Fasteignir Félagsstofnunar stúdenta eru metnar á um 42 milljarða króna

Félagsstofnun stúdenta, sem rekur 1.495 leigueiningar, hagnaðist um 4,8 milljarða á síðasta rekstrarári. Framkvæmdastjórinn segir að þegar búið sé að draga frá viðhaldskostnað og afborganir á lánum frá matsvirðishækkun sé reksturinn nánast á núlli.

Oddagarðar við Sæmundargötu eru á meðal þeirra stúdentagarða sem eru í eigu Félagsstofnunar stúdenta.
Oddagarðar við Sæmundargötu eru á meðal þeirra stúdentagarða sem eru í eigu Félagsstofnunar stúdenta.
Auglýsing

Félags­stofnun Stúd­enta hagn­að­ist um 4,8 millj­arða króna á starfs­ár­inu 2020 til 2021. Þar af var mats­breyt­ing fjár­fest­inga­eigna, sem er hækkun á fast­eigna­mati þeirra fast­eigna sem stofn­unin á milli ára, rúm­lega 4,1 millj­arður króna að frá­töldum við­halds­kostn­aði, sem var 441 milljón króna á rekstr­ar­ár­in­u. 

Virði fjár­fest­inga­eigna Félags­stofn­unar Stúd­enta, sem eru stúd­enta­garð­ar, var 41,6 millj­arðar króna í lok maí síð­ast­lið­ins, en rekstr­arár stofn­un­ar­innar er frá 1. júní á hverju ári og út maí. Til sam­an­burðar var virði fjár­fest­inga­eigna í eigu hennar 30,1 millj­arðar króna í lok maí 2018. ­Taka verður til­lit til þess að leigu­ein­ingum stofn­un­ar­innar hefur fjölgað á þessu tíma­bili. Stærsti stúd­enta­garður á Íslandi og jafn­framt fjöl­menn­asta íbúð­ar­hús á land­inu á einu hús­núm­eri, Mýr­ar­garður sem rúmar nálægt 300 manns, var til að mynda tek­inn í notkun í febr­úar í fyrra. Í dag eru leigu­ein­ingar í eigu Félags­stofn­unar stúd­enta 1.495 tals­ins. Því er stofn­unin risa­stór leik­andi á íslenskum leigu­mark­aði.

Í upp­hafi árs var að ­fólk sem er ekki í námi gæti sótt um her­bergi til leigu hjá Félags­stofnun stúd­enta. Vegna áhrifa COVID-19 voru biðlistar eftir her­bergjum með sam­eig­in­­legum eld­hús­um og dval­­ar­­rýmum sem hún býður til leigu í nokkrum af sínum stúd­­enta­­görðum styttri en venju­­lega og því var gripið til þeirra aðgerða.

Auglýsing
Auk þess á Félags­stofnun stúd­enta þrjár aðrar fast­eign­ir: Mána­garð, Háskóla­torg og Stúd­enta­kjall­ar­ann sem eru sam­an­lagt bók­færð á 632,4 millj­ónir króna. Þeir stúd­enta­garðar sem eru í bygg­ingu eru svo metnar á rúm­lega 1,6 millj­arða króna. 

Velta stofn­un­ar­innar var rúm­lega 3,2 millj­arðar króna og jókst um 6,5 pró­sent milli rekstr­ar­ára. Þar af vöru sölu og leigu­tekjur um 98 pró­sent tekna en það sem upp á vantar voru skrán­ing­ar­gjöld.

Að með­al­tali störf­uðu um 122 starfs­menn hjá stofn­un­inni á tíma­bil­inu júní 2020- maí 2021 miðað við heils­dags­stöðu­gildi. Laun og launa­tengd gjöld voru rúm­lega einn millj­arður króna sem er fjögur pró­sent kostn­að­ar­aukn­ing frá rekstr­ar­ár­inu á und­an. 

Þetta kemur fram í árs­reikn­ingum Félags­stofn­unar Stúd­enta sem Kjarn­inn hefur fengið afhenta hjá skrif­stofu stofn­un­ar­inn­ar, en þeim er ekki skilað inn til árs­reikn­inga­skrár. 

Rekið um það bil á núlli

Félags­stofnun Stúd­enta er óhagn­að­ar­drifið félag sem lætur allan hagnað renna til bættrar þjón­ustu og búsetu­skil­yrða fyrir stúd­enta við Háskóla Íslands. Í dag rekur hún Bók­sölu stúd­enta, Leik­skóla stúd­enta, Stúd­enta­garða, Stúd­enta­kjallarann, Hámu, Hámu Sal­at­bar, Bóka­kaffi stúd­enta og Kaup­fé­lag stúd­enta.

Í svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans segir Guð­rún Björns­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri stofn­un­ar­innar að hagn­aður hvers árs þurfi að standa undir afborg­unum lána og að rétt fram­lag til við­halds skili sér. 

Þegar horft sé á sjóð­streymi Félags­stofn­unar stúd­enda hafi rekst­ur­inn skilað rúm­lega einum millj­arði króna til stofn­un­ar­innar á síð­asta rekstr­ar­ári. Þegar búið sé að draga frá greiðslur vegna við­halds á árinu, afborgun á lang­tíma­lánum og rétt upp­hæð tekin til hliðar í fram­tíð­ar­við­halds­sjóð og öðrum áhöldum árs­ins sé rekst­ur­inn um það bil á núlli. 

Mýragarður, fjölmennasta íbúðarhús á Íslandi, var vígt á síðasta ári. Hér sjást Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ, Guðrún Björnsdóttir og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri við það tilefni. Mynd: Birgir Ísleifur Gunnarsson.

Hagn­aður hvers árs þarf að standa undir afborg­unum lána og að rétt fram­lag til við­halds skili sér. Allar eignir eru metnar á fast­eigna­mati og mats­breyt­ingin er því hækkun á fast­eigna­mati hvers árs.

Sé horft á rekst­ur­inn út frá hagn­aði, sem var tæp­lega 4,8 millj­arðar króna, þurfi fyrst að draga mats­breyt­ingar og við­halds­kostnað frá. Þá standi eftir hagn­aður upp á 184 millj­ónir króna auk verð­bóta upp á 662 millj­ónir króna. Sam­an­lagt geri það 846 millj­ónir króna. Guð­rún segir að frá því þurfi að drag­ast frá afborg­anir lána upp á 227 millj­ónir króna og mats­breyt­ing verð­bréfa upp á 225 millj­ónir króna. „Þá standa eftir 394 millj­ónir og fram­lag í við­halds­sjóð­inn þetta rekstr­arár á að vera 391 millj­ón.“

Um fjórð­ungi lægra borið saman við sam­bæri­legar íbúðir

Í nýlegri leig­u­­mark­aðs­könnun Hús­næð­is- og mann­­virkja­­stofn­unar (HMS) kom fram að með­­al­­fer­­metra­verð leig­u­í­­búða á stúd­­enta­­görðum væri hærra en á nokkrum öðrum leig­u­­mark­aði hér­­­lend­­is. Með­­al­­fer­­metra­verð þeirra var 2.545 krónur í sept­­em­ber. 

Þrátt fyrir hátt fer­­­metra­verð greiða leigj­endur á stúd­­­enta­­­görðum lægstu upp­­­hæð­ina í leigu, sökum þess hversu litlar íbúðir þeirra eru. Með­­­al­­­stærð íbúða á stúd­­­enta­­­görð­unum er 48 fer­­­metr­­­ar, á meðan stærð íbúða á öðrum leig­u­­­mörk­uðum er vana­­­lega í kringum 80 fer­­­metra.

Í kjöl­far þess að nið­­ur­­stöður könn­un­­ar­innar voru birtar kall­aði Félags­­­stofnun stúd­­enta eftir upp­­lýs­ingum frá HMS um með­­alleig­u­verð á íbúðum í sam­­bæri­­legri stærð og þær sem í boði eru á stúd­­enta­­görð­u­m. 

Í svari stofn­un­­ar­innar kemur fram að hún hafi fundið til tölur um þing­lýsta leig­u­­samn­inga á íbúðum af slíkri stærð (á bil­inu 40 til 55 fer­­metr­­ar) í póst­­­núm­erum 101, 102, 103 og 105. Þar sé með­­alleig­u­verð per fer­­metra 3.496 krón­­ur. 

Því er með­­al­­fer­­metra­verð leig­u­í­­búða á stúd­­enta­­görðum rúm­­lega fjórð­ungi lægra en það er á almenna mark­aðnum í þeim póst­­­núm­erum sem stúd­­enta­­garða er að finna.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar