Mynd: Birgir Þór Harðarson lkjarbotnar_14229311406_o.jpg
Frá Waldorfskólanum í Lækjarbotnum. Mynd úr safni.
Mynd: Birgir Þór Harðarson

Leik- og grunnskóli í Kópavogi kærir tvöföldun Suðurlandsvegar

Waldorfskólinn í Lækjarbotnum hefur kært tvöföldun Suðurlandsvegar til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála og fer fram á að framkvæmdirnar, sem eru nýhafnar, verði stöðvaðar. Forsvarsmenn skólans telja sig ekki hafa neina tryggingu fyrir því að tengingar skólans við tvöfaldan veginn verði viðunandi og óttast að skólabarnanna bíði að þurfa að leggja sjö kílómetra lykkju á leið sína til að komast til höfuðborgarsvæðisins að skóladegi loknum.

Waldorf­skól­inn í Lækj­ar­botnum lagði undir lok nóv­em­ber­mán­aðar fram kæru til úrskurð­ar­nefndar umhverf­is- og auð­linda­mála, þar sem farið er fram á að útgefið fram­kvæmda­leyfi Kópa­vogs­bæjar fyrir tvö­földun Suð­ur­lands­vegar á milli Fossa­valla og Lög­bergs­brekku verði fellt úr gildi og að fram­kvæmdir við verk­ið, sem eru á fyrstu metr­unum, verði stöðv­að­ar.

Ástæðan fyrir kærunni er helst sú að ekki er enn búið að full­móta hvernig tengja skuli skól­ann við tvö­fald­aðan Suð­ur­lands­veg­inn fyrir neðan Lög­bergs­brekku, en Vega­gerðin hefur þó sett fram til­lögu um gerð nýs hlið­ar­vegar sem tengja á skól­ann niður að Lækj­ar­botna­vegi, sem yrði þá teng­ing skól­ans inn á Suð­ur­lands­veg um gatna­mót við Geir­land.

For­svars­menn skól­ans telja sig þrátt fyrir það ekki hafa neitt fast í hendi um að ráð­ist verði í þá fram­kvæmd, né þá hvenær ráð­ist verði í hana, enda ekki búið að gefa út fram­kvæmda­leyfi.

Þeir sjá því fram á að akst­ursleiðir til og frá skól­anum leng­ist tölu­vert, að minnsta kosti um ein­hvern tíma, þar sem ein­ungis hægri beygjur verði mögu­legar til og frá skól­anum eftir að búið verður að aðskilja akst­ur­stefnur á Suð­ur­lands­veg­in­um. Þá þyrftu þeir sem eru að fara frá Waldorf­skól­anum í átt til höf­uð­borg­ar­innar að keyra upp að Blá­fjalla­af­leggjara og snúa þar við.

Sam­kvæmt svörum frá Vega­gerð­inni við fyr­ir­spurn Kjarn­ans hefur kæran ekki haft áhrif á fram­kvæmd­ina að svo komnu máli, en hún er til athug­unar hjá kæru­nefnd­inni og nið­ur­stöð­unnar beð­ið.

Í svari Vega­gerð­ar­innar er þess einnig getið að fram­kvæmda­leyfið sem kært hefur verið tak­mark­ist við tvö­földun veg­ar­ins, en að veg­ur­inn sjálfur verð ekki tek­inn í notkun fyrr en búið er að ljúka við seinni hluta fram­kvæmd­ar­innar ásamt gatna­móta­lausnum sem honum fylgja.

Aðgengi Waldorf­skól­ans og sum­ar­húsa­byggðar í Lækj­ar­botn­um, sem Vega­gerðin segir að sé í dag „al­gjör­lega óásætt­an­legt út frá örygg­is­sjón­ar­mið­u­m,“ verði því ótruflað á fram­kvæmda­tíma þeirrar fram­kvæmdar sem hafin er, og kærð hefur ver­ið.

Hlið­ar­vegur „óþægi­lega nærri“ frið­lýstu svæði

Sam­kvæmt fyr­ir­liggj­andi hug­myndum Vega­gerð­ar­innar er ráð­gert að nýr hlið­ar­veg­ur, sem myndi leysa aðgangs­mál skól­ans, fari um við­kvæm svæði sem ekki voru tekin fyrir í umhverf­is­mati vegna tvö­föld­unar Suð­ur­lands­vegar í heild er það fór fram árið 2009.

Skipu­lags­stofnun hefur nýlega gefið út álit þess efnis að hlið­ar­veg­ur­inn þurfi ekki að fara í gegnum umhverf­is­mat, en skól­inn seg­ist þrátt fyrir það, í kæru sinni til úrskurð­ar­nefnd­ar, efast um að það reyn­ist auð­velt fyrir Vega­gerð­ina að fá leyfi til þess að byggja hlið­ar­veg­inn, sem áætlað er að liggi við hlið frið­lýsta nátt­úru­vætt­is­ins Trölla­barna í Lækj­ar­botn­um.

Hið minnsta liggi engin trygg­ing fyrir því að hann verði byggður á þessum tíma­punkti.

Trölla­börn voru frið­lýst árið 1983. Svæðið liggur upp við Suð­ur­lands­veg og ein­kenn­ist af sér­kenni­legum hraun­drýl­um, sem eitt sinn voru notuð sem fjár­skýli og jafn­vel sem sælu­hús, að því er segir á vef Umhverf­is­stofn­unar.

Nátt­úru­fræði­stofnun Íslands, sem skil­aði umsögn til Skipu­lags­stofn­unar vegna fyr­ir­hug­aðrar vega­gerð­ar, segir að áætluð lega hlið­ar­veg­ar­ins sé „óþægi­lega nærri“ frið­lýsta svæð­inu. Í umsögn stofn­un­ar­innar segir enn­fremur að nú þegar liggi akvegir alveg að Trölla­bornum að bæði norð­an- og aust­an­verðu og að með fyr­ir­hugðum hlið­ar­vegi yrðu bíl­vegir allt umhverfis frið­aða svæð­ið, mjög nálægt mörkum þess og í raun innan marks þess sem æski­legt hefði verið að skil­greina sem örygg­is­svæði fyrir verndun jarð­minj­anna.“

Hér er teikning af þeim hliðarvegi sem Vegagerðin hefur lagt til.
Mynd: Vegagerðin

Mat stofn­un­ar­innar er að vert væri að kanna hvort önnur útfærsla vegna aðgeng­is­mála Waldorf­skól­ans væri ekki hent­u­gri, til að „þrengja ekki meir að Trölla­börn­um.“ Sam­kvæmt svari Vega­gerð­ar­innar við athuga­semdum sem bár­ust Skipu­lags­stofnun er þetta þó enn talin fýsi­leg­asta teng­ing Waldorf­skól­ans við Suð­ur­lands­veg, ef farið verði í nýja vega­gerð.

Skipu­lags­stofnun lét þess getið í áliti sínu að hún teldi annan kost betri en þann sem álitið var unnið um. Sam­kvæmt svari frá Vega­gerð­inni til Kjarn­ans felur sá kostur í sér að stuttur veg­ar­bútur verði lagður frá afleggjar­anum að Waldorf­skól­anum inn á „mal­ar­slóða“ sem fyrir er á svæð­inu og liggur niður í Lækj­ar­botna „Þessi leið er í raun varla raun­hæf fyrir skól­ann þar sem hún er illa greið­fær og stenst ekki örygg­is­kröf­ur,“ segir í svari Vega­gerð­ar­inn­ar.

Tröllabörnum var ekki gefið mikið svigrúm við friðlýsinguna árið 1983, að mati Náttúrufræðistofnunar.
Mynd: Þetta kort er tekið frá ótilgreindri opinberri stofnun

Í kæru Waldorf­skól­ans til úrskurð­ar­nefnd­ar­innar er þess getið að það sé óút­fært hver skuli sinna vetr­ar­þjón­ustu á fyr­ir­hug­uðum hlið­ar­vegi, en skól­inn sinnir sjálfur snjó­mokstri á afleggjar­anum sem í dag liggur að skól­an­um. Með lengri vegi myndi kostn­aður skól­ans við vetr­ar­þjón­ust­una að lík­indum aukast, nema veg­ur­inn yrði skil­greindur sem hér­aðs­veg­ur.

Hildur Mar­grét­ar­dóttir skóla­stjóri Waldorf­skól­ans segir við Kjarn­ann að ekk­ert sé í hendi um að svo verði, né eins og áður seg­ir, að hlið­ar­veg­ur­inn verði byggð­ur. Hún seg­ist helst hrædd um að það sem bíði þeirra sem starfa og stunda nám í skól­anum verði að þurfa taka á sig auka­krók til að kom­ast frá vinnu og til höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins.

Að minnsta kosti sjö kíló­metra krókur á leið heim

Ef eng­inn nýr hlið­ar­vegur verður kom­inn til sög­unnar þegar Suð­ur­lands­veg­ur­inn verður orð­inn að 2+1 vegi á þessum kafla munu þeir sem eru á leið frá Waldorf­skóla og í höf­uð­borg­ina þurfa að leggja á sig krók upp að Blá­fjalla­af­leggjara, alls um sjö kíló­metra, til þess að snúa við. Ekki verður lengur hægt að beygja til vinstri inn á Suð­ur­lands­veg frá afleggjara skól­ans.

Að sama skapi þyrftu þeir sem koma að skól­anum úr hinni átt­inni, eða frá Hvera­gerði og nágrenni, að aka lang­leið­ina að Geir­landi og snúa þar við áður en þeir keyra til baka til þess að taka beygju til hægri að skól­an­um.

Starfs­fólk og nem­endur við leik- og grunn­skóla Waldorf­skól­ans í Lækj­ar­botnum eru yfir 100 tals­ins og í kæru skól­ans til úrskurð­ar­nefndar segir að auk þeirra séu birgjar á ferð­inni með vörur til skól­ans flesta daga. Í kæru skól­ans segir að Vega­gerðin hafi komið fram af „miklu skeyt­ing­ar­leysi“ með því að hafa „lítt sinnt sam­ráði“ við skól­ann er verið var að vinna að hönnun þessa kafla Suð­ur­lands­vegar og lausna sem varða teng­ingu skól­ans.

Bréf frá börnum til bæj­ar­yf­ir­valda og ráð­herra

Hildur skóla­stjóri segir við Kjarn­ann að það sé „væg­ast sagt glat­að“ að þurfa að kæra útgefið fram­kvæmda­leyfi Kópa­vogs­bæj­ar, sveit­ar­fé­lags­ins sem í reynd eigi að gæta hags­muna skól­ans, en Waldorf­skól­inn í Lækj­ar­botnum er einka­rek­inn skóli sem hefur starfað á grund­velli samn­ings við Kópa­vogsbæ í um 30 ár.

Hún fór fyrr í vik­unni með bréf frá börnum í Waldorf­skól­anum á bæj­ar­skrif­stofur Kópa­vogs­bæj­ar, en í því bréfi kemur fram að börnin séu „mjög reið og svekkt“ með að hafa ekki fengið að eiga rödd í þessu máli. Í bréfi skóla­barn­anna er m.a. bent á að sam­kvæmt Barna­sátt­mála Sam­ein­uðu þjóð­anna skuli hafa sam­ráð við börn áður en ákvarð­anir sem hafa áhrif á hag þeirra eru tekn­ar.

Börn í Waldorfskóla skrifuðu bréf til bæjaryfirvalda í Kópavogi, sem einnig hefur verið sent á tvo ráðherra og Umboðsmann barna.

Hildur seg­ist einnig hafa vakið athygli Umboðs­manns barna, mennta- og barna­mála­ráð­herra og inn­við­a­ráð­herra á mál­inu með tölvu­pósti í vik­unni. Þau fengu einnig afrit af bréfi og und­ir­skrifta­lista barn­anna í skól­an­um.

Töldu að mis­læg gatna­mót væru á dag­skrá

Í kæru skól­ans til úrskurð­ar­nefnd­ar­innar kemur fram að skól­inn hafi staðið í þeirri mein­ingu, allt þar til í sum­ar, að stefnt væri að því að gera mis­læg gatna­mót eða gatna­mót sem gætu nýst skól­anum við núver­andi afleggjara, sam­fara breikkun Suð­ur­lands­veg­ar.

Gert hafi verið ráð fyrir slíkri teng­ingu í gild­andi aðal­skipu­lagi Kópa­vogs­bæj­ar, en vert er að taka fram að Kópa­vogs­bær hefur verið að vinna að end­ur­skoðun aðal­skipu­lags bæj­ar­ins um nokk­urra miss­era skeið. Í til­lögu að nýju aðal­skipu­lagi sem enn er í stað­fest­ing­ar­ferli kemur fram að horft sé til þess að afleggja vinstri beygjur við afleggjar­ann að Waldorf­skól­an­um, en ekki er fjallað sér­stak­lega um hlið­ar­veg­inn sem myndi tengja skól­ann við Lækj­ar­botna­veg. Ekki er búið að deiliskipu­leggja svæð­ið.

Framkvæmdasvæðið.
Vegagerðin

Í svari sem skóla­stjórn­endur fengu frá Vega­gerð­inni í júlí­mán­uði, er þeim var orðið ljóst að ekki yrðu gerð mis­læg gatna­mót eða önnur fram­tíð­ar­lausn við núver­andi afleggjara, var því lýst fyrir þeim að Vega­gerðin áform­aði að tengja afleggjar­ann að skól­anum inn á Lækj­ar­botna­veg um nýjan hlið­ar­veg.

Af Lækj­ar­botna­vegi yrðu síðan útbúin örugg­ari gatna­mót fyrir bæði hægri og vinstri beygj­ur, sem lík­lega yrðu mis­læg. Þetta er í takt við það sem fram kemur í til­lögum að end­ur­skoð­uðu aðal­skipu­lagi Kópa­vogs­bæj­ar.

Í tölvu­póst­inum frá Vega­gerð­inni sagði einnig að þegar fram­kvæmd­irnar hefðu verið kynntar í skipu­lags­ráði Kópa­vogs­bæjar hefðu einu athuga­semd­irnar sem bár­ust snúið að hlið­ar­veg­in­um. Fyrir vikið hefði fram­kvæmdum við hlið­ar­veg­inn verið frestað þar til málin skýrð­ust.

Í kjöl­farið á þessum sam­skiptum áttu for­svars­menn Waldorf­skól­ans svo fund með Vega­gerð­inni og full­trúum Kópa­vogs­bæjar þar sem var af hálfu skól­ans lögð áhersla á að hönnun hlið­ar­veg­ar­ins tæki mið af því að þar færi dag­lega um rúta af stærstu gerð, full af skóla­börn­um. Einnig viðr­uðu for­svars­menn skól­ans þann mögu­leika að færa gatna­mót afleggjar­ans að skól­anum 50-100 metra í austur og útbúa þar sams­konar vega­mót og eru við Blá­fjalla­veg í dag, en því mun hafa verið tekið fálega.

Sá kostur er ekki á borð­inu hjá Vega­gerð­inni, enda er mark­miðið með tvö­földun Suð­ur­lands­veg­ar­ins að fækka hættu­legum vinstri beygjum á svæð­inu. Vega­gerðin telur þó, sam­kvæmt sam­an­tekt val­kosta um teng­ingu Waldorf­skól­ans, að ástæða sé til að bæta aðgengi að skól­anum með einum eða öðrum hætti og leggur því til hlið­ar­veg­inn, sem áður hefur verið sagt frá.

Hvort hann verður að veru­leika eða ekki er þó enn óvíst á þessu stigi og Waldorf­skól­inn fellir sig ekki við þessa óvissu – og því hefur kæran og krafa um stöðvun fram­kvæmda verið lögð fram.

Kópa­vogs­bær, sem fer með skipu­lags­vald á svæð­inu, hefur í sam­skiptum við Vega­gerð­ina og skól­ann komið því á fram­færi að finna þurfi gatna­móta­lausn sem allir geti verið sáttir við.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnArnar Þór Ingólfsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar