Á þriðja tug flóttafólks frá Úkraínu þegar komið í umsjá sveitarfélaga

Öll móttaka flóttafólks frá Úkraínu hérlendis miðar að því að það sé komið til þess að vera hér í lengri tíma. Aðgerðarstjóri móttökunnar segir ómögulegt að segja til um hve mörgum verði tekið á móti og hversu lengi þau verði hér.

Útlendingastofnun - Kópavogi
Auglýsing

Á þriðja tug flótta­fólks frá Úkra­ínu sem var á vegum Útlend­inga­stofn­unar er þegar komið í svo­kallað milli­bilsúr­ræði á vegum sveit­ar­fé­laga, þaðan sem það fer svo í lang­tíma­úr­ræði á vegum við­eig­andi sveit­ar­fé­lags eða í hús­næði á almennum leigu­mark­aði. Útlend­inga­stofnun er með á sínum vegum 588 Úkra­ínu­menn sem sótt hafa um hæli hér­lendis vegna inn­rásar Rúss­lands í heima­land þeirra.

Gylfi Þór Þor­steins­son, aðgerð­ar­stjóri mót­töku flótta­fólks frá Úkra­ínu, segir ómögu­legt að segja til um hversu margir muni sækja hér um hæli vegna stríðs­ins. Þessa dag­ana sæki 20-30 manns um vernd frá Úkra­ínu á degi hverj­um. Þá eigi eftir að koma í ljós hve margir sem komið hafi hingað á ferða­manna­visa til 90 daga endi á því að sækja hér um hæli. Hingað fljúgi 50 flug­vélar á viku frá Pól­landi.

Auglýsing

Þá sé einnig ómögu­legt að segja til um það hversu lengi flótta­fólkið muni halda hér til, en allt starf gangi þó út frá því að það verði hér til lengri tíma.

Alls höfðu 633 sótt um vernd frá Úkra­ínu í gær, fimmtu­dag, og eins og kom fram í máli Gylfa er stærstur hluti þeirra, eða 588, í úrræðum á vegum Útlend­inga­stofn­un­ar. Þar af dvelja um 100 á einni hæð Hótel Sögu og aðrir í öðrum úrræðum sem Útlend­inga­stofnun hefur á sínum veg­um, en alls eru Útlend­inga­stofnun með 1.500 hæl­is­leit­endur í sinni þjón­ustu.

200 störf en færri börn

Kveðið hefur verið á um að með­ferð umsókna flótta­fólks frá Úkra­ínu fái hraðmeð­ferð og tekur hún nú nokkrar vik­ur, en von­ast er til þess að með opnun mót­t­töku­stöðvar í hús­næði Domus Med­ica verði úrvinnslu­tím­inn enn styttri. Rúm­lega mán­uður er síðan fyrsta flótta­fólkið kom hingað frá Úkra­ínu og er, eins og áður seg­ir, á þriðja tug þegar komið úr úrræðum Útlend­inga­stofn­unar og í milli­bils­á­standið sem Gylfi kallar „skjól“ í nokkrar vikur þar til þeim verður komið var­an­lega fyrir hjá sveit­ar­fé­lög­un­um.

Sveit­ar­fé­lögin segir Gylfi spila afar stórt hlut­verk þegar kemur að mál­efnum flótta­fólks­ins, bæði hvað varðar hús­næði og skóla­göngu barna. Það hafi þó komið hans teymi á óvart hversu lít­ill hluti þeirra sem sótt hafi um hæli hér séu börn, eða ein­ungis 27%. Þar af eru, það sem af er, 56 á leik­skóla­aldri, 106 á grunn­skóla­aldri og 36 á fram­halds­skóla­aldri. Álagið á skóla­kerfið virð­ist því, að svö stöddu, ekki ætla að verða jafn mikið og búast hefði mátt við, að því gefnu að börnin dreif­ist á milli sveit­ar­fé­laga. Að sögn Gylfa hafa alls 26 sveit­ar­fé­lög sýnt því áhuga að taka á móti flótta­fólki frá Úkra­ínu.

Hvað full­orðna fólkið varðar hafi Vinnu­mála­stofnun aug­lýst eftir störfum fyrir flótta­fólkið og hafa yfir 200 störf boð­ist þar í gegn. „Við erum bjart­sýn á að atvinnu­rek­endur séu til í að leggja fólki lið. Það er mik­il­vægt að þetta fólk kom­ist inn í rútínu sem fyrst.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Sjö molar um seðlabankavexti úti í heimi
Verðbólga veldur því að vaxtalækkanir faraldursins eru að ganga til baka, víðar en hér á Íslandi. Kjarninn tók saman nokkra fróðleiksmola um þróun mála í ríkjum bæði nær og fjær.
Kjarninn 25. júní 2022
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Samkeppniseftirlitið ekki haft aðkomu að rannsókn á dótturfélagi Eimskips í Danmörku
Dönsk samkeppnisyfirvöld staðfesta að húsleit hafi farið fram hjá dótturfélagi Eimskips í Danmörku en vilja að öðru leyti ekki tjá sig um rannsókn málsins. Ekki hefur verið óskað eftir aðstoð Samkeppniseftirlitsins hér á landi við rannsóknina.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent