Hvernig „Z“ varð að yfirlýstu stuðningstákni við innrásina í Úkraínu

Bókstafurinn Z, sem er ekki hluti af kýrillíska stafrófinu, er orðinn að stuðningstákni fyrir innrás Rússlands í Úkraínu. Táknið og notkun þess hefur vakið upp óhug hjá andstæðingum stríðsins og þykir minna óþægilega mikið á hakakrossinn.

„Z“ á stærðarinnar auglýsingaskilti í Sankti Pétursborg í Rússlandi. „Við yfirgefum ekki fólkið okkar,“ segir í myllimerkinu fyrir neðan.
„Z“ á stærðarinnar auglýsingaskilti í Sankti Pétursborg í Rússlandi. „Við yfirgefum ekki fólkið okkar,“ segir í myllimerkinu fyrir neðan.
Auglýsing

Bók­stafur sem táknar stuðn­ing við stríðs­rekstur Rússa hefur breiðst út á ógn­ar­hraða frá því að inn­rásin í Úkra­ínu hófst. Táknið er skýrt, auð­þekkj­an­legt og — það sem skiptir miklu máli að mati sumra sér­fræð­inga — er auð­velt að rita: Bók­staf­ur­inn Z.

„Z“ varð fyrst vart á her­bílum og skrið­drekum rúss­neska hers­ins á landa­mærum Rúss­lands og Úkra­ínu dag­ana áður en inn­rásin hófst 24. febr­ú­ar. Síðan þá hefur „Z“ verið áber­andi víða í Rúss­landi, til að mynda á bygg­ing­um, fatn­aði, aug­lýs­inga­skiltum og á her­gögn­um. Jafn­vel börn hafa verið fengin til að mynda „Z“ með því að raða sér upp í lögun þess á skóla­lóð­um. Stjórn­mála­skýrendur segja það ekki fara milli mála að „Z“ varð að stuðn­ings­tákni við inn­rás Rússa í Úkra­ínu á ógn­ar­hraða.

Auglýsing

Hvaðan kemur „Z“ og hverjir eru að nota hana?

„Z“ hefur verið notað innan rúss­neska hers­ins um ára­bil og sumir sér­fræð­ingar vilja meina að notkun þess sé stýrt af yfir­völd­um.

Upp­runi notk­unar þess innan hers­ins er hins vegar á huldu en ásamt „Z“ hafa bók­stafirnir O, X, A og V verið not­aðir til að merkja rúss­neska skrið­dreka og önnur her­gögn. Stafirnir eru því not­aðir til að aðgreina her­deildir en „Z“ merkir ein­fald­lega að her­bílar og skrið­drekar sem bera það merki til­heyra eystri her­deild rúss­neska hers­ins. Bók­stafirnir eru einnig not­aðir til merkja her­sveitir Rússa skil­merki­lega og koma þannig í veg fyrir að her­inn skjóti á eigin her­sveit­ir, en her­gögn Rúss­land og Úkra­ínu eru lík að mörgu leyti.

„Z“ til­heyrir lat­neska staf­róf­inu og er í raun ekki til í kýrill­íska staf­róf­inu sem Rússar nota. Notkun á „z“ fyrir utan her­inn þykir gefa vís­bend­ingu um að rúss­nesk yfir­völd hafi hafið nokk­urs konar her­ferð til að ýta undir stuðn­ing Rússa við stríðið í Úkra­ínu.

Límdi „Z“ á keppn­is­bún­ing­inn og „sér ekki eftir neinu“

Það virð­ist hafa gengið upp, að vissu marki að minnsta kosti. Rúss­neski fim­leika­mað­ur­inn Ivan Kuliak límdi til að mynda Z yfir fim­leika­bún­ing sinn við verð­launa­af­hend­ingu á heims­bik­ar­móti í fim­leikum í Katar fyrr í mán­uð­in­um.

Rússneski fimleikamaðurinn Ivan Kuliak límdi Z yfir keppnisbúning sinn. Mynd: Twitter

Rúss­neskum kepp­endum var bannað að bera rúss­neska fán­ann eða skjald­ar­merki á keppn­is­bún­ingnum sínum og límdi Kuliak Z yfir þar sem fán­inn hefði ann­ars ver­ið. Fram­takið vakti athygli, ekki síst þar sem við hlið Kuliak stóð úkra­ínski kepp­and­inn Illya Kovt­un, gull­verð­launa­hafi í keppn­is­grein­inni.

Við kom­una heim til Rúss­lands sagð­ist hann ekki sjá eftir neinu. Kuli­ak, sem er tví­tug­ur, sagði í sam­tali við rík­is­rekna fjöl­mið­il­inn Russia Today hafa tekið eftir stafnum hjá rúss­neska hernum og ákveðið að fletta upp merk­ingu þess, sem reynd­ist vera „fyrir sig­ur“ og „fyrir frið“. „Sem íþrótta­maður mun ég alltaf berj­ast fyrir sigri og keppa í nafni frið­ar,“ segir Kuli­ak.

Upp­á­tæki Kuliak mun þó hafa afleið­ingar. Alþjóða fim­leika­sam­bandið (FIG) hefur falið siða­nefnd sam­bands­ins að hefja rann­sókn á fram­komu Kuliak sem sam­bandið telur vera átak­an­lega og hneyksl­an­lega og á Kuliak yfir höfði sér langt keppn­is­bann.

Önnur birt­ing­ar­mynd „Z“ sem vakið hefur mikla athygli og dreifst víða á sam­fé­lags­miðlum er frá rúss­nesku borg­inni Kazan í vest­ur­hluta Rúss­lands. Á mynd­inni sjást lang­veik börn sem dvelja á spít­ala þar í borg mynda „Z“ í stórum hóp. For­stöðu­maður deild­ar­innar átti frum­kvæði af upp­á­tæk­inu.

Langveik börn sem dvelja á spítala í Kazan mynda „Z“ í snjónum fyrir utan spítalann. Mynd: Twitter

Bera „Z“ saman við notkun haka­kross­ins

Hröð útbreiðsla „Z“ og póli­tísk merk­ing hefur vakið upp óhug meðal margra þar sem notkun tákns­ins svipar óþægi­lega mikið til notkun haka­kross­ins. Lík­indin þykja svo mikil að merkin tvö, bók­staf­ur­inn Z og haka­kross­in­um, voru rituð á stein litlu haf­meyj­unnar í Kaup­manna­höfn um helg­ina með sama­sem­merk­inu á milli. Þetta er síður en svo í fyrsta skipti sem skemmd­ar­verk eru unnin á litlu haf­meyj­unni en lög­reglan í Kaup­manna­höfn rann­sakar málið sem póli­tískt skemmd­ar­verk.

En á sama tíma og stuðn­ings­táknið hefur náð mik­illi útbreiðslu er and­staða við stríðs­rekst­ur­inn til stað­ar. Nið­ur­stöður könn­unar sem fram­kvæmd var af sjálf­stæðu rann­sókn­ar­fyr­ir­tæki sýna að 58 pró­sent Rússa styðja inn­rás­ina í Úkra­ínu á meðan 23 pró­sent eru á móti henni.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Davíð Oddsson er annar ritstjóra Morgunblaðsins og hefur verið það frá haustinu 2009.
Davíð Oddsson með 5,6 milljónir króna á mánuði – Í sérflokki á meðal fjölmiðlamanna
Alls voru tólf starfsmenn RÚV með yfir milljón á mánuði í fyrra og þann þrettánda vantaði einungis tvö þúsund krónur á mánuði til að slást í hópinn. Ritstjóri Viljans var með tæplega 4,5 milljónir króna á mánuði.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Kostnaður vegna aksturs þingmanna eykst um fjórar milljónir milli ára
Vilhjálmur Árnason er sá þingmaður sem taldi fram mesta aksturkostnað á fyrri hluta ársins. Hann sker sig einnig úr þar sem hann notar nánast einvörðungu eigin bíl á meðan að aðrir þingmenn nýta bílaleigubíla að uppistöðu.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Sólveig Anna Jónsdóttir
Með Salek á sjálfstýringu: Kreppa íslensku verkalýðshreyfingarinnar II
Kjarninn 18. ágúst 2022
Kristrún Frostadóttir og Dagur B. Eggertsson.
Dagur ætlar ekki að bjóða sig fram til formanns – Kristrún tilkynnir á föstudag
Línur eru að skýrast í formannsbaráttunni hjá Samfylkingunni, en nýr formaður verður kosinn í október. Borgarstjórinn í Reykjavík er búinn að staðfesta það sem lá í loftinu, hann fer ekki fram. Kristrún Frostadóttir hefur boðað stuðningsmenn á fund.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Rannsóknarskipið Hákon krónprins við rannsóknir í Norður-Íshafi.
Ískyggilegar niðurstöður úr Norður-Íshafi
Lífríkið undir ísnum í Norður-Íshafinu er ekki það sem vísindamenn áttu von á. Í nýrri rannsókn kom í ljós að vistkerfið einkennist ekki af tegundum sem helst einkenna hin köldu heimskautasvæði.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Ingrid Kuhlman
Tölum um dauðann
Kjarninn 17. ágúst 2022
Lilja Alfreðsdóttir er menningar- og viðskiptaráðherra.
Stefnt að því að sameina þrjá tónlistarsjóði í einn og skilgreina Sinfó sem þjóðareign
Menningar- og viðskiptaráðherra hefur lagt fram drög að nýjum heildarlögum um tónlist. Stofna á Tónlistarmiðstöð, sjálfseignarstofnun sem á að verða hornsteinn íslensks tónlistarlífs og rekin með svipuðum hætti og Íslandsstofa.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Í sumar hafa tugir borga í Kína lýst yfir hættuástandi vegna hita.
Verksmiðjum lokað og mikill uppskerubrestur blasir við
Hitabylgja sumarsins hefur haft gríðarleg áhrif á stórum landsvæðum í Kína. Rafmagn er skammtað og algjörum uppskerubresti hefur þegar verið lýst yfir á nokkrum svæðum.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Meira eftir höfundinnErla María Markúsdóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar