Novak Djokovic: Baráttumaður eða forréttindapési?

Tennisstjarnan Novak Djokovic er í varðhaldi á flóttamannahóteli í Melbourne þar sem vegabréfsáritun hans var ekki tekin gild við komuna til landsins. Málið hefur vakið upp margar spurningar, ekki síst um bólusetningar og forréttindastöðu frægs fólks.

Novak Djokovic hefur kært yfirvöld í Ástralíu fyrir að meta vegabréfsáritun hans ógilda. Djokovic, sem er óbólusettur, fékk undanþágu til að keppa á Opna ástralska meistaramótinu í tennis en áströlsk yfirvöld segja læknisfræðilegar ástæður ófullnægjandi.
Novak Djokovic hefur kært yfirvöld í Ástralíu fyrir að meta vegabréfsáritun hans ógilda. Djokovic, sem er óbólusettur, fékk undanþágu til að keppa á Opna ástralska meistaramótinu í tennis en áströlsk yfirvöld segja læknisfræðilegar ástæður ófullnægjandi.
Auglýsing

Djokovic, sem er einn fremsti tenn­is­spil­ari heims í karla­flokki, stefnir á þátt­töku á Opna ástr­alska meist­ara­mót­inu sem hefst í Mel­bo­urne 17. jan­ú­ar. Bólu­setn­ing er skil­yrði fyrir þátt­töku en Djokovic er óbólu­settur og hefur talað gegn bólu­setn­ing­um. Hann sótti um und­an­þágu sem yfir­völd í Vikt­or­íu-­fylki veittu hon­um, líkt og nokkrum öðrum kepp­end­um. Þegar Djokovic kom til lands­ins á mið­viku­dag var honum hins vegar meinuð inn­ganga í landið af landamæra­vörð­um. Djokovic hefur kært ákvörð­un­ina og mun dóm­stóll skera úr um á morg­un, mánu­dag, hvort honum verði vísað úr landi eða ekki.

Scott Morri­son, for­sæt­is­ráð­herra Ástr­al­íu, var í fyrstu hlynntur ákvörðun yfir­valda í Vikt­or­íu-­fylki um að veita Djokovic und­an­þágu en skipti síðar um skoðun þar sem hann sagði að eng­inn ætti að vera haf­inn yfir gild­andi regl­ur. Und­an­þágan er veitt af lækn­is­fræði­legum ástæðum og fyrst um sinn var ekki gefið upp á hvaða for­sendum und­an­þágan var veitt en í rétt­ar­skjölum sem gerð voru opin­ber í gær kemur fram að Djokovic hefði smit­ast af Covid-19 16. des­em­ber og því hafi und­an­þágan verið sam­þykkt af Tenn­is­sam­bandi Ástr­al­íu. Athygli vekur að á Twitt­er-­síðu Djokovic má sjá færslu frá 17. des­em­ber þar sem hann tekur á móti við­ur­kenn­ingu í Serbíu fyrir afrek sín, grímu­laus.

Laga­leg og póli­tísk flækja

Morri­son hefur verið sak­aður um að gera und­an­þágu­beiðni Djokovic að póli­tísku máli. Aðgerðir vegna kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins hafa verið hvað harðastar í Ástr­alíu þar sem íbúar hafa búið við strangar tak­mark­anir svo mán­uðum skipt­ir. Um 90 pró­sent Ástr­ala eru bólu­settir en sótt­varna­reglur voru aftur hertar nýlega vegna ómíkron-af­brigð­is­ins. Auk þess eru strangar reglur á landa­mær­unum þar sem aðeins tví­bólu­settum ein­stak­lingum eða þeim sem hafa lækn­is­fræði­lega und­an­þágu frá bólu­setn­ingu er hleypt inn í land­ið. Morri­son er undir þrýst­ingi, þing­kosn­ingar fara vænt­an­lega fram í maí, en for­sæt­is­ráð­herr­ann þver­tekur fyrir að aft­ur­köllun vega­bréfs­á­rit­unar Djokovic hafi eitt­hvað með tengsl Ástr­alíu við Serbíu að gera.

Auglýsing
Forseti Serbíu, Aleksandar Vucic, er á öðru máli þar sem hann segir Djokovic fórn­ar­lamb áreitni. Jóla­há­tíð rétt­trún­að­ar­kirkj­unnar stendur yfir um þessar mundir og sendi æðsti biskup serbnesku rétt­trún­að­ar­kirkj­unnar stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu til Djokovic í predikun sinni þar sem hann segir millj­ónir Serba biðja fyrir hon­um.

Stuðningsmenn Djokovic hafa safnast saman fyrir utan sóttkvíarhótelið í Melbourne og vilja hann lausan.

Djokovic hefur einmitt vakið athygli fyrir það á íþrótta­ferli sínum að biðja bæn­ir, meðal ann­ars í þeim til­gangi að hreinsa mengað vatn. Þá hefur hann setið inni í egg­laga belg á stór­mótum í þeim til­gangi að auka blóð­streymi lík­am­ans og auka fram­leiðslu rauðra blóð­korna. Þessar óhefð­bundnu aðferðir Djokovic hafa mest megnis vakið upp kátínu meðal stuðn­ings­manna hans. Þar til nú.

Umræða um bólu­setn­ingar virð­ist ekki falla vel inn í íþrótta­heim­inn. Mál Djokovic hefur sett af stað umræðu um að íþrótta­fólk eigi ekki að fá und­an­þágu ein­ungis vegna stöðu sinn­ar. Íþrótta­fólk hefur hingað til, ekki síst fyrir til­stuðlan sam­fé­lags­miðla, getað komið skoð­unum sínum óáreitt á fram­færi svo lengi sem þær skaða ekki aðra. En þegar skoð­un­unum fylgir að fara eftir öðrum reglum en allir aðrir breyt­ist stað­an.

„Al­menn­ingur heldur áfram að bregð­ast vel við þegar íþrótta­fólk tjáir sig um mál­efni sem hafa sam­fé­lags­leg áhrif og hafa jákvæð áhrif á líf fólks,“ segir Mich­ael Lynch, fyrr­ver­andi yfir­maður mark­aðs­mála íþrótta hjá Visa, í sam­tali við blaða­mann New York Times. Lynch hefur einnig starfað sem ráð­gjafi í íþrótta­heim­inum um langa hríð og segir hann það vera nei­kvæða þróun ef ein­hverjir ætli að taka afstöðu með skoð­unum sem geta stofnað lífi fólks í hættu.

Raf­ael Nadal, helsti keppi­nautur Djokovic, er á meðal þeirra sem hafa tjáð sig um þá stöðu sem upp er kom­in. Nadal segir Djokovic frjálst að taka eigin ákvarð­an­ir. „En það eru afleið­ingar og mér líkar ekki við þá stöðu sem er komin upp,“ sagði Nadal á blaða­manna­fundi. Hann seg­ist finna til með Djokovic að vissu leyti en að hann hafi vitað með margra mán­aða fyr­ir­vara að bólu­setn­ing væri skylda fyrir þátt­töku á mót­inu. „Heim­ur­inn hefur þjáðst of mikið til að þurfa að sætta sig við þá sem fara ekki eftir settum regl­u­m,“ sagði Nadal og yppti öxl­um, furðu lost­inn yfir ástand­inu.

Umdeilt inn­flytj­enda­hótel

For­eldrar Djokovic hafa einnig tjáð sig um stöð­una og segja þau Djokovic vera fanga ástr­al­skra yfir­valda. Flótta­menn og hæl­is­leit­endur hafa verið vistaðir á hót­el­inu sem Djokovic dvelur á og hafa stuðn­ings­menn hans safn­ast saman fyrir utan hót­el­ið. En þar hafa einnig aðgerða­sinnar í inn­flytj­enda­málum komið saman þar sem þeir von­ast til að dvöl Djokovic á hót­el­inu veki athygli á slæmri aðstöðu sem inn­flytj­endur og hæl­is­leit­endur hafa þurft að búa við á hót­el­inu.

Ekki eru allir á eitt sáttir við tilraunir Djokovic til að koma óbólusettur til Ástralíu.

Mohammad Joy Miah hefur dvalið á hót­el­inu í nokkurn tíma og seg­ist vera and­lega nið­ur­brot­inn. „Ég hef hvorki fengið að fara út í dags­birt­una eða andað að mér fersku lofti. Líf mitt er her­berg­ið,“ segir hann í sam­tali við BBC. Þá deildi hann mynd af mat sem hann fékk sendan upp á her­bergi í lok des­em­ber en þar mátti finna maðk. „Ég borð­aði tvo eða þrjá sem voru í brokkolí­inu mínu áður en vörð­ur­inn sam­þykkti að fjar­lægja mál­tíð­ina,“ segir hann. Vera Djokovic á hót­el­inu hefur óneit­an­lega vakið athygli, en til­finn­ingar þeirra sem einnig eru á hót­el­inu eru blendn­ar. „Fjöl­miðlar munu fjalla meira um okkur og lík­lega heim­ur­inn all­ur, bara af því að Djokovis verður hérna í nokkra daga, sem er í raun mjög sorg­leg­t,“ segir Mehdi Ali, hæl­is­leit­andi sem dvelur á hót­el­inu. Hann hefur rætt við fjöl­marga fjöl­miðla um mál Djokovic og er gagn­rýn­inn á þá í færslu á Twitt­er. „Ég er búinn að vera í búri í níu ár, ég er 24 ára í dag og eina sem þið viljið tala um við mig er þetta [mál Djokovic],“ tísti Mehdi Ali á afmæl­is­dag­inn sinn á fimmtu­dag.

Hver verður nið­ur­stað­an?

En mun Djokovic geta talað sig inn á Opna ástr­alska meist­ara­mót­ið? Það gæti skýrst á mánu­dag þegar ákvörðun yfir­valda um að vísa honum úr landi verður tekin fyr­ir. Mótið er mik­il­vægt fyrir Djokovic sem á mögu­leika á vinna það í tíunda skipti og tekið þannig fram úr sínum helstu keppi­naut­um, Raf­ael Nadal og Roger Feder­er, en allir þrír hafa unnið 20 risa­mót í tenn­is.­Stað­reyndin að Djokovic er á meðal fremstu og þekkt­ustu tenn­is­spil­ara heims skiptir máli í stóra sam­heng­inu. „Allir vissu að hann væri vænt­an­legur og ég held að það sé ekki ásætt­an­legt ef rík­is­stjórnin segir að hún hafi ekki vitað mála­vöxtu fyrr en hann kom til Ástr­al­íu. Þau leyfðu honum að fara um borð í flug­vél­ina.“ segir Mary Crock, sér­fræð­ingur í inn­flytj­enda­lögum við Háskól­ann í Sydney, í sam­tali við BBC.

Fyr­ir­liggj­andi gögn benda til að Djokovic mun að öllum lík­indum ekki hafa betur í dóm­sal á morg­un. En ef það verður nið­ur­stað­an, til að mynda ef dóm­ar­inn snýr við ógild­ingu yfir­valda á vega­bréfs­á­ritun Djokovic verður honum frjálst að koma inn í landið og gefst þá vika til að und­ir­búa sig fyrir mót­ið, svo lengi sem yfir­völd aðhaf­ast ekki frekar í mál­inu.

Ef hann hins vegar tapar mál­inu gæti hann vísað því til áfrýj­un­ar­dóm­stóls. Það gæti þó reynst dýr­keypt þar sem það mun að öllum lík­indum taka um viku að koma mál­inu á dag­skrá og þá verður Djokovic enn í mála­ferlum þegar mótið hefst, í engri leikæf­ingu og enn á flótta­manna­hót­el­inu umdeilda.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnErla María Markúsdóttir
Meira úr sama flokkiErlent