Mynd: Arnar Þór LestarstöðVarsjá.jpg
„Þú ert hér,“ segir á þessu upplýsingaskilti í aðalsal lestarstöðvar í Varsjá.
Mynd: Arnar Þór

Hundruð þúsunda hyggjast bíða stríðið af sér í Varsjá

Að minnsta kosti 300 þúsund flóttamenn frá Úkraínu eru taldir dveljast í Varsjá, höfuðborg Póllands, um þessar mundir, þar af um 100 þúsund börn. Blaðamaður Kjarnans heimsótti eina helstu miðstöð mannúðarstarfsins í borginni í gær.

Í afgreiðslu Novot­el-hót­els­ins í mið­borg Var­sjár hangir uppi stórt plag­gat skreytt úkra­ínska og sænska fán­an­um. Rúta til Sví­þjóðar, stendur þar stórum stöf­um.

Í gær birt­ist tíu manna hópur Svía í and­dyr­inu. Þau voru öll klædd gulum vest­um, fólk á öllum aldri, ungir menn og eldri kon­ur. Hóp­ur­inn er kom­inn á þremur rútum til Var­sjár og í dag ætla þau að landa­mærum Úkra­ínu, sagði einn úr hópnum við blaða­mann Kjarn­ans í stuttu spjalli í gær.

Með í för eru birgðir af lækn­inga­vörum sem skildar verða eftir við landa­mær­in. Ráð­gert er að aka aftur til Sví­þjóðar með alls um 175 flótta­menn, sem er þó ekki nema lítið brota­brot af þeim þús­undum sem koma yfir landa­mærin til Pól­lands dag hvern.

Alls er áætlað að rúm­lega 2,1 milljón flótta­fólks hið minnsta hafi komið til Pól­lands af alls 3,5 millj­ónum sem yfir­gefið hafa Úkra­ínu og haldið til nágranna­ríkja í leit að skjóli undan árás­ar­stríði Rússa.

Sænsk hjálparsamtök standa að baki rútuferðunum.
Arnar Þór

Í Var­sjá eru margir að leggja sitt af mörk­um. Lest­ar­stöðin í mið­borg­inni er ein margra mið­stöðva þess mann­úð­ar­starfs sem fer fram hér í pólsku höf­uð­borg­inni, sem hefur tekið við hund­ruðum þús­unda úkra­ínskra flótta­manna á örfáum vik­um.

Mat yfir­valda er að meira en 300 þús­und flótta­menn séu í borg­inni um þessar mund­ir, sem sam­svarar hart­nær tutt­ugu pró­senta aukn­ingu við þann fjölda fólks sem hér býr alla jafna.

Enn fleiri hafa svo dvalið hér um skemmri tíma á leið sinni á aðra áfanga­staði. Borg­ar­yf­ir­völd hér í Var­sjá gera ráð fyrir því að það þurfi að koma allt að hund­rað þús­und úkra­ínskum börnum og ung­mennum fyrir í skóla­kerf­inu, um ein­hvern tíma hið minnsta.

Stans­laus straumur

Í og við lest­ar­stöð­ina í mið­borg­inni eru tugir sjálf­boða­liða við störf dag hvern við að taka á móti og útdeila nauð­syn­legum varn­ingi fyrir fólkið sem þurft hefur að skilja nán­ast allt eftir handan landamær­anna.

Sjálf­boða­lið­arnir standa vakt­ina og send­ingar koma með reglu­legu milli­bili. Stundum á stórum sendi­ferða­bíl­um, en einnig ber­ast fram­lög frá fólki í smærri skömmt­um, fullir halda­pokar af hrein­læt­is­vörum og öðrum nauð­synjum sem þörf er fyr­ir.

Ætla má að mörgum þeirra sem lögðu á flótta vanti einnig létt­ari yfir­hafnir en þær sem teknar voru með skömmu eftir að inn­rásin hóf­st, þegar frostið sló í um tutt­ugu gráður á átaka­svæð­unum aust­ast í Úkra­ínu.

Hit­inn í Var­sjá náði sautján gráðum í gær, vorið er svo gott sem kom­ið.

Forð­ast óvissu ef hjá því verður kom­ist

Ungur sjálf­boða­liði sem blaða­maður ræddi við inni á lest­ar­stöð­inni sagði að gær­dag­ur­inn hefði verið hans fyrsti við sjálf­boða­störf­in, en hann talar rúss­nesku og getur því hjálpað til við þýð­ingar og aðstoðað rúss­nesku­mæl­andi flótta­fólk varð­andi skipu­lagn­ingu áfram­hald­andi ferða­lags, við að finna tíma­bundna gist­ingu í Var­sjá eða jafn­vel dval­ar­stað til lengri tíma í borg­inni eða nágrenni henn­ar.

Tugir sjálfboðaliða eru á lestarstöðinni í miðborg Varsjár frá morgni til kvölds.
Arnar Þór

Hann sagði aðal­lega þá sem eiga ein­hver tengsl til landa vestar í álf­unni leit­ast eftir því að fara þang­að. Fólk vilji síður fara út í algjöra óvissu og vera upp á yfir­völd komin ef það kemst hjá því.

Af þessum sökum ætli sér margir sem komnir eru til Pól­lands ekki að fara lengra – hér eiga margir Úkra­ínu­menn skyld­menni og vina­fólk, rétt eins og þennan unga sjálf­boða­liða, sem sjálfur á fjöl­skyldu í Úkra­ínu.

Flestir flótta­menn hafa svo auð­vitað ekki farið frá Úkra­ínu til þessa, en af þeim alls tíu millj­ónum sem þurft hafa að yfir­gefa heim­ili sín eru um 6,5 millj­ónir manna á ver­gangi í vest­ur­hluta lands­ins, sem er að mestu ósnert af átökum til þessa.

Sjálfur segir sjálf­boða­lið­inn ungi að hann eigi frænd­fólk í Kænu­garði, sem vilji ekki yfir­gefa borg­ina og allt sem þau þekkja þar, þrátt fyrir sprengjuregn og her­gný.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnArnar Þór Ingólfsson
Meira úr sama flokkiErlent