­legum fjár­­lögum árs­ins 2020 voru tekjur af fjár­­­magnstekju­skatti áætl­­aðar 32,5 millj­­arðar króna. Eftir kór­ón­u­veiru­far­ald­­ur­inn skall á hríð­­lækk­­aði þessi tekju­stofn niður í 25,7 millj­­örðum króna í ár.

Gert er ráð fyrir að hann vaxi aftur upp í 31,5 millj­arða króna á næsta ári.

Dauð­inn

Gert er ráð fyrir að erfða­fjár­skattur skili rík­is­sjóði 7,5 millj­örðum króna í tekjur árið 2022. Það er aðeins minna en greitt var í skatt­inn vegna arfs sem þeir fengu í fyrra, en Morg­un­blaðið greindi frá því í morgun að erf­ingjar hafi þá alls greitt rúm­lega 8,8 millj­arða króna í erfða­fjár­skatt. Það er rúm­lega tvö­falt hærri upp­hæð en greidd var í slíka skatta árið áður­.  

Hækkandi húsnæðisverð hefur stóraukið tekjuöflun ríkisins vegna erfðafjárskatts.
Mynd: Aðsend

Í fjár­laga­frum­varp­inu segir að hækkun hús­næð­is­verðs sé einn orsaka­þáttur í hækk­andi erfða­fjár­skatts.

Bif­­reið­­ar­eig­end­­ur, drykkju­­fólk og þeir sem enn reykja

Alls eru áætl­­aðar tekjur rík­­is­­sjóðs vegna elds­­neyt­is­gjalda 39,8 millj­­arðar króna á næsta ári. 

Þar munar mestu um olíu­­gjaldið sem á að skila 11,8 millj­­örðum króna, og hækkar um 2,5 pró­­sent í byrjun næsta árs.

Reyk­ing­­ar­­fólk og áfeng­is­­neyt­endur fá áfram sem áður að borga sinn skerf til sam­­neysl­unn­­ar. Álögur á það fólk hækka enn og aft­­ur. Bæði áfeng­is- og tóbaks­­­gjöld munu hækka um 2,5 pró­­sent um kom­andi ára­­mót. 

Allir sem flytja inn eða fram­­­leiða áfengi hér á landi til sölu eða vinnslu ber að greiða áfeng­is­­­gjald. Einnig þeir sem flytja áfengi með sér eða fá það sent erlendis frá, til eigin nota. Áfeng­is­­­gjald er greitt af neyslu­hæfu áfengi sem í er meira en 2.25 pró­­­sent af vín­­­anda að rúm­­­máli. Þessu gjaldi er velt út í verð­lag og því hækkar það útsölu­verð til neyt­enda. Tekjur rík­­­is­­­sjóðs vegna áfeng­is­gjalds voru 18,6 millj­­­arðar króna árið 2018. Þær juk­ust gríð­ar­lega í fyrra þegar kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn skall á, aðal­lega vegna þess að lands­menn fluttu nán­ast alla áfeng­is­neyslu heim til Íslands, en áður hafði hluti hennar farið fram erlend­is. Tekjur vegna áfeng­is­gjalds­ins á næsta ári eru áætl­aðar um 23,8 millj­arðar króna sem er ögn hærra en áætlað er fyrir 2021. Tekjur rík­is­sjóðs af áfeng­is­gjaldi hafa því hækkað 28 pró­sent frá 2018, eða um 5,2 millj­arða króna. 

Hratt hefur dregið úr reykingum landsmanna. Sömu sögu er að segja um notkun á íslensku neftóbaki í vör. Þess vegna lækka tekjur ríkissjóðs vegna áfengis- og tóbaksgjalda þótt gjöldin hækki.
Mynd: Úr safni

Tóbaks­­gjaldið átti að skila rúm­­lega sex millj­­örðum króna í rík­­is­­kass­ann í ár en skil­aði á end­anum um 200 millj­ónum krónum minna. Þar skiptir hrun í notkun íslensks nef­tó­baks lyk­il­máli. Á næsta ári munu tekj­urnar áfram drag­ast sam­an, nú um 100 millj­ónir króna á milli ára þrátt fyrir 2,5 pró­sent hækkun á gjald­in­u. 

Óreglu­­legu tekj­­urnar

Ríkið hefur alls­­konar aðrar tekjur en skatta. Þar ber auð­vitað hæst arð­greiðslur frá fyr­ir­tækjum sem ríkið á, sér­­stak­­lega bönk­­unum og Lands­­virkj­un. Slíkar arð­greiðslur hríð­­féllu vegna kór­ón­u­veiru­far­ald­­ur­s­ins, og fóru niður í 18,7 millj­arða króna í ár, en taka aftur við sér á næsta ári. Þá eru arð­greiðslur rík­is­ins áætl­aðar 231,8 millj­arðar króna en hafa verður í huga að ríkið seldi 35 pró­sent hlut í Íslands­banka á rúma 55 millj­arða króna í sumar og fær ekki arð af þeim eign­ar­hluta leng­ur.

Ríkið mun líka inn­­heimta 10,5 millj­­arða króna í vaxta­­tekjur og 35,1 millj­­arða króna vegna sölu á vöru og þjón­­ustu. Inni í þeirri sölu eru til að mynda inn­­­rit­un­­ar­­gjöld í háskóla og fram­halds­­­skóla, sala á vega­bréfum og öku­­skír­teinum og greidd gjöld vegna þing­lýs­inga, svo dæmi séu tek­in. Þá fær ríkið um 4,4 millj­­arða króna vegna sekta og skaða­­bóta.

Rík­­is­­stjórnin ætlar að selja eft­ir­stand­andi 65 pró­­sent eign­­ar­hlut sinn í Íslands­­­banka að fullu á næstu tveimur árum. Til stendur að selja um helm­ing útistand­andi hlutar rík­­is­ins sum­­­arið 2022 og ríkið reiknar með að fá um 75 millj­­arða króna fyrir hann.

Hvað er nýtt?

Á meðal þess sem sem má telja til nýj­unga í fjár­­laga­frum­varp­inu er að setja á 540 millj­­ónir króna í að tvö­­falda frí­­tekju­­mark atvinn­u­­tekna hjá elli­líf­eyr­is­þegum úr 100 þús­und í 200 þús­und krón­ur. 

Þá hækka skerð­ing­­ar­­mörk barna­­bóta hækka þótt heild­­ar­fram­lagið til mála­­flokks­ins lækki milli ára. 

Festa á tvö­földum á end­ur­greiðslu vegna rann­­sókn­­ar- og þró­un­­ar­­kostn­aðar í sessi og búist er við að upp­hæðin sem renni úr rík­is­sjóði vegna þessa verði sama og í ár, eða um 10,4 millj­­arðar króna. Það er rúm­­lega tvö­­­föld sú upp­­hæð sem greidd var út árið 2020 vegna þessa. 

Þá má nefna að fram­lög til lofts­lags­­mála verða aukin um einn millj­­arð króna og 800 millj­­óna króna við­­bót­­ar­hækkun á bætur örorku- og end­­ur­hæf­ing­­ar­líf­eyr­is­þega til við­­bótar við almennar pró­­sent­u­hækk­­an­­ir. 

Áframhaldandi vandræði ferðaþjónustunnar vegna kórónuveirufaraldursins leiða til þess að gistináttagjald verður ekki rukkað inn fyrr en á árinu 2024.
Mynd: Bára Huld Beck

Bráða­birgða­á­kvæði um að fella niður gistin­átta­skatt verður fram­lengt út árið 2023 til að mæta áfram­hald­andi sam­drætti í ferða­þjón­ust­u. 

Áætlað er að tekju­skattur lækki um 2,3 millj­arða á næsta ári vegna upp­töku fram­leiðni­við­miðs við upp­færslu skatt­leys­is- og þrepa­marka. Þannig er gert ráð fyrir að skatt­leys­is- og þrepa­mörkin miði við þróun vísi­tölu neyslu­verðs, að við­bættum eitt pró­senta fram­leiðni­vexti á ári. Þetta er síð­asta skrefið í vaxta­lækk­unar­á­formum rík­is­stjórn­ar­innar sem hafa verið inn­leidd í tíð rík­is­stjórna Katrínar Jak­obs­dóttur og munu lækka skatt­greiðslur um alls 23 millj­arða króna árlega. 

Hvernig stendur rekstur rík­­is­­sjóðs?

Hann er betri en á horfð­ist þótt hall­inn sé mik­ill, og verði yfir 600 millj­arðar króna á þriggja ára tíma­bili (2020 til 2022). 

Til sam­an­­burðar má nefna að hall­inn á rekstri rík­­is­­sjóðs árið 2008, þegar banka­hrunið varð, nam 194 millj­­örðum króna. Mesti tekju­af­­gangur sög­unnar varð árið 2016, þegar að tekjur voru 302 millj­­örðum króna meiri en útgjöld í kjöl­far þess að slitabú fall­inna fjár­­­mála­­fyr­ir­tækja greiddu stöð­ug­­leika­fram­lög í rík­­is­­sjóð. 

Sú kreppa sem við erum að takast á við vegna kór­ón­u­veiru­far­ald­­ur­s­ins er því sög­u­­leg og dýpri en nútíma íslenskt sam­­fé­lag hefur tekið á við áður, þrátt fyrir að bjart­ari sviðs­myndir hafi raun­gerst.

Góðu frétt­­irnar eru þær að hröð nið­­ur­greiðsla skulda á síð­­­ustu árum, sér­­stak­­lega vegna greiðslna frá slita­búum föllnu bank­anna vegna stöð­ug­­­leika­­­samn­ing­anna sem und­ir­­­rit­aðir voru árið 2015, gera ríkið vel í stakk búið til takast á við þessa stöðu. Þegar skuld­­­irnar voru sem mest­­­ar, árið 2011, voru þær 86 pró­­­sent af lands­fram­­­leiðslu en voru 28 pró­­sent í lok árs 2019. Til við­­bótar við almenna skulda­n­ið­­ur­greiðslu hefur rík­­is­­sjóður á und­an­­förnum árum greitt háar fjár­­hæðir inn á ófjár­­­magn­aðar líf­eyr­is­skuld­bind­ing­­ar.

Nýjar horfur fjár­­­mála­ráðu­­neyt­is­ins búast við að skulda­­þróun hins opin­bera verði mun hag­­stæð­­ari en gild­andi fjár­­­mála­á­ætl­­unin gerði ráð fyr­ir, til að mynda er nú talið að skuldir muni nema um 34 pró­­sentum af lands­fram­­leiðslu á næsta ári, í stað 42 pró­­senta.

Það þýðir að „af­komu­bæt­andi ráð­staf­an­ir“, sem fela annað hvort í sér skatta­hækkun eða nið­­ur­­skurð í útgjöld­um, muni nema 34 millj­­örðum á ári, en geti numið allt að 50 millj­­örðum króna á ári ef efna­hags­horfur versna. Það er helm­ingi minna en áður var reiknað með.

Ástæðan er þrí­þætt: bætt afkoma rík­­is­­sjóðs, áætl­anir um að selja Íslands­­­banka og minnka nið­­ur­greiðslur til raf­­bíla­eig­end­­ur, leiða til þess að umfang fyr­ir­hug­aðra aðhalds­­að­­gerða verði innan við helm­ingur af því sem fjár­­­mála­á­ætl­­unin gerði ráð fyr­­ir. Nýút­­­gefin fjár­­­mála­­stefna sýni ekki nákvæma sund­­ur­liðun á því hvernig þessum ráð­­stöf­unum yrði hátt­að, en fram­­reikn­ingur ráðu­­neyt­is­ins á afkomu hins opin­bera sýnir að mun minna lifi eftir af þörf­inni fyrir slíkum aðgerð­­um.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar