Root

Pólland breiðir út faðminn fyrir þau sem Rússar hrekja á brott

Stöðugur straumur úkraínsks flóttafólks er enn yfir landamærin til Póllands. Sum segjast þó vita að Pólland geti ekki hýst mikið fleiri og ætla sér að halda lengra til vesturs. Blaðamaður Kjarnans heimsótti landamærabæinn Medyka á dögunum.

Ein helsta landamæra­stöðin á milli Pól­lands og Úkra­ínu er í bænum Medyka, sem liggur á milli pólska bæj­ar­ins Przemysl og úkra­ínsku borg­ar­innar Lviv. Hálf­gert ham­fara­á­stand ríkti á landa­mær­unum fyrstu dag­ana og vik­urnar eftir að inn­rás Rússa hófst. Það var lítið sem tók við þeim stríða straumi fólks sem yfir landa­mærin kom og flutn­ingar fólks frá Medyka og öðrum bæjum voru að nokkru leyti í höndum ein­stak­linga, íbúa Pól­lands og ann­arra Evr­ópu­ríkja, sem þustu af stað og sóttu fólk á sínum einka­bílum niður að landa­mær­un­um.

Auk þess vant­aði sár­lega nauð­syn­legan varn­ing fyrir fólk sem var að koma yfir landa­mær­in, margt hvert eftir erfitt ferða­lag þvert yfir Úkra­ínu. Það var brýn þörf fyrir hrein­læt­is­vör­ur, bleyjur og barna­mat, einna helst. Þegar blaða­maður Kjarn­ans kom til Medyka fyrir síð­ustu helgi var staðan þó orðin allt önn­ur.

Janek, rúm­lega tví­tugur pólskur náms­mað­ur, sjálf­boða­liði og rúss­nesku­mæl­andi túlk­ur, sem var blaða­manni innan handar í för suður að landa­mær­un­um, hafði verið þar ein­ungis viku fyrr að túlka fyrir flótta­fólk.

Hann sagði að þá hefði ringul­reiðin verið mun meiri, við­vera alþjóð­legra hjálp­ar­sam­taka minni og fólkið sem streymdi inn í Pól­land að auki mun fleira. „Ég er mjög ánægður að sjá með hvernig skipu­lagið hérna er orð­ið,“ sagði Janek.

Þar sem fólk kemur fót­gang­andi yfir landa­mærin er búið að koma upp tjöldum hjálp­ar­sam­taka til beggja handa með­fram um 200 metra löngum gang­stíg. Þykkur mat­ar­ilmur lá yfir öllu svæð­inu. Bæði læknar og sál­fræð­ingar á vegum hjálp­ar­sam­taka eru til taks, fyrir þá sem á þurfa að halda. Pólsk síma­fyr­ir­tæki gefa SIM-kort með ókeypis gagna­magni.

Blaða­maður Kjarn­ans ræddi við nokkra ein­stak­linga sem höfðu verið að koma yfir landa­mærin eftir að hafa komið með rútum frá borg­inni Lviv. Þau höfðu þurft að bíða í nokkra klukku­tíma í bið­röðum Úkra­ínu­megin landamær­anna eftir því að kom­ast í gegn og voru fegin að vera komin yfir og ánægð með mót­tök­urn­ar.

Ákvað að koma sér frá Tsjern­i­hív áður en allar leiðir lok­uð­ust

Blaða­maður ræddi við tvær ungar konur sem áttu það sam­eig­in­legt að vera á leið frá Úkra­ínu til þess að sinna vinnu sinni frá öðrum stöð­um. Anya er við­skipta­fræð­ingur frá Tsjern­i­hív, norðan við Kyiv. Heima­hérað hennar hefur verið vett­vangur tölu­verðra átaka und­an­farnar vikur og Anya ákvað að koma sér í burtu á meðan það væri enn mögu­legt.

„Ég fór til Lviv fyrir um fjórum dögum og eftir það var brú sem tengir Tsjern­i­hív við Kyiv sprengd upp. Svo ég komst í burtu. Við erum bara með þrjár brýr sem tengja okkur við Kyiv og tvær hafa þegar verið sprengdar og það er bara ein lest­ar­stöð og hún er ekki lengur virk. Það er ekki lengur hægt að kom­ast með lest í burt­u,“ segir Anya, sem er á leið til Berlín­ar.

Anya frá Tsjernihív fékk boð um að koma til Berlínar að vinna fyrir fyrirtæki sem hún hefur starfað hjá í fjarvinnu.
Arnar Þór Ingólfsson

„Ég er búin að vera að starfa í fjar­vinnu fyrir fyr­ir­tæki sem er með skrif­stofur í Berlín. Þau buðu mér að koma þangað og vinna,“ segir Anya, sem er við­skipta­fræð­ingur og starfar við grein­ing­ar.

Hún nefnir að henni þyki það ansi kald­hæðn­is­legt að vera nú á leið til Berlínar sem flótta­mað­ur, en hún hafði ætlað sér að fara til borg­ar­innar í ferða­lag annað hvort í lok febr­úar eða mars. En svo hófst inn­rásin og allir draumar um ferða­lög og eðli­legt líf hurfu eins og hendi væri veifa.

Hún sér ekki fyrir sér að ílengj­ast í Berlín. Spurð hvort hún hygg­ist snúa aftur til Úkra­ínu er stríð­inu linnir svarar hún:

„Auð­vit­að! Við þurfum að end­ur­byggja bæina okkar og ég vil taka þátt í því.“

Rúss­arnir brenndu allt sem hún átti

Anastasía er um þrí­tugt og kemur frá Kar­kív. Hún er búin að missa flestar sínar ver­ald­legu eigur vegna inn­rás­ar­inn­ar. „Rúss­arnir eyðilögðu íbúð­ina mína. Hún brann og við misstum allt sem við átt­um. Þeir brenndu líka bíl­inn minn. En ég er með áætl­un. Ég er í vinnu í Kar­kív og þau eru að færa okkur til Eist­lands.“

Hún var ein á ferð, eins og svo margar ungar konur sem streymdu yfir landa­mær­in, en sagð­ist reyndar hafa eign­ast vin­konu í rút­unni að landa­mær­un­um. „Ég er bara búin að þekkja hana í um það bil fimm mín­út­ur. En við erum samt vin­kon­ur,“ segir hún og hlær.

Anastasía sagði ferð sína þvert yfir Úkra­ínu og til Lviv hafa gengið vel, það hefði þó verið gríð­ar­lega mikið af fólki í lest­inni, mun fleiri en henni væri ætlað að bera. En góður andi.

Eig­in­maður hennar varð eftir í Úkra­ínu og tekur þátt í bar­átt­unni gegn inn­rás­ar­liði Rússa.

„Hann er her­mað­ur. Ég bara bið þess að hann lifi þetta af,“ segir Anastasía.

Fjöl­skylda og hundur á leið til Þýska­lands

Blaða­maður ræddi með aðstoð túlks við fjöl­skyldu frá Odessa, þrjár systur á miðjum aldri ásamt börn­um. Dóttir einnar kon­unn­ar, með lít­inn hund í fang­inu, hafði orð fyrir fjöl­skyld­unni til að byrja með og útskýrði að þau væru ein­ungis fyrst að yfir­gefa Úkra­ínu núna þar sem þau hefðu lítið við að vera.

Hún sjálf sagð­ist vinna við að dreifa barna­mat fyrir heild­sölu­fyr­ir­tæki og að hún hefði ekki farið úr landi fyrr en nú, þar sem hún vildi halda þeirri vinnu gang­andi eins lengi og hægt væri. En nú eru send­ingar af barna­matnum hættar að ber­ast til borg­ar­in­ar. Og engin vinna í boði.

Fjölskyldan frá Odessa sem ætlaði sér til Þýskalands.
Arnar Þór Ingólfsson

Spurð hvort enn væru mörg unga­börn í Odessa sagð­ist hún vona ekki, þar sem það væri ekki mik­ill matur til skipt­anna fyrir yngstu börn­in. „En sjálf­boða­liðar reyna að hjálpa til, þeir fara í vöru­hús og aka þaðan mat til mæðra sem ekki geta fætt börnin sín,“ segir hún.

Fjöl­skyldan var þreytt eftir langt og strangt ferða­lag frá Odessa, en lestar­ferðin til Lviv hafði tekið heila sextán tíma og þaðan héldu þau beint áfram för sinni að landa­mær­un­um. Næst var stefnan sett þvert yfir Pól­land, til Þýska­lands.

„Við vitum að það er ekki lengur neitt pláss í Pól­landi, og Þjóð­verjar eru mjög hjálp­sam­ir,“ sagði ein systr­anna. Hún sagð­ist vilja koma á fram­færi þakk­læti til Pól­verja.

„Pól­verjar eru hetj­ur, við erum svo þakk­lát, við kyssum fætur ykk­ar,“ sagði hún.

Skóli orð­inn að birgða­stöð

Í landamæra­bænum Medyka hefur eðli­legt líf heima­manna umturn­ast á und­an­förnum vik­um. Blaða­maður hélt þangað frá Var­sjá ásamt tveimur sjálf­boða­liðum með skottið fullt af varn­ingi.

„Ef við ætlum að fara á annað borð þá verðum við að fylla bíl­inn. Nota allt plássið, annað er bara heimsku­leg­t,“ sagði Gaspard, 24 ára gam­all Par­ís­ar­búi, sem er búinn að vera við sjálf­boða­liða­störf í Pól­landi og vest­ur­hluta Úkra­ínu und­an­farnar vik­ur.

Aðal­lega voru þetta bleyj­ur, svefn­pokar og barna­mat­ur, sem Gaspard hlóð í skott­ið. Áður en haldið var að landamæra­stöð­inni afhenti hann send­ing­una í birgða­stöð sem búið er að koma upp í grunn­skól­anum í Medyka, í sam­starfi ýmissa hjálp­ar­sam­taka, slökkvi­liðs­ins og hér­aðs­yf­ir­valda.

Í porti á bak við skól­ann var fullt af vörum og inni í íþrótta­sal var enn meira af allskyns varn­ingi. Mat, lyfjum og lækn­inga­vör­um. Mari­usz, sjálf­boða­liði sem stýrði aðgerðum á svæð­inu, sagði að vör­urnar væru að mestu á leið­inni yfir til Úkra­ínu.

Mariusz hélt mörgum boltum á lofti í birgðastöð hjálparsamtaka í Medyka er blaðamann Kjarnans bar að garði.
Arnar Þór Ingólfsson

„Svona 90 til 95 pró­sent fer beint yfir landa­mær­in,“ sagði Mari­usz, en þörfin fyrir hjálp­ar­gögn á landa­mær­unum sjálfum hafði farið þverr­andi frá því sem var í upp­hafi. Vöru­bílar aka þess í stað nær stöðugt með varn­ing til Lviv í Úkra­ínu, hvaðan varn­ingnum er svo dreift víðar um landið með lestum og vöru­bíl­um.

Arnar Þór Ingólfsson

„Nú höfum við nóg hér,“ sagði Mari­usz og sagði svo við blaða­mann að það sem helst væri farið að vanta handan landamær­anna væri mat­ur, end­ing­ar­góður matur til þess að senda til aust­ur­hluta Úkra­ínu.

„Pasta, dósa­mat­ur, þurr­mjólk fyrir börn­in,“ sagði Mari­usz, áður en hann rauk í burtu til þess að taka á móti næstu send­ingu.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnArnar Þór Ingólfsson
Meira úr sama flokkiErlent