Fasteignir Félagsstofnunar stúdenta eru metnar á um 42 milljarða króna

Félagsstofnun stúdenta, sem rekur 1.495 leigueiningar, hagnaðist um 4,8 milljarða á síðasta rekstrarári. Framkvæmdastjórinn segir að þegar búið sé að draga frá viðhaldskostnað og afborganir á lánum frá matsvirðishækkun sé reksturinn nánast á núlli.

Oddagarðar við Sæmundargötu eru á meðal þeirra stúdentagarða sem eru í eigu Félagsstofnunar stúdenta.
Oddagarðar við Sæmundargötu eru á meðal þeirra stúdentagarða sem eru í eigu Félagsstofnunar stúdenta.
Auglýsing

Félags­stofnun Stúd­enta hagn­að­ist um 4,8 millj­arða króna á starfs­ár­inu 2020 til 2021. Þar af var mats­breyt­ing fjár­fest­inga­eigna, sem er hækkun á fast­eigna­mati þeirra fast­eigna sem stofn­unin á milli ára, rúm­lega 4,1 millj­arður króna að frá­töldum við­halds­kostn­aði, sem var 441 milljón króna á rekstr­ar­ár­in­u. 

Virði fjár­fest­inga­eigna Félags­stofn­unar Stúd­enta, sem eru stúd­enta­garð­ar, var 41,6 millj­arðar króna í lok maí síð­ast­lið­ins, en rekstr­arár stofn­un­ar­innar er frá 1. júní á hverju ári og út maí. Til sam­an­burðar var virði fjár­fest­inga­eigna í eigu hennar 30,1 millj­arðar króna í lok maí 2018. ­Taka verður til­lit til þess að leigu­ein­ingum stofn­un­ar­innar hefur fjölgað á þessu tíma­bili. Stærsti stúd­enta­garður á Íslandi og jafn­framt fjöl­menn­asta íbúð­ar­hús á land­inu á einu hús­núm­eri, Mýr­ar­garður sem rúmar nálægt 300 manns, var til að mynda tek­inn í notkun í febr­úar í fyrra. Í dag eru leigu­ein­ingar í eigu Félags­stofn­unar stúd­enta 1.495 tals­ins. Því er stofn­unin risa­stór leik­andi á íslenskum leigu­mark­aði.

Í upp­hafi árs var að ­fólk sem er ekki í námi gæti sótt um her­bergi til leigu hjá Félags­stofnun stúd­enta. Vegna áhrifa COVID-19 voru biðlistar eftir her­bergjum með sam­eig­in­­legum eld­hús­um og dval­­ar­­rýmum sem hún býður til leigu í nokkrum af sínum stúd­­enta­­görðum styttri en venju­­lega og því var gripið til þeirra aðgerða.

Auglýsing
Auk þess á Félags­stofnun stúd­enta þrjár aðrar fast­eign­ir: Mána­garð, Háskóla­torg og Stúd­enta­kjall­ar­ann sem eru sam­an­lagt bók­færð á 632,4 millj­ónir króna. Þeir stúd­enta­garðar sem eru í bygg­ingu eru svo metnar á rúm­lega 1,6 millj­arða króna. 

Velta stofn­un­ar­innar var rúm­lega 3,2 millj­arðar króna og jókst um 6,5 pró­sent milli rekstr­ar­ára. Þar af vöru sölu og leigu­tekjur um 98 pró­sent tekna en það sem upp á vantar voru skrán­ing­ar­gjöld.

Að með­al­tali störf­uðu um 122 starfs­menn hjá stofn­un­inni á tíma­bil­inu júní 2020- maí 2021 miðað við heils­dags­stöðu­gildi. Laun og launa­tengd gjöld voru rúm­lega einn millj­arður króna sem er fjögur pró­sent kostn­að­ar­aukn­ing frá rekstr­ar­ár­inu á und­an. 

Þetta kemur fram í árs­reikn­ingum Félags­stofn­unar Stúd­enta sem Kjarn­inn hefur fengið afhenta hjá skrif­stofu stofn­un­ar­inn­ar, en þeim er ekki skilað inn til árs­reikn­inga­skrár. 

Rekið um það bil á núlli

Félags­stofnun Stúd­enta er óhagn­að­ar­drifið félag sem lætur allan hagnað renna til bættrar þjón­ustu og búsetu­skil­yrða fyrir stúd­enta við Háskóla Íslands. Í dag rekur hún Bók­sölu stúd­enta, Leik­skóla stúd­enta, Stúd­enta­garða, Stúd­enta­kjallarann, Hámu, Hámu Sal­at­bar, Bóka­kaffi stúd­enta og Kaup­fé­lag stúd­enta.

Í svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans segir Guð­rún Björns­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri stofn­un­ar­innar að hagn­aður hvers árs þurfi að standa undir afborg­unum lána og að rétt fram­lag til við­halds skili sér. 

Þegar horft sé á sjóð­streymi Félags­stofn­unar stúd­enda hafi rekst­ur­inn skilað rúm­lega einum millj­arði króna til stofn­un­ar­innar á síð­asta rekstr­ar­ári. Þegar búið sé að draga frá greiðslur vegna við­halds á árinu, afborgun á lang­tíma­lánum og rétt upp­hæð tekin til hliðar í fram­tíð­ar­við­halds­sjóð og öðrum áhöldum árs­ins sé rekst­ur­inn um það bil á núlli. 

Mýragarður, fjölmennasta íbúðarhús á Íslandi, var vígt á síðasta ári. Hér sjást Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ, Guðrún Björnsdóttir og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri við það tilefni. Mynd: Birgir Ísleifur Gunnarsson.

Hagn­aður hvers árs þarf að standa undir afborg­unum lána og að rétt fram­lag til við­halds skili sér. Allar eignir eru metnar á fast­eigna­mati og mats­breyt­ingin er því hækkun á fast­eigna­mati hvers árs.

Sé horft á rekst­ur­inn út frá hagn­aði, sem var tæp­lega 4,8 millj­arðar króna, þurfi fyrst að draga mats­breyt­ingar og við­halds­kostnað frá. Þá standi eftir hagn­aður upp á 184 millj­ónir króna auk verð­bóta upp á 662 millj­ónir króna. Sam­an­lagt geri það 846 millj­ónir króna. Guð­rún segir að frá því þurfi að drag­ast frá afborg­anir lána upp á 227 millj­ónir króna og mats­breyt­ing verð­bréfa upp á 225 millj­ónir króna. „Þá standa eftir 394 millj­ónir og fram­lag í við­halds­sjóð­inn þetta rekstr­arár á að vera 391 millj­ón.“

Um fjórð­ungi lægra borið saman við sam­bæri­legar íbúðir

Í nýlegri leig­u­­mark­aðs­könnun Hús­næð­is- og mann­­virkja­­stofn­unar (HMS) kom fram að með­­al­­fer­­metra­verð leig­u­í­­búða á stúd­­enta­­görðum væri hærra en á nokkrum öðrum leig­u­­mark­aði hér­­­lend­­is. Með­­al­­fer­­metra­verð þeirra var 2.545 krónur í sept­­em­ber. 

Þrátt fyrir hátt fer­­­metra­verð greiða leigj­endur á stúd­­­enta­­­görðum lægstu upp­­­hæð­ina í leigu, sökum þess hversu litlar íbúðir þeirra eru. Með­­­al­­­stærð íbúða á stúd­­­enta­­­görð­unum er 48 fer­­­metr­­­ar, á meðan stærð íbúða á öðrum leig­u­­­mörk­uðum er vana­­­lega í kringum 80 fer­­­metra.

Í kjöl­far þess að nið­­ur­­stöður könn­un­­ar­innar voru birtar kall­aði Félags­­­stofnun stúd­­enta eftir upp­­lýs­ingum frá HMS um með­­alleig­u­verð á íbúðum í sam­­bæri­­legri stærð og þær sem í boði eru á stúd­­enta­­görð­u­m. 

Í svari stofn­un­­ar­innar kemur fram að hún hafi fundið til tölur um þing­lýsta leig­u­­samn­inga á íbúðum af slíkri stærð (á bil­inu 40 til 55 fer­­metr­­ar) í póst­­­núm­erum 101, 102, 103 og 105. Þar sé með­­alleig­u­verð per fer­­metra 3.496 krón­­ur. 

Því er með­­al­­fer­­metra­verð leig­u­í­­búða á stúd­­enta­­görðum rúm­­lega fjórð­ungi lægra en það er á almenna mark­aðnum í þeim póst­­­núm­erum sem stúd­­enta­­garða er að finna.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rannsóknarskipið Hákon krónprins við rannsóknir í Norður-Íshafi.
Ískyggilegar niðurstöður úr Norður-Íshafi
Lífríkið undir ísnum í Norður-Íshafinu er ekki það sem vísindamenn áttu von á. Í nýrri rannsókn kom í ljós að vistkerfið einkennist ekki af tegundum sem helst einkenna hin köldu heimskautasvæði.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Ingrid Kuhlman
Tölum um dauðann
Kjarninn 17. ágúst 2022
Lilja Alfreðsdóttir er menningar- og viðskiptaráðherra.
Stefnt að því að sameina þrjá tónlistarsjóði í einn og skilgreina Sinfó sem þjóðareign
Menningar- og viðskiptaráðherra hefur lagt fram drög að nýjum heildarlögum um tónlist. Stofna á Tónlistarmiðstöð, sjálfseignarstofnun sem á að verða hornsteinn íslensks tónlistarlífs og rekin með svipuðum hætti og Íslandsstofa.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Í sumar hafa tugir borga í Kína lýst yfir hættuástandi vegna hita.
Verksmiðjum lokað og mikill uppskerubrestur blasir við
Hitabylgja sumarsins hefur haft gríðarleg áhrif á stórum landsvæðum í Kína. Rafmagn er skammtað og algjörum uppskerubresti hefur þegar verið lýst yfir á nokkrum svæðum.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Seðlabankinn mun kynna næstu stýrivaxtaákvörðun í næstu viku.
Búast við að stýrivextir verði komnir upp í sex prósent í byrjun næsta árs
Markaðsaðilar vænta þess að verðbólgan sé við hámark nú um stundir en að hún muni hjaðna hægar. Í vor bjuggust þeir við að verðbólga eftir ár yrði fimm prósent en nú telja þeir að hún verði 5,8 prósent.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Segja toppana í samfélaginu hafa tekið sitt og að lágmark sé að launafólk fái það sama
Í Kjarafréttum Eflingar er lagt til að almenn laun hækki um 52.250 krónur á mánuði miðað við núverandi verðbólgu. Ríkið þurfi auk þess að koma að kjarasamningaborðinu með tug milljarða króna aðgerðir til að bæta stöðu þeirra verst settu í samfélaginu.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Starfsmenn Hvals hf. komu dróna svissneska ríkisfjölmiðilsins til lögreglunnar á Akranesi án þess að til húsleitaraðgerðar þyrfti að koma.
Hvals-menn skiluðu dróna svissneska ríkisfjölmiðilsins til lögreglu
Lögreglan á Akranesi fékk kvikmyndatökudróna sem starfsmenn Hvals hf. hirtu af starfsmönnum svissnesks ríkisfjölmiðils afhentan og kom honum til eigenda sinna. Bæði drónaflugið og drónastuldurinn eru á borði lögreglunnar.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Suðurhringþokan mynduð af WEBB-sjónaukanum í tveimur ólíkum útfærslum.
2.000 ljósár á sextíu sekúndum
Þau sem dreymir um að ferðast um geiminn ættu ekki að láta nýtt myndband geimferðastofnana Bandaríkjanna og Evrópu framhjá sér fara. Á sextíu sekúndum er boðið upp á 2.000 ljósára ferðalag með hjálp hins magnaða WEBB-sjónauka.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar