Hvernig „Z“ varð að yfirlýstu stuðningstákni við innrásina í Úkraínu

Bókstafurinn Z, sem er ekki hluti af kýrillíska stafrófinu, er orðinn að stuðningstákni fyrir innrás Rússlands í Úkraínu. Táknið og notkun þess hefur vakið upp óhug hjá andstæðingum stríðsins og þykir minna óþægilega mikið á hakakrossinn.

„Z“ á stærðarinnar auglýsingaskilti í Sankti Pétursborg í Rússlandi. „Við yfirgefum ekki fólkið okkar,“ segir í myllimerkinu fyrir neðan.
„Z“ á stærðarinnar auglýsingaskilti í Sankti Pétursborg í Rússlandi. „Við yfirgefum ekki fólkið okkar,“ segir í myllimerkinu fyrir neðan.
Auglýsing

Bók­stafur sem táknar stuðn­ing við stríðs­rekstur Rússa hefur breiðst út á ógn­ar­hraða frá því að inn­rásin í Úkra­ínu hófst. Táknið er skýrt, auð­þekkj­an­legt og — það sem skiptir miklu máli að mati sumra sér­fræð­inga — er auð­velt að rita: Bók­staf­ur­inn Z.

„Z“ varð fyrst vart á her­bílum og skrið­drekum rúss­neska hers­ins á landa­mærum Rúss­lands og Úkra­ínu dag­ana áður en inn­rásin hófst 24. febr­ú­ar. Síðan þá hefur „Z“ verið áber­andi víða í Rúss­landi, til að mynda á bygg­ing­um, fatn­aði, aug­lýs­inga­skiltum og á her­gögn­um. Jafn­vel börn hafa verið fengin til að mynda „Z“ með því að raða sér upp í lögun þess á skóla­lóð­um. Stjórn­mála­skýrendur segja það ekki fara milli mála að „Z“ varð að stuðn­ings­tákni við inn­rás Rússa í Úkra­ínu á ógn­ar­hraða.

Auglýsing

Hvaðan kemur „Z“ og hverjir eru að nota hana?

„Z“ hefur verið notað innan rúss­neska hers­ins um ára­bil og sumir sér­fræð­ingar vilja meina að notkun þess sé stýrt af yfir­völd­um.

Upp­runi notk­unar þess innan hers­ins er hins vegar á huldu en ásamt „Z“ hafa bók­stafirnir O, X, A og V verið not­aðir til að merkja rúss­neska skrið­dreka og önnur her­gögn. Stafirnir eru því not­aðir til að aðgreina her­deildir en „Z“ merkir ein­fald­lega að her­bílar og skrið­drekar sem bera það merki til­heyra eystri her­deild rúss­neska hers­ins. Bók­stafirnir eru einnig not­aðir til merkja her­sveitir Rússa skil­merki­lega og koma þannig í veg fyrir að her­inn skjóti á eigin her­sveit­ir, en her­gögn Rúss­land og Úkra­ínu eru lík að mörgu leyti.

„Z“ til­heyrir lat­neska staf­róf­inu og er í raun ekki til í kýrill­íska staf­róf­inu sem Rússar nota. Notkun á „z“ fyrir utan her­inn þykir gefa vís­bend­ingu um að rúss­nesk yfir­völd hafi hafið nokk­urs konar her­ferð til að ýta undir stuðn­ing Rússa við stríðið í Úkra­ínu.

Límdi „Z“ á keppn­is­bún­ing­inn og „sér ekki eftir neinu“

Það virð­ist hafa gengið upp, að vissu marki að minnsta kosti. Rúss­neski fim­leika­mað­ur­inn Ivan Kuliak límdi til að mynda Z yfir fim­leika­bún­ing sinn við verð­launa­af­hend­ingu á heims­bik­ar­móti í fim­leikum í Katar fyrr í mán­uð­in­um.

Rússneski fimleikamaðurinn Ivan Kuliak límdi Z yfir keppnisbúning sinn. Mynd: Twitter

Rúss­neskum kepp­endum var bannað að bera rúss­neska fán­ann eða skjald­ar­merki á keppn­is­bún­ingnum sínum og límdi Kuliak Z yfir þar sem fán­inn hefði ann­ars ver­ið. Fram­takið vakti athygli, ekki síst þar sem við hlið Kuliak stóð úkra­ínski kepp­and­inn Illya Kovt­un, gull­verð­launa­hafi í keppn­is­grein­inni.

Við kom­una heim til Rúss­lands sagð­ist hann ekki sjá eftir neinu. Kuli­ak, sem er tví­tug­ur, sagði í sam­tali við rík­is­rekna fjöl­mið­il­inn Russia Today hafa tekið eftir stafnum hjá rúss­neska hernum og ákveðið að fletta upp merk­ingu þess, sem reynd­ist vera „fyrir sig­ur“ og „fyrir frið“. „Sem íþrótta­maður mun ég alltaf berj­ast fyrir sigri og keppa í nafni frið­ar,“ segir Kuli­ak.

Upp­á­tæki Kuliak mun þó hafa afleið­ingar. Alþjóða fim­leika­sam­bandið (FIG) hefur falið siða­nefnd sam­bands­ins að hefja rann­sókn á fram­komu Kuliak sem sam­bandið telur vera átak­an­lega og hneyksl­an­lega og á Kuliak yfir höfði sér langt keppn­is­bann.

Önnur birt­ing­ar­mynd „Z“ sem vakið hefur mikla athygli og dreifst víða á sam­fé­lags­miðlum er frá rúss­nesku borg­inni Kazan í vest­ur­hluta Rúss­lands. Á mynd­inni sjást lang­veik börn sem dvelja á spít­ala þar í borg mynda „Z“ í stórum hóp. For­stöðu­maður deild­ar­innar átti frum­kvæði af upp­á­tæk­inu.

Langveik börn sem dvelja á spítala í Kazan mynda „Z“ í snjónum fyrir utan spítalann. Mynd: Twitter

Bera „Z“ saman við notkun haka­kross­ins

Hröð útbreiðsla „Z“ og póli­tísk merk­ing hefur vakið upp óhug meðal margra þar sem notkun tákns­ins svipar óþægi­lega mikið til notkun haka­kross­ins. Lík­indin þykja svo mikil að merkin tvö, bók­staf­ur­inn Z og haka­kross­in­um, voru rituð á stein litlu haf­meyj­unnar í Kaup­manna­höfn um helg­ina með sama­sem­merk­inu á milli. Þetta er síður en svo í fyrsta skipti sem skemmd­ar­verk eru unnin á litlu haf­meyj­unni en lög­reglan í Kaup­manna­höfn rann­sakar málið sem póli­tískt skemmd­ar­verk.

En á sama tíma og stuðn­ings­táknið hefur náð mik­illi útbreiðslu er and­staða við stríðs­rekst­ur­inn til stað­ar. Nið­ur­stöður könn­unar sem fram­kvæmd var af sjálf­stæðu rann­sókn­ar­fyr­ir­tæki sýna að 58 pró­sent Rússa styðja inn­rás­ina í Úkra­ínu á meðan 23 pró­sent eru á móti henni.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnErla María Markúsdóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar