Minnsta aukning á reiðufé í umferð í átta ár

Töluvert hefur dregið úr aukningu reiðufjár í umferð á síðustu mánuðum, eftir að seðlar og mynt urðu eftirsóttari í byrjun faraldursins. Margt bendir til þess að faraldurinn hafi leitt til minni viðskipta með reiðufé.

Ásókn í peningaseðla- og myntir hefur aukist hægar á síðustu mánuðum.
Ásókn í peningaseðla- og myntir hefur aukist hægar á síðustu mánuðum.
Auglýsing

Heild­ar­virði seðla og mynta í umferð hér­lendis nam tæpum 74 millj­örðum króna í nóv­em­ber, sem er 2,2 pró­sent meira en virði þeirra í sama mán­uði árið 2020, sam­kvæmt tölum frá Seðla­bank­anum. Aukn­ingin á fram­boði reiðu­fjár á milli ára hefur ekki verið minni frá því í maí árið 2014. Senni­legt er að far­ald­ur­inn hafi leitt til auk­ins vilja til að geyma eignir sínar á því formi fyrst um sinn, en þó gætu við­skiptin með reiðufé hafa minnk­að.

Mikið reiðufé eftir hrun

Hægt er að finna upp­lýs­ingar um fram­boð reiðu­fjár í umferð með því að draga inni­stæður inn­lána­stofn­ana í seðlum og mynt frá tölum um heild­ar­virði útgef­ins reiðu­fjár. Báðar þessar tölur má finna á vef­síðu Seðla­bank­ans.

Miklar sveiflur eru á þessum tölum á milli mán­aða, líkt og myndin hér að neðan sýn­ir. Yfir lengri tíma­bil er fram­boðs­aukn­ingin þó nokkuð jöfn, en virði seðla og mynta í notkun hefur að með­al­tali auk­ist um ell­efu pró­sent á milli ára á síð­ustu níu árum. Þetta er svipuð aukn­ing og á tíma­bil­inu 2001 til 2007, en þá var með­al­aukn­ingin um níu pró­sent.

Auglýsing

Í fjár­málakrepp­unni 2008-2012 stórjókst hins vegar fjöldi seðla og mynta í umferð. Mest var aukn­ingin í októ­ber árið 2008, en þá var heild­ar­virði seðla í umferð 108 pró­sentum meiri en á sama tíma árið áður. Aukn­ingin hélst mikil í fjögur ár, en hún var að með­al­tali um 34 pró­sent á milli ára frá októ­ber 2008 til októ­ber 2012.

Mynd: Kjarninn. Heimild: Seðlabankinn.

Í kjöl­far kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins mátti svo sjá nokkra aukn­ingu á seðlum og mynt í umferð, en frá apríl 2020 til mars 2021 nam árs­aukn­ingin að með­al­tali níu pró­sent­um. Mest var hún í októ­ber árið 2020, en þá var heild­ar­virði reiðu­fjár 12 pró­sentum meira en það á sama tíma árið áður.

Síðan þá hefur hratt dregið úr aukn­ing­unni með hverjum mán­uði. Sam­kvæmt hag­tölum Seðla­bank­ans er það bæði vegna hæg­ari aukn­ingar á útgefnu fé bank­ans og meiri aukn­ingar í reiðu­fjár­eignum við­skipta­bank­anna.

Flótti í öruggar eignir

Stefán Arn­ar­son, aðal­fé­hirðir Seðla­banka Íslands, fjall­aði um þróun reiðu­fjár á tímum far­ald­urs­ins í grein sem hann skrif­aði í Vís­bend­ingu í fyrra. Sam­kvæmt honum er erfitt að greina notkun reiðu­fjár, þar sem það er bæði notað til við­skipta og til að geyma verð­mæti.

Þó bendir hlut­falls­leg aukn­ing 10.000 króna seðla á árinu 2020 til þess að fólk hafi í auknum mæli viljað geyma eignir sínar í formi reiðu­fjár á tímum far­ald­urs­ins.

Rúmlega fjórði hver peningaseðill á Íslandi lítur svona út.

Svo virð­ist sem mikið af aukn­ingu 10.000 króna seðla í umferð hafi átt sér stað á fyrstu vikum far­ald­­ur­s­ins í mars og apr­íl. Dag­inn sem fyrsta sam­komu­­bannið var aug­lýst streymdu til dæmis út 350 millj­­ónir króna af 10.000 króna seðl­u­m.

Nú eru 10.000 króna seðlar 65,6 pró­sent af heild­ar­virði allra seðla. Seð­ill­inn er líka næst­vin­sælastur á eftir þús­und­kall­in­um, en rúm­lega fjórði hver pen­inga­seð­ill er 10.000 króna seð­ill.

Sam­­kvæmt Stef­áni er mög­u­­leg skýr­ing á þess­­ari fjölgun sú að fólk hafi brugð­ist við óvissu í efna­hags­­málum með því að færa eignir sínar inn á örugg­­ara form, þ.e. íslenskt reið­u­­fé. Hann segir að þessi hegð­un, sem kölluð er „flight to quality“ á ensku, birt­ist til dæmis sem ásókn í gull á óvissu­­tím­­um.

Minni við­skipti með reiðufé

Í grein sinni nefnir Stefán einnig að ýmsar birt­inga­myndir far­ald­urs­ins og nið­ur­sveifl­unnar sem honum fylgdi hafi án efa leitt til minni við­skipta með reiðu­fé. Þeirra á meðal eru aukin net­versl­un, tak­markað aðgengi að þjón­ustu í úti­búum og hvatn­ing yfir­valda til að nota snerti­lausar greiðslu­lausn­ir.

Einnig gæti fækkun ferða­manna einnig leitt til minni við­skipta með reiðu­fé, en þeir komu með allt að einum millj­arði íslenskra króna í seðlum og myntum með sér til Íslands í hverjum mán­uði þegar ferða­manna­góð­ærið stóð sem hæst. Sömu­leiðis gæti aukin notkun sjálfs­af­greiðslu­kassa í dag­vöru­versl­unum ýtt undir korta­notkun hjá íslenskum neyt­end­um, á kostnað reiðufjár­notk­un­ar.

Mynd: Kjarninn. Heimild: Seðlabankinn og Hagstofa.

Verð­bólgan meiri í fyrsta skipti frá 2012

Líkt og myndin hér að ofan sýnir hefur aukn­ing reiðu­fjár í umferð yfir­leitt verið meiri heldur en verð­bólgan hér­lendis á síð­ustu árum. Frá því í júlí á síð­asta ári hefur þessu hins vegar verið öfugt farið og var verð­bólgan um það bil tvö­falt meiri en reiðu­fjár­aukn­ingin í nóv­em­ber.

Þetta er í fyrsta skipti sem verð­bólga hefur mælst meiri en aukn­ing reiðu­fjár í umferð frá ára­mótum 2012 og 2013, en þá var verð­bólgan 3,7 pró­sent á meðan virði reiðu­fjár jókst um 4,2 pró­sent frá síð­asta ári.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Örn Bárður Jónsson
Veðurfræðingar án framtíðar!
Kjarninn 26. júní 2022
Heildartekjur fjarskiptafyrirtækja jukust um 6,1 milljarð í fyrra og voru 72,4 milljarðar
Farsímaáskriftum fjölgaði aftur í fyrra eftir að hafa fækkað í fyrsta sinn frá 1994 á árinu 2020. Tekjur fjarskiptafyrirtækjanna af sölu á farsímaþjónustu jukust gríðarlega samhliða þessari þróun.
Kjarninn 26. júní 2022
Anna Marsibil Clausen, ritstjóri hlaðvarpa hjá RÚV.
„Rökrétt framhald á kaffistofuumræðunni á tímum ólínulegrar dagskrár“
Svokölluð fylgivörp, hlaðvörp um sjónvarpsefni, eru rökrétt framhald á kaffistofuumræðunni á tímum ólínulegrar dagskrár að mati ritstjóra hlaðvarpa hjá RÚV.
Kjarninn 26. júní 2022
Harmsaga fílsins Happy
Hún er ekki persóna sem á rétt á frelsi segja dómstólar þrátt fyrir að henni hafi verið rænt frá fjölskyldu sinni, hún fönguð, bundin og barin. Misst einu vini sína í prísundinni og aldrei eignast afkvæmi.
Kjarninn 26. júní 2022
Fólk lagði blóm og kerti á götu í Stokkhólmi til minningar um sænska rapparann Einar sem var skotinn til bana í október í fyrra.
Sænskir ráðherrar í læri hjá Dönum
Á meðan morðum sem framin eru með skotvopnum fækkar í mörgum Evrópulöndum fjölgar þeim í Svíþjóð. Í Danmörku fækkar slíkum morðum og nú vilja Svíar læra af Dönum hvernig hægt sé að draga úr glæpum af þessu tagi.
Kjarninn 26. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Meira eftir höfundinnJónas Atli Gunnarsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar