Fasteignir Félagsstofnunar stúdenta eru metnar á um 42 milljarða króna

Félagsstofnun stúdenta, sem rekur 1.495 leigueiningar, hagnaðist um 4,8 milljarða á síðasta rekstrarári. Framkvæmdastjórinn segir að þegar búið sé að draga frá viðhaldskostnað og afborganir á lánum frá matsvirðishækkun sé reksturinn nánast á núlli.

Oddagarðar við Sæmundargötu eru á meðal þeirra stúdentagarða sem eru í eigu Félagsstofnunar stúdenta.
Oddagarðar við Sæmundargötu eru á meðal þeirra stúdentagarða sem eru í eigu Félagsstofnunar stúdenta.
Auglýsing

Félags­stofnun Stúd­enta hagn­að­ist um 4,8 millj­arða króna á starfs­ár­inu 2020 til 2021. Þar af var mats­breyt­ing fjár­fest­inga­eigna, sem er hækkun á fast­eigna­mati þeirra fast­eigna sem stofn­unin á milli ára, rúm­lega 4,1 millj­arður króna að frá­töldum við­halds­kostn­aði, sem var 441 milljón króna á rekstr­ar­ár­in­u. 

Virði fjár­fest­inga­eigna Félags­stofn­unar Stúd­enta, sem eru stúd­enta­garð­ar, var 41,6 millj­arðar króna í lok maí síð­ast­lið­ins, en rekstr­arár stofn­un­ar­innar er frá 1. júní á hverju ári og út maí. Til sam­an­burðar var virði fjár­fest­inga­eigna í eigu hennar 30,1 millj­arðar króna í lok maí 2018. ­Taka verður til­lit til þess að leigu­ein­ingum stofn­un­ar­innar hefur fjölgað á þessu tíma­bili. Stærsti stúd­enta­garður á Íslandi og jafn­framt fjöl­menn­asta íbúð­ar­hús á land­inu á einu hús­núm­eri, Mýr­ar­garður sem rúmar nálægt 300 manns, var til að mynda tek­inn í notkun í febr­úar í fyrra. Í dag eru leigu­ein­ingar í eigu Félags­stofn­unar stúd­enta 1.495 tals­ins. Því er stofn­unin risa­stór leik­andi á íslenskum leigu­mark­aði.

Í upp­hafi árs var að ­fólk sem er ekki í námi gæti sótt um her­bergi til leigu hjá Félags­stofnun stúd­enta. Vegna áhrifa COVID-19 voru biðlistar eftir her­bergjum með sam­eig­in­­legum eld­hús­um og dval­­ar­­rýmum sem hún býður til leigu í nokkrum af sínum stúd­­enta­­görðum styttri en venju­­lega og því var gripið til þeirra aðgerða.

Auglýsing
Auk þess á Félags­stofnun stúd­enta þrjár aðrar fast­eign­ir: Mána­garð, Háskóla­torg og Stúd­enta­kjall­ar­ann sem eru sam­an­lagt bók­færð á 632,4 millj­ónir króna. Þeir stúd­enta­garðar sem eru í bygg­ingu eru svo metnar á rúm­lega 1,6 millj­arða króna. 

Velta stofn­un­ar­innar var rúm­lega 3,2 millj­arðar króna og jókst um 6,5 pró­sent milli rekstr­ar­ára. Þar af vöru sölu og leigu­tekjur um 98 pró­sent tekna en það sem upp á vantar voru skrán­ing­ar­gjöld.

Að með­al­tali störf­uðu um 122 starfs­menn hjá stofn­un­inni á tíma­bil­inu júní 2020- maí 2021 miðað við heils­dags­stöðu­gildi. Laun og launa­tengd gjöld voru rúm­lega einn millj­arður króna sem er fjögur pró­sent kostn­að­ar­aukn­ing frá rekstr­ar­ár­inu á und­an. 

Þetta kemur fram í árs­reikn­ingum Félags­stofn­unar Stúd­enta sem Kjarn­inn hefur fengið afhenta hjá skrif­stofu stofn­un­ar­inn­ar, en þeim er ekki skilað inn til árs­reikn­inga­skrár. 

Rekið um það bil á núlli

Félags­stofnun Stúd­enta er óhagn­að­ar­drifið félag sem lætur allan hagnað renna til bættrar þjón­ustu og búsetu­skil­yrða fyrir stúd­enta við Háskóla Íslands. Í dag rekur hún Bók­sölu stúd­enta, Leik­skóla stúd­enta, Stúd­enta­garða, Stúd­enta­kjallarann, Hámu, Hámu Sal­at­bar, Bóka­kaffi stúd­enta og Kaup­fé­lag stúd­enta.

Í svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans segir Guð­rún Björns­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri stofn­un­ar­innar að hagn­aður hvers árs þurfi að standa undir afborg­unum lána og að rétt fram­lag til við­halds skili sér. 

Þegar horft sé á sjóð­streymi Félags­stofn­unar stúd­enda hafi rekst­ur­inn skilað rúm­lega einum millj­arði króna til stofn­un­ar­innar á síð­asta rekstr­ar­ári. Þegar búið sé að draga frá greiðslur vegna við­halds á árinu, afborgun á lang­tíma­lánum og rétt upp­hæð tekin til hliðar í fram­tíð­ar­við­halds­sjóð og öðrum áhöldum árs­ins sé rekst­ur­inn um það bil á núlli. 

Mýragarður, fjölmennasta íbúðarhús á Íslandi, var vígt á síðasta ári. Hér sjást Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ, Guðrún Björnsdóttir og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri við það tilefni. Mynd: Birgir Ísleifur Gunnarsson.

Hagn­aður hvers árs þarf að standa undir afborg­unum lána og að rétt fram­lag til við­halds skili sér. Allar eignir eru metnar á fast­eigna­mati og mats­breyt­ingin er því hækkun á fast­eigna­mati hvers árs.

Sé horft á rekst­ur­inn út frá hagn­aði, sem var tæp­lega 4,8 millj­arðar króna, þurfi fyrst að draga mats­breyt­ingar og við­halds­kostnað frá. Þá standi eftir hagn­aður upp á 184 millj­ónir króna auk verð­bóta upp á 662 millj­ónir króna. Sam­an­lagt geri það 846 millj­ónir króna. Guð­rún segir að frá því þurfi að drag­ast frá afborg­anir lána upp á 227 millj­ónir króna og mats­breyt­ing verð­bréfa upp á 225 millj­ónir króna. „Þá standa eftir 394 millj­ónir og fram­lag í við­halds­sjóð­inn þetta rekstr­arár á að vera 391 millj­ón.“

Um fjórð­ungi lægra borið saman við sam­bæri­legar íbúðir

Í nýlegri leig­u­­mark­aðs­könnun Hús­næð­is- og mann­­virkja­­stofn­unar (HMS) kom fram að með­­al­­fer­­metra­verð leig­u­í­­búða á stúd­­enta­­görðum væri hærra en á nokkrum öðrum leig­u­­mark­aði hér­­­lend­­is. Með­­al­­fer­­metra­verð þeirra var 2.545 krónur í sept­­em­ber. 

Þrátt fyrir hátt fer­­­metra­verð greiða leigj­endur á stúd­­­enta­­­görðum lægstu upp­­­hæð­ina í leigu, sökum þess hversu litlar íbúðir þeirra eru. Með­­­al­­­stærð íbúða á stúd­­­enta­­­görð­unum er 48 fer­­­metr­­­ar, á meðan stærð íbúða á öðrum leig­u­­­mörk­uðum er vana­­­lega í kringum 80 fer­­­metra.

Í kjöl­far þess að nið­­ur­­stöður könn­un­­ar­innar voru birtar kall­aði Félags­­­stofnun stúd­­enta eftir upp­­lýs­ingum frá HMS um með­­alleig­u­verð á íbúðum í sam­­bæri­­legri stærð og þær sem í boði eru á stúd­­enta­­görð­u­m. 

Í svari stofn­un­­ar­innar kemur fram að hún hafi fundið til tölur um þing­lýsta leig­u­­samn­inga á íbúðum af slíkri stærð (á bil­inu 40 til 55 fer­­metr­­ar) í póst­­­núm­erum 101, 102, 103 og 105. Þar sé með­­alleig­u­verð per fer­­metra 3.496 krón­­ur. 

Því er með­­al­­fer­­metra­verð leig­u­í­­búða á stúd­­enta­­görðum rúm­­lega fjórð­ungi lægra en það er á almenna mark­aðnum í þeim póst­­­núm­erum sem stúd­­enta­­garða er að finna.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eftirlaun ráðherra og þingmanna kostuðu ríkissjóð 876 milljónir króna í fyrra
Umdeild eftirlaunalög ráðamanna frá árinu 2003 voru felld úr gildi 2009. Fjöldi ráðamanna fær þó enn greitt á grundvelli laganna, eða alls 257 fyrrverandi þingmenn og 46 fyrrverandi ráðherrar.
Kjarninn 18. janúar 2022
Úttekt á séreignarsparnaði var kynnt sem úrræði til að takast á við efnahagslegar afleiðingar faraldursins í fyrsta aðgerðarpakka ríkisstjórnarinnar, sem var kynntur í mars 2020.
Tekjur ríkissjóðs vegna úttektar á sparnaði um tíu milljörðum hærri en áætlað var
Þegar ríkisstjórnin ákvað að heimila fólki að taka út séreignarsparnað sinn til að takast á við kórónuveirufaraldurinn var reiknað með að teknir yrðu út tíu milljarðar króna. Nú stefnir í að milljarðarnir verði 38.
Kjarninn 18. janúar 2022
Rauða kjötið: Áætlunin sem á að bjarga Boris
Pólitísk framtíð Boris Johnson er um margt óljós eftir að hann baðst afsökunar á að hafa verið viðstaddur garðveislu í Downingstræti í maí 2020 þegar útgöngubann vegna COVID-19 var í gildi. „Rauða kjötið“ nefnist áætlun sem á að halda Johnson í embætti.
Kjarninn 17. janúar 2022
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata.
Spurði forsætisráðherra út í bréfið til Kára
Þingmaður Pírata spurði forsætisráðherra á þingi í dag hver tilgangurinn með bréfi hennar til forstjóra ÍE hefði verið og hvers vegna hún tjáði sig um afstöðu sína gagnvart úrskurði Persónuverndar við forstjóra fyrirtækisins sem úrskurðurinn fjallaði um.
Kjarninn 17. janúar 2022
Mun meira kynbundið ofbeldi í útgöngubanni
Þrátt fyrir að útgöngubann auki verulega líkur á ofbeldi gagnvart konum og transfólki hefur málaflokkurinn fengið lítið sem ekkert fjármagn í aðgerðum stjórnvalda víða um heim til að bregðast við afleiðingar heimsfaraldursins.
Kjarninn 17. janúar 2022
Heimild til að slíta félögum sett í lög 2016 – Fyrsta tilkynning send út 2022
Fyrir helgi sendi Skatturinn í fyrsta sinn út tilkynningar til 58 félaga sem hafa ekki skilað inn ársreikningum þar sem boðuð eru slit á þeim. Lögin voru sett árið 2016 en ráðherra undirritaði ekki reglugerð sem virkjaði slitaákvæðið fyrr í haust.
Kjarninn 17. janúar 2022
Umfjallanir um liprunarbréf Jakobs Frímanns og „Karlmennskuspjallið“ ekki brot á siðareglum
Hvorki DV né 24.is brutu gegn siðareglum Blaðamannafélags Íslands með umfjöllunum sínum um Jakob Frímann Magnússon annars vegar og „Karlmennskuspjallið“ hins vegar.
Kjarninn 17. janúar 2022
Greiðslubyrðin svipuð og fyrir faraldurinn
Í kjölfar mikilla vaxtalækkana hjá Seðlabankanum lækkuðu afborganir af húsnæðislánum til muna. Þessi lækkun er nú að miklu leyti gengin til baka, þar sem bæði húsnæðisverð og vextir hafa hækkað á undanförnum mánuðum.
Kjarninn 17. janúar 2022
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar