Sex forstjórar fyrirtækja í meirihlutaeigu hins opinbera með hærri laun en forsætisráðherra

Æðstu stjórnendur fjögurra fyrirtækja sem eru að mestu í eigi ríkis eða sveitarfélaga erum með 3,5 milljónir króna á mánuði í heildarlaun eða meira. Sá sem er með hæstu launin fékk 167 prósent hærri laun en ráðherrar landsins í fyrra.

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Auglýsing

Birna Ein­ars­dótt­ir, banka­stjóri Íslands­banka, er sá for­stjóri fyr­ir­tækis sem er að meiri­hluta í eigu rík­is­ins sem er með hæstu laun­in. Alls var hún með 5,7 millj­ónir króna í laun, hlunn­indi og mót­fram­lag í líf­eyr­is­sjóð í fyrra en ríkið á 65 pró­sent hlut í Íslands­banka. Heild­ar­laun Birnu hækk­uðu um 14 pró­sent milli ára, að mestu vegna sér­stakrar greiðslu fyrir yfir­vinnu sem hún fékk í tengslum við und­ir­­bún­­ing hluta­fjár­­út­­­boðs og skrán­ingar Íslands­­­banka á markað í fyrra­sum­­­ar.

Lilja Björk Ein­ars­dótt­ir, banka­stjóri Lands­bank­ans, sem er nán­ast að öllu leyti í eigu rík­is­ins, kom þar á eftir með 4,5 millj­ónir króna í laun, hlunn­indi og mót­fram­lag í líf­eyr­is­sjóð í fyrra sem er 7,7 pró­sent meira en hún hafði árið 2020. 

Þriðji launa­hæsti rík­is­for­stjór­inn var Hörður Arn­ar­son, for­stjóri Lands­virkj­un­ar, með tæp­lega 3,6 millj­ónir króna á mán­uði en laun hans hækk­uðu um þrjú pró­sent milli ára. Fjórði rík­is­for­stjór­inn sem er með laun, hlunn­indi og mót­fram­lag yfir þremur og hálfri milljón krónum á mán­uði er Svein­björn Ind­riða­son, for­stjóri Isa­via. Hann var með 3,5 millj­ónir króna á mán­uði í fyrra sem er nán­ast sama upp­hæð og hann fékk að með­al­tali á mán­uði árið áður. 

Þetta má lesa úr árs­reikn­ingum þeirra rík­is­fyr­ir­tækja sem hafa þegar skilað árs­reikn­ingi vegna árs­ins 2021. 

Auglýsing
Guðmundur Ingi Ásmunds­son, for­stjóri Lands­nets, kemur þar skammt á eftir með rúm­lega 2,9 millj­ónir króna á mán­uði að með­al­tali en laun hans stóðu nán­ast í stað milli ára. Tryggvi Þór Har­alds­son, for­stjóri RARIK, fékk svo 2,1 millj­ónir króna að með­al­tali á mán­uði í laun, hlunn­indi og mót­fram­lag í líf­eyr­is­sjóði í fyrra sem er 4,1 pró­sent meira en hann fékk árið áður. 

Eitt stórt fyr­ir­tæki í opin­berri eigu ann­arra stjórn­valda en rík­is­ins, Orku­veita Reykja­vík­ur, hefur líka skilað inn árs­reikn­ingi. Bjarni Bjarna­son, for­stjóri henn­ar, var með rúm­lega 3,2 millj­ónir króna á mán­uði í heild­ar­greiðslur í fyrra sem er 21,4 pró­sent meira en hann hafði á árinu 2020. Eng­inn for­stjóri fyr­ir­tækis í opin­berri eigu hækk­aði hlut­falls­lega jafn mikið í launum og Bjarni á síð­asta ári en Reykja­vík­ur­borg er langstærsti eig­andi Orku­veit­unn­ar. Í árétt­ingu sem birt var á vef fyr­ir­tæk­is­ins fyrr í þessum mán­uði kom fram að Bjarni hefði fengið ein­greiðslu upp á þrjár millj­ónir króna á síð­asta ári. Að frá­dreg­inni þeirri greiðslu hafi laun Bjarna ekki hækkað umfram vísi­tölu­hækk­anir síð­ast­lið­inn tvö ár.

Nokkur fyr­ir­tæki í opin­berri eigu hafa ekki skilað inn árs­reikn­ingi enn sem komið er, enda ekki með skráða fjár­mála­gjörn­inga á mark­aði sem krefst þess af þeim. Má þar nefna RÚV, Íslands­póst, Hörpu og Orkubú Vest­fjarða.

Eng­inn átti að vera með hærri laun en for­sæt­is­ráð­herra

Lögum um kjara­ráð var breytt í ágúst 2009. Þá ákvað rík­­­is­­­stjórn­ Jó­hönnu Sig­­­urð­­­ar­dótt­­­ur, í kjöl­far hruns­ins og þeirra aðhalds­­­að­­­gerða sem ­rík­­­is­­­sjóður þurfti að grípa til, að kjara­ráð myndi einnig „ákveða ­laun og starfs­­­kjör fram­­­kvæmda­­­stjóra hluta­­­fé­laga og ann­­­ars konar félaga, einka­rétt­­­ar­eð­l­is, sem eru að meiri hluta í eigu rík­­­is­ins og félaga sem eru að ­meiri hluta í eigu félaga sem undir þessa máls­­­grein falla.“

Sam­­­kvæmt lög­­­unum átti kjara­ráð að gæta þess að „ákveða laun og ­starfs­­­kjör fram­­­kvæmda­­­stjóra hluta­­­fé­laga og ann­­­ars konar félaga, einka­rétt­­­ar­eð­l­is, sem eru að meiri hluta í eigu rík­­­is­ins og félaga sem eru að ­meiri hluta í eigu félaga sem undir þessa máls­­­grein falla.“

Jóhanna Sigurðardóttir,  fyrrverandi forsætisráðherra landsins. Mynd: EPA

Meg­in­reglan var sú að föst laun allra for­­stjóra fyr­ir­tækja í eigu rík­­is­ins þurfi að vera lægri en laun for­­sæt­is­ráð­herra.

Ný lög um kjara­ráð, sem færðu launa­á­kvörð­un­­­ar­­­vald frá ráð­inu til stjórna opin­beru fyr­ir­tækj­anna, tóku gildi í byrjun júlí 2017. Í kjöl­farið hækk­­uðu laun margra rík­­is­­for­­stjóra veru­­lega.

Þrátt fyrir miklar hækk­anir ráð­herra eru þeir langt á eftir for­stjórum

Laun þing­­­manna lands­ins hækk­uðu í fyrra­sum­­­ar, um 6,2 pró­­­sent, og eru orðin 1.285.411 krónur á mán­uði. Frá miðju ári 2016 hafa laun þeirra hækkað um rúm­­lega 80 pró­­sent. 

Grunn­­laun for­­­sæt­is­ráð­herra mið af þing­fara­kaupi en ofan á það leggst álags­greiðsla upp á 1.074.642 krón­­ur. Sam­tals eru laun Katrínar Jak­obs­dóttur því 2.360.053 krónur á mán­uði. Aðrir ráð­herrar fá lægri álags­greiðslu ofan á þing­fara­kaupið en eru samt sem áður með 2.131.788 krónur í mán­að­­ar­­laun. 

Laun ráð­herra hafa hækkað skarpt, og langt umfram almenna launa­­þró­un, á und­an­­förnum árum. Snemm­sum­­­ars 2016 voru almennir ráð­herrar með 1.257.425 krónur í mán­að­­ar­­laun og hafa því hækkað um 874.363 krónur síðan þá, eða um 70 pró­­sent. Hækkun ráð­herra­­­laun­anna nemur rúm­­­lega 150 pró­­­sent af mið­­­gildi heild­­­ar­­­tekna á Íslandi.

Samt eru sex þeirra for­stjóra fyr­ir­tækja sem eru að meiri­hluta í opin­berri eigu sem fjallað er um hér að ofan með umtals­vert hærri laun en for­sæt­is­ráð­herra. Sá sem hæstu launin hef­ur, banka­stjóri Lands­bank­ans, er með rúm­lega tvö­föld ráð­herra­laun.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Sjö molar um seðlabankavexti úti í heimi
Verðbólga veldur því að vaxtalækkanir faraldursins eru að ganga til baka, víðar en hér á Íslandi. Kjarninn tók saman nokkra fróðleiksmola um þróun mála í ríkjum bæði nær og fjær.
Kjarninn 25. júní 2022
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar