Þess vegna birta danskir fjölmiðlar ekki myndir af Litlu hafmeyjunni

Stytta danska listamannsins Edvards Eriksen, Litla hafmeyjan í Kaupmannahöfn, verður reglulega fyrir barðinu á skemmdarvörgum. Skemmdarverkin, sem gjarnan eru af pólitískum toga, rata oft í fréttirnar. Það gera ljósmyndir af fórnarlambinu hins vegar ekki.

Hér má sjá þegar tjald var sett upp til að sýna beint frá Litlu hafmeyjunni á meðan hún var á Heimssýningunni í Shanghai árið 2010.
Hér má sjá þegar tjald var sett upp til að sýna beint frá Litlu hafmeyjunni á meðan hún var á Heimssýningunni í Shanghai árið 2010.
Auglýsing

Litla haf­meyja danska höf­und­ar­ins H.C. And­er­sen ætti að vera flestum kunn­ug. Enda þótt hún hafi orðið til á blað­síðum höf­und­ar­ins árið 1837 þá hefur hún reglu­lega gengið í end­ur­nýjun líf­daga í barna­bókum og teikni­myndum í gegnum árin. Það hlaut hún einnig fyrir til­stilli lista­manns­ins Edvard Eriksen, sem afhjúpaði af henni styttu árið 1913; styttu sem flestir sem leggja leið sína til Kaup­manna­hafnar bera augum við Lang­el­inie í höfn höf­uð­borgar Dana­veld­is.

Stytta þessi er hins vegar ekki ein­ungis vin­sæl meðal ferða­manna heldur einnig skemmd­ar­varga, sem ýmist virð­ast skemma til til að skemma, nú eða til þess að koma ákveðnum skila­boðum á fram­færi, einkum póli­tískum, þar sem fjöl­margir leggja jú leið sína að stytt­unni á degi hverj­um.

Auglýsing

Sú varð raunin um miðjan þennan mánuð þegar póli­tískur skemmd­ar­vargur virð­ist hafa lagt leið sína að stytt­unni í skjóli nætur til þess að spreyja á stytt­una, eða nánar til tekið á stein­inn sem haf­meyjan situr á, skila­boð. Um var að ræða eins konar til­gátu eða til­raun til vit­und­ar­vakn­ingar um að bók­staf­ur­inn Z, sem notuð er orðin til þess að sýna stuðn­ing við inn­rás Rúss­lands í Úkra­ínu eins og fjallað hefur verið um á Kjarn­an­um, sé hinn nýi haka­kross.

Skila­boð þessi eru þó ekki aðal­um­fjöll­un­ar­efni þess­arar frétta­skýr­ing­ar, enda getur hver myndað sér sína skoðun á því hvort líkja megi umræddu Z-tákni við haka­kross Nas­ista, heldur fjar­vera ljós­mynda af „fórn­ar­lambi“ skemmd­ar­verks­ins, Litlu haf­meyj­unni.

Und­ir­rituð furð­aði sig nefni­lega mikið á því að ljós­myndir af skemmd­ar­verk­inu væru af skornum skammti í umfjöllun danskra fjöl­miðla um mál­ið. Raunar var aðeins einn fjöl­mið­ill, Nyheder.dk, sem birti mynd af skemmd­ar­verk­inu. Aðrir á borð við Berl­ingske, Politi­ken og Jyllands-Posten not­uð­ust við ljós­myndir af hvers kyns lög­reglu­bún­aði og enn aðrir höfðu umfjöll­un­ina hrein­lega án ljós­mynd­ar. Á miðli sem gefur sig út fyrir að vera sér­stakur ljós­mynda­frétta­mið­ill var ein­ungis boðið upp á myndir af vett­vangi sem sýndu við­stadda. Ekki sást í lista­verkið né skemmd­ar­verkið á neinni mynd. Við nán­ari eft­ir­grennslan um mynd­birt­ingar fjöl­miðla af Litlu haf­meyj­unni fannst söku­dólg­ur­inn: höf­und­ar­rétt­ur.

Þannig er málið nefni­lega vaxið að erf­ingjar Edvard Erik­sen vilja meina að verk­ið, líkt og önnur lista­verk, sé höf­und­ar­varið og því megi ekki birta myndir af Litlu haf­meyj­unni í hagn­að­ar­skyni. Málið hefur vakið tals­verða athygli og furðu, enda má nálg­ast þús­undir mynda af verk­inu, sem er einn helsti við­komu­staður ferða­manna í Kaup­manna­höfn, á net­inu. Þegar það ratar hins vegar í fjöl­miðla, sem er nokkuð reglu­lega, mega fjöl­miðlar hins vegar ekki birta myndir af því án leyf­is.

Eða það er að minnsta kosti það sem erf­ingjar lista­manns­ins halda fram, og Hæsti­réttur Dan­merkur stað­festi nú fyrr á árinu. Erf­ingjar Erik­sen hafa nefni­lega ítrekað farið í mál við danska fjöl­miðla sem birt hafa myndir af Litlu haf­meyj­unni und­an­farna ára­tugi, og hafa margir fengið háan reikn­ing frá fjöl­skyld­unni vegna notk­unar mynda af verk­inu.

Sam­kvæmt dönskum höf­und­ar­rétt­ar­lögum fellur birt­ing í fjöl­miðlum undir birt­ingu í hagn­að­ar­skyni. Und­an­þága getur átt við ef um er að ræða „aug­ljóst frétta­sam­heng­i“. Þrátt fyrir það veigra flestir fjöl­miðlar sér við því að nota mynd af stytt­unni, jafn­vel í atvikum eins og lýst var hér að ofan.

6 millj­óna króna sekt

Mörgum finnst of langt gengið hjá Eriksen-­fjöl­skyld­unni að rukka fyrir notkun á myndum af þekktasta lista­verki þjóð­ar­inn­ar, en fyrir skemmstu var að end­ingu úrskurðað um málið fyrir æðsta dóm­stól Dan­merk­ur. Þá hafði fjöl­mið­ill­inn Berl­ingske birt teikn­ingar af Litlu haf­meyj­unni og bar fyrir sig að um hafi verið að ræða „sann­gjörn not“ (e. fair deal­ing) og að um væri að ræða skop­stæl­ingar á verk­inu. Berl­ingske áfrýj­aði mál­inu tvisvar og end­aði það fyrir Hæsta­rétti þar sem fjöl­mið­ill­inn var dæmdur til þess að greiða erf­ingjum Erik­sen 300 þús­und danskar krón­ur, sem jafn­gildir tæp­lega 6 millj­ónum íslenskra króna, fyrir brot á höf­und­ar­rétti.

Málið er talið bera vitni um ákveð­inn galla í dönskum lögum um höf­und­ar­rétt, enda sé afleitt að fjöl­miðlar geti ekki birt ljós­myndir af þessu þekktasta kenni­leiti Dan­merkur án þess að eiga von á óvæntri sekt. Erf­ingar Erik­sen bera hins vegar ávallt fyrir sig lögin og segja þetta jafn­eðli­legt og höf­und­ar­rétt­ar­greiðslur fyrir notkun á annarri list, svo sem tón­list. Höf­und­ar­réttur sem þessi fellur þó úr gildi 70 árum eftir frá­fall lista­manns og hafa erf­ingar Erik­sen því fram til 2029 til þess að halda áfram að græða á meist­ara­verki ætt­föð­urs­ins, þegar Litla haf­meyjan á Lang­el­inie verður frjáls.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Orri Hauksson, forstjóri Símans.
Síminn vill greiða hluthöfum 31,5 milljarða vegna sölunnar á Mílu – og svo sennilega meira
Franska fyrirtækið Ardian er búið að gera upp við Símann vegna kaupanna á Mílu. Síminn ætlar að leggja tillögu um að greiða hluthöfum 31,5 milljarða króna af söluandvirðinu fyrir hluthafafund í lok október.
Kjarninn 30. september 2022
Á fjórum stöðum streymir gas upp af leiðslunni í Eystrasalti.
„Um viljaverk var að ræða“
Götin á Nord Stream-gasleiðslunum er mjög stór og gríðarlegt magn metans streymir enn út í andrúmsloftið. Danir og Svíar ætla að gæta þess að á fundi öryggisráðs Sþ í kvöld verði fjallað um staðreyndir, „nefnilega þær að um viljaverk var að ræða“.
Kjarninn 30. september 2022
Fleiri íbúar landsbyggðarinnar en höfuðborgarsvæðisins telja sig hafa verið bitna af lúsmýi og mest er aukningin á Norðurlandi.
Lúsmýið virðist hafa náð fótfestu á Norðurlandi í sumar
Áttunda sumarið í röð herjaði lúsmýið á landann. Nærri þrefalt fleiri landsmenn telja sig hafa verið bitna af lúsmýi í sumar, tvöfalt fleiri en fyrir þremur árum. Mest var aukningin á Norðurlandi.
Kjarninn 30. september 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Deng Xiaoping - seinni hluti 邓小平 下半
Kjarninn 30. september 2022
Gatnamótin sem um ræðir eru við norðurenda stokksins og yrðu mislæg, en þó í plani við umhverfið í kring.
Borgin vill sjá útfærslu umfangsminni gatnamóta við mynni Sæbrautarstokks
Allt að sex akreinar verða á hluta Kleppsmýrarvegar samkvæmt einu tillögunni að nýjum mislægum gatnamótum við mynni Sæbrautarstokks sem lögð var fram í matsáætlun. Reykjavíkurborg vill að umfangsminni gatnamót verði skoðuð til samanburðar.
Kjarninn 30. september 2022
Gylfi Helgason
Staða menningarmála: Fornleifar
Kjarninn 30. september 2022
Vilhjálmur Árnason (t.v.) er fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins er á meðal alls 22 meðflutningsmanna Vilhjálms.
Yfir tuttugu þingmenn vilja að Ísland verði leiðandi í rannsóknum á hugvíkkandi efnum
Stór hópur þingmanna úr öllum flokkum nema Vinstrihreyfingunni – grænu framboði vill sjá heilbrigðisráðherra skapa löglegan farveg fyrir rannsóknir á virka efninu í ofskynjunarsveppum hér á landi, þannig að Ísland verði „leiðandi“ í rannsóknum á efninu.
Kjarninn 30. september 2022
Þóra Hreinsdóttir var fimmtán ára er hún ritaði í dagbókina sína um náin samskipti við Jón Baldvin árið 1970.
Unglingsstúlka lýsti nánu sambandi við Jón Baldvin Hannibalsson í dagbók
Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra Íslands, sagði í bréfi til stúlku árið 1970 að hjarta hans slægi örar og blóðið rynni hraðar þegar hann hugsaði til hennar. Stúlkan var 15 ára. Hann 31 árs. Var kennarinn. Hún nemandinn.
Kjarninn 30. september 2022
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar