Novak Djokovic: Baráttumaður eða forréttindapési?

Tennisstjarnan Novak Djokovic er í varðhaldi á flóttamannahóteli í Melbourne þar sem vegabréfsáritun hans var ekki tekin gild við komuna til landsins. Málið hefur vakið upp margar spurningar, ekki síst um bólusetningar og forréttindastöðu frægs fólks.

Novak Djokovic hefur kært yfirvöld í Ástralíu fyrir að meta vegabréfsáritun hans ógilda. Djokovic, sem er óbólusettur, fékk undanþágu til að keppa á Opna ástralska meistaramótinu í tennis en áströlsk yfirvöld segja læknisfræðilegar ástæður ófullnægjandi.
Novak Djokovic hefur kært yfirvöld í Ástralíu fyrir að meta vegabréfsáritun hans ógilda. Djokovic, sem er óbólusettur, fékk undanþágu til að keppa á Opna ástralska meistaramótinu í tennis en áströlsk yfirvöld segja læknisfræðilegar ástæður ófullnægjandi.
Auglýsing

Djokovic, sem er einn fremsti tenn­is­spil­ari heims í karla­flokki, stefnir á þátt­töku á Opna ástr­alska meist­ara­mót­inu sem hefst í Mel­bo­urne 17. jan­ú­ar. Bólu­setn­ing er skil­yrði fyrir þátt­töku en Djokovic er óbólu­settur og hefur talað gegn bólu­setn­ing­um. Hann sótti um und­an­þágu sem yfir­völd í Vikt­or­íu-­fylki veittu hon­um, líkt og nokkrum öðrum kepp­end­um. Þegar Djokovic kom til lands­ins á mið­viku­dag var honum hins vegar meinuð inn­ganga í landið af landamæra­vörð­um. Djokovic hefur kært ákvörð­un­ina og mun dóm­stóll skera úr um á morg­un, mánu­dag, hvort honum verði vísað úr landi eða ekki.

Scott Morri­son, for­sæt­is­ráð­herra Ástr­al­íu, var í fyrstu hlynntur ákvörðun yfir­valda í Vikt­or­íu-­fylki um að veita Djokovic und­an­þágu en skipti síðar um skoðun þar sem hann sagði að eng­inn ætti að vera haf­inn yfir gild­andi regl­ur. Und­an­þágan er veitt af lækn­is­fræði­legum ástæðum og fyrst um sinn var ekki gefið upp á hvaða for­sendum und­an­þágan var veitt en í rétt­ar­skjölum sem gerð voru opin­ber í gær kemur fram að Djokovic hefði smit­ast af Covid-19 16. des­em­ber og því hafi und­an­þágan verið sam­þykkt af Tenn­is­sam­bandi Ástr­al­íu. Athygli vekur að á Twitt­er-­síðu Djokovic má sjá færslu frá 17. des­em­ber þar sem hann tekur á móti við­ur­kenn­ingu í Serbíu fyrir afrek sín, grímu­laus.

Laga­leg og póli­tísk flækja

Morri­son hefur verið sak­aður um að gera und­an­þágu­beiðni Djokovic að póli­tísku máli. Aðgerðir vegna kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins hafa verið hvað harðastar í Ástr­alíu þar sem íbúar hafa búið við strangar tak­mark­anir svo mán­uðum skipt­ir. Um 90 pró­sent Ástr­ala eru bólu­settir en sótt­varna­reglur voru aftur hertar nýlega vegna ómíkron-af­brigð­is­ins. Auk þess eru strangar reglur á landa­mær­unum þar sem aðeins tví­bólu­settum ein­stak­lingum eða þeim sem hafa lækn­is­fræði­lega und­an­þágu frá bólu­setn­ingu er hleypt inn í land­ið. Morri­son er undir þrýst­ingi, þing­kosn­ingar fara vænt­an­lega fram í maí, en for­sæt­is­ráð­herr­ann þver­tekur fyrir að aft­ur­köllun vega­bréfs­á­rit­unar Djokovic hafi eitt­hvað með tengsl Ástr­alíu við Serbíu að gera.

Auglýsing
Forseti Serbíu, Aleksandar Vucic, er á öðru máli þar sem hann segir Djokovic fórn­ar­lamb áreitni. Jóla­há­tíð rétt­trún­að­ar­kirkj­unnar stendur yfir um þessar mundir og sendi æðsti biskup serbnesku rétt­trún­að­ar­kirkj­unnar stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu til Djokovic í predikun sinni þar sem hann segir millj­ónir Serba biðja fyrir hon­um.

Stuðningsmenn Djokovic hafa safnast saman fyrir utan sóttkvíarhótelið í Melbourne og vilja hann lausan.

Djokovic hefur einmitt vakið athygli fyrir það á íþrótta­ferli sínum að biðja bæn­ir, meðal ann­ars í þeim til­gangi að hreinsa mengað vatn. Þá hefur hann setið inni í egg­laga belg á stór­mótum í þeim til­gangi að auka blóð­streymi lík­am­ans og auka fram­leiðslu rauðra blóð­korna. Þessar óhefð­bundnu aðferðir Djokovic hafa mest megnis vakið upp kátínu meðal stuðn­ings­manna hans. Þar til nú.

Umræða um bólu­setn­ingar virð­ist ekki falla vel inn í íþrótta­heim­inn. Mál Djokovic hefur sett af stað umræðu um að íþrótta­fólk eigi ekki að fá und­an­þágu ein­ungis vegna stöðu sinn­ar. Íþrótta­fólk hefur hingað til, ekki síst fyrir til­stuðlan sam­fé­lags­miðla, getað komið skoð­unum sínum óáreitt á fram­færi svo lengi sem þær skaða ekki aðra. En þegar skoð­un­unum fylgir að fara eftir öðrum reglum en allir aðrir breyt­ist stað­an.

„Al­menn­ingur heldur áfram að bregð­ast vel við þegar íþrótta­fólk tjáir sig um mál­efni sem hafa sam­fé­lags­leg áhrif og hafa jákvæð áhrif á líf fólks,“ segir Mich­ael Lynch, fyrr­ver­andi yfir­maður mark­aðs­mála íþrótta hjá Visa, í sam­tali við blaða­mann New York Times. Lynch hefur einnig starfað sem ráð­gjafi í íþrótta­heim­inum um langa hríð og segir hann það vera nei­kvæða þróun ef ein­hverjir ætli að taka afstöðu með skoð­unum sem geta stofnað lífi fólks í hættu.

Raf­ael Nadal, helsti keppi­nautur Djokovic, er á meðal þeirra sem hafa tjáð sig um þá stöðu sem upp er kom­in. Nadal segir Djokovic frjálst að taka eigin ákvarð­an­ir. „En það eru afleið­ingar og mér líkar ekki við þá stöðu sem er komin upp,“ sagði Nadal á blaða­manna­fundi. Hann seg­ist finna til með Djokovic að vissu leyti en að hann hafi vitað með margra mán­aða fyr­ir­vara að bólu­setn­ing væri skylda fyrir þátt­töku á mót­inu. „Heim­ur­inn hefur þjáðst of mikið til að þurfa að sætta sig við þá sem fara ekki eftir settum regl­u­m,“ sagði Nadal og yppti öxl­um, furðu lost­inn yfir ástand­inu.

Umdeilt inn­flytj­enda­hótel

For­eldrar Djokovic hafa einnig tjáð sig um stöð­una og segja þau Djokovic vera fanga ástr­al­skra yfir­valda. Flótta­menn og hæl­is­leit­endur hafa verið vistaðir á hót­el­inu sem Djokovic dvelur á og hafa stuðn­ings­menn hans safn­ast saman fyrir utan hót­el­ið. En þar hafa einnig aðgerða­sinnar í inn­flytj­enda­málum komið saman þar sem þeir von­ast til að dvöl Djokovic á hót­el­inu veki athygli á slæmri aðstöðu sem inn­flytj­endur og hæl­is­leit­endur hafa þurft að búa við á hót­el­inu.

Ekki eru allir á eitt sáttir við tilraunir Djokovic til að koma óbólusettur til Ástralíu.

Mohammad Joy Miah hefur dvalið á hót­el­inu í nokkurn tíma og seg­ist vera and­lega nið­ur­brot­inn. „Ég hef hvorki fengið að fara út í dags­birt­una eða andað að mér fersku lofti. Líf mitt er her­berg­ið,“ segir hann í sam­tali við BBC. Þá deildi hann mynd af mat sem hann fékk sendan upp á her­bergi í lok des­em­ber en þar mátti finna maðk. „Ég borð­aði tvo eða þrjá sem voru í brokkolí­inu mínu áður en vörð­ur­inn sam­þykkti að fjar­lægja mál­tíð­ina,“ segir hann. Vera Djokovic á hót­el­inu hefur óneit­an­lega vakið athygli, en til­finn­ingar þeirra sem einnig eru á hót­el­inu eru blendn­ar. „Fjöl­miðlar munu fjalla meira um okkur og lík­lega heim­ur­inn all­ur, bara af því að Djokovis verður hérna í nokkra daga, sem er í raun mjög sorg­leg­t,“ segir Mehdi Ali, hæl­is­leit­andi sem dvelur á hót­el­inu. Hann hefur rætt við fjöl­marga fjöl­miðla um mál Djokovic og er gagn­rýn­inn á þá í færslu á Twitt­er. „Ég er búinn að vera í búri í níu ár, ég er 24 ára í dag og eina sem þið viljið tala um við mig er þetta [mál Djokovic],“ tísti Mehdi Ali á afmæl­is­dag­inn sinn á fimmtu­dag.

Hver verður nið­ur­stað­an?

En mun Djokovic geta talað sig inn á Opna ástr­alska meist­ara­mót­ið? Það gæti skýrst á mánu­dag þegar ákvörðun yfir­valda um að vísa honum úr landi verður tekin fyr­ir. Mótið er mik­il­vægt fyrir Djokovic sem á mögu­leika á vinna það í tíunda skipti og tekið þannig fram úr sínum helstu keppi­naut­um, Raf­ael Nadal og Roger Feder­er, en allir þrír hafa unnið 20 risa­mót í tenn­is.­Stað­reyndin að Djokovic er á meðal fremstu og þekkt­ustu tenn­is­spil­ara heims skiptir máli í stóra sam­heng­inu. „Allir vissu að hann væri vænt­an­legur og ég held að það sé ekki ásætt­an­legt ef rík­is­stjórnin segir að hún hafi ekki vitað mála­vöxtu fyrr en hann kom til Ástr­al­íu. Þau leyfðu honum að fara um borð í flug­vél­ina.“ segir Mary Crock, sér­fræð­ingur í inn­flytj­enda­lögum við Háskól­ann í Sydney, í sam­tali við BBC.

Fyr­ir­liggj­andi gögn benda til að Djokovic mun að öllum lík­indum ekki hafa betur í dóm­sal á morg­un. En ef það verður nið­ur­stað­an, til að mynda ef dóm­ar­inn snýr við ógild­ingu yfir­valda á vega­bréfs­á­ritun Djokovic verður honum frjálst að koma inn í landið og gefst þá vika til að und­ir­búa sig fyrir mót­ið, svo lengi sem yfir­völd aðhaf­ast ekki frekar í mál­inu.

Ef hann hins vegar tapar mál­inu gæti hann vísað því til áfrýj­un­ar­dóm­stóls. Það gæti þó reynst dýr­keypt þar sem það mun að öllum lík­indum taka um viku að koma mál­inu á dag­skrá og þá verður Djokovic enn í mála­ferlum þegar mótið hefst, í engri leikæf­ingu og enn á flótta­manna­hót­el­inu umdeilda.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, Einar Þorsteinsson, Dóra Björt Guðjónsdóttir og Dagur B. Eggertsson funda stíft þessa dagana.
Nýr meirihluti verði klár í slaginn áður en fyrsti borgarstjórnarfundur hefst
Viðræður um myndun meirihluta í Reykjavík hafa staðið yfir í fjóra daga en Samfylkingin, Framsóknarflokkur, Píratar og Viðreisn stefna að því að ljúka þeim áður en fyrsti borgarstjórnarfundur kjörtímabilsins verður settur þann 7. júní næstkomandi.
Kjarninn 28. maí 2022
Örn Bárður Jónsson
Um Pútín, fáveldi og fasisma
Kjarninn 28. maí 2022
Mikið er lánað til byggingafyrirtækja um þessar mundir. Áætlað er að það þurfi að byggja 35 þúsund íbúðir á Íslandi á næstu tíu árum.
Bankar lánuðu fyrirtækjum meira á tveimur mánuðum en þeir gerðu samtals 2020 og 2021
Ný útlán, að frádregnum upp- og umframgreiðslum, þriggja stærstu banka landsins til fyrirtækja voru 80,5 milljarðar króna á fyrstu fjórum mánuðum ársins. Gríðarleg aukning hefur orðið á lánum til fasteignafélaga og þeirra sem starfa í byggingarstarfsemi.
Kjarninn 28. maí 2022
Icelandair beri að framfylgja ákvörðunum stjórnvalda bóki þau flug fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd
Icelandair svarar því ekki hvort flugfélagið muni flytja þá umsækjendur um alþjóðlega vernd sem til stendur að vísa úr landi á næstunni. Því sé ekki heimilt að svara fyrir hönd viðskiptavina sinna um möguleg eða fyrirhuguð flug.
Kjarninn 28. maí 2022
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Seðlabankinn segist ekki þurfa að svara fyrir félag sem hann átti vegna þess að því hefur verið slitið
Það er niðurstaða Seðlabanka Íslands að hann þurfi ekki að afhenda upplýsingar um ráðstöfun hundruð milljarða króna eigna út úr ESÍ, fjárfestingarleið bankans og stöðugleikasamninga sem gerðir voru við kröfuhafa föllnu bankanna.
Kjarninn 28. maí 2022
Morgunblaðssamstæðan frestaði greiðslu á launatengdum gjöldum upp á 193 milljónir
Stjórnvöld buðu fyrirtækjum sem eftir því sóttust að fresta greiðslu launatengdra gjalda vaxtalaust í nokkur ár þegar kórónuveirufaraldurinn skall á. Morgunblaðssamstæðan nýtti þetta úrræði og þarf að greiða 193 milljónir til baka í ríkissjóð til 2026.
Kjarninn 28. maí 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Pönk í Peking
Kjarninn 28. maí 2022
Fjármálaráðherra Bretlands Rishi Sunak var ekki sannfærður um hvalrekaskatt í fyrstu en líst nú vel á skynsamlega skattlagningu á gróða orkufyrirtækja.
Fjármálaráðherra Breta tekur U-beygju í afstöðu sinni til hvalrekaskatts
Rishi Sunak áætlar að hvalrekaskattur sem leggst á hagnað breskra olíu- og gasfyrirtækja muni skila fimm milljörðum punda í ríkiskassann næsta árið. Þeir peningar munu fjármagna stuðningsaðgerðir við breskan almenning að hluta til.
Kjarninn 27. maí 2022
Meira eftir höfundinnErla María Markúsdóttir
Meira úr sama flokkiErlent