„Þeir drápu, hópnauðguðu og rændu“

Í eitt og hálft ár hefur stríð þar sem hópnauðgunum, aftökum og fjöldahandtökum hefur verið beitt staðið yfir í Eþíópíu. Þúsundir hafa látist vegna átakanna og hungursneyð vofir yfir milljónum enda hefur neyðaraðstoð ekki borist mánuðum saman.

Stríðið í Eþíópíu hefur staðið í sextán mánuði. Í nóvember, þegar það hafði staðið í ár, komu margir saman í höfuðborginni Addis Ababa til að mótmæla því.
Stríðið í Eþíópíu hefur staðið í sextán mánuði. Í nóvember, þegar það hafði staðið í ár, komu margir saman í höfuðborginni Addis Ababa til að mótmæla því.
Auglýsing

Lík eftir lík eftir lík. Mörg hund­ruð lík liggja á víð og dreif um göt­una. Lík ungra karl­manna. Lík barna og jafn­vel lík þung­aðra kvenna. Þessi sjón mun fylgja Destu Gebr­ean­anya, fimm barna móð­ur, það sem eftir er. Hún hefði getað verið drepin enda sömu þjóðar og þeir sem hlutu þau örlög. En henni tókst að fela sig í heila viku – hjá nágranna sem til­heyrir annarri þjóð, þjóð sem her­menn­irnir eru ekki að reyna að útrýma líkt og henn­ar.

Auglýsing

Desta er af Tigray-­þjóð­inni sem kennd er við sam­nefnt svæði í Eþíóp­íu. Þegar hún sá líkin í hrönnum á göt­unni bjó hún enn í heimabæ sínum Abala í Afar-hér­aði sem liggur að Tigray. Þetta var 24. des­em­ber og vopn­aðir hópar hlið­hollir eþíópískum stjórn­völdum fóru um þorp og bæi í Afar dag­ana á undan og leit­uðu uppi Tigray-­fólk­ið. Og drápu það.

Ungbarn í flóttamannabúðum í Tigray-héraði. Mynd: UNICEF

Í stríð­inu sem geisað hefur í að verða eitt og hálft ár í Eþíópíu er hvorug fylk­ingin með hreina sam­visku enda hafa ýmsir vopn­aðir hópar, hlið­hollir annarri hvorri þeirra, blandað sér í átök­in. Það eru engin ný tíð­indi þegar átök brjót­ast út – hvar sem er í ver­öld­inni. Hroða­verk gegn almennum borg­ur­um, venju­legu fólki, hafa verið framin á báða bóga og átökin sem hófust í Tigray en hafa síð­ustu mán­uði breiðst út til nálægra hér­aða, hafa kostað þús­undir manns­lífa og hrakið millj­ónir fólks á flótta. Og hvert flýr fólk­ið? Til nágranna­ríkj­anna Súdan og Erít­reu. Flest er það þó á ver­gangi innan landamæra Eþíóp­íu.

Tigray-hérað er nyrst í Eþíópíu og á landamæri að Erítreu og Súdan.

Desta greiddi smygl­urum fyrir að koma sér og börnum sínum til Tigray þar sem hún taldi fjöl­skyldu sína þrátt fyrir það sem þar gengur á örugg­ari.

„Her­menn­irnir vörðu almenna borg­ara af öðru þjóð­erni en þurrk­uðu út Tigray-­fólk­ið,“ segir Desta við frétta­stofu Al Jazeera. Hún heldur til í flótta­manna­búðum rétt utan við höf­uð­borg Tigray, Meklle. „Þeir drápu, hópnauðg­uðu, rændu og hand­tóku Tigray-­fólkið sem þeir fundu í bæn­um. Aðeins ef þú þekktir ein­hverja af Afar-­þjóð­inni og gast falið þig hjá þeim áttir þú mögu­leika á að lifa af.“

Hún veit ekki enn hvað varð um eig­in­mann­inn. Hann hvarf í inn­rás her­mann­anna í Abala og ekk­ert hefur spurst til hans síð­an. „Eng­inn af Tigray-­þjóð­inni er eftir í bæn­um. Þeir frömdu þjóð­ar­morð,“ segir Desta.

Fjölskylda í tjaldi í flóttamannabúðum í Eþíópíu. Mynd: WFP

Í nóv­em­ber árið 2020 sendi Abiy Ahmed, for­sæt­is­ráð­herra Eþíóp­íu, vopnað her­lið inn í Tigray-hérað í norð­ur­hluta lands­ins. Til­gang­ur­inn var að koma stjórn­mála­flokknum sem þar fór með völd, Frels­is­flokk Tigray-­fólks­ins (TPLF), frá völd­um. Abiy sak­aði þá um að hafa ráð­ist á her­stöð og rétt­lætti með þeim hætti inn­rás­ina sem hann nýtur lið­sinnis hers Erít­reu við. Óstað­festar fregnir herma að hópar frá Sómalíu og vopn frá Sádi-­Ar­abíu séu einnig notuð í hern­að­in­um.

Allt fór á annan end­ann á stuttum tíma. Ekki bara í Tigray heldur víða í hinu við­feðma og fjöl­menna landi. Átökin hafa borist til hér­að­anna Amhara og Afar en fólk af Tigray-­þjóð­inni hefur einnig orðið fyrir ofsóknum og árásum víðar í land­inu.

Mörg hundruð börn eru talin hafa dáið úr hungri eða sjúkdómum vegna stríðsins. Mynd: WFP

En hvað varð til þess að allt fór í bál og brand? Líkt og í öllu stríði eru það völd sem barist er um. Og rótin felst m.a. í stjórn­ar­kerfi Eþíópíu sem komið var á árið 1994. Síðan þá hefur land­inu verið skipt í tíu héruð sem ólíkir þjóð­ern­is­hópar fara með völdin í.

Frels­is­flokkur Tigray-­fólks­ins var sá sem átti mestan þátt í að koma hér­aðs­stjórna­kerf­inu á og er umhugað um að það verði áfram við lýði. Full­trúar hans leiddu fjög­urra flokka stjórn sem ríkti í Eþíópíu frá árinu 1991 er her­for­ingja­stjórn var komið frá völd­um.

Óánægja fór að krauma

Hag­sæld Eþíópíu jókst undir sam­steypu­stjórn­inni og allt var, eða virt­ist að minnsta kosti á yfir­borð­inu, með kyrrum kjörum um hríð. Reglu­lega komu þó upp áhyggjur og ásak­anir um alvar­leg mann­rétt­inda­brot og veikt lýð­ræði og að lokum fór það svo að óánægjan jókst veru­lega og mörgum fannst nóg kom­ið.

Abiy-Ahmed, forsætisráðherra Eþíópíu.

Breyt­ingar voru gerðar á rík­is­stjórn­inni og Abiy var skip­aður nýr for­sæt­is­ráð­herra. Hann stofn­aði nýjan flokk, Vel­meg­un­ar­flokk­inn (Prosperity Par­ty) og rak nokkra lyk­il­menn af Tigray-­þjóð­inni úr stjórn sinni, menn sem sak­aðir höfðu verið um spill­ingu og grófa vald­níðslu.

Abiy hefur notið aðdá­unar utan land­stein­anna, ekki síst fyrir þátt sinn í að binda enda á langvar­andi deilur um Erít­reu, svæði sem til­heyrði Eþíópíu en varð að sjálf­stæðu ríki á tíunda ára­tug síð­ustu ald­ar. Abiy hlaut Frið­ar­verð­laun Nóbels árið 2019.

Sleit sam­bandi við Tigray

En vin­sældir hans voru ekki jafn­miklar alls staðar heima fyrir enda hafði hann reitt leið­toga Frels­is­flokks Tigray-­fólks­ins til reiði. Þeir litu svo á að Abiy væri að reyna að mið­stýra land­inu og eyði­leggja hér­aðs­stjórn­ar­kerfið sem þeir vildu í lengstu lög standa vörð um.

Deil­urnar hörðn­uðu sífellt og í sept­em­ber er leið­togar Tigray-hér­aðs vildu halda sínar eigin kosn­ing­ar, sem stjórn­völd á lands­vísu telja ólög­legt, komst allt á suðu­punkt. Stjórn Abiy ákvað að slíta sam­bandi við Frels­is­flokk­inn og stöðva fjár­fram­lög til hér­aðs­ins. Leið­togar Frels­is­flokks­ins, sem fundið höfðu völd sín dvína í lengri tíma, sögðu aðgerð­irnar „jafn­ast á við stríðs­yf­ir­lýs­ing­u“.

Auglýsing

Ólgan jókst, Frels­is­flokk­ur­inn var sak­aður um að ráð­ast að her­stöð og stela þaðan vopnum og þá sagði Abiy að þeir hefðu „farið yfir lín­una“. Átök brut­ust út og nú, einu og hálfu ári síð­ar, hafa þús­undir lát­ist og millj­ónir þurfa nauð­syn­lega á mann­úð­ar­að­stoð að halda.

Her­menn eþíópískra stjórn­valda og vopn­aðir hópar hlið­hollir þeim hafa verið sak­aðir um að beita kyn­ferð­is­of­beldi í stríð­inu, að hafa hand­tekið yfir­gengi­legan fjölda fólks og um aftök­ur. Her­menn Tigray hafa einnig verið sak­aðir um ítrekað ofbeldi gegn almennum borg­ur­um. Al Jazeera hefur eftir Norð­mann­inum og pró­fess­ornum Kjetil Tron­voll, sem þekkir vel til átak­anna vegna ráð­gjafa­starfa sinna í Eþíóp­íu, að stríðið hafi orðið til þess að nágrannar berj­ast við hvern ann­an. Rof hefur orðið í sam­stöðu fólks með skelfi­legum afleið­ing­um.

Þúsundir hafa fallið í stríðinu í Eþíópíu en nákvæm tala um mannfallið er enn á huldu. Mynd: EPA

Stjórn Abiy Ahmeds hefur nú lýst yfir „ótíma­bundnu vopna­hléi af mann­úð­ar­á­stæð­u­m“. For­sæt­is­ráð­herr­ann von­ast til þess að loks­ins verði hægt að koma neyð­ar­að­stoð til fólks­ins í Tigray þar sem hung­ursneyð blasir við hund­ruðum þús­unda manna. Hann kall­aði á fimmtu­dag eftir því að herir Tigray-hér­aðs leggi einnig niður vopn og dragi sig frá öðrum hér­uð­um. „Rík­is­stjórn Eþíópíu von­ast til þess að vopna­hléið muni bæta aðstöðu fólks­ins og vísa veg­inn í átt að lausn á átök­unum svo ekki þurfi að koma til frek­ari blóðsút­hell­inga.“

Vopna­hlé?

Sam­ein­uðu þjóð­irnar segja að Tigray-hérað hafi verið svo ein­angrað vegna stríðs­átak­anna að ekki hafi verið hægt að koma þangað neyð­ar­að­stoð frá því í des­em­ber. Stríð­andi fylk­ingar benda hvor á aðra. Stjórn­völd í Banda­ríkj­unum hafa sakað stjórn Abiy um að ein­angra Tigray-­fólkið og koma í veg fyrir aðstoð til þeirra. En stjórn­völd benda hins vegar á upp­reisn­ar­menn­ina og segja ábyrgð­ina liggja hjá þeim. Frels­is­flokk­ur­inn hefur verið ásak­aður um hafa vilj­andi búið til neyð­ar­á­stand, nota hungur sem vopn í sinni valda­bar­áttu.

Um 40 pró­sent fólks­ins í Tigray, svæðis sem á búa um sex millj­ónir manna, eru í brýnni þörf á mat að sögn Sam­ein­uðu þjóð­anna.

Á föstu­dag sam­þykktu upp­reisn­ar­hóp­arnir í Tigray að leggja niður vopn, svo lengi sem neyð­ar­að­stoðin ber­ist til hér­aðs­ins fljótt og örugg­lega.

Tedros Adhanom Ghebr­eyesus, fram­kvæmda­stjóri Alþjóða heil­brigð­is­mála­stofn­un­ar­inn­ar, er frá Tigray-hér­aði. Hann segir hörm­ungar hafa fylgt stríð­inu og hvetur til þess að almennum borg­urum verði hlíft við frek­ari átök­um.

Hvernig sem fer er talið að mann­úð­ar­að­stoð­ar, lyfja, mat­væla og ann­ars stuðn­ings, ger­ist þörf að minnsta kosti allt þetta ár.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnSunna Ósk Logadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar