Þess vegna birta danskir fjölmiðlar ekki myndir af Litlu hafmeyjunni

Stytta danska listamannsins Edvards Eriksen, Litla hafmeyjan í Kaupmannahöfn, verður reglulega fyrir barðinu á skemmdarvörgum. Skemmdarverkin, sem gjarnan eru af pólitískum toga, rata oft í fréttirnar. Það gera ljósmyndir af fórnarlambinu hins vegar ekki.

Hér má sjá þegar tjald var sett upp til að sýna beint frá Litlu hafmeyjunni á meðan hún var á Heimssýningunni í Shanghai árið 2010.
Hér má sjá þegar tjald var sett upp til að sýna beint frá Litlu hafmeyjunni á meðan hún var á Heimssýningunni í Shanghai árið 2010.
Auglýsing

Litla haf­meyja danska höf­und­ar­ins H.C. And­er­sen ætti að vera flestum kunn­ug. Enda þótt hún hafi orðið til á blað­síðum höf­und­ar­ins árið 1837 þá hefur hún reglu­lega gengið í end­ur­nýjun líf­daga í barna­bókum og teikni­myndum í gegnum árin. Það hlaut hún einnig fyrir til­stilli lista­manns­ins Edvard Eriksen, sem afhjúpaði af henni styttu árið 1913; styttu sem flestir sem leggja leið sína til Kaup­manna­hafnar bera augum við Lang­el­inie í höfn höf­uð­borgar Dana­veld­is.

Stytta þessi er hins vegar ekki ein­ungis vin­sæl meðal ferða­manna heldur einnig skemmd­ar­varga, sem ýmist virð­ast skemma til til að skemma, nú eða til þess að koma ákveðnum skila­boðum á fram­færi, einkum póli­tískum, þar sem fjöl­margir leggja jú leið sína að stytt­unni á degi hverj­um.

Auglýsing

Sú varð raunin um miðjan þennan mánuð þegar póli­tískur skemmd­ar­vargur virð­ist hafa lagt leið sína að stytt­unni í skjóli nætur til þess að spreyja á stytt­una, eða nánar til tekið á stein­inn sem haf­meyjan situr á, skila­boð. Um var að ræða eins konar til­gátu eða til­raun til vit­und­ar­vakn­ingar um að bók­staf­ur­inn Z, sem notuð er orðin til þess að sýna stuðn­ing við inn­rás Rúss­lands í Úkra­ínu eins og fjallað hefur verið um á Kjarn­an­um, sé hinn nýi haka­kross.

Skila­boð þessi eru þó ekki aðal­um­fjöll­un­ar­efni þess­arar frétta­skýr­ing­ar, enda getur hver myndað sér sína skoðun á því hvort líkja megi umræddu Z-tákni við haka­kross Nas­ista, heldur fjar­vera ljós­mynda af „fórn­ar­lambi“ skemmd­ar­verks­ins, Litlu haf­meyj­unni.

Und­ir­rituð furð­aði sig nefni­lega mikið á því að ljós­myndir af skemmd­ar­verk­inu væru af skornum skammti í umfjöllun danskra fjöl­miðla um mál­ið. Raunar var aðeins einn fjöl­mið­ill, Nyheder.dk, sem birti mynd af skemmd­ar­verk­inu. Aðrir á borð við Berl­ingske, Politi­ken og Jyllands-Posten not­uð­ust við ljós­myndir af hvers kyns lög­reglu­bún­aði og enn aðrir höfðu umfjöll­un­ina hrein­lega án ljós­mynd­ar. Á miðli sem gefur sig út fyrir að vera sér­stakur ljós­mynda­frétta­mið­ill var ein­ungis boðið upp á myndir af vett­vangi sem sýndu við­stadda. Ekki sást í lista­verkið né skemmd­ar­verkið á neinni mynd. Við nán­ari eft­ir­grennslan um mynd­birt­ingar fjöl­miðla af Litlu haf­meyj­unni fannst söku­dólg­ur­inn: höf­und­ar­rétt­ur.

Þannig er málið nefni­lega vaxið að erf­ingjar Edvard Erik­sen vilja meina að verk­ið, líkt og önnur lista­verk, sé höf­und­ar­varið og því megi ekki birta myndir af Litlu haf­meyj­unni í hagn­að­ar­skyni. Málið hefur vakið tals­verða athygli og furðu, enda má nálg­ast þús­undir mynda af verk­inu, sem er einn helsti við­komu­staður ferða­manna í Kaup­manna­höfn, á net­inu. Þegar það ratar hins vegar í fjöl­miðla, sem er nokkuð reglu­lega, mega fjöl­miðlar hins vegar ekki birta myndir af því án leyf­is.

Eða það er að minnsta kosti það sem erf­ingjar lista­manns­ins halda fram, og Hæsti­réttur Dan­merkur stað­festi nú fyrr á árinu. Erf­ingjar Erik­sen hafa nefni­lega ítrekað farið í mál við danska fjöl­miðla sem birt hafa myndir af Litlu haf­meyj­unni und­an­farna ára­tugi, og hafa margir fengið háan reikn­ing frá fjöl­skyld­unni vegna notk­unar mynda af verk­inu.

Sam­kvæmt dönskum höf­und­ar­rétt­ar­lögum fellur birt­ing í fjöl­miðlum undir birt­ingu í hagn­að­ar­skyni. Und­an­þága getur átt við ef um er að ræða „aug­ljóst frétta­sam­heng­i“. Þrátt fyrir það veigra flestir fjöl­miðlar sér við því að nota mynd af stytt­unni, jafn­vel í atvikum eins og lýst var hér að ofan.

6 millj­óna króna sekt

Mörgum finnst of langt gengið hjá Eriksen-­fjöl­skyld­unni að rukka fyrir notkun á myndum af þekktasta lista­verki þjóð­ar­inn­ar, en fyrir skemmstu var að end­ingu úrskurðað um málið fyrir æðsta dóm­stól Dan­merk­ur. Þá hafði fjöl­mið­ill­inn Berl­ingske birt teikn­ingar af Litlu haf­meyj­unni og bar fyrir sig að um hafi verið að ræða „sann­gjörn not“ (e. fair deal­ing) og að um væri að ræða skop­stæl­ingar á verk­inu. Berl­ingske áfrýj­aði mál­inu tvisvar og end­aði það fyrir Hæsta­rétti þar sem fjöl­mið­ill­inn var dæmdur til þess að greiða erf­ingjum Erik­sen 300 þús­und danskar krón­ur, sem jafn­gildir tæp­lega 6 millj­ónum íslenskra króna, fyrir brot á höf­und­ar­rétti.

Málið er talið bera vitni um ákveð­inn galla í dönskum lögum um höf­und­ar­rétt, enda sé afleitt að fjöl­miðlar geti ekki birt ljós­myndir af þessu þekktasta kenni­leiti Dan­merkur án þess að eiga von á óvæntri sekt. Erf­ingar Erik­sen bera hins vegar ávallt fyrir sig lögin og segja þetta jafn­eðli­legt og höf­und­ar­rétt­ar­greiðslur fyrir notkun á annarri list, svo sem tón­list. Höf­und­ar­réttur sem þessi fellur þó úr gildi 70 árum eftir frá­fall lista­manns og hafa erf­ingar Erik­sen því fram til 2029 til þess að halda áfram að græða á meist­ara­verki ætt­föð­urs­ins, þegar Litla haf­meyjan á Lang­el­inie verður frjáls.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Sjö molar um seðlabankavexti úti í heimi
Verðbólga veldur því að vaxtalækkanir faraldursins eru að ganga til baka, víðar en hér á Íslandi. Kjarninn tók saman nokkra fróðleiksmola um þróun mála í ríkjum bæði nær og fjær.
Kjarninn 25. júní 2022
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Samkeppniseftirlitið ekki haft aðkomu að rannsókn á dótturfélagi Eimskips í Danmörku
Dönsk samkeppnisyfirvöld staðfesta að húsleit hafi farið fram hjá dótturfélagi Eimskips í Danmörku en vilja að öðru leyti ekki tjá sig um rannsókn málsins. Ekki hefur verið óskað eftir aðstoð Samkeppniseftirlitsins hér á landi við rannsóknina.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar